Morgunblaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 41
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 41
SAFNAÐARNEFND Íslenska
safnaðarins í London sendir frá sér
eftirfarandi yfirlýsingu:
„Í ljósi þeirrar umræðu sem farið
hefur fram varðandi veitingu á emb-
ætti sendiráðsprests í London viljum
við lýsa yfir ánægju með að nú sé bú-
ið að ganga frá ráðningu í stöðuna og
hlökkum til samstarfs við nýráðinn
prest.
Sr. Sigurður Arnarson er söfnuð-
inum að góðu kunnur en hann þjón-
aði hér frá 1. október 2002 til 1. sept-
ember 2003 í fjarveru sr. Jóns A.
Baldvinssonar, þáverandi sendiráðs-
prests, sem var í námsleyfi. Sr Sig-
urður sinnti hér starfi sínu af mikl-
um áhuga, heilindum og umhyggju
og hafði hag safnaðarins ávallt að
leiðarljósi. Við óskum honum far-
sældar og blessunar í nýju starfi.“
Safnaðarnefnd íslenska safnaðar-
ins í London: Guðrún Jensen for-
maður, Andrew Cauthery gjaldkeri,
Erla Kiernan ritari, Björg Árnadótt-
ir meðstjórnandi, Björg Þórhalls-
dóttir meðstjórnandi, Ragna Erwin
varamaður og Steindóra Gunnlaugs-
dóttir, varamaður.
Fagna ráðn-
ingu prests
í London
Fyrirlestur á vegum Vináttu-
félags Íslands og Kanada verður á
morgun, miðvikudaginn 4. febrúar
kl. 20 í Odda, Háskóla Íslands, stofu
106. Helgi Skúli Kjartansson sagn-
fræðingur, mun fjalla um bók sína
og Steinþórs Heiðarssonar, Framíð
handan hafs.
Málstofa um þjóðhagslega arð-
semi Vestmannaeyjaganga verð-
ur á morgun, miðvikudaginn 4. febr-
úar kl. 12.15 í Odda, stofu 101.
Jón Bjarki Bentsson og Axel Hall,
sérfræðingar hjá Hagfræðistofnun
Háskóla Íslands, flytja erindi á mál-
stofu um þjóðhagsleg áhrif jarð-
ganga milli Vestmannaeyja og meg-
inlandsins.
Fyrirlestur í Kennaraháskóla Ís-
lands á morgun miðvikudaginn 4.
febrúar kl. 16.15 í salnum Skriðu.
Kristján Jóhann Jónsson lektor við
Kennaraháskóla Íslands heldur fyr-
irlestur sem ber yfirskriftina: Kall
tímans: Fræðiritgerðir Gríms
Thomsen um franskar og enskar
bókmenntir. Kristján fjallar annars
vegar um innihaldið í ritgerðum
Gríms sem er fáum kunnugt. Hins
vegar fjallar hann um það að Grímur
var í eldlínu framsækinnar hugsunar
en dæmdur sem íhaldsmaður af þjóð
sinni. Rannsóknir á sögu og mennt-
un Gríms varpa nýju ljósi á 19. öld-
ina, sjálfstæðisbaráttuna og þjóð-
ernishugmyndir Íslendinga, segir í
fréttatilkynningu.
Kynningarfundur um Rope yoga
verður haldinn í heilsuræktinni
Hress á morgun, miðvikudaginn 4.
febrúar kl 20.30. Hress er að Dals-
hrauni 11 í Hafnarfirði. Guðni Gunn-
arsson upphafsmaður að þessari
þjálfunaraðferð kynnir kosti Rope
yoga. Kennari námskeiðanna verður
m.a. Elín Sigurðardóttir fyrverandi
Íslandsmeistari og ólympíufari í
sundi en hún stundaði nám í Rope
yoga hjá Guðna og er með BS gráðu
í íþróttafræðum. Tímarnir eru fyrir
konur og karla og er kennt á átta
vikna námskeiðum.Á MORGUN
Svölurnar funda Svölurnar, félag
fyrrverandi og núverandi flugfreyja,
halda fund í dag, þriðjudaginn 3.
febrúar kl. 20, í fundarsal Flug-
virkjafélagsins að Borgartúni 22 á 3.
hæð kl. Anna Þrúður Þorkelsdóttir
segir frá ársdvöl sinni í Suður-
Afríku í máli og myndum. Anna
Þrúður var formaður Rauða Kross-
ins. Gestir velkomnir.
Í DAG
TILKYNNT var um
50 umferðaróhöpp
með eignatjóni um
helgina en ekki er vit-
að til að alvarleg slys hafi orðið
á fólki í þessum óhöppum.
Lögreglu barst fjöldi tilkynn-
inga um akstur utan vega þessa
helgina. Svo virðist sem ísilögð
vötn hafi freistað ökumanna,
bæði vélhjóla og bifreiða. Mikil
hætta getur fylgt þessu hátta-
lagi, ekki hvað síst þar sem í
sumum tilvikum voru börn að
leik á ísnum á sama tíma. Lög-
reglan vill brýna fyrir fólki að
forðast slíkan ísakstur og koma
þar með í veg fyrir aukna slysa-
hættu.
Um helgina voru 50 ökumenn
teknir fyrir of hraðan akstur. Sá
sem hraðast fór var mældur á
125 km hraða á Gullinbrú þar
sem leyfilegur hraði er 60 km/
klst. Þrír ökumenn voru teknir
grunaðir um ölvun við akstur.
Á föstudag komu upp tvö
fíkniefnamál. Í fyrra tilvikinu
var maður stöðvaður af lögreglu
þar sem hann var að tala í far-
síma án handfrjálss búnaðar. Í
framhaldi af því leyfði ökumaður
leit í bifreið sinni og fundust þar
ætluð fíkniefni. Jafnframt var
farið í húsleit þar sem fannst
meira magn af fíkniefnum. Í
seinna tilvikinu var farið á heim-
ili í Breiðholtinu þar sem fannst
bæði kannabis og amfetamín.
Óskað var aðstoðar lögreglu
vegna slagsmála utan við veit-
ingastað í austurborginni nokkru
eftir miðnætti á föstudagskvöld.
Þar réðust nokkrir menn á karl-
mann og hlaut hann áverka á
kinn og sprungna vör. Hann var
fluttur af lögreglu á slysadeild.
Samkvæmi
úr böndunum
Þá var lögregla kölluð til
vegna samkvæmis í heimahúsi
sem farið hafði úr böndunum.
Unglingsstúlka hélt samkvæmið
í fjarveru húsráðenda. Fleiri
gestir mættu en gert hafði verið
ráð fyrir og þegar reynt var að
vísa þeim á dyr sem stúlkan
þekkti ekki upphófust slagsmál
sem enduðu með því að íbúðin
fór á hvolf, innanstokksmunir
voru skemmdir og verðmætum
stolið. Einn var færður á
slysadeild alblóðugur í framan
og tveir voru handteknir á vett-
vangi og vistaðir í fangageymslu.
Lögreglan vill af þessu tilefni
ítreka við foreldra og aðra
forráðamenn barna að leyfa ekki
eftirlitslaus partí í heimahúsum.
Eftir hádegi á laugardag var
tilkynnt um þjófnað úr verslun í
Vogahverfi. Þjófurinn hafði
stungið inn á sig smávörum fyrir
á ellefta þúsund króna. Á
laugardagskvöld barst lögreglu
tilkynning um mann sem orðið
hafði fyrir hnífstungu. Lögregla
flutti þann slasaða á slysadeild
en hann var með sár eftir
hnífstungu á kviði og skurð á
þumli annarrar handar eftir að
hann reyndi að afvopna árás-
armanninn. Lögregla flutti árás-
armanninn og annan til í fanga-
geymslu.
Rétt fyrir miðnætti aðstoðaði
lögregla leigubílstjóra sem var í
vandræðum með farþega sinn.
Farþeginn stal seðlaveski frá
leigubílstjóranum sem tókst þó
að ná aftur veskinu og halda far-
þeganum í tökum þar til lögregla
kom á vettvang. Maðurinn var
handtekinn og vistaður í fanga-
geymslu. Við leit á honum fund-
ust ætluð fíkniefni og þýfi.
Fundu fíkniefni
Á sunnudagskvöld var lög-
regla kölluð til að hóteli í mið-
borginni þar sem talið var að
verið væri að ganga í skrokk á
manni í einu herberginu. Þetta
reyndist ekki eiga við rök að
styðjast en í framhaldinu bárust
ábendingar um fíkniefna-
viðskipti. Talsvert magn af
meintum fíkniefnum fannst og
voru þrír aðilar handteknir í
tengslum við málið.
Helstu verkefni lögreglunnar
Mikið um akstur utan vega
og á ísilögðum vötnum