Morgunblaðið - 03.02.2004, Side 47
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 A 47
TOTTENHAM náði samkomulagi
við West Ham um kaup á framherj-
anum Jarmain Dafoe rétt áður en
fresturinn til að hafa félagaskipti
rann út síðdegis í gær. Tottenham
greiðir grönnum sínum 7 milljónir
punda fyrir Dafoe en West Ham fær
í staðinn framherjann Bobby Zam-
ora sem Tottenham keypti frá
Brighton fyrir tímabilið. Dafoe er
21 árs gamall og hefur verið eft-
irsóttur hjá stóru liðunum, en bæði
Manchester United og Arsenal
höfðu augstað á leikmanninum,
sem skorað hefur 15 mörk fyrir
West Ham á leiktíðinni.
Middlesbrough fékk brasilíska
landsliðsmanninn Ricardinho, 27
ára, til liðs við sig og gerði hann
samning við „Boro“ sem gildir út
tímabilið. Hann á að baki 10 lands-
leiki fyrir Brasilíu.
Birmingham keypti varn-
armanninn Martin Taylor frá
Blackburn á 1,25 milljónir punda
og gerði við hann þriggja ára samn-
ing. Birmingham reyndi einnig að
kaupa Nicky Butt frá Man. Utd., en
Steve Bruce, knattspyrnustjóri
Birmingham, sagði að hann yrði að
bíða fram á sumar til að ganga frá
þeim kaupum.
Portsmouth hafði betur í kapp-
hlaupi við Leeds og tryggði sér
framherjann Lumano LuaLua að
láni frá Newcastle í þrjá mánuði.
Þá fékk Portsmouth varnarmann-
inn John Curtis frá Leicester á
frjálsri sölu en hann var áður í her-
búðum Manchester United.
Tottenham keypti
Dafoe frá West Ham
CLAUDIO Ranieri, knatt-
spyrnustjóri Chelsea, segir að
það sé ekki nein pressa á leik-
mönnum sínum um að þeir
verði að ná að tryggja Chelsea
Englandsmeistaratitilinn í ár.
Þó svo að auðjöfurinn Roman
Abramovich, eigandi Chelsea,
hafi keypt leikmenn fyrir um
125 millj. punda, segir Ranieri
að horft sé til framtíðar.
„Ég reikna ekki með að við
náum að standast Arsenal og
Manchester United snúning-
inn í meistarabaráttunni nú í
vetur.
Við erum ákveðnir að nota
þetta keppnistímabil til að öðl-
ast reynslu, en að sjálfsögðu
óska ég eftir sigri í hverjum
leik og ef heppnin verður með
okkur þá getur allt gerst,“
sagði Ranieri.
Chelsea hefur fylgt Arsenal
og United eftir sem skuggi og
er sex stigum á eftir Arsenal
en fjórum á eftir United þegar
lokaslagurinn fer að hefjast
fyrir alvöru.
Engin
pressa hjá
Chelsea FÓLK
KYLFINGURINN Colin Mont-
gomerie sem hefur sjö sinnum verið
efstur á peningalista evrópsku mót-
araðarinnar í golfi á ferli sínum seg-
ir við enska fjölmiðla að hann ætli
sér að komast í hóp tíu efstu á
heimslistanum í ár. Skotinn hefur
ekki náð að sýna sitt besta und-
anfarin misseri en hann er fertugur
og er einn af mörgum afrekskylf-
ingum sem enn hefur ekki unnið
stórmót á ferli sínum. Hann varð
annar á Opna bandaríska meistara-
mótinu 1994 og 1997, og annar á
PGA-meistaramótinu 1995.
PAUL Robinson, markvörður
Leeds fer ekki til Tottenham í lok
leiktíðarinnar. Félögin höfðu komist
að samkomulagi um kaupverðið, 2
milljónir punda eða um 250 milljónir
króna, en Robinson ákvað rétt áður
en félagaskiptafresturinn rann út í
gær að vera um kyrrt hjá Leeds.
LEEDS lánaði í gær Michael
Bridges til Newcastle út tímabilið.
Mark Viduka sneri hinsvegar aftur
til Leeds eftir frí og ljóst er að hann
spilar með liðinu áfram – fer ekki til
Middlesbrough eins og til stóð.
ÞÝSKA handknattleiksfélagið
Kiel vildi frá Staffan Olsson í sínar
raðir á dögunum þegar örvhenta
skyttan Roman Pungartnik slasað-
ist í leik með Slóvenum á EM. For-
ráðamenn Kiel höfðu samband við
Olsson, sem nú leikur með Hamm-
arby í heimalandi sínu, en hann spil-
aði með Kiel í 13 ár. Það kom hins-
vegar í ljós að félagaskipti voru
óheimil á þessum tíma svo ekkert
framhald varð á málinu.
„ÉG er eiginlega fegnastur því að
svona fór, það hefði verið mjög erf-
itt að taka þessa ákvörðun, á hvorn
veginn sem var,“ sagði Staffan Ols-
son við Expressen í gær. Ekki veitir
Hammarby af að halda honum því
liðið er í mikilli fallbaráttu í sænsku
úrvalsdeildinni og að auki er fjár-
hagur félagsins mjög erfiður.
LEICESTER City, sem er í harðri
fallbaráttu, keypti í gær sóknar-
manninn Lee Morris frá Derby
County. Leicester hefur einnig nælt
sér í Peter Canero, miðjumann frá
Kilmarnock, og Steve Guppy, fyrr-
um leikmann félagsins, frá Celtic.
Carolina hafði komið mjög á óvartí úrslitakeppni Landsdeildar
NFL, en New England hafi unnið
fjórtán síðustu leiki
sína og var því talið
mun sigurstrang-
legra þegar í leikinn
sem fram fór á Rel-
iant-leikvanginum í Houston. Hvor-
ugu liði tókst að skora lungann af
fyrri hálfleik, en Patriots skoraði
loks snertimark þegar um þrjár mín-
útur voru til leikhlés þegar Tom
Brady, hinn frábæri leikstjórnandi
New England, fann Deion Branch
með stuttri sendingu í endamarki.
Leikurinn lifnaði allur við eftir
markið og að loknum fyrri hálfleik
hafði New England náð 14:10 for-
ystu.
Leikurinn hélt áfram að vera æsi-
spennandi allan seinni hálfleikinn og
Jake Delhomme, leikstjórnandi Car-
olina, jafnaði leikinn, 29:29, með
sendingu til Ricky Proehl í enda-
markið. Það voru aðeins 76 sekúndur
til leiksloka og leit allt út fyrir að
þetta yrði fyrsti leikurinn sem myndi
fara í framlenginu í 38 ára sögu Of-
urskálarleiksins.
Brady maður leiksins
Brady og samherjar hans í sókn-
inni voru á annarri skoðun og Patr-
iots náði að koma tuðrunni nálægt
endamarki Carolina og gaf Vinatieri
tækifæri á að vinna leikinn. Brady
var kosinn maður leiksins, en það
var annars góð frammistaða bak-
varða Patriots í að hlaupa með bolt-
ann sem gerði útslagið í leiknum.
Carolina getur verið hreykið af
leik sínum. Þetta var einn besti Of-
urskálarleikurinn frá upphafi. Hann
var vel leikinn, sérstaklega af vörn-
um beggja liða, þrátt fyrir stigin 62.
„Leikmenn mínir hafa leikið frá-
bærlega í þessum fimmtán sigrum
okkar í röð og þótt það hafi verið
tæpt í lokin hafði ég fulla trá á þeim,
sérstaklega þar sem við höfum unnið
svo marga hnífjafna leiki á þessum
tíma,“ sagði Bill Belichick, þjálfari
Patriots, í leikslok.
Keppnistímabilið í NFL-deildinni
í ár einkenndist mest af æsispenndi
keppni bestu liða Ameríkudeildar-
innar, sérstaklega New England,
Kansas City og Indianapolis, en í
Landsdeildinni virtist ekkert lið
skera sig úr. Bæði þessi lið ættu að
koma sterk til leiks á næsta keppn-
istímabili, en það er erfitt að spá um
gengi liða í deildinn þar sem svo
margir leikmenn skipta um lið á
hverju ári.
AP
Adam Vinatieri (4), leikmaður New England Patriots, fagnar ásamt Ken Walter eftir að hann hafði
tryggt liði sínu sigur undir lok leiksins gegn Carolina Panthers, 32:29.
Vinatieri tryggði New England Patriots sigur með vallarmarki á elleftu stundu
Háspenna í Ofurskál-
arleiknum í Houston
NEW England Patriots vann annan meistaratitil sinn á þremur árum
eftir sigur á Carolina Panthers í einum mest spennandi Ofurskálar-
leik sögunnar. Það var sparkari Patriots, Adam Vinatieri, sem inn-
siglaði 32:29 sigur Patriots með vallarmarki þegar fjórar sekúndur
voru eftir. Vinatieri skoraði einnig sigurstig Patriots gegn St Louis
Rams um leið og leiktíminn rann út fyrir tveimur árum.
Gunnar
Valgeirsson
skrifar frá
Bandaríkjunum
KVENNALIÐ ÍBV í knattspyrnu
fékk mikinn liðstyrk um helgina
en þá gengu Elín Anna Stein-
arsdóttir úr Breiðabliki og Bryn-
dís Jóhannesdóttir úr ÍR til liðs
við félagið og skrifuðu báðar und-
ir tveggja ára samning.
Elín Anna er frá Akranesi og
lék áður með ÍA en hún er tvítug
og hefur skorað 28 mörk
í 61 leik í efstu deild.
Hún hefur leikið einn A-
landsleik og 29 leiki með
yngri landsliðum Ís-
lands.
Bryndís er komin aft-
ur heim til Eyja eftir eitt
ár með ÍR í 1. deild en
hún er 22 ára og hefur
skorað 44 mörk í 85 leikj-
um með ÍBV í efstu deild.
Bryndís varð næst-
markahæst í 1. deildinni
síðasta sumar, skoraði 21
mark í 11 leikjum fyrir
Breiðholtsliðið, þar af sjö
í einum leik.
Tvær öflugar til liðs við ÍBV
Elín Anna
Steinarsdóttir