Morgunblaðið - 03.02.2004, Síða 23
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 23
Borgarnes | Kristján Gíslason,
skólastjóri Grunnskólans í Borgar-
nesi, er í námsleyfi í vetur og stund-
ar meistaranám (MA) í hagnýtum
hagvísindum við Viðskiptaháskólann
á Bifröst. Þar leggur hann áherslu á
stjórnsýslufræði og tekur námskeið
í samræmi við það. Að sögn Krist-
jáns á þetta að geta verið hagnýtur
og þverfaglegur undirbúningur und-
ir ráðgjafar- og stjórnunarstörf í
stærri fyrirtækjum og hjá hinu opin-
bera skv. námslýsingu skólans.
,,Ég hef nú alveg síðan ég hóf
störf sem skólastjórnandi haft áhuga
á því að afla mér frekari menntunar
á þessu sviði og tók 15 eininga nám í
opinberri stjórnsýslu hjá
Endurmenntunarstofnun Háskóla
Íslands 2001– 2002. Þegar svo fyrir
lá að Viðskiptaháskólinn á Bifröst
ætlaði að bjóða upp á framhaldsnám
í stjórnun þá sótti ég um launað leyfi
til námsleyfasjóðs Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga og þegar ég
fékk jákvætt svar við þeirri umsókn
lét ég slag standa.“
Meistaranámið, sem er í fyrsta
sinn í boði á Bifröst og er fjarnám,
skiptist í fjórar annir á skólaárinu.
Það hófst með sumarönn 20. júlí á
síðasta ári, og lauk önninni í ágúst-
lok. Þetta nám er þannig upp byggt
að 30 einingum er lokið á 13 mán-
uðum. Þar fyrir utan er svo lokarit-
gerðin sem getur verið 15 eða 30 ein-
ingar.
Spennandi að fást
við lokaritgerðina
Kristján segir að sér líki námið af-
ar vel, námið sé í sjálfu sér ekki erf-
itt en sér hafi fundist erfiðast að allt
lesefni er á ensku sem þýðir að
lengri tími fer í lestur, og í upphafi
hafi álagið verið mikið. Miðað sé við
að fólk geti stundað aðra vinnu með
náminu, og það gera flestir sem með
honum eru. Hann er þó sjálfur alveg
í fríi frá öðrum störfum og segist
breiða úr sér við eldhúsborðið þegar
aðrir heimilismenn eru farnir til
starfa, og þar situr hann við lestur á
daginn.
,,Fyrir mig er mest spennandi að
hafa fengið tækifæri til að fara í
þetta nám. Auðvitað eru námskeiðin
misspennandi eins og gengur en ég
hlakka mikið til að fara að fást við
lokaritgerðina sem ég mun gera
núna bráðlega.“
Kristján stefnir á að útskrifast
fyrir næstu jól en það fer eftir því
hvenær hann nær að skila ritgerð-
inni. Hann ætlar að skrifa 15 eininga
ritgerð, og segist vonandi ná að
skrifa a.m.k. helminginn núna á vor-
önn. ,,Eins og ég sagði þá er nám
mitt með áherslu á stjórnsýslufræði
og vænti ég þess að það komi til með
að nýtast mér afar vel í starfi, ekki
hvað síst lokaverkefnið mitt en ég
hyggst skrifa um samhæft árang-
ursmat (Balanced Scorecard) í opin-
berum rekstri og mun tengja það
skólastarfi eins og hægt er.“
Námsleyfið rennur út í lok júlí og
á Kristján að mæta aftur til starfa 1.
ágúst. En þar sem seinni sumarönn-
inni verður ekki lokið reiknar hann
með að þurfa að semja um einhvern
sveigjanleika fyrstu dagana. Það fer
hins vegar eftir námskeiðum, hversu
mikil sú skörun verður.
Vantar atvinnutækifæri fyrir
háskólafólk í Borgarnesi
,,Þar er gaman að fá að taka þátt í
því að móta þetta nám sem hófst í
sumar og spennandi að kynnast
starfinu þarna, áður fylgdist maður
bara með úr fjarlægð. Þetta er svo
ótrúleg þróun sem þarna hefur átt
sér stað og sér í rauninni ekki fyrir
endann á. Starfsemi eins og er á Bif-
röst hefur mikið að segja fyrir sveit-
arfélagið, vöxturinn hefur verið þar
og verður væntanlega áfram.
Þó vonar maður að fólki fari að
fjölga í Borgarnesi einnig, því ekki
er nóg að mennta fullt af fólki á Bif-
röst ef allir verða að fara eitthvað
annað þegar þeir útskrifast, þá nýt-
ur samfélagið ekki ávaxtanna til
fulls. Ég held að það sé ekki það að
nemendur margir vilji ekki búa
hérna áfram að námi loknu, heldur
eru atvinnutækifærin ekki nægjan-
lega mörg, því miður.“
Kristján vill hvetja fólk til að
kynna sér vel það framboð náms
sem í boði er við Viðskiptaháskólann
á Bifröst, ef það er að skoða mögu-
leika á grunn- eða framhaldsnámi.
,,Eins væri óskandi að fleiri nýttu
sér það að fara í nám þegar „góðum“
aldri er náð, það er afar endurnýj-
andi og raunar nauðsynlegt. Þróunin
er auðvitað sú að maður menntar sig
ekki lengur fyrir lífið heldur er mað-
ur allt lífið að mennta sig,“ segir
Kristján að lokum.
Skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi er sestur á skólabekk í Bifröst
Lærir við eldhúsborðið
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Kristján Gíslason: Óskandi að fleiri nýttu sér það að fara í nám þegar „góð-
um“ aldri er náð, það er afar endurnýjandi og raunar nauðsynlegt.
Stykkishólmur | Á síðasta bæjar-
stjórnarfundi var fjárhagsáætlun
Stykkishólmsbæjar og undirfyrir-
tækja samþykkt með 7 samhljóða
atkvæðum.
Skatttekjur bæjarsjóðs eru áætl-
aðar 337 m.kr. Fjárfestingar eru
áætlaðar, nettó, fyrir um 30 m.kr.
Aðrar tekjur bæjarsjóðs eru um 197
m.kr og sértekjur undirfyrirtækja
eru áætlaðar 103 m.kr. Rekstrar-
gjöld bæjarsjóðs eru áætluð um 510
m.kr fyrir afskriftir sem eru um 20
m.kr. Rekstrarniðurstaðan er því
áætluð jákvæð um 4 m.kr.
Eins og fjárhagsáætlunin gefur
til kynna hefur verið tekið mið af
þeirri þröngu fjárhagslegu stöðu
sem sveitarfélög eru almennt í og
farið varlega í fjárfestingar eftir
hið mikla framkvæmdatímabil sem
tengdist uppbyggingu Hitaveitu
Stykkishólms og sundlaugarbygg-
ingu. Þá hefur orðið samdráttur í
tekjum bæjarsjóðs sem eru áhrif
stöðvunar skelveiða.
Unnið er að því að selja eignir
sem bæjarsjóður getur án verið s.s.
félagslegar íbúðir. Breytingar á
gjaldskrá eru óverulegar og má
nefna að ekki er gert ráð fyrir
gjaldskrárbreytingum hjá Hitaveit-
unni, íþróttamiðstöðinni eða leik-
skólanum.
Langstærsti útgjaldaliðurinn er
fræðslumál með 184 m.kr. útgjöld,
sem er 54,5% af áætluðum skatt-
tekjum bæjarsjóðs. Aðrir helstu
málaflokkar eru æskulýðs- og
íþróttamál með 71 m.kr. og sameig-
inlegur kostnaður 51 m.kr.
Álagningarstuðlar eru óbreyttir
frá síðasta ári að því undanskildu
að sorphirða- og sorpeyðing hækka
samtals um 2000 kr/einingu. Þessi
gjaldtaka stendur þó aðeins undir
um 50% kostnaðar vegna þessa
verkefnis.
Varðandi framkvæmdir er vinna
við undirbúning leikskólabygg-
ingar í gangi og munu fram-
kvæmdir væntanlega verða með
fullum þunga á næsta ári. Áfram er
unnið að rannsóknum við skolpút-
rásir, en á þeim grundvelli munu
síðan verða teknar ákvarðanir um
nauðsynlegar úrbætur. Lögð verð-
ur dreifiveita frá Hitaveitunni bæði
í nýja götu við Laufásveg og frí-
stundabyggð við Birgisborg, auk
gatnagerðar.
Aðhald í
rekstri
Stykkis-
hólmsbæjar
APPLE á Íslandi og Grundaskóli á
Akranesi gerðu nýlega með sér
samstarfssamning um framkvæmd
á ráðstefnunni „Breyttir kennslu-
hættir 2004“, sem haldin verður á
vegum Apple IMC á Íslandi. Ráð-
stefnan verður haldin föstudaginn
12. og laugardaginn 13. mars og
hefst kl. 13 á föstudeginum og lýk-
ur kl. 17 á laugardegi. Ráðstefnan
verður haldin í húsakynnum
Grundaskóla en húsnæðið og allur
aðbúnaður verður hluti af framlagi
skólans til ráðstefnunnar.
Tilgangur ráðstefnunnar er að
kynna fyrir kennurum og öðrum
áhugasömum þá möguleika sem
stafrænt umhverfi hefur upp á að
bjóða í hinu hefðbundna kennslu-
umhverfi. Bæði innlendir og er-
lendir fyrirlesarar verða með er-
indi á ráðstefnunni og greina frá
hvernig tæknin nýtist í raunveru-
leikanum svo sem til gerðar tónlist-
armyndbanda, heimildamynda,
fjarkennslu o.fl. Á ráðstefnunni
verða kennarar Grundaskóla með
kynningu á stafrænni mynd- og
hljóðvinnslu í skólastarfi þ.m.t.
kvikmyndagerðina.
Samninginn undirrituðu Guð-
bjartur Hannesson, skólastjóri
Grundaskóla, og Ólafur William
Hand, framkvæmdastjóri Apple
IMC, að viðstöddum m.a. nem-
endum og kennurum 8. bekkja
Grundaskóla.
Samstarf Apple
og Grundaskóla