Morgunblaðið - 03.02.2004, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 03.02.2004, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FJARVERA FORSETA Eitt hundrað ára afmælisheimastjórnar var minnztmeð virðulegum og þjóðleg- um hætti í Þjóðmenningarhúsinu í fyrrakvöld. Afmælisdagskránni verð- ur bezt lýst með því, að hún var þjóð- leg og rifjaði upp andrúm og tilfinn- ingar sjálfstæðisbaráttunnar. Það gefast ekki mörg tækifæri til að rifja upp liðna tíð með þessum hætti. Þau á hins vegar að nýta til að minna nýjar kynslóðir Íslendinga á þá baráttu, sem háð var fyrir sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar. Heimastjórnin markaði alger þáttaskil í þeirri baráttu og það er mikilvægt að íslenzk æska kunni þessa sögu. Í þeim efnum gegna skól- arnir miklu hlutverki. Ætla má, að á því heimastjórnarári, sem nú er geng- ið í garð, verði lögð áherzla á það í skólum landsins í yngri og eldri bekkjum að vinna verkefni, sem teng- ist afmæli heimastjórnar og alda- mótapólitíkinni fyrir hundrað árum. Þetta er mikilvægt til þess að æska 21. aldarinnar missi ekki tengslin við fortíðina og baráttu þeirra kynslóða, sem á undan okkur fóru. Afmæli heimastjórnarinnar skiptir miklu máli fyrir okkur Íslendinga nú og það hefur grundvallarþýðingu fyr- ir þjóðina, að sýna virðingu fyrir bar- áttu þeirra, sem leiddu þjóðina á veg til sjálfstæðis. Í þessu ljósi er erfitt að skilja hvers vegna forseti Íslands var ekki við- staddur þessi hátíðahöld en kaus í þess stað að fara í frí til útlanda. For- seti á að sjálfsögðu rétt á fríi eins og aðrir landsmenn en hann hefur líka ákveðnum embættisskyldum að gegna. Í þessu sambandi skiptir engu, þótt forsetinn hafi ekki haft öðru hlut- verki að gegna við þessi tilteknu há- tíðahöld en vera viðstaddur. Hitt skiptir máli, að með nærveru sinni hefði forsetinn undirstrikað mikil- vægi þessa dags í sögu þjóðarinnar en með fjarveru sinni er hætta á að ein- hverjir líti svo á, að hundrað ára af- mæli heimastjórnarinnar skipti litlu máli. Og það er ekki sízt hætta á því, að ungt fólk misskilji fjarveru forset- ans á þennan veg. Í samtali við Morgunblaðið í dag segir forsetinn, að hann hefði að sjálf- sögðu snúið heim hefði hann vitað um ríkisráðsfund, sem haldinn var þenn- an dag. Úr því að forsetinn hefði get- að snúið heim vegna ríkisráðsfundar má spyrja hvers vegna hann sneri ekki heim vegna heimastjórnaraf- mælisins. Forsetinn kann að hafa sínar ástæður fyrir þessari fjarveru en embætti hans er þannig vaxið, að hann hlýtur að gera þjóðinni grein fyrir því hvaða ástæður liggja þar að baki. Eftir fjórtán ár verður þess minnzt að hundrað ár verða liðin hinn 1. desember árið 1918 frá því að Ís- land fékk fullveldi. Það verður að telj- ast með miklum ólíkindum, að sá, sem gegnir embætti forseta Íslands þegar þar að kemur, telji sér ekki skylt að vera heima við á þeim degi, þótt for- setaembættið hafi ekki orðið til fyrr en árið 1944 með stofnun lýðveldisins. Saga þjóðar okkar er mikil en hún er líka viðkvæm saga. Við eigum að sýna hinum stóru stundum í þjóðar- sögunni þá virðingu, sem þeim ber, og þar á forseti Íslands, hver sem hann er á hverjum tíma, að ganga á undan með góðu fordæmi. ÍSLAND OG NEW BRUNSWICK Margeir Pétursson, formaðurVarðar – fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík, flutti athyglisverð inngangsorð á opnum fundi Fulltrúaráðsins sl. laugardag, þar sem rætt var, hvort lög þyrfti um uppbrot og myndun hringa í viðskiptum. Margeir rifjaði upp heimsókn til New Brunswick í Kanada fyrir ein- um og hálfum áratug og kvaðst hafa tekið eftir, að almenningur hefði haft lítið á milli handanna þrátt fyrir miklar auðlindir og tækifæri. Hann komst að þeirri nið- urstöðu, að skýringin væri sú, að ein fjölskylda á svæðinu réði öllum þeim viðskiptum, sem hún vildi. Hér var um að ræða Irving-fjöl- skylduna, sem kunn varð á Íslandi fyrir allmörgum árum vegna áforma um að hefja hér olíuvið- skipti. Hann sagði fjölskylduna ekki hafa endurfjárfest á svæðinu heldur farið með hagnaðinn á al- þjóðlega markaði. Síðan spurði Margeir Pétursson, hvort hætta væri á slíkri þróun hér og sagði: „Verða einhverjir sérstak- ir einstakir aðilar svo sterkir að þeir hirða allan arð; endurfjárfesta ekki hér heldur liggur þeirra raun- verulegi metnaður í heimsborgum eins og London og New York.“ Svo vill til að fimm árum eftir að Margeir Pétursson var á ferð í New Brunswick sendi þáverandi frétta- ritari Morgunblaðsins í Boston frétt til blaðsins, sem birtist hinn 23. október 1994. Þar var ástandinu í þessu kanadíska fylki lýst með til- vitnun í kanadískt dagblað, sem hafði tveimur árum áður komizt svo að orði: „Ferðalangur, sem kemur til New Brunswick og fer fram hjá bensínstöðvum með stóra tígullaga Irvingmerkinu, gæti velt því fyrir sér, hvort nokkur annar selji bens- ín á þessum slóðum. Ferðalangur- inn mundi aka í gegnum skóga í eigu Irvings … Ef hann eða hún læsi dagblað væri það sennilega eign Irvings því að fjölskyldan ræð- ur yfir öllum fjórum dagblöðum hérlendis á ensku.“ Jafnframt kom fram í þessari frá- sögn að fjölskyldan átti á þeim tíma tvær af þremur sjónvarpsstöðvum, sem sjónvörpuðu á ensku í New Brunswick. Þetta eru athyglisverðar lýsing- ar. Það eru ekki margir Íslend- ingar, sem hafa áhuga á að svona ástand verði til hér. Því miður er hins vegar hætta á því. Þess vegna eru að hefjast umræður um, hvern- ig við eigi að bregðast. Bezt færi á því, að þeir, sem hlut eiga að máli, kunni sér hóf og gangi hægt um gleðinnar dyr. HÉR FER á eftir hátíðarræða Davíðs Oddssonar á 100 ára afmæli heimastjórnar 1. febrúar 2004. Ræðuna flutti Davíð á hátíðardagskrá í Þjóð- menningarhúsinu á sunnudagskvöld. Millifyr- irsagnir eru Morgunblaðsins. Dagur draumanna upp runninn Ég er þeirrar skoðunar að það sé við hæfi að þjóðin geri sér nokkurn dagamun þennan 1. febr- úar, á aldarafmæli heimastjórnar á Íslandi. Hvunndags æðum við áfram, mörg hver, í tilraun til að laga okkur að örum breytingum og forðast að dragast aftur úr eða daga uppi. Í þeim bardaga er vísast ekki talið til sérstakra kosta að muna langt fram og vera of bundinn við gærdaginn, svo ekki sé talað um aldar gamlan dag. Og það er reyndar rétt, að þennan dag fyrir hundrað árum horfðu menn ekki um öxl. Framtíðin var í fyr- irrúmi. Nýliðinni fortíð vildu menn gleyma sem fyrst af skiljanlegum ástæðum. Fyrsti febrúar var hlaðinn fyrirheitum. Dagur draumanna var upp runninn, ekki draumóranna, heldur vonanna og væntinganna, sem Íslendingar áttu sjálfir loks kost á að gera að veruleika. Við aldamótin, fáum árum fyrr, voru stórskáldin í ham. Þau fundu í sínum skáldabeinum niðinn af nýjum tíma og ortu, sem aldrei fyrr. Aldrei áður höfðu aldamót fengið svo upphafnar trakteringar. Hannes kvað: Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga. Sje jeg í anda knör og vagna knúða krafti, sem vanst úr fossa þinna skrúða, stritandi vjelar, starfsmenn glaða og prúða, stjórnfrjálsa þjóð, með verslun eigin búða. Og Einar Benediktsson kvað: Vor hólmi er snauður, svo hart er um brauð, margt hérað sem eyðimörk köld og dauð. Sú öld, sem nú hefst, á hlutverk að inna – sjá hjálpráð til alls, varna þjóðinni falls. En sýnir ei oss allur siðaður heimur, hvað sárlegast þarf þessi strjálbyggði geimur, að hér er ei stoð að stafkarlsins auð? Nei, stórfé! Hér dugar ei minna! Oss vantar hér lykil hins gullna gjalds að græða upp landið frá hafi til fjalls. Hann opnar oss hliðin til heiðanna’, á miðin, í honum býr kjarni þess jarðneska valds. Þann lykil skal Ísland á öldinni finna, – fá afl þeirra hluta’, er skal vinna. Og það kváðu fleiri. Þú ert móðir vor kær. Þá er vagga okkar vær, þegar vorkvöldið leggur þjer barn þitt að hjarta; kvað Þorsteinn Erlingson til Íslands. Þessi fátæka þjóð átti ekki margt en hún átti þó ófá stórskáld, jafnvel þjóðskáld, að minnsta kosti eitt fyrir hverja tíu þúsund íbúa. Við þyrft- um að eiga þrjátíu slík núna til að halda í hlut- fallið. Það var inn í þennan hugarheim skálda, hugsjóna- og draumóramanna sem heimastjórnin kom. Forystumaðurinn Hannes Efnin voru lítil og úrræðin fá, en það var vor- blær nýrra tíma sem varð vindurinn í segl heima- stjórnarinnar. Þess vegna fór hún svo vel af stað. En það var líka vegna þess að til forystu fékkst maður sem virtist skapaður í hlutverkið. Per- sónudýrkun er örugglega ekki lengur í takt við tíðarandann, ef frá eru taldir popparar og knatt- spyrnuséní, og persónudýrkun er reyndar oftast nær æði holótt og innantóm, þegar grannt er skoðað. Og það á við um Hannes Hafstein, sem aðra, að honum er enginn greiði gerður með því að hefja hann gagnrýnislaust á stall. En það er að sama skapi óþarfi að neita sér um að horfa til og viðurkenna þá eiginleika, sem gerðu hann að rétt- um manni á réttum stað og tíma. Hann var ekki nema 42 ára, þegar hér kemur sögu, en þó löngu þjóðkunnur maður og í miklum metum hjá lönd- um sínum, skáld í fremstu röð, glæsimenni og garpur, sem fáliðaður réðst gegn landhelg- isbrjótum, svo ógleymanlegt varð. Ekki lítill heimanmundur þetta. Og á daginn kom, að þeir eiginleikar, sem menn þóttust mega lesa út úr ljóðunum hans, voru til staðar þegar á reyndi og féllu undravel að því verki, sem hann hafði nú axl- að ábyrgð á. Hann var kjarkmaður sem þráði að fá að reyna krafta sína í glímu við þá erfiðleika og stórvirki sem alls staðar blöstu við. Og bjart- sýnismaður var hann, fullviss um að þjóðin myndi hafa sigur í þeim átökum. En um leið var hann raunsæismaður sem þekkti sín takmörk og sinn- ar fámennu þjóðar. En síðast en ekki síst var r m B a a b h á s a s m k h s í h f m M g þ þ n i e m H u a a h n i v h a f f m b k þ h s f s h b f f i Í m n Í t u s Þ i u h æ hann fjörmikið ljúfmenni og lipur og sanngjarn samningamaður sem oftar en ekki var reiðubúinn til þess að koma til móts við gagnrýni og sjón- armið andstæðinganna, stundum svo að stuðn- ingsmönnum hans þótti nóg um. Þrátt fyrir allt þetta verður ekki sagt að Hannes hafi átt langan eða glæsilegan stjórnmálaferil að baki, þegar hann hefst til æðstu metorða. Hann vann óvænt- an sigur á Ísafirði, en einnig hafði hann tvívegis látið í minni pokann þar og var nýkosinn af Ey- firðingum, þegar þarna var komið. En eitt stóð upp úr pólitískum ferli. Hann hafði fengið dönsku stjórnina til að bjóða Íslendingum heimastjórn. Um það segir dr. Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra: „Eins og þá horfði, hafði Hannes því unnið einn frækilegasta sigur, sem íslenskur stjórnmálamaður nokkru sinni hefur unnið.“ Þetta segir dr. Bjarni 3. desember 1961 og á þeim tíma sem síðan er hefur ekkert gerst, sem breytir þessu mati. Byltingarkennd öld Við hrífumst af því nú, hve heimastjórnin hafði góð áhrif á lífsskilyrði og þróun íslensku þjóð- arinnar. Fyrsta heimastjórnaröldin hefur verið byltingarkennd bót fyrir allt mannlíf í þessu landi. Nú er auðvitað ekki víst og reyndar harla ólíklegt að við hefðum farið á mis við alla þá framþróun, ef stjórnskipan okkar hefði ekki breyst til þess sem varð 1. febrúar 1904 og í fram- haldi af því 1. desember 1918. En það má fullyrða með öruggri vissu að árangur okkar hefði ella ekki orðið svo glæsilegur og varanlegur sem raun varð á. Seinast í fyrradag heyrði ég fréttamann nefna í viðtali að við værum aðeins þrjú hundruð þúsund „hræður“ sem byggðum þetta land, eins og það var orðað. Sumir stjórnmálamenn hafa einnig þann ósið að tala um Ísland heima og erlendis sem „örríki“. Við erum að sönnu hvorki mörg né mikilvæg á heimsvísu, en svona volæðistal er óþarft með öllu og meðan aðrir tala ekki svona til okkar getum við sleppt því að gera það sjálf. Fyrsta febrúar 1904 voru Íslendingar 79.700 og hafði sá mannfjöldi nánast staðið í stað frá lokum landnáms og reyndar hnignað á erfiðustu skeið- um í sögu þjóðarinnar. Það var kannski ekki nema von að Danir ættu erfitt með að sjá að þess- ir fáu fátæklingar gætu séð um sig sjálfir. Í höf- uðstaðnum bjuggu þá átta þúsund manns. Drengir, sem fæddust á því ári, gátu búist við að verða 48 ára gamlir og stúlkur 53 ára og er þá miðað við meðalævilíkur, en ungbarnadauði var þá mikill. 101 barn af hverjum eitt þúsund sem fæddust dó á fyrsta aldursári, en nú deyja tvö af hverjum eitt þúsund börnum á þessu úrslitaári. Kannski lýsa þessar tölur gleðilegustu breyting- unum af mörgum góðum sem urðu á tímabilinu. Botnfiskafli okkar var þá aðeins 56 þúsund tonn en var á síðasta ári 463 þúsund tonn. Landsfram- leiðsla á hvern mann hefur nífaldast á þessum tíma og þar sem þjóðinni hefur fjölgað er lands- framleiðslan nú orðin ríflega 30 sinnum meiri en hún var árið 1904. Þá má til gamans nefna að brautskráðir stúdentar voru 17 árið 1904, en eru nú um 2.200 á ári og eru þá ekki talin með þau fjölmörgu menntunartækifæri önnur sem ungu fólki standa nú til boða. Þá brautskráðust 1,2 pró- sent af hverjum árgangi sem stúdentar, en nú eru það rétt tæp 50 prósent. Það var eitt fyrsta verk Hannesar Hafstein sem ráðherra að breyta Heimastjórnin var happafeng Davíð Oddsson heldur hátíðarræðu sína í Þjóðmenn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.