Morgunblaðið - 03.02.2004, Qupperneq 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Clifton - Kóbrukossinn
Svinið mitt
framhald ...
UPP MEÐ
HENDUR
GRINGÓ
NEIII ... ELSKAN
EKKKI!!!
© DARGAUD
© DARGAUD
VIÐ HÖFUM VÖRUNA, KÓBRA, KOMUM OKKUR
ÚR LANDI. FÖRUM FRAM Á AÐ FÁ FLUGVÉL OG
KOMUM OKKUR Í SKJÓL.
HVERT SEM ÞIÐ FARIÐ ÞÁ FINNUR
HARALDUR FRÆNDI YKKUR ... OG ÞÁ
VERÐUR FJÖR TRÚIÐ MÉR
ÞAGGAÐU NIÐUR Í HONUM
SÍGAUNI, HANN TRUFLAR
EINBEITINGUNA!
HEYRIRÐU ÞETTA
STUBBUR? ÞÚ
FERÐ Í TAUGARN-
AR Á OKKUR!
NÚ JÆJA? ÉG
VISSI ÞAÐ EKKI!
ÞÚ ÁTT EFTIR AÐ SJÁ EFTIR
ÞESSU HORTITTUR!
FYNDIÐ EÐA
ÞANNIG ...
ÞORIR ÞÚ EKKI Í
MIG ... VILTU
FREKAR VERA AÐ
SKJÓT GAMLINGJA
EINS OG HANN
TAKK FYRIR ELSKAN ...
EN ÉG ER EKKI GAM ... EKKI
TALA
RAUÐ-
SKINNI
ÞESSI LEIKUR ÞEIRRA
ER AÐ FARA ILLA Í
TAUGARNAR Á MÉR!!!
ÉG MINNI ÞIG Á AÐ ÞAÐ
VARST ÞÚ SEM VILDIR
GEFA ÞEIM VATNS-
BYSSURNAR
HVERT
ERTU AÐ
FARA?
JÆJA, NÚ SKULU ÞIÐ FÁ
AÐ SJÁ HVAR DAVÍÐ
KEYPTI ÖLIÐ
GRINGÓAR!!
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ENGINN gerir svo öllum líki. Sam-
kvæmt nýlegum breytingum hækk-
ar nú skattmat á hlunnindi vegna
bifreiða og fasteigna um 25-40%.
Vandi er öllum vel að gera og víst
eru ýmsir sem telja þessari hækkun
hlunnindamats á afnotum starfs-
manna af bíl fyrirtækis lítt í hóf
stillt. Hækkunin er skýrð sem leið-
rétting á skattalögum. Eðlilega má
þá reikna með að dæmi leiðrétting-
anna verði klárað og leiga pr km. til
þeirra starfsmanna sem nota eigin
bíl í þágu ríkis eða fyrirtækis, verði
hækkuð um lítil 30-40%. Þetta kíló-
metragjald er svo lágt að tæpast
dugar fyrir eldsneytiskostnaði og
smurningsviðhaldi. Ég treysti Geir
Haarde til að láta reikna þetta dæmi
frá A-Ö.
Annað óklárað mál er að hætta
innheimtu þungaskatts dísilbíla í nú-
verandi mynd og færa skattinn inn í
verð dísilolíunnar. Þá lagfæringu
átti að gera fyrir mörgum árum.
Betra er seint en aldrei. Í olíu-
málinu er ég það róttækur að ég vil
binda ábyrgðartryggingu bíla við
eldsneytið. Bifreið sem er í gangi er
þá alltaf tryggð fyrir skemmdum
sem af henni hljótast. Í dag eiga
margir um sárt að binda vegna tjóns
sem ótryggður bíll olli og ökumaður
að nafni til ábyrgur, en í raun
ábyrgðarlaus og stundum í fríu hús-
næði Fangelsisstofnunar ríkisins.
Væri tryggingin sett í tengsl við
eldsneyti myndi ábyrgðin deilast á
ríkið og olíufélögin í réttu hlutfalli
við ágóða hvors um sig. Í dag er það
ca 60% ríkið og olíufélögin 40%.
Kaskótrygging væri eftir sem áður
hjá tryggingarélögunum.
Ég vona að ráðherrarnir Björn og
Geir taki þessa gömlu tillögu mína
til vinsamlegrar skoðunar.
Leggjum saman tvo og tvo,
táli enginn beitti.
Árið nýja okkur svo
ást og gæfu veitti.
Með bestu nýársóskum til þjóðar-
innar.
PÁLMI JÓNSSON,
Sauðarkróki.
Nýárshugleiðing
Frá Pálma Jónssyni
ÉG vil nota tækifærið og þakka Árna
Gunnlaugssyni hrl. í Hafnarfirði fyrir
skelegga grein í Morgunblaðinu fyrir
nokkru, þar sem hann bendir á hve
löggjafinn er sofandi yfir brotum á
lögum um bann við áfengisauglýsing-
um í fjölmiðlum og víðar, og hans
góðu rökum fyrir gildi þeirra. Það er
alveg stórkostlegt hversu auglýsing-
ar hafa mikið gildi í viðskiptum og
öðru. Ég hefi oft bent á hið sama. Við
höfum orðið margsinnis vitni að því
gegnum árin hversu öll tilslökun á
áfengislöggjöfinni hefur haft nei-
kvæða verkun á að minnka eða út-
rýma hinu geigvænlega áfengis- og
vímuefnaflóði á landinu gegnum árin.
Allt það tjón, bæði andlega og verald-
lega, sem nú er ríkjandi í landinu
minnir alltaf meira og meira á sig og
veldur mörgum manninum þeim sár-
um sem seint eða jafnvel aldrei gróa.
Við sjáum daglega hversu vímu-
efnin eyðileggja framtíð ungra og
gamalla og þar virðist ekkert lát á.
Meðferðarstofnanir hafa ekki við að
taka á móti þeim sem hafa orðið
vímuefnum að bráð, efnilegu fólki, og
alltaf verið að bæta við fleirum. Ég
hefi bent á hve bannlögin gerðu mik-
ið gagn á sínum tíma. Þá þurfti ekki
þessar stofnanir sem nú eru að taka
við fólki sem misst hefur jafnvægi í
átökum við vímuefni.
Þá kom hin ramma rödd upp í
þjóðfélaginu sem reyndi að brjóta
niður varnargarðana, og benti á að
lögin væru meingölluð og þyrfti að
afnema þau. Frelsi þyrfti að vera í
neyslu áfengis og hver gæti séð um
sig. Ekki var nú bróðurkærleikurinn
meiri en það. Menn æptu og sögðu:
Burt með öll bönn og höft. Að end-
ingu náði þessi ráma rödd, sem bein-
línis sagði eins og farísearnir í gamla
daga: Hvað varðar mig um náung-
ann?
Og enn eru þessar rámu raddir á
ferðinni. En hvað eru boð og bönn
annað en varnir við hættu eins og við
setjum umferðarljós á vegunum?
Hvers vegna erum við að setja þessi
ljós? Getur ekki maðurinn haft leyfi
til að aka eftir geðþótta sínum? Og
hvað felst í lögum landsins annað en
bönn við hinu og þessu? Má ekki al-
veg eins afnema lög um rán og grip-
deildir? Já, og hvers vegna bannar
löggjafinn hitt og þetta sem er skerð-
ing á persónurétti mannsins? Má t.d.
ekki afnema lögreglu eða löggæslu
sem er ekkert annað en bann við
bæði umferðinni og öllu sem miðar til
hins verra í þjóðfélaginu? Skiptir það
nokkru þótt allt fari á ringulreið í
hinu daglega lífi mannsins, ef bara
frelsið verður innleitt á alla skapaða
hluti? Svona mætti lengi tala um
frelsið og áhrif þess á almenning.
Nauðsyn krefst þess að lög séu til í
landi voru. Ég er viss um að ef í stað
þess að leyfa allt verði fólki kennt að
gera sitt til að framfylgja áfengislög-
gjöfinni og herða hana frekar, myndi
þjóðfélagið batna og velgengni og
heiðarleiki fá góðan sess í mann-
heimi. Og hve þjóðinni myndi líða
betur ef hún gæti losað sig og fólkið
við öll þau eiturefni sem nú ógna
heilsu og hreysti. Og væri ekki gam-
an að vakna upp á ný og vera á þeim
gullaldardögum, ef allir gætu sam-
einast um að bægja þessu vímuefna-
böli frá landi og þjóð.
Megi hamingjan varðveita land og
þjóð og gefa fagurt og gott mannlíf
fyrir samfélagið vissulega, og þetta
er hægt ef við viljum sjálf. Guð gefi
okkur að slíkir tímar komi.
ÁRNI HELGASON,
Stykkishólmi.
Hvað eru boð og
bönn annað en varnir
við hættu?
Frá Árna Helgasyni