Morgunblaðið - 05.02.2004, Side 25

Morgunblaðið - 05.02.2004, Side 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 25 Fitulítil og freistandi Skráning á skrifstofu KFUM og K í síma 588 8899 á milli kl. 9.00 og 16.00 eða á kfum@kfum.is FJÖLSKYLDUFLOKKUR 13. til 15. febrúar Fjölskylduflokkur að vetri í Vatnaskógi. Tilvalið helgarfrí fyrir fjölskylduna saman, dagskrá fyrir alla aldurshópa. Brottför: Rútuferðir eru frá Holtavegi 28 kl. 17.30 á föstudeginum fyrir þá sem þess óska. Dagskráin í Vatnaskógi hefst á föstudeginum kl. 19:00 með kvöldverði. Verð: 5.200 kr., frítt fyrir 3 ára og yngri, hámark fyrir fjölskyldu er 19.000 kr. VETRARSTARF Í VATNASKÓGI VETRARFLOKKUR 20. til 22. febrúar Fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 10 til 13 ára. Þetta er í fyrsta sinn sem Skógarmenn bjóða upp á vetrarflokk fyrir bæði stráka og stelpur. Brottför: Föstudaginn 20. febrúar 2004 kl. 17.30 frá Holtavegi 28. Heimkoma: Sunnudaginn 22. febrúar 2004 kl. 16.30 að Holtavegi 28. Verð: 5.900 kr. m/ferðum. Íþróttir Kassabílar Gönguferðir Listasmiðja Fræðslustundir Kvöldvökur Hrunamanahreppur | Flúðaskóli hefur bæst í hóp þeirra sjö skóla sem taka að sér skólaþróunarverk- efnið „Lesið í skóginn – með skól- um“. Þetta er skólaþróunarverkefni Skógræktar ríkisins og íslenskra skólastofnana. Skipuleg fræðsla grunnskólanemenda um vistfræði skógarins og skógarnytjar. Allir nemendur og kennarar voru kallaðir á sal í vikunni þar sem Guð- jón Árnason, settur skólastjóri, út- skýrði verkefnið fyrir nemendum ásamt Ólafi Oddssyni, fræðslufull- trúa Skógræktar ríkisins. Í rauninni má segja að verkefnið, sem nú fer að stað í sjö skólum landsins megi rekja til Flúðaskóla en Guðmundur Magnússon, fyrrum smíðakennari, dvaldi um tíma er- lendis og kynnti sér þar gamlar hefðir og vinnuaðferðir við viðarnýt- ingu úr skógum. Þeir Guðmundur og Ólafur hrundu af stað verkefni undir yfirkriftinni „Lesið í skóginn – Tálg- að í tré“ sem hófst með tálgunar- námskeiðum og sérstökum skógar- dögum þar sem fólki var kennt hvað hægt væri að gera við viðinn, hvern- ig nýta mætti hann beint úr skóg- inum. Samvinna Guðmundsr og Ólafs og þær athuganir og tilraunir sem þeir gerðu er grunurinn af þeirri samþættingu sem verkefnið „Lesið með skóginn – með skólum“ felur í sér. Samstarfssamningur undirritaður Guðjón Árnason skólastóri undir- ritaði samninginn fyrir hönd Flúða- skóla, Ólafur Oddsson fyrir Skóg- rækt ríkisins, Kennaraháskólann, Námsgagnastofnun og Kennara- sambands Íslands, Sigríður Jóns- dóttir f.h. Skógræktarfélags Hruna- manna og Margrét Óskarsdóttir f.h. Kvenfélags Hrunamanna. Grennd- arskógur Flúðaskóla sem er margra áratuga gamall og í eigu Kvenfélags- ins er skógarreitur rétt við Flúðir og mun félagið afhenda skólanum skóg- arreitinn í þessum tilgangi. Eins og fram hefur komið er til- gangur verkefnisins „Lesið í skóg- inn- með skólum“ að safna reynslu og þekkingu um skipulega fræðslu um skóga og skógarnytjar í grunn- skólum. Það verður m.a. gert með því að efla útinám sem nær til allra námsgreina og aldursstiga í skólan- um. Markmiðið er m.a. að nemendur fræðist um vistfræði skógarins og skógarnytjar en einnig að efla sam- þættingu útináms við sem flestar námsgreinar sem kenndar eru í skólanum, segir í fréttatilkynningu. Verkefnið stendur í tvö ár eða til loka ársins 2005. Að því loknu er vonast til að byggst hafi upp reynsla og þekking í samvinnu við þessa skóla sem svari því hvernig best sé að standa að skipulegu útinámi í grenndarskógi. Einnig er þess vænst að námsefni verði tiltækt til að auðvelda þeim sem velja að leggja áherslu á samþætta fræðslu um skóga og skógarnytjar í útinámi. Námsgagnastofnun hyggst nýta sér afrakstur verkefnisins til námefnis- gerða, en Kennaraháskóli Íslands mun meta starf móðurskólanna kennslufræðilega og mun Kennara- samband Íslands veita faglegan stuðning. Jóhannes Sigurðsson skógarvörð- ur mun taka á móti hópum skóla- nemenda sem koma til að skoða skógana á Suðurlandi. Skógarvörður á Suðurlandi er Hreinn Óskarsson. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Guðjón Árnason skólastjóri (l.t.v.), Hreinn Sveinsson og Ólafur Oddsson. Flúðaskóli verður „skógarskóli“ Þórshöfn | Þorrablót var haldið með pompi og pragt hér á Þórshöfn fyrsta laugardag í þorra. Líkt og undanfarna laugardaga var hríð- arveður og kuldi en það beit ekki á blótsgesti sem fjölmenntu eins og ávallt á þessa stærstu skemmtun í byggðarlaginu. Þorrablótsnefnd flutti skemmti- dagskrá sína við góðar undirtektir blótsgesta en atburðir og málefni liðins árs voru dregnir fram í dags- ljósið í nýjum búningi, líkt og hæfir á slíkum samkomum. Þorramaturinn frá Fjallalambi var vel úti látinn og rann ljúflega niður í samkomugesti, með tilheyrandi drykkjarföngum. Hljómsveitin Von frá Sauðárkróki hélt uppi dunandi dansi langt fram eftir nóttu og lagði sitt af mörkum til að gera þetta þorrablót að eft- irminnilegri skemmtun. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Þorrinn blótaður Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.