Morgunblaðið - 03.02.2004, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 03.02.2004, Qupperneq 44
DAGBÓK 44 ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Fataúthlutun kl. 16–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað og vinnustofa, kl. 9 jóga, kl. 13 postulín. Verslunarferð í Hag- kaup miðvikud. kl.10. Rútuferð frá Granda- vegi og Aflagranda. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9 leikfimi, kl. 9.30 dans, kl. 9.45 boccia, kl. 13– 16.30 smíðar, kl. 20.30 línudans. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 11.30 sund, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9 bað, kl. 10 samverustund, kl. 14 fé- lagsvist. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin og vefnaður, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Opin vinnu- stofa 9–16.30, leikfimi kl. 10–11, verslunarferð í Bónus kl. 12.40, bóka- bíllinn kl. 13.15–13.45. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf eldri borg- ara, Mosfellsbæ, Hlað- hömrum. Kl. 13–16 föndur, spil og bók- band, kl. 16–17 leikfimi og jóga, kl. 16 spænska, tölvunámskeið í Lága- fellsskóla, kl. 16–17.30. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Leir kl. 10, kínversk leikfimi kl. 12 karlaleikfimi og málun kl. 13, tréskurður kl. 13.30. Lokað í Garða- bergi e.h. en opið hús í Kirkjuhvoli. Í samstarfi við Félag eldri borgara í Garðabæ verður farið í rútuferð í Garðinn föstud. 6. feb. Lagt af stað frá Garðabergi kl. 13, ekki verður fé- lagsvist í Garðabergi þann dag. Skráning í s. 525 8590 eða 820 8553. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli. Opnað kl. 9, billjardsal- urinn opinn til kl. 16, leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 11.30, bridge kl. 13, saumar kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Skák kl. 13, alkort kl. 13.30. Miðvikud.: Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 gler og postulíns- málun, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 14 ganga, kl. 14.45 boccia, kl. 19 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.05 og 9.55 leik- fimi, kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinnu- stofan opin, kl. 13 brids- kennsla. Hraunbær 105. Kl. 9 postlín og glerskurður, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 12.15 versl- unarferð, kl. 13 mynd- list og línudans, kl. 15 línudans. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–10 boccia, kl. 9–16.30 handavinna, kl. 9.45 baknaþjónusta, kl. 13.30 helgistund. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun, miðvikudag, „gaman saman“ Mið- garði kl.14. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 12 skinnasaumur, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.15–16 postulín, kl. 10.15–11. 45 enska, 13– 16 spilað og bútasaum- ur. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 leikfimi, kl. 13 hand- mennt, og postulín, kl. 14 félagsvist. Þjónustumiðstöðin Sléttuvegi 11. Kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13– 16 keramik, taumálun, almennt föndur, kl. 15 bókabíllinn. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Leshópur FEBK í Gull- smára 13. Eldri borg- arar lesa eigin ljóð og laust mál, „heima- brugg“, í kvöld, kl. 20– 21.30. Sjálfsbjörg, Hátúni 12, kl. 20 bingó. Bókasafn Kópavogs Tóvinnu- og kvæða- stund kl. 17.30, tó- vinnukonur frá Heim- ilisiðnaðarfélagi Íslands og kvæðamenn frá Kvæðamannafélaginu verða á staðnum. Gerðuberg, félagsstarf, kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10 ganga, kl.13 boccia Í dag er þriðjudagur 3. febrúar, 34. dagur ársins 2004, Blas- íumessa. Orð dagsins: Vakna þú, sál mín, vakna þú harpa og gígja, ég vil vekja morgunroðann. (Sl. 57, 9.)     Hér og þar hafa pistla-höfundar stungið niður penna í tilefni af hundrað ára afmæli heimastjórnar á Íslandi.     Ætli það sé nokkurtsvið, já nema kannski andagift skálda, þar sem framfarirnar hafa ekki verið ævintýri líkastar á Íslandi þá öld sem liðin er frá því Ís- lendingar fengu heima- stjórn, íslenskan ráð- herra, áðurnefndan Hannes Hafstein?“ segir m.a. í Vefþjóðviljanum. „Auðvitað ræðst ekki allt af því hver situr inni í stjórnarráðinu hverju sinni. Það hefðu orðið framfarir á Íslandi þó ör- lögin hefðu gert aðrar ráðstafanir að þessu leyti. Og hversu til- komumiklir eða gagns- lausir sem æðstu menn eru hverju sinni, þá hlýt- ur auðvitað mest að ráð- ast af hinum almenna manni, vinnu hans, hug- myndaflugi og atorku. En það var Hannes Haf- stein sem sló kordurnar þegar sókn Íslendinga hófst fyrir alvöru og eng- inn einn maður á meiri þátt í því hvernig upphaf- ið tókst. Fyrir það, eins og fleira, er Íslendingum óhætt að minnast Hann- esar með virðingu. Hann- esi var reyndar sýnd mis- mikil virðing á stjórnmálaferli sínum. Eins og menn vita þá er drengskapur, einlægur vilji til góðra verka og góður árangur engin trygging fyrir því að nema hluti manna hafi stjórnmálamann í háveg- um. Slíkir eiginleikar virðast meira að segja iðulega ná að magna upp heift og jafnvel hatur ákveðinna afla.“     Ekki er sama hátíð-arstemmning í skrif- um Eiríks Bergmanns Einarssonar á Kreml: „Í gær var minnst hundrað ára afmælis heimastjórn- arinnar, enda sosum ástæða til, nokkuð merki- legur dagur í sögu þjóð- ar, eins og margir aðrir. Heimastjórnin var sann- arlega heillaspor í sögu Íslands, en mikið var samt eitthvað hjákátlegt að fylgjast með rík- ishátíðardagskránni í gær. Þetta var hátíð Flokksins. Flokksmenn í hverju rúmi, hvort sem var í Sjónvarpinu eða Þjóðmenningarhúsinu. Mann klígjar við.“ Áfram heldur Eiríkur: „Verra þykir mér þó að forsætisráðherrann hefur undanfarið hamast við að endurskrifa Íslandssög- una. Ekki aðeins með því að færa persónudýrkun í hærri hæðir en áður, með slepjulegri dýrlingagerð í endurhönnun sinni á minningu Hannesar Haf- stein, en ef marka má ummæli Davíðs virðist sem Hannes hafi einn og óstuddur fært Ísland frá örbirgð til bjargálna. Ekki dettur mér í hug að gera lítið úr hlut Hannesar Hafstein, en hann var jú bara einn af mörgum sem hafa tekið þátt í að móta þetta þjóð- félag.“ STAKSTEINAR Hundrað ára heimastjórn Víkverji skrifar... Víkverji tekur hatt sinn ofan fyrirIan Walker markverði Leicest- er City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Mitt í því að leikmenn Aston Villa létu flóðbylgju marka ganga yfir aumingja manninn á laugardag réðst einhver ósiðaður stuðningsmaður Leicester inn á völlinn og lét skammirnar dynja á honum. Walker lét vitaskuld ekki bjóða sér þetta, keyrði dónann í grasið og þjarmaði hressilega að honum uns Jeff Winter dómari leiksins gekk í milli. Einhverjum brá við þetta. Meðal annars voru sparkspekingar Sýnar, Guðni Bergsson og Heimir Karls- son, fölir af skelfingu þegar þeir sýndu atvikið í þætti sínum. Vildu helst senda markvörðinn í langt keppnisbann. Þvílíkur misskiln- ingur. Ian Walker gerði það eina rétta í stöðunni. Hlaup áhorfenda inn á knattspyrnuvelli, klæddra sem allsberra, eru óþolandi ljóður á hinum göfuga leik og þau ber að uppræta með öllum tiltækum ráð- um. Reglurnar eru í raun afar ein- faldar: Leikmenn eiga að vera inni á vellinum, áhorfendur uppi í stúku. Menn sem skilja þetta ekki á hiklaust að taka miðaldatökum. Og ef öryggisverðir eru ekki snarp- ari en þetta er eðlilegt að leikmenn taki málin í sínar hendur. Öryggi þeirra er í húfi. x x x Eitt ógeðfelldasta atvikið í enskuknattspyrnunni á síðustu leiktíð átti sér svipaðan aðdraganda. Peter Enckelman, þáverandi markverði Aston Villa, urðu þá á skelfileg mistök í leik gegn Birmingham svo af hlaust mark. Hljóp þá ekki einn slápurinn inn á og geiflaði sig framan í aumingja Enckelman. Eins og smán hans væri ekki nóg fyrir. Enckelman lét kauða raunar afskiptalausan og hlaut lof fyrir. Hann hefði þó vel mátt skella hon- um flötum. Líklega hefði Walker gert það. Svo eru þessi atvik sýnd aftur og aftur í sjónvarpi og menn hlæja að þessu út um bæi. Einkum ef inn- rásarmennirnir böðlast um á besef- anum. Þvílík kímnigáfa! Nei, takk. Hegðun af þessu tagi er ósvinna og henni ber að útrýma. Ferfalt húrra fyrir Ian Walker! x x x Fyrir utan þetta skemmti Víkverjisér vel yfir ensku knattspyrn- unni á laugardag. Leikir Manchest- er United og Southampton annars vegar og Liverpool og Everton hins vegar voru svo hraðir og skemmtilegir á að horfa að Víkverji var hreinlega móður – ef ekki bara sveittur – þegar hann steig upp úr stólnum. Á eftir dugði ekkert ann- að en köld sturta. Enska knattspyrnan er engu lík! AP Maður helgarinnar, Ian Walker, sýnir dónanum hvar Davíð keypti ölið. Öryrki eða ekki ÞAÐ er mikið talað um ör- yrkja í dag sem oft áður og öryrkjar eru allra góðra gjalda verðir, svo sannar- lega. En í fyrsta skipti um daginn varð ég sammála Davíð Oddssyni þegar hann talaði um breytt mat á ör- orku. Það eru ekki allir ör- yrkjar sem ganga undir því nafni. Það eru margir sem vilja vera það en sem sigla undir svarta fánanum. Sem sagt, vinna á þessum litlu vinnustöðum sem enginn fylgist með hvort þar séu menn á vinnuskrá eða ekki. Og þar með er það svartur vinnustaður að mínu mati. Þetta fólk borgar ekki í lífeyrissjóð eða verkalýðs- gjöld og þar með ekki vinnuveitandi. Þegar þetta fólk fer á aldur fær það ekki greitt úr neinum sjóðum en það skilur heldur ekki af hverju það fær ekki greiðslur úr kerfinu sem það kallar svo. Og er sára- óánægt með frammistöðu ríkisins að greiða því ekki hærri laun á elliárunum. Ég tel að sá maður eða kona sem er 75% öryrki og getur ekki unnið fullan vinnudag geti ekki frekar unnið undir svarta flagginu bara af því að hann eða hún er búin að láta dæma sig ör- yrkja. Af hverju getur hún eða hann ekki unnið sama tíma án nafnbótarinnar? Á maður ekki að vera ánægður yfir því að vera heilbrigður og geta stundað vinnu eins og heilbrigður sé? Það er enginn öfunds- verður sem er raunveruleg- ur öryrki. Kristjana Vagnsdóttir Frammíköll skemma fyrir ÉG vil aðeins tjá mig um þættina Ísland í dag og Ís- land í bítið, þætti sem ég er nú eiginlega hætt að horfa á. Ástæðan fyrir því er að mér finnst umsjónarmenn grípa svo mikið frammí fyrir viðmælendum að þeir ná ekki almennilega að tjá sig um það sem þeir eru spurðir um. Ég horfi helst ekki á Ísland í dag nema Þórhallur sé einn. Þetta eru þættir sem gaman get- ur verið að horfa á en þessi frammíköll skemma mikið fyrir. Sigrún Guðmundsdóttir. Tapað/fundið Hanskar í óskilum HANSKAR úr leðri fund- ust fyrir utan Háskólabíó 11. janúar. Upplýsingar í síma 552 5422. Rúskinnsalpahúfa týndist SVÖRT rúskinnsalpahúfa týndist á Vesturgötu sl. mánudag. Húfan er eiganda mikils virði. Skilvís finnandi hafi samband í síma 861 4553. Dýrahald Sebrafinkur eða finkur óskast gefins GETUR einhver gefið mér sebrafinkur og búr? Upp- lýsingar í síma 567 2694. Kettlingar fást gefins ÞRÍR 7 vikna, gullfallegir og kassavanir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 866 6349. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 sjóðvitlaus, 8 sporið, 9 svali, 10 endir, 11 setja í óreiðu, 13 niðurfelling, 15 viðlags, 18 reiðar, 21 streð, 22 ósönnu, 23 smá- gerði, 24 handavinna. LÓÐRÉTT 2 ákvað, 3 ávöxtur, 4 tæla, 5 snaginn, 6 ólmar, 7 tölustafur, 12 hrós, 14 illmenni, 15 gleðskap, 16 ráfa, 17 frétt, 18 dugleg- ar, 19 dáni, 20 sleit. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 Sævar, 4 borða, 7 féllu, 8 lagin, 9 fes, 11 ræða, 13 saur, 14 kaggi, 15 fána, 17 frek, 20 fró, 22 lifur, 23 lof- ar, 24 sætum, 25 Ránar. Lóðrétt: 1 sófar, 2 volað, 3 rauf, 4 bols, 5 rugga, 6 agnar, 10 elgur, 12 aka, 13 Sif, 15 felds, 16 nefnt, 18 rófan, 19 kærar, 20 fróm, 21 ólar. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.