Morgunblaðið - 03.02.2004, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 03.02.2004, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 33 þýðendur hjá bandaríska hernum. Högni tók við starfi Hendriks Ottóssonar. Ég leyfi mér að vekja athygli les- enda og stjórnenda Morgunblaðs- ins á orðalagi bandarískra stjórn- valda á umsvifum þeirra í framandi landi þar sem þeim hefir verið trú- að fyrir verndar- og varn- arhlutverki, sem þau hafa tekið að sér, en ekki gætt samkvæmt gefnu loforði. Vinsamlegast lesið með at- hygli bréf það sem hér fer á eftir: Staða aðstoðarfréttaþuls rík- isútvarpsins varð laus þegar Hen- rik OTTÓSON (Legair 43, 23. mars) var fjarlægður, en við henni tekur hr. Högni TORFASON, Ís- lendingur, sem verið hefur starfs- maður sendiráðsins síðan 1944 og áður hafði starfað fyrir Bandaríkja- her á Íslandi. Sendiráðið hefur gengið úr skugga um að mennta- málaráðuneytið, sem hefur lögsögu yfir ríkisútvarpinu, framkvæmdi rækilega athugun á hollustu hr. Torfasonar áður en honum var boð- ið starfið. Þegar hr. Torfason til- kynnti mér að hann hefði ákveðið að taka tilboðinu með því hann fengi þannig hærri laun en hann hefur fengið í sendiráðinu sagði hr. Torfason að menntamálaráðherra, hr. Eysteinn JÓNSSON, hafi sagt sér að hr. Ottóson hefði verið fjar- lægður vegna útvarpsfrásagnar um stjórnarbyltinguna í Tékkoslóvakíu þar sem hann hefði stuðst nær al- gjörlega við skýrslur frá útvarpinu í Moskvu. Þegar hr. Jónsson lýsti þeirri stefnu, sem fylgja beri við undirbúning handrita frétta fyrir innanlandsútvarp, benti hann á að þau ætti fyrst og fremst að byggja á skýrslum frá BBC og ríkisútvörp- unum á Norðurlöndunum þremur og í öðru lagi frá bandarískum stöðvum, en að ríkisútvarpið ætti ekki undir neinum kringumstæðum að nota fréttir, sem kæmu frá Sov- étríkjunum. Ég vek athygli á orðalagi Banda- ríkjamannsins sem ritar bréfið. Hann ræðir um hollustu. „Holl- ustu“ hvers við hvern? Ég held að engum dyljist að þar sé átt við hollustu við herstjórn Bandaríkjanna. Það vekur einnig athygli að stofnun sem lýst hefir hlutleysi um menn og málefni og staðhæfir í starfsskrá sinni að gætt sé óhlutdrægni í hvívetna skuli lýsa yfir að hún birti aldrei fréttir frá tiltekinni útvarpsstöð. Högni Torfason var minn- isstæður samstarfsmaður. Milli okkar var ævinlega góð vinátta og gagnvegir til góðvina þótt skoðanir væru skiftar. Í minningargreinum um Högna er hann lofaður að verð- leikum fyrir orðsnilld, hugkvæmni og tungutak. Sagt að hann sé orð- smiður sá sem nefndi þotu og þyrlu og gætti varðstöðu íslenskrar tungu. Um leið og ég minnist góðra samstarfsmanna á öðrum áratug Ríkisútvarpsins má geta þess að þar störfuðu einnig Bretar og Bandaríkjamenn, góðir drengir sem gott er að minnast. Ég hefi áð- ur nefnt Porter McKeever, sem var yf- irmaður upplýs- ingastofu Bandaríkja- hers, OWI. Með honum störfuðu ýmsir Vestur- Íslendingar. Einn und- irmanna hans, Manny Reiner, varð góðvinur minn. Hann bjó í húsi Níelsar Dungals, pró- fessors í Suðurgötu. Hann bauð okkur oft til sín, mér, Thorolf Smith fréttamanni, Kristjáni Jónssyni, síðar starfs- manni Vísis, o.fl. Ég á í fórum mín- um ljósmynd af Manny. Hann var gyðingur, starfaði í menningardeild bandaríska útvarpsins. Hann gaf mér bandaríska bók með áritun sinni í gamansömum stíl. Hann kallaði mig „verðandi tengdaföður Á undanförnum árum hefur greinarhöfundur ritað allmargar grein- ar og vísað til loforðs Bandaríkjaforseta um að herlið Bandaríkjamanna hyrfi með allt sitt hafurtask strax að seinni heimsstyrjöld lokinni. Þegar herinn steig á land var því lofað að herstjórnin skipti sér ekki af innan- ríkismálum: „Skuli ekki á nokkurn hinn minnsta hátt hlutast til um innan- landsmálefni íslensku þjóðarinnar.“ Þetta loforð var ekki efnt. Skjalasöfn, blöð og tímarit geyma fjölda dæma um hið gagnstæða. Minna má á afskipti bandaríska sendimannsins Trimble, sem lét mjög að sér kveða og ráðskaðist með málefni Ríkisútvarpsins í hróksvaldi herstjórnarinnar með hjálp íslenskra peða í Stjórnarráði, en ráðherrarnir voru fljótir að éta ofan í sig öll stóryrði um að standa á stjórnsýslulegum rétti sem tryggður var með fyrrgreindri yf- irlýsingu Bandaríkjaforseta. Í bréfasafni Bandaríkjastjórnar er m.a. geymt bréf sem stimplað er 1. apríl 1948. Það er stílað á utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna. Því má gjarnan segja frá að hvorki nú- verandi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna né heldur sendiherra þess víðlenda og volduga ríkis hefðu fengið aðgang að veitingasölum Hótel Borgar í þá daga þegar Jó- hannes glímukappi Jósefsson réð þar húsum. Hann bannaði „lit- uðum“ aðgang að sölum sínum. Hendrik J. Ottósson frægur tungumálagarpur var starfsmaður fréttastofu Ríkisútvarpsins um þessar mundir. Hann var ákafur kommúnisti, dyggur stuðnings- maður Sovétríkjanna en jafnframt einlægur aðdáandi Ísraels, kvænt- ur gyðingakonu, sem hann bjargaði með kvonfangi og borgararétt- indum, en jafnframt rabbíi gyð- ingasafnaðar breskra og banda- rískra hermanna. Sá gyðingasöfn- uður hafði reglubundnar samkomur og birti White Falcon, málgagn hermanna á Keflavíkurflugvelli, myndir og fregnir af samkomum þeirra. M.a. af Hendrik á bæna- stund. Hendrik hafði lengi starfað í þjónustu Breta og Bandaríkja- manna. Hann ritaði frásagnir um störf sín á vegum herjanna og árekstra við hernaðarvöld. Þegar dró til árekstra Sovétríkjanna og stjórnvalda í Tékkóslóvakíu og Sov- étmenn réðust með skriðdrekum inn í Tékkóslóvakíu var Hendrik á vakt á fréttastofunni. Hendrik tók þann kost að hlýða á fréttir frá Moskvu og birta þær einnig, ásamt fréttum sem birtar voru frá öðrum útvarpsstöðvum. Bandarískir áhrifamenn og Ey- steinn Jónsson sem þá var mennta- málaráðherra hlutuðust til um það í samráði við Jónas Þorbergsson út- varpsstjóra að Hendrik var vikið úr starfi fréttamanns og hann ráðinn til þess að skrá sögu Ríkisútvarps- ins. Síðar var Arthúr Björgvin Bollason ráðinn til þess starfs. Hvorki hafa saga Hendriks sé saga Arthúrs Björgvins verið birtar, en „hundleiðinleg saga Gunnars Stef- ánssonar“ gefin út, eins og kunnur sagnfræðingur komst að orði. Hendrik Ottósson var hvers manns hugljúfi. Hann naut ein- stakra vinsælda meðal samstarfs- manna sinna. Högni Torfason og Stefán Jóns- son fréttamenn komu báðir til starfa um svipaðar mundir. Þeir höfðu áður starfað sem túlkar og sinn“ og mæltist til mágsemda af einstakri gamansemi sinni og glað- værð. Manny Reiner var lágvaxinn, ekki ósvipaður James Cagney. Fyr- ir brottför sína ætlaði hann að selja föt sín velsniðin úr vönduðu efni. Thorolf Smith, vinur okkar og sam- starfsmaður, var með hávaxnari mönnum. Thorolf vissi að Manny ætlaði að veita viský til þess að örva fatasöluna. Hann tilkynnti komu sína í fatakaupin. Ermarnar náðu ekki nema að olnbogum og skálmarnar niður á hné. Ég hefi áður ritað um vinsamlegt samstarf okkar útvarpsstarfs- manna og starfsmanna bandaríska útvarpsins. Bretar og Bandaríkja- menn höfðu á leigu afnot af út- varpssölum Ríkisútvarpsins í Landssímahúsinu við Austurvöll. Bandaríkjaher ætlaði þó ekki að láta sér það nægja, en sendi verð- andi íslenskan forsætisráðherra Benedikt Gröndal, greiddi honum laun úr sjóði Menningarstofnunar Bandaríkjahers, til þess að brjótast inn í kvölddagskrá Ríkisútvarpsins. Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri gerði samning við Porter McKeev- er forstjóra OWI, upplýsinga- deildar Bandaríkjahers, um út- varpsþætti er Benedikt Gröndal tók að sér að stjórna. Með þeim samningi var bandaríska hernum greidd gatan að íslenskum hlust- endum útvarpsins. Ólafur Jóhann- esson, sem varð síðar forsætisráð- herra, var formaður útvarpsráðs um þessar mundir. Hann brást hart við. Efndi til fundar í Stúd- entafélagi Reykjavíkur, en hann var jafnframt formaður þess. Skor- aði hann á útvarpsstjóra að koma á fundinn til rökræðna. Jónas kom ekki. Útvarpsráð stóð einhuga með formanni sínum og má lesa um deilur þessar í Tímanum, Alþýðu- blaðinu, Morgunblaðinu og Þjóð- viljanum frá þessum tíma. Asninn, sem beið klyfjaður gulli við borg- armúrana kroppaði nástrá við veg- arbrún og beið átekta. Sendimenn Bandaríkjahers vissu að þeirra tími kæmi. Og óskastundin líka. Benedikt Gröndal, síðar þing- maður og ráðherra, stundaði nám í Bandaríkjunum og vann jafnframt að þáttargerð. Þótt horfið væri frá samningi þeim sem Jónas Þor- bergsson gerði við McKeever héldu Bandaríkjamenn áfram að útvarpa þáttum sínum að degi til. Þar fóru fremstir synir Gunnars Björns- sonar, ritstjóra í Minnea- polis, Hjálmar, Valdimar, Björn og Jón. Einnig Har- vey eða Hjörvarður Árna- son, sem var um skeið starfsmaður hins fræga Guggenheimer-safns. Porter McKeever greiddi götu Njáls Símonarsonar, sem seinna var vinsæll stjórnarmaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, bjartur maður og góðviljaður sem víða hefir kom- ið við sögu ferða- og flugmála. Afdrifaríkasta spor sem Banda- ríkjaher steig í útvarpsmálum var þegar herstjórnin ruddist með ólögmætum hætti inn í lofthelgi Ís- lands með því að brjóta lög um einkarétt Ríkisútvarpsins og hefja útvarpssendingar allan sólarhring- inn. Það eru ömurlegustu örlög nokkurrar þjóðar að vera lögð að velli með grammófónsspili „I love you og Kiss me honey, honey“ allan sólarhringinn, en aldrei brugðið brandi eða hleypt af skoti. Með hjálp Háskóla Íslands, Rík- isútvarpsins og fjölda einkastöðva og popphljómsveita hefir svo tekist að draga þjóðtunguna niður í svað- ið þrátt fyrir varðstöðu margra, m.a. Morgunblaðsins og ritstjóra þess Matthíasar Johannessen og Styrmis Gunnarssonar og mætra manna eins og Gísla Jónssonar menntaskólakennara og Jóns Að- alsteins Jónssonar. Athyglisvert er orðalag Trimble sendimanns, yfirboðara Eysteins Jónssonar ráðherra, að Hendrik hafi verið „fjarlægður“. Afskipti hlutlausra verndara Þegar bandarískur her steig hér á land í heims- styrjöldinni síðari var því lofað að hann myndi ekki hlutast til um innlend málefni, en annað átti eftir að koma á daginn. Pétur Pétursson fjallar um þessi mál og rifjar upp samskipti við gamla starfsfélaga. Manny Reiner, bandarískur útvarpsmaður. Þorsteinn Ö. Stephensen, aðalþulur Ríkisútvarpsins og síðar leiklistar- stjóri, Guðbjörg Vigfúsdóttir, þulur um alllangt skeið, Pétur Pétursson, þulur og dagskrárgerðarmaður, Högni Torfason, fréttamaður, formaður Starfsmannafélags Ríkisútvarpsins í nokkur ár. Bókaráritun: To Petur Petursson „My father in Law“. Manny Reiner. Höfundur er þulur. Thorolf Smith starfaði hjá flestum fjölmiðlum. Fréttamaður Ríkisútvarps- ins, blaðamaður Alþýðublaðsins, Vísis og Morgunblaðsins. Halldór Pét- ursson myndlistarmaður var bekkjarbróðir Thorolfs. Hendrik Ottóson var kommúnisti og dyggur stuðningsmaður Sov- étríkjanna, en jafnframt rabbíi gyð- ingasafnaðar breskra og banda- rískra hermanna. Þessi mynd af Hendrik á bænastund birtist í White Falcon, málgagni her- manna á Keflavíkurflugvelli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.