Morgunblaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 21 3ja-4ra í Fellum eða Bergum óskast Nánari upplýsingar veitir Finnbogi Hilmarsson hjá Heimili fasteignasölu í síma 530 6500. sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson löggiltur fasteignasali Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Vantar nauðsynlega 3ja-4ra herbergja íbúð í Fell- um eða Bergum sem næst Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Þarf ekki að vera laus til afhendingar fyrr en um mitt sumar. Allar frekari upplýsingar veitir Finnbogi Hilmarsson löggiltur fasteignasali í síma 895 1098. Finnbogi Hilmarsson, lögg. fasteignasali. Reykjanesbær | Skilti með nafni Reykjanesbæjar sem komið hefur verið upp á Vogastapa hefur verið lýst upp. Var það gert við sérstaka athöfn undir kvöld í gær, á kynd- ilmessu. Mannvirkið kostar tæpar þrjár milljónir kr. Skiltið er á mörkum Vatnsleysu- strandarhrepps og Njarðvíkur. Það á að vera nokkurs konar bæjarhlið, sýna vegfarendum um Reykjanes- braut að þeir séu komnir til Reykja- nesbæjar. Skiltið er liður í að lífga upp á umhverfi bæjarins. Komið hefur fram að fleira er í bígerð í sama tilgangi. Nú hefur grjóti verið raðað upp í vörður á nokkrum stöð- um á bæjarmörkunum. Við athöfn í gær þakkaði Árni Sigfússon bæjarstjóri iðn- aðarmönnunum sem unnu verkið. Stafir sem mynda nafn Reykjanes- bæjar eru smíðaðir úr stáli hjá Vél- smiðju Ásmundar Sigurðssonar. Þeir eru um tveir og hálfur metri á hæð og nafnið sjálft um 22 metrar. Stöfunum er raðað á vegg sem hlað- inn er úr steinum úr Helguvík þar sem Íslenskir aðalverktarar vinna við grjótnám fyrir Reykjaneshöfn. Rafmiðstöðin sá um lýsingu og Guð- mundur Jónsson arkitekt aðstoðaði við hönnun mannvirkisins. Ljósmynd/Jóhannes Kr. Gestum var boðið upp á heitt kakó í kuldanum á Vogastapa í gærkvöldi þegar kveikt var á skilti Reykjanesbæjar. Kveikt á lýsingu bæjarhliðs Reykjanesbær | „Haustið hefur farið í að þróa starfið og vinnan við að gera gott starf betra heldur áfram,“ segir Ragnar Örn Pét- ursson, verkefnisstjóri Frístunda- skóla Reykjanesbæjar, sem hófst í september og er tekinn til starfa aftur eftir jólafrí. Frístundaskólinn er fyrir nem- endur fyrsta til fjórða bekkjar grunnskólanna í Reykjanesbæ. Tekur hann við af svokallaðri skóla- gæslu og er ýmsu starfi nú fléttað inn í hann, meðal annars íþróttum. Í fréttabréfi sem sent hefur verið öllum foreldrum barna á þessum aldri kemur fram að meirihluti nemenda sem taka þátt í starfi Frí- stundaskólans stundar íþróttir. Vakin er athygli á því að nokkuð sé um að börn hafi farið á íþrótta- æfingar fyrir áhrif frá félögum sín- um í Frístundaskólanum. Hins veg- ar er þátttaka í íþróttum nokkuð mismunandi eftir skólum. Hlutfallið er 75% í Holtaskóla í Keflavík en 47% í Myllubakkaskóla. Þátttaka jókst í Frístundaskól- anum eftir því sem leið á veturinn. Þegar mest var voru 130 nemendur skráðir til þátttöku allan mánuðinn og að auki 50 nemendur sem tóku þátt í starfinu að hluta. Alls eru um 630 nemendur á þessum aldri í Reykjanesbæ. Ragnar Örn segir að þátttakan sé heldur minni nú eftir áramótin en vonast sé til að hún ná- ist fljótlega upp á sama stig og var fyrir jól. Fyrirhugað er að gera könnun meðal foreldra síðar í vetur og efna í framhaldi af því til málstofu með samstarfsaðilum til þess að meta árangur starfsins. 180 tóku þátt í Frístundaskólanum Haldið er áfram að þróa starfið Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Keflavíkurflugvöllur | Flugþjónust- an á Keflavíkurflugvelli (IGS) ræð- ur 20–25 fleiri starfsmenn í sum- arafleysingar í ár en á síðasta ári. Hefur fyrirtækið nýlega auglýst ýmis störf. Verkefni Flugþjónustunnar eru árstíðabundin. Á vorin eykst mjög flug til og frá landinu og þá fjölgar starfsmönnum fyrirtækisins um meira en tvö hundruð. Útlit er fyrir aukna flugumferð í sumar, miðað við síðasta ár. Kjartan Már Kjart- ansson, starfsmanna- og gæðastjóri Flugþjónustunnar, segir að við hverja brottför og lendingu skapist verkefni sem þurfi að sinna, hvort sem fáir eða margir farþegar séu með. Nú sé vitað um aukningu á fluginu og þurfi Flugþjónustan að ráða fólk í 10–15 fleiri stöðugildi en á síðasta ári. Vegna þess að allt eru þetta hlutastörf þarf 20–25 starfs- menn til að sinna þeim. Kjartan Már bætir því við að einnig megi búast við auknum farþegagjölda og þá þurfi að bæta enn við starfs- mannafjöldann. Það skýrist þó ekki fyrr en síðar. Störfin sem ráða þarf í fyrir sum- arið er í öllum deildum fyrirtæk- isins, það er að segja við farþega- þjónustu, flugeldhús, fraktmiðstöð, hlaðdeild, hleðslueftirlit, ræstingu og veitingadeild. Kjartan Már segir að umsóknir streymi inn og byrjað sé að ráða fólk en allar umsóknir séu áfram vel þegnar, ekki síst frá traustu og góðu fólki með reynslu. Flugþjónustan bætir við 20–25 starfsmönnum Sandgerði | Hallbjörn V. Rúnarsson var kosinn formaður framkvæmda- stjórnar Bæjarmálafélags Sandgerð- islistans á stofnfundi félagsins sem haldinn var um helgina. Sandgerðislistinn bauð í fyrsta skipti fram við síðustu bæjarstjórn- arkosningar í Sandgerði og fékk einn mann kjörinn, Ólaf Þór Ólafsson. Fram kemur í fréttatilkynningu að þeir sem stóðu að framboðinu hafi verið staðráðnir í því að halda starfi Þ-listans áfram og vissu um leið að til þess þyrfti bakland. Þrír efstu menn á framboðslista hafa unnið að undir- búningi stofnunar bæjarmálafélags. Ákveðið var að fela stjórn félagsins að leggja drög að lögum fyrir félagið fram á aðalfundi sem haldinn verði eigi síðar en 1. nóvember. Einnig láti hún hanna merki félagsins og merki með listabókstaf framboðsins. Hallbjörn V. Rúnarsson varabæj- arfulltrúi var kjörinn formaður Bæj- armálafélags Sandgerðislistans og með honum í stjórn eru Thelma Björk Jóhannesdóttir ritari og Linda Björk Holm gjaldkeri. Stofnað félag Sandgerðislistans Hallbjörn V. Rúnarsson kosinn fyrsti formaður Röng notkun ljósa | Lögreglan í Keflavík tók þátt í umferðarátaki lögregluliðanna á Suðvesturlandi um helgina. Beindist það að ljósa- búnaði. Aðfaranótt síðastliðins sunnudags kærði lögreglan níu öku- menn fyrir vanbúnað ljósa eða ranga notkun ljósa á bifreiðum, að því er fram kemur á vef lögreglunnar. Ekið á járnarusl | Ökumenn nokk- urra bifreiða óku á járnarusl á Reykjanesbrautinni í fyrrinótt. Lá járnið á miðri akbrautinni skammt vestan við vegamót Reykjanes- brautar og Grindavíkurvegar. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík urðu minniháttar skemmd- ir á tveimur fólksbifreiðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.