Morgunblaðið - 03.02.2004, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 03.02.2004, Qupperneq 48
ÍÞRÓTTIR 48 ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKA landsliðið í tennis er komið til Kaunas í Litháen þar sem það leikur í Evrópuriðli 3. deild- arinnar í Davis-bikarnum, heimsbikarmóti landsliða. Keppnin hefst í dag en átta lið eru í riðlinum í Kaun- as. Auk Litháens og Íslands eru það Andorra, Aserbaídsjan, Kýpur, Eistland, Makedónía og Móna- kó. Ísland sigraði í 4. deildarkeppninni í fyrra og leikur því í fyrsta skipti í 3. deild í ár. Íslenska liðið skipa þeir Arnar Sigurðsson, Andri Jónsson, Jón Axel Jónsson og Raj Bonifacius, sem jafnframt er þjálfari liðsins. Reikna má með að lið Mónakó sé sterkt en það lék í 2. deild í fyrra. Þá töpuðu Eistland, Litháen, Kýpur og Aserbaídsjan öll úrslitaleikjum um sæti í 2. deild á síðasta ári. Í Davis Cup er leikið í fimm deildum. Sextán þjóðir eru í heimsdeildinni þar sem leikið er um sjálfan Davis-bikarinn. Síðan eru 24 þjóðir í 1. deild, 32 í 2. deild, 32 í 3. deild og aðrar þjóðir leika í 4. deild. Tennislandsliðið í Litháen ÞÝSKA handknattleiksliðið Grosswallstadt vill fá Einar Hólmgeirsson, vinstrihandar stórskyttuna í liði ÍR-inga, til liðs við sig fyrir næstu leiktíð. Einar kemur til landsins í dag en hann hefur dvalið und- anfarna daga við æfingar hjá Grosswallstadt sem bauð hon- um til reynslu. „Grosswallstadt ætlar að bjóða mér samning og vænt- anlega senda þeir mér tilboð í næstu viku. Mér gekk mjög vel á þeim æfingum sem ég æfði með liðinu og eftir sam- tal við þjálfarann fékk ég að vita að þeir vilja fá mig. Ég hef ekki tekið neina ákvörðun hvað ég geri. Ég þarf fyrst að skoða tilboðið en mér leist mjög vel á liðið og alla um- gjörðina hjá því og það kemur vel til greina að semja við lið- ið,“ sagði Einar við Morgun- blaðið en hann gekkst undir læknisskoðun hjá félaginu í gær og stóðst hana. Einar er 22 ára gamall sem leikið hefur með ÍR allan sinn feril og lék sína fyrstu leiki með íslenska A-landsliðinu á síðasta ári. Hann hefur verið í hópi efnilegustu handbolta- manna landsins undanfarin ár en meiðsli hafa sett töluvert strik í reikninginn hjá honum og var hann töluvert frá vegna þeirra á síðustu leiktíð. Grosswallstadt er í 11. sæti í þýsku Bundesligunni en með liðinu leikur landsliðsmað- urinnn Snorri Steinn Guð- jónsson sem gekk í raðir liðs- ins frá Val síðastliðið sumar. Einar fær tilboð frá Grosswallstadt Einar Hólmgeirsson ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna ÍS – ÍR............................................... 90:49 Stig ÍS: Stella Kristjánsdóttir 22, Alda Leif Jónsdóttir 21, Guðrún S. Baldurs- dóttir 13, Svandís Sigurðardóttir 13, Guðríður S. Bjarnadóttir 8, Lovísa Guð- mundsdóttir 7, Hrafnhildur Kristjáns- dóttir 5, Eva Emilsdóttir 1. Stig ÍR: Kristín Þorgímsdóttir 13, Eva Grétarsdóttir 12, Kristrún Sigurjóns- dóttir 8, Hrafna Gunnarsdóttir 6, Anna J. Kjartansdóttir 4, Ragnhildur Guð- mundsdóttir 4, Bryndís Bragadóttir 2. Staðan: Keflavík 15 12 3 1227:942 24 ÍS 15 10 5 987:867 20 KR 15 9 6 997:945 18 Grindavík 15 6 9 931:968 12 Njarðvík 15 6 9 904:1069 12 ÍR 15 2 13 858:1113 4 NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Washington – Cleveland .............. 100:104 Toronto – LA Lakers....................... 83:84 Minnesota – Philadelphia............. 106:101 Staðan: AUSTURDEILDIN: Atlantshafsriðill: New Jersey 45 25 20 55,6% New York 49 22 27 44,9% Boston 49 22 27 44,9% Miami 48 21 27 43,8% Philadelphia 48 20 28 41,7% Washington 46 14 32 30,4% Orlando 49 13 36 26,5% Miðriðill: Indiana 48 35 13 72,9% Detroit 48 32 16 66,7% New Orleans 47 26 21 55,3% Milwaukee 47 26 21 55,3% Toronto 45 21 24 46,7% Cleveland 47 18 29 38,3% Atlanta 48 15 33 31,3% Chicago 48 13 35 27,1% VESTURDEILDIN: Miðvesturriðill: Minnesota 46 33 13 71,7% San Antonio 49 31 18 63,3% Dallas 47 29 18 61,7% Denver 49 28 21 57,1% Houston 46 26 20 56,5% Memphis 46 25 21 54,3% Utah 47 24 23 51,1% Kyrrahafsriðill. Sacramento 45 33 12 73,3% LA Lakers 44 28 16 63,6% Seattle 45 22 23 48,9% Portland 45 21 24 46,7% LA Clippers 45 20 25 44,4% Golden State 45 20 25 44,4% Phoenix 49 14 32 34,7% KNATTSPYRNA Afríkukeppnin Burkina Faso – Kenýa..........................0:3 Senegal – Mali .......................................1:1 LYFTINGAR Íslandsmótið í bekkpressu Laugardalshöll 31. janúar 2004. KONUR 56 kg flokkur: Addý Kjartansdóttir ..................... 47,5 kg 67,5 kg flokkur: María Guðsteinsdóttir ................. 87,5 kg. 75 kg flokkur: Margrét Sigurðardóttir .................. 85 kg. +90 kg flokkur: Freyja Kjartansdóttir...................77,5 kg. KARLAR 75 kg flokkur: Ómar Örn Semlali ......................... 140 kg. Friðrik Örn Sigurðsson ................130 kg. 82,5 kg flokkur: Ísleifur Árnason ............................185 kg. Sævar Ingi Borgarsson ................ 170 kg. Domenico Alex Gala ..................... 170 kg. Óttar Karlsson ..............................145 kg. 90 kg flokkur: Jón Gunnarsson ............................210 kg. Jón Trausti Gylfason .................182,5 kg. Freyr Bragason .............................180 kg. Vilhjálmur Hernandez .................. 175 kg. Valgeir Ólason ...............................170 kg. Egill B. Jónsson ............................ 125 kg. 100 kg flokkur: Hermann Hermannsson ............... 205 kg. Brynjar Karl Guðmundsson .........195 kg. Jón Randver Guðmundsson .........195 kg. Karl Jóhann Hafliðason ...............190 kg. 110 kg flokkur: Björgúlfur Stefánsson .................. 205 kg. Svavar Smárason .......................197,5 kg. Bjarki Þór Sigurðsson ............... 192,5 kg. Þórir Borg ..................................... 180 kg. Guðjón Gíslason ............................ 180 kg. Vilhjálmur Stefánsson ..................180 kg. 125 kg flokkur: Auðunn Jónsson .........................267,5 kg. Ingvar Jóel Ingvarsson ................ 265 kg. Jón Björn Björnsson ..................252,5 kg. +125 kg flokkur: Magnús Ver Magnússon ............272,5 kg. Magnús H. Magnússon .................260 kg. Kristinn Óskar Haraldsson ..........240 kg. Jens Andri Fylkisson .................202,5 kg. KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Kennaraháskólinn: ÍS - Selfoss............19.30 Í KVÖLD TJALDIÐ féll í Slóveníu á sunnu- daginn með því að sterkir Þjóð- verjar tryggðu sér Evrópumeist- aratitlinn í handknattleik í Ljubljana. Danir skutust fram í sviðsljósið og sýndu frábæra takta – léttleikinn réð ferðinni hjá þeim og þeir fengu brons á öðru EM í röð, en eins og menn muna þá lögðu Danir Íslendinga í keppni um þriðja sætið á EM í Svíþjóð fyrir tveimur árum. Slóv- enar komu skemmtilega á óvart með léttleikandi handknattleik, fengu silfurverðlaun og tryggðu sér rétt til að leika á ÓL í Aþenu. Danir hafa verið jafnt og þétt að byggja upp öflugt lið og hafa þeir verið með tvo til þrjá lands- liðshópa á ferðinni – gefið ungum leikmönnum tækifæri til að spreyta sig. Það gekk ekki allt að óskum hjá Dönum í HM í Portú- gal fyrir einu ári, eftir að þeir höfðu staðið sig vel í leikjum fyrir keppnina – voru ósigrandi. Dönsk blöð sögðu þá að danska lands- liðið væri heimsmeistarar í æf- ingaleikjum. Fyrir EM í Slóveníu skellti íslenska landsliðið því danska á æfingamóti í Danmörku og sögðu blöðin þá að leikmenn danska liðsins hefðu verið eins og naut í flagi í viðureign sinni við Íslendinga. Torben Winther, þjálfari Dana, var ófeiminn að gera breytingar á liði sínu og vakti mikla athygli þegar hann valdi heimamanninn Kasper Nielsen, GOG, í staðinn fyrir leikstjórnandann Lasse Boe- sen, sem leikur með Portland San Antonio á Spáni. Þá fór hann ekki með hinn stóra Lars Möller Mad- sen, 2,05 m leikmann hjá Skjern, til Slóveníu, þar sem hann var lít- illega meiddur. Winther sagði að hann tefldi aðeins fram leikmönn- um sem væru fullfrískir og til- búnir í erfiða baráttu. Á sama tíma áttu nokkrir leik- menn Íslands við þrálát meiðsli að stríða og gátu ekki tekið þátt í undirbúningi landsliðsins á fullum krafti. Menn áttu erfitt með að sætta sig við það og réð þrá- hyggja því að leikmennirnir fóru með til Slóveníu – það átti að láta reyna á þá þegar slagurinn hófst. Það reyndist vægast sagt röng ákvörðun. Margir leikmenn íslenska landsliðsins voru langt frá því að vera tilbúnir í slaginn á EM – bæði andlega og líkamlega. Landsliðsþjálfari Íslands batt vonir of mikið við ákveðna leik- menn – fámennan hóp. Margir af lykilmönnum Íslands á EM í Sví- þjóð fyrir tveimur árum voru ekki þeir sömu og þá, en það var eins og menn sættu sig ekki við það og viðurkenndu staðreyndir. Þegar Íslendingar léku þrjá æf- ingaleiki við Pólverja hér á landi fyrir áramót var keyrt á nær sömu leikmönnunum og einnig þegar leiknir voru þrír leikir gegn Sviss og tekið þátt í fjögurra þjóða móti í Danmörku og Svíþjóð rétt fyrir EM. Gamla Bogdan- taktíkin réð ríkjum. Fullfrískir og góðir handknattleiksmenn sátu leik eftir leik á bekknum og horfðu á aðra leika. Þeir horfðu jafnvel á að meiddum mönnum var teflt fram – teknir fram yfir þá. Er hægt að reikna með að fullfrískir leikmenn sitji ánægðir á varamannabekknum og horfi upp á þannig gjörninga? Þráhyggja réð ferðinni HEINER Brand, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik, er breyttur maður eftir EM í Slóveníu. Vörumerki hans hefur verið mikið og þykkt yfirvararskegg, en eftir að strákarnir hans urðu Evr- ópumeistarar var það þeirra fyrsta verkefni að bregða skærum og rak- vél á loft og raka skeggið góða af. Hér á myndinni fyrir ofan er Brand, skeggprúður, að leggja sín- um mönnum ráðin í landsleik gegn Íslandi í Laugardalshöll, en á myndinni til hliðar má sjá hann skegglausan við komuna til Þýska- lands frá Slóveníu. Reuters Brand skegglaus Morgunblaðið/Ásdís Leikurinn, sem fram fer á River-side-vellinum í Middles- brough, átti að fara fram í síðustu viku en þar sem heimavöllur „Boro“ þótti varasamur vegna ís- ingar var honum frestað. Í fyrri leiknum á Highbury hafði Middlesbrough betur, 1:0, en það er eini tapleikur Arsenal í keppn- unum þremur á Englandi, deild- arkeppninni, bikarkeppninni og deildabikarkeppninni. „Ég er bara mjög ánægður með að hafa verið valinn í hópinn og vonandi tekst okkur að slá Middl- esbrough út og það yrði ekki leið- inlegt að fá tækifæri í leiknum,“ sagði Ólafur Ingi við Morgunblað- ið í gærkvöld en Ólafur er einn fjögurra í varaliði félagsins sem er í hópnum hjá Arsene Wenger, stjóra Arsenal. Wenger verður með nokkra reynslubolta í liði sínu í kvöld, leikmenn á borð við Kolo Toure, Martin Keown, Pascal Cygan, Ashley Cole, Patrick Vieira, Ray Parlour og Edu. Thierry Henry og Robert Pires verða hins vegar hvíldir en Spánverjinn Jose Anton- io Reyes leysir Henry af hólmi og verður í fyrsta sinn í byrjunarliði Arsenal. Þessi geysiefnilegi leik- maður, sem gekk í raðir Arsenal frá Sevilla um liðna helgi, lék síð- ustu mínúturnar í sigurleik Arsen- al á Manchester City í fyrradag og verður spennandi að sjá hverning honum tekst upp gegn sterkum varnarmönnum Middlesbrough. „Við erum að tefla fram sterk- ara liði en fyrr í keppninni og Wenger hefur greinilega mikinn hug á að koma liðinu í úrslitaleik- inn. Það er töluvert í húfi fyrir fé- lagið enda gefur úrslitaleikurinn í Cardiff góðan pening í kassann og maður heyrir á stuðningsmönnum að þeir vilja fara þangað,“ segir Ólafur. Spurður út í nýja liðsmanninn, Spánverjann Jose Antonio Reyes, segir Ólafur: „Hann lítur mjög vel út. Ég er búinn að vera með hon- um á þremur æfingum og hann er hrikalega góður. Hann er mjög fljótur, teknískur, sparkviss og góður í að plata menn en það eina sem maður getur kannski gagn- rýnt hann fyrir er að hann virkar stundum full latur. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hann á eftir að gera það gott fyrir Arsenal. Menn mega ekki gleyma því að hann er ungur. Hann er jafnaldri minn en hann hefur náð sér í góða reynslu á Spáni og á að mínu mati framtíðina fyrir sér.“ Ólafur segir að koma Reyes til Arsenal hafi verið mikið fjölmiðla- fár enda langt síðan Arsenal hefur keypt nýjan leikmann. „Kaupin komu töluvert á óvart og hversu miklum peningum Arsenal eyddi til að fá Reyes. Wenger hefur ekki verið frægur fyrir að eyða miklu fé í leikmenn og þess vegna vakti koma hans til okkar mikla at- hygli,“ sagði Ólafur Ingi. Ólafur Ingi er í hópi Arsenal ÓLAFUR Ingi Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er í 16 manna leikmannahópi Arsenal sem mætir Middlesbrough í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í kvöld. Bolton er þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitaleikinn sem fram fer á þúsaldarvellinum í Cardiff og í kvöld kemur í ljós hver andstæðingar þeirra verða, Middlesbrough eða Arsenal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.