Morgunblaðið - 03.02.2004, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 45
DAGBÓK
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Með kveðju.
Hákon, sími 898 9396.
RAÐHÚS ÓSKAST VIÐ
TUNGUVEG,
RÉTTARHOLTSVEG
EÐA ÁSGARÐ
Mér hefur verið falið að leita eftir raðhúsi í
ofangreindum götum. Æskilegt að eignin
sé í góðu ástandi. Verðhugmynd allt að
15,0 millj. Afhendingartími gæti verið ríf-
legur. Áhugasamir vinsamlega hafi sam-
band og ég mun fúslega veita nánari
upplýsingar.
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert frumleg/ur í orði og
verki. Þú ert einnig ákveð-
in/n og vandvirk/ur og nærð
því yfirleitt markmiðum þín-
um. Nánasta samband þitt
verður í brennidepli á árinu.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ert tilbúin/n að verja fjár-
munum í að sýna fólki þinn
innri mann. Þig langar til að
kaupa eitthvað sem þú getur
verið stolt/ur af. Láttu það eft-
ir þér ef þú hefur efni á því.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Mars er í merkinu þínu og það
veitir þér aukinn kraft. Þú
ættir að veita hluta þessarar
orku útrás með því að fara í
líkamsrækt.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Gættu að ósjálfráðum við-
brögðum þínum næstu vik-
urnar. Gömul hegð-
unarmunstur þjóna ekki
endilega hagsmunum þínum
eins og stendur.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú munt njóta þess að taka
þátt í hópíþróttum með vinum
þínum næstu dagana. Reyndu
að sýna vini, sem fer í taug-
arnar á þér, þolinmæði.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Metnaður þinn er vakinn. Þú
vilt að eftir þér sé tekið og það
vill svo vel til að þú hefur að-
gang að einhverjum sem get-
ur hjálpað þér.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú vilt koma skipulagi á hlut-
ina þannig að þú getir lagt
drög að því að fara í ferðalag
eða á námskeið. Láttu endi-
lega verða af því.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú ert ástríðu- og kynþokka-
full/ur þessa dagana og gætir
því lent í eftirminnilegu ást-
arævintýri.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú þarft að sýna maka þínum
þolinmæði þessa dagana. Var-
astu að vera of gagnrýnin.
Vantraust og gagnrýni vinna
gegn jafnvægi og hamingju í
samböndum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það er mikið að gera hjá þér
þessa dagana. Þú ert sem bet-
ur fer tilbúin/n að leggja hart
að þér og því geturðu afkastað
miklu næstu vikurnar.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú ert í skapi til að skemmta
þér og tilbúin/n að kosta því
sem til þarf til þess að það geti
orðið.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Flutningar, gestakomur eða
breytingar á heimilinu valda
ringulreið í kringum þig.
Reyndu að sýna þolinmæði.
Það er það besta sem þú getur
gert bæði fyrir þig og aðra.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Tilraunir þínar til að sannfæra
aðra geta komið þér í vand-
ræði. Farðu gætilega og
reyndu að láta þér nægja að
koma sjónarmiðum þínum á
framfæri.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÞAÐ VORAR
Nú vorar og sólþýðir vindar blása.
Úr vetrarins dróma raknar.
Nú yngist heimur og endurfæðist
og æskuglaður hann vaknar.
Nú brosir röðull við ísþöktum elfum,
þær æsast og fjötra slíta.
Hann langelda kyndir í fannþöktum fjöllum.
Hve fagurt er út að líta.
Hve sælt reyndist forðum að vakna og vaða,
er var ég svolítill drengur.
Í túninu pollar og tjarnir standa,
slíkt tælir mig ekki lengur.
- - -
Stefán frá Hvítadal
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
80 ÁRA afmæli. Í dagþriðjudaginn 3. febr-
úar er áttræð Sigurrós Guð-
björg Þórðardóttir, Hafn-
arbraut 31 Hólmavík.
Sigurrós bjó ásamt eig-
inmanni sínum Sverri Guð-
brandssyni á Klúku í Stein-
grímsfirði til ársins 1971.
Þau verða að heiman á af-
mælisdaginn.
TIM Seres er eins konar
“vörumerki“ fyrir bridsspil-
ara í Ástralíu. Hann er kom-
inn hátt á áttræðisaldur, en
spilar víst aldrei betur. Það
er með góða spilara eins og
gott vín, hvort tveggja batn-
ar með aldrinum. Árið 1965
vann Seres slemmuspil með
þvingun sem ekki hafði áður
sést. Spilið varð strax víð-
frægt í bridsheiminum og
var þvingunin kennd við
Seres, en nú til dags kalla
fræðingar bragðið “útsogs-
þvingun“. Svona var
slemma Seresar:
Norður
♠D7642
♥86
♦KD
♣KDG10
Vestur Austur
♠853 ♠KG109
♥G1073 ♥K54
♦ÁG8 ♦97653
♣543 ♣2
Suður
♠Á
♥ÁD92
♦1042
♣Á9876
Samningurinn var sex
lauf og vestur trompaði út.
Seres svínaði strax hjarta-
drottningu, tók svo spaðaás
og spilaði tígli. Vestur drap
og trompaði aftur út. Sem er
besta vörnin.
Seres trompaði spaða,
spilaði tígli á blindan og
stakk enn spaða. Síðan kom
hjartaás og hjartatrompun í
borði og þá var þessi staða
komin upp:
Norður
♠D7
♥--
♦--
♣K
Vestur Austur
♠-- ♠K
♥G ♥--
♦G ♦97
♣5 ♣--
Suður
♠--
♥9
♦10
♣Á
Nú var spaða spilað úr
borði og trompað með ás.
Við það þvingast vestur í
þremur litum (að trompinu
meðtöldu). Ef hann hendir
rauðum gosa, spilar suður
hæsta spili þar og neyðir
vestur til að trompa. Sem
blindur yfirtrompar og á svo
slag á fría spaðadrottningu.
Nú, ef vestur undirtrompar,
má trompa rautt spil með
kóng blinds og taka á spaða-
drottninguna.
Þvingunin verkar á spil-
arann sem síðastur setur í
slaginn, sem er óvenjulegt.
Því hafa fræðimenn nú-
tímans kallað þetta þvingun
á útsoginu (backwash
squeeze).
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5
4. Rc3 e6 5. g4 Bg6 6.
Rge2 f6 7. h4 Rd7 8. f4
Bb4 9. Bg2 Re7 10. f5 Bf7
11. Rf4 fxe5 12. fxe6 exf4
13. exf7+ Kxf7 14. Bxf4
Hf8 15. O-O Kg8 16. De2
Rg6 17. Bg5 Be7 18.
Hxf8+ Rdxf8 19. Bxe7
Dxe7 20. Dxe7 Rxe7
21. He1 He8
Staðan kom upp á
Skákþingi Reykja-
víkur sem lýkur
senn í húsakynnum
Taflfélags Reykja-
víkur í Faxafeni 12.
Jón Viktor Gunn-
arsson (2376) hafði
hvítt gegn Sævari
Bjarnasyni (2329).
22. Rxd5! Með
þessari fórn fær
hvítur hrók og tvö
peð fyrir tvo riddara. Eins
og framhaldið leiðir í ljós
þá eru peð hvíts og virka
staða hróksins svörtum of-
viða. 22...cxd5 23. Bxd5+
Rxd5 24. Hxe8 b5 25. He5
Rc7 26. d5 a6 26... Rg6
gekk ekki upp vegna 27.
d6. 27. a4! bxa4 28. c4 Kf7
29. d6 Rce6 30. c5 Ke8 31.
c6 og svartur gafst upp.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyr-
irvara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100, sent
í bréfsíma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
MEÐ MORGUNKAFFINU
Svona … Nú getur þú ekki sagt að ég hugsi betur um
blómin en þig!
AFMÆLI
Í dag er frænka mín
og vinur Sigríður Guð-
mundsdóttir Schiöth
90 ára. Hún fæddist á
Lómatjörn í Höfð-
ahverfi og ólst þar upp
en foreldrar hennar
voru sæmdarhjónin
Valgerður Jóhannes-
dóttir ættuð úr Fjörð-
um og Guðmundur
Sæmundsson er fædd-
ur var í Eyjafjarðar-
sveit.
Valgerður á Lóma-
tjörn var systir móður
þeirrar er hér skrifar
og engin furða að það var með til-
hlökkun sem við systur fögnuðum
Sigríði haustið 1932 þegar hún kom
til okkar og ætlaði að vera hjá okk-
ur allan veturinn en við systur vor-
um 10 og 12 ára. Hún ætlaði að
hjálpa til í mannmörgu og gest-
kvæmu heimili, nota píanóið þegar
tími vannst til og læra meira. Mér
fannst hún alltaf vera stóra systir
okkar og dáði hana, enda var hún
og er raunar enn bæði falleg og
skemmtileg. Þennan vetur var
margt manna í heimilinu auk átta
manna fjölskyldu því að margir
námsmenn úr Menntaskólanum
gistu hjá okkur, en það var æðioft
að foreldrar mínir voru beðin um að
hýsa pilta utan af landi. Sigurður
Guðmundsson skólameistari nefndi
heimili okkar stundum Litlu
Heimavistina á þessum árum.
Sigríður ólst upp í stórum hópi
gjörvilegra systkina, 11 alls, þar af
7 systur, og hún yngst í systra-
hópnum og eina barnið sem lifir.
Lómatjörn var rómað myndarheim-
ili, hjónin bæði vel gefin og vinnu-
söm og var heimilið bæði skóli fyrir
börnin og þar var unnið allt sem
hægt var til heimilisnota, má nefna
að húsbóndinn og elsti sonur settu
upp vefstól og ófu dúka sem notaðir
voru í fatnað á börnin, og hús-
freyjan var annáluð fyrir hvernig
hún vann ullina, en hún fékk við-
urkenningu á heimilisiðnaðarsýn-
ingu sem haldin var í Reykjavík ár-
in 1920-22 fyrir bestu framleiðslu
úr íslenskri ull sem barst sýning-
unni.
Börnin á Lómatjörn voru söngvin
og var mikið sungið þar á bæ, þeg-
ar Sigríður var að alast upp. Orgel
kom snemma í heimilið og allt var
gert til að gleðja og mennta stóra
barnahópinn. En tímarnir voru aðr-
ir en nú, samgöngur eiginlega ekki
til úr Höfðahverfi nema á hestum
eða sjóleiðin frá Grenivík. Við
frænkurnar höfum oft spjallað um
þennan gamla tíma og alltaf komist
að þeirri niðurstöðu að líklega
myndi ekki nokkur lifandi maður
una við slíkt nú. Sig-
ríður var fljótt komin í
kóra og spilatíma á
Akureyri, hún lék
einnig með Leikfélagi
Akureyrar, las upp á
skemmtunum og söng.
Það er ekki langt síðan
hún sagði við mig „Ég
væri löngu dauð, ef ég
hefði ekki sungið
hvern einasta dag og
spilað á píanóið.“ Ég
hugsa að það geti al-
veg verið satt. Hún
varð landskunn þegar
hún las upp í útvarp-
inu okkar Önnu á Stóruborg og
margar aðrar sögur, en framburður
hennar og rödd eru einstök. Hún
hefir óvenju gott tungutak og er
svo glaðsinna og það hefir fylgt
henni alla þessa löngu leið.
Hún hefir verið að mennta sig öll
fullorðinárin og fór lengi vel til
Hauks Guðlaugssonar sem hafði
sumarnámskeið í Skálholti að læra
meira á kirkjuorgel og kynni henn-
ar af Róbert Abraham eins og hann
nefndi sig nýkominn til landsins og
til Akureyrar höfðu mikil áhrif á
söng hennar og músíkferil. Róbert
sem var góður vinur okkar hætti
aldrei að dá söngrödd Sigríðar og
næmi hennar og veturinn 1940
héldu þau tónleika saman, hún söng
við undirleik hans og hann lék einn-
ig sólóverk. Þessir tónleikar voru
endurteknir.
Eiginmaður Sigríðar var Helgi
Schiöth, mikill íþróttamaður en líka
bóndi og eignuðust þau þrjú mann-
vænleg börn. Þótt frænka mín væri
aftur komin í sveit, sem hún sagðist
hafa flúið þegar hún fór að heiman,
var stutt til Akureyrar frá Hóls-
húsum, þar sem þau bjuggu lengst
og er næsti bær við Grund í Eyja-
firði og á Grund er gullfalleg gömul
kirkja. Það leið ekki á löngu áður
en Sigríður var komin að kirkju-
söngnum og ég kann ekki að telja
upp alla þá kóra sem hún hefir æft
og stjórnað né orgel sem hún hefir
leikið á, en þau hjón voru um skeið
á Húsavík og þar var líka falleg
kirkja og og þar kom hún einnig við
sögu, og ekki má gleyma að nefna
Kór aldraðra á Akureyri, sem hún
stofnaði og stjórnaði lengi. Þau
hjónin voru höfðingjar heim að
sækja og hún er það enn.
Afmælisbarnið níræða, hefir unn-
ið stórvirki þegar horft er yfir völl-
inn. Og mjög þótti mér það við hæfi
þegar forseti okkar sæmdi hana
heiðursmerki fyrir störf að tónlist-
armálum. Þessum línum fylgja
hjartanlegar kveðjur til afmælis-
barnsins og fjölskyldu hennar.
Anna Snorradóttir.
SIGRÍÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
SCHIÖTH