Morgunblaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 43 BRAGI Þorfinnsson (2.380) og Jón Viktor Gunnarsson (2.376) eru efstir á Skákþingi Reykjavíkur fyrir lokaumferðina sem tefld verður á miðvikudagskvöld. Í tíundu umferð, sem tefld var á sunnudag, sigraði Bragi Júlíus Friðjónsson (2.176) og Jón Viktor sigraði í æsispennandi skák gegn Kjartani Maack (2.176). Staða efstu manna: 1.-2. Bragi Þorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson 8 v. 3.-4. Júlíus Friðjónsson, Davíð Kjartansson 7 v. 5.-7. Dagur Arngrímsson, Björn Þorsteinsson, Kristján Eðvarðsson 6½ v. 8.-12. Sævar Bjarnason, Kjartan Maack, Guðmundur Kjartansson, Heimir Ásgeirsson, Haraldur Baldursson 6 v. 13.-19. Helgi E. Jónatansson, Jónas Jónasson, Kristján Örn Elíasson, Halldór Pálsson, Helgi Brynjarsson, Gísli Hólmar Jóhannesson, Arnar Sigurðsson 5½ v. Í níundu umferð mótsins urðu þau óvæntu úrslit að Dagur Arngríms- son bar sigurorð af Braga Þorfinns- syni sem þá var einn í efsta sæti. Bragi hafði hvítt og upp kom slav- neski leikurinn. Dagur fetaði í fót- spor Íslandsvinarins Ivans Sokolov og fékk góða stöðu eftir byrjunina. Í framhaldinu lagði Bragi of mikið á stöðuna. Hvítt: Bragi Þorfinnsson Svart: Dagur Arngrímsson 1.d4 d5 2.Rf3 Rf6 3.c4 c6 4.Rc3 dxc4 5.a4 Bf5 6.Re5 Rbd7 7.Rxc4 Rb6 8.Re5 a5 Þessum leik hefur Ivan Sokolov beitt með ágætum árangri 9.f3 Rfd7 10.Bf4 Mun algengara er 10.Rxd7 Rxd7 11.e4 10...Rxe5 11.Bxe5 Rc4!? Í skák þeirra Peter Heine Nielsen (2.630) og Sokolovs (2.658) á minn- ingamóti Jóhanns Þóris 2001 varð framhaldið 11...f6 12.Bg3 e6 13.e4 með aðeins betra tafli á hvítt. 12.e4 Rxe5 13.exf5 Rd7 14.Bc4 Db6 15.De2 g6 Ekki 15...Dxd4 vegna 16.Bxf7+ Kxf7 17.Hd1 Df6 18.Hxd7 með yfir- burðarstöðu. 16.Re4? Röng áætlun. Í framhaldinu situr hvítur uppi með of marga peðaveik- leika og slaka kóngsstöðu. Betra var 16.0-0-0 gxf5 17.Hhe1! og hvítur fékk nægjanlegt mótspil fyrir peðið, Beli- avsky (2.638) – Zontakh (2.529). 16...Db4+ 17.Kf2 Bg7 18.Hhd1 0–0 19.Rg5 Dd6! Dagur teflir skynsamlega og verst öllum árásum Braga. 20.fxg6 hxg6 21.De4 Rf6 22.Dh4 Db4 23.b3 b5! 24.Be2 Hfd8 Sóknin er runnin út í sandinn og peðaveikleikarnir blasa við. Svartur hefur nú náð vinningsstöðu. 25.Hac1 bxa4 26.bxa4 Rd5 27.Hc4 Eftir 27.Hxc6 væri Rc3 óþægileg- ur. 27...Db2 28.Hdc1 Rb4 29.Df4?? Í tímahraki leikur Bragi nú af sér drottningunni. Svartur stæði þó með pálmann í höndunum eftir 29.Hd1 e5. 29...Rd3+ 0–1 Guðmundur Arason hf. sigraði á Smáralindarmótinu Smáralindarskákmótið fór fram í Vetrargarðinum í Smáralind um helgina. Tefldar voru 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Eftir harða baráttu stóð Guðmundur Ara- son hf. (keppandi Björn Þorfinns- son) uppi sem sigurvegari með 6 vinninga. Í öðru til þriðja sæti komu svo MP fjárfestingarbanki (kepp- andi Sigurður Daði Sigfússon) og Glerskálinn ehf. (keppandi Jón Vikt- or Gunnarsson) með 5½ vinning. Taflfélag Kópavogs og Taflfélagið Hellir stóðu fyrir mótshaldinu. Úrslit urðu þessi: 1. Guðmundur Arason hf. (Björn Þorfinnsson) 6 v. 2.-3. MP Fjárfestingarbanki (Sigurður Daði Sigfússon), Glerskálinn ehf (Jón V. Gunnarsson) 5½ v. 4.-11. Íslandsbanki (Stefán Kristjánsson), Hans Petersen Smáralind (Helgi Áss Grétarsson), Grandrokk (Sigurjón Haraldsson), Goldfinger (Davíð Ólafsson), Aðalskoðun hf (Páll Sigurðsson), Skífan hf. (Andri Áss Grétarsson), Á. Guðmundsson (Guðmundur Kjartansson), ÁF hús (Gunnar Ö. Haraldsson) 5 v. 12. Sparisjóður Kópavogs (Haraldur Baldursson) 4½ v. 13.-18. Landsbanki Íslands (Ingvar Þór Jóhannesson), Útsaumur og Merkingar (Adolf H. Petersen), Fasteignamiðstöðin (Ólafur Kjartansson), Málning hf (Hjörvar Steinn Grétarsson), ALP Bílaverkstæði (Sigurður Kristjánsson), Hitaveita Suðurnesja (Guðlaug Þorsteinsd.) 4 v. o.s.frv. Alls voru þátttakendur 44. Skák- stjórar voru Vigfús Óðinn Vigfússon, Haraldur Baldursson og Davíð Ólafsson. Bragi og Jón Viktor efstir fyrir lokaumferð Skákþings Reykjavíkur SKÁK Taflfélag Reykjavíkur SKÁKÞING REYKJAVÍKUR 11. jan. – 4. feb. 2004 Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson dadi@vks.is Esja kjötvinnsla vann Íslandsmót kvenna Íslandsmót í kvennaflokki fór fram um sl. helgi og var þátttakan ásættanleg eða 11 sveitir. Síðasta umferðin var æsispenn- andi og minnstu munaði að sv. Esju kjötvinnslu léti Íslandsmeistaratitil- inn af hendi til sv. Pricewaterhouse- Coopers. Þessar tvær sveitir voru á toppnum allt mótið, og áttust við í síðustu umferðinni þar sem Esja tapaði 8-22. Íslandsmeistararnir í sv. Esju kjötvinnslu eru: Ragnheiður Niel- sen, Hjördís Sigurjónsdóttir, Jacqui McGreal og Mary Pat Frick. Í 2. sæti var sv. Pricewaterhose- Coopers/Ljósbrá Baldursdóttir og í 3. sæti sv. 5 Fræknar/Stefanía Sig- urbjörnsdóttir. Lokastaðan: 1. Esja kjötvinnsla 205 2. PricewaterhouseCoopers 202 3. 5 Fræknar 195 4. Sparisjóður Kópavogs 178 5. Una Árnadóttir 171 6. Halldóra Magnúsdóttir 165 Þær urðu Íslandsmeistarar í kvennaflokki um helgina. Talið frá vinstri: Ragnheiður Nielsen, Hjördís Sigurjónsdóttir, Mary Pat Frick, Jacqui McGreal og Matthías Þorvaldsson, varaforseti BSÍ, sem afhenti verðlaunin. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson „Stelpurnar“ sigruðu í Íslandsmóti yngri spilara Fjórar sveitir mættu til leiks í Ís- landsmóti yngri spilara sem fram fór um sl. helgi. Nokkur munur var á styrkleika lið- anna og hreinsuðu tvær efstu sveit- irnar nánast sína leiki. Stóð sveitin Stelpurnar uppi sem sigurvegari í mótslok en úrslitin réðust í seinni innbyrðis leik efstu sveita en þá lögðu Stelpurnar sveit Kapítalistanna 24-6 og Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Í sigursveitinni spiluðu: Inda Hrönn Björnsdóttir, Anna Guðlaug Nielsen, Örvar Óskarsson, Gunnar Björn Helgason og Sigurbjörn Har- aldsson. Lokastaðan: 1. Stelpurnar 136 2. Kapítalistarnir 122 3. Lollypops 41 4. Gangleri 34 Þau urðu Íslandsmeistararnir í yngri flokki um helgina. Talið frá vinstri: Sigurbjörn Haraldsson, Örvar Óskarsson, Anna Guðlaug Nielsen, Inda Hrönn Björnsdóttir og Gunnar Björn Helgason. Bridskvöld nýliða Það mættu 6 pör sunnudaginn 1. febrúar. Það var hart barist um hvert stig og enduðu 3 pör efst og jöfn. Lokastaðan: Ómar Freyr Ómarss. – Hlöðver Tómass. 55 Jórunn Kristinsd. – Þórir Jóhannsson 55 Sigfús Einarsson – Ísak Sigurðsson 55 Spilað verður öll sunnudagskvöld í Síðumúla 37, 3. hæð og hefst spila- mennska kl. 19:30. Allir sem kunna undirstöðuatriðin í brids eru vel- komnir. Umsjónarmaður er Sigur- björn Haraldsson og aðstoðar hann við að finna spilafélaga fyrir þá sem mæta stakir. Félag eldri borgara í Kópavogi Þátttakan í tvímenninginum í sl. viku var frekar dræm þótt ekki þurfi að kvarta. Það mættu 20 pör á þriðjudag 27. janúar og urðu úrslitin þessi í N/S: Jón Stefánss. – Þorsteinn Laufdal 264 Eysteinn Einarss. – Magnús Halldórss. 243 Brynja Dyrborgard. – Þorleif. Þórarinss.229 Hæsta skor í A/V: Svava Ásgeirsd. – Þorvaldur Matthíass. 251 Ólafur Ingvarss. – Magnús Jósefss. 229 Aðalheiður Torfad. – Ragnar Ásmundss. 227 Það mættu 18 pör sl. föstudag og þá urðu úrslit þessi í N/S: Jón Stefánss. – Þorvaldur Matthíass. 250 Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 248 Björn Kristjánss. – Gunnar Sigurbj.s. 246 A/V: Eysteinn Einarss. – Magnús Halldórss. 287 Július Guðmundss. – Óskar Karlss. 274 Guðjón Kristjánss. – Magnús Oddss. 267 Hörkukeppni í báðum riðlum. Bridsfélag Kópavogs Spennan gæti varla verið meiri í Aðalsveitakeppninni þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. Staða efstu sveita: Ragnar Jónsson 143 Don Juan 141 Ingvaldur Gústafsson 137 Vinir 136 FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali Laugavegi 54, sími 552 5201 Útsala stærðir 36-46 Árshátíðarkjólar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.