Morgunblaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 41 SAFNAÐARNEFND Íslenska safnaðarins í London sendir frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Í ljósi þeirrar umræðu sem farið hefur fram varðandi veitingu á emb- ætti sendiráðsprests í London viljum við lýsa yfir ánægju með að nú sé bú- ið að ganga frá ráðningu í stöðuna og hlökkum til samstarfs við nýráðinn prest. Sr. Sigurður Arnarson er söfnuð- inum að góðu kunnur en hann þjón- aði hér frá 1. október 2002 til 1. sept- ember 2003 í fjarveru sr. Jóns A. Baldvinssonar, þáverandi sendiráðs- prests, sem var í námsleyfi. Sr Sig- urður sinnti hér starfi sínu af mikl- um áhuga, heilindum og umhyggju og hafði hag safnaðarins ávallt að leiðarljósi. Við óskum honum far- sældar og blessunar í nýju starfi.“ Safnaðarnefnd íslenska safnaðar- ins í London: Guðrún Jensen for- maður, Andrew Cauthery gjaldkeri, Erla Kiernan ritari, Björg Árnadótt- ir meðstjórnandi, Björg Þórhalls- dóttir meðstjórnandi, Ragna Erwin varamaður og Steindóra Gunnlaugs- dóttir, varamaður. Fagna ráðn- ingu prests í London Fyrirlestur á vegum Vináttu- félags Íslands og Kanada verður á morgun, miðvikudaginn 4. febrúar kl. 20 í Odda, Háskóla Íslands, stofu 106. Helgi Skúli Kjartansson sagn- fræðingur, mun fjalla um bók sína og Steinþórs Heiðarssonar, Framíð handan hafs. Málstofa um þjóðhagslega arð- semi Vestmannaeyjaganga verð- ur á morgun, miðvikudaginn 4. febr- úar kl. 12.15 í Odda, stofu 101. Jón Bjarki Bentsson og Axel Hall, sérfræðingar hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, flytja erindi á mál- stofu um þjóðhagsleg áhrif jarð- ganga milli Vestmannaeyja og meg- inlandsins. Fyrirlestur í Kennaraháskóla Ís- lands á morgun miðvikudaginn 4. febrúar kl. 16.15 í salnum Skriðu. Kristján Jóhann Jónsson lektor við Kennaraháskóla Íslands heldur fyr- irlestur sem ber yfirskriftina: Kall tímans: Fræðiritgerðir Gríms Thomsen um franskar og enskar bókmenntir. Kristján fjallar annars vegar um innihaldið í ritgerðum Gríms sem er fáum kunnugt. Hins vegar fjallar hann um það að Grímur var í eldlínu framsækinnar hugsunar en dæmdur sem íhaldsmaður af þjóð sinni. Rannsóknir á sögu og mennt- un Gríms varpa nýju ljósi á 19. öld- ina, sjálfstæðisbaráttuna og þjóð- ernishugmyndir Íslendinga, segir í fréttatilkynningu. Kynningarfundur um Rope yoga verður haldinn í heilsuræktinni Hress á morgun, miðvikudaginn 4. febrúar kl 20.30. Hress er að Dals- hrauni 11 í Hafnarfirði. Guðni Gunn- arsson upphafsmaður að þessari þjálfunaraðferð kynnir kosti Rope yoga. Kennari námskeiðanna verður m.a. Elín Sigurðardóttir fyrverandi Íslandsmeistari og ólympíufari í sundi en hún stundaði nám í Rope yoga hjá Guðna og er með BS gráðu í íþróttafræðum. Tímarnir eru fyrir konur og karla og er kennt á átta vikna námskeiðum.Á MORGUN Svölurnar funda Svölurnar, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja, halda fund í dag, þriðjudaginn 3. febrúar kl. 20, í fundarsal Flug- virkjafélagsins að Borgartúni 22 á 3. hæð kl. Anna Þrúður Þorkelsdóttir segir frá ársdvöl sinni í Suður- Afríku í máli og myndum. Anna Þrúður var formaður Rauða Kross- ins. Gestir velkomnir. Í DAG TILKYNNT var um 50 umferðaróhöpp með eignatjóni um helgina en ekki er vit- að til að alvarleg slys hafi orðið á fólki í þessum óhöppum. Lögreglu barst fjöldi tilkynn- inga um akstur utan vega þessa helgina. Svo virðist sem ísilögð vötn hafi freistað ökumanna, bæði vélhjóla og bifreiða. Mikil hætta getur fylgt þessu hátta- lagi, ekki hvað síst þar sem í sumum tilvikum voru börn að leik á ísnum á sama tíma. Lög- reglan vill brýna fyrir fólki að forðast slíkan ísakstur og koma þar með í veg fyrir aukna slysa- hættu. Um helgina voru 50 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast fór var mældur á 125 km hraða á Gullinbrú þar sem leyfilegur hraði er 60 km/ klst. Þrír ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Á föstudag komu upp tvö fíkniefnamál. Í fyrra tilvikinu var maður stöðvaður af lögreglu þar sem hann var að tala í far- síma án handfrjálss búnaðar. Í framhaldi af því leyfði ökumaður leit í bifreið sinni og fundust þar ætluð fíkniefni. Jafnframt var farið í húsleit þar sem fannst meira magn af fíkniefnum. Í seinna tilvikinu var farið á heim- ili í Breiðholtinu þar sem fannst bæði kannabis og amfetamín. Óskað var aðstoðar lögreglu vegna slagsmála utan við veit- ingastað í austurborginni nokkru eftir miðnætti á föstudagskvöld. Þar réðust nokkrir menn á karl- mann og hlaut hann áverka á kinn og sprungna vör. Hann var fluttur af lögreglu á slysadeild. Samkvæmi úr böndunum Þá var lögregla kölluð til vegna samkvæmis í heimahúsi sem farið hafði úr böndunum. Unglingsstúlka hélt samkvæmið í fjarveru húsráðenda. Fleiri gestir mættu en gert hafði verið ráð fyrir og þegar reynt var að vísa þeim á dyr sem stúlkan þekkti ekki upphófust slagsmál sem enduðu með því að íbúðin fór á hvolf, innanstokksmunir voru skemmdir og verðmætum stolið. Einn var færður á slysadeild alblóðugur í framan og tveir voru handteknir á vett- vangi og vistaðir í fangageymslu. Lögreglan vill af þessu tilefni ítreka við foreldra og aðra forráðamenn barna að leyfa ekki eftirlitslaus partí í heimahúsum. Eftir hádegi á laugardag var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Vogahverfi. Þjófurinn hafði stungið inn á sig smávörum fyrir á ellefta þúsund króna. Á laugardagskvöld barst lögreglu tilkynning um mann sem orðið hafði fyrir hnífstungu. Lögregla flutti þann slasaða á slysadeild en hann var með sár eftir hnífstungu á kviði og skurð á þumli annarrar handar eftir að hann reyndi að afvopna árás- armanninn. Lögregla flutti árás- armanninn og annan til í fanga- geymslu. Rétt fyrir miðnætti aðstoðaði lögregla leigubílstjóra sem var í vandræðum með farþega sinn. Farþeginn stal seðlaveski frá leigubílstjóranum sem tókst þó að ná aftur veskinu og halda far- þeganum í tökum þar til lögregla kom á vettvang. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fanga- geymslu. Við leit á honum fund- ust ætluð fíkniefni og þýfi. Fundu fíkniefni Á sunnudagskvöld var lög- regla kölluð til að hóteli í mið- borginni þar sem talið var að verið væri að ganga í skrokk á manni í einu herberginu. Þetta reyndist ekki eiga við rök að styðjast en í framhaldinu bárust ábendingar um fíkniefna- viðskipti. Talsvert magn af meintum fíkniefnum fannst og voru þrír aðilar handteknir í tengslum við málið. Helstu verkefni lögreglunnar Mikið um akstur utan vega og á ísilögðum vötnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.