Morgunblaðið - 05.02.2004, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 05.02.2004, Qupperneq 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 25 Fitulítil og freistandi Skráning á skrifstofu KFUM og K í síma 588 8899 á milli kl. 9.00 og 16.00 eða á kfum@kfum.is FJÖLSKYLDUFLOKKUR 13. til 15. febrúar Fjölskylduflokkur að vetri í Vatnaskógi. Tilvalið helgarfrí fyrir fjölskylduna saman, dagskrá fyrir alla aldurshópa. Brottför: Rútuferðir eru frá Holtavegi 28 kl. 17.30 á föstudeginum fyrir þá sem þess óska. Dagskráin í Vatnaskógi hefst á föstudeginum kl. 19:00 með kvöldverði. Verð: 5.200 kr., frítt fyrir 3 ára og yngri, hámark fyrir fjölskyldu er 19.000 kr. VETRARSTARF Í VATNASKÓGI VETRARFLOKKUR 20. til 22. febrúar Fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 10 til 13 ára. Þetta er í fyrsta sinn sem Skógarmenn bjóða upp á vetrarflokk fyrir bæði stráka og stelpur. Brottför: Föstudaginn 20. febrúar 2004 kl. 17.30 frá Holtavegi 28. Heimkoma: Sunnudaginn 22. febrúar 2004 kl. 16.30 að Holtavegi 28. Verð: 5.900 kr. m/ferðum. Íþróttir Kassabílar Gönguferðir Listasmiðja Fræðslustundir Kvöldvökur Hrunamanahreppur | Flúðaskóli hefur bæst í hóp þeirra sjö skóla sem taka að sér skólaþróunarverk- efnið „Lesið í skóginn – með skól- um“. Þetta er skólaþróunarverkefni Skógræktar ríkisins og íslenskra skólastofnana. Skipuleg fræðsla grunnskólanemenda um vistfræði skógarins og skógarnytjar. Allir nemendur og kennarar voru kallaðir á sal í vikunni þar sem Guð- jón Árnason, settur skólastjóri, út- skýrði verkefnið fyrir nemendum ásamt Ólafi Oddssyni, fræðslufull- trúa Skógræktar ríkisins. Í rauninni má segja að verkefnið, sem nú fer að stað í sjö skólum landsins megi rekja til Flúðaskóla en Guðmundur Magnússon, fyrrum smíðakennari, dvaldi um tíma er- lendis og kynnti sér þar gamlar hefðir og vinnuaðferðir við viðarnýt- ingu úr skógum. Þeir Guðmundur og Ólafur hrundu af stað verkefni undir yfirkriftinni „Lesið í skóginn – Tálg- að í tré“ sem hófst með tálgunar- námskeiðum og sérstökum skógar- dögum þar sem fólki var kennt hvað hægt væri að gera við viðinn, hvern- ig nýta mætti hann beint úr skóg- inum. Samvinna Guðmundsr og Ólafs og þær athuganir og tilraunir sem þeir gerðu er grunurinn af þeirri samþættingu sem verkefnið „Lesið með skóginn – með skólum“ felur í sér. Samstarfssamningur undirritaður Guðjón Árnason skólastóri undir- ritaði samninginn fyrir hönd Flúða- skóla, Ólafur Oddsson fyrir Skóg- rækt ríkisins, Kennaraháskólann, Námsgagnastofnun og Kennara- sambands Íslands, Sigríður Jóns- dóttir f.h. Skógræktarfélags Hruna- manna og Margrét Óskarsdóttir f.h. Kvenfélags Hrunamanna. Grennd- arskógur Flúðaskóla sem er margra áratuga gamall og í eigu Kvenfélags- ins er skógarreitur rétt við Flúðir og mun félagið afhenda skólanum skóg- arreitinn í þessum tilgangi. Eins og fram hefur komið er til- gangur verkefnisins „Lesið í skóg- inn- með skólum“ að safna reynslu og þekkingu um skipulega fræðslu um skóga og skógarnytjar í grunn- skólum. Það verður m.a. gert með því að efla útinám sem nær til allra námsgreina og aldursstiga í skólan- um. Markmiðið er m.a. að nemendur fræðist um vistfræði skógarins og skógarnytjar en einnig að efla sam- þættingu útináms við sem flestar námsgreinar sem kenndar eru í skólanum, segir í fréttatilkynningu. Verkefnið stendur í tvö ár eða til loka ársins 2005. Að því loknu er vonast til að byggst hafi upp reynsla og þekking í samvinnu við þessa skóla sem svari því hvernig best sé að standa að skipulegu útinámi í grenndarskógi. Einnig er þess vænst að námsefni verði tiltækt til að auðvelda þeim sem velja að leggja áherslu á samþætta fræðslu um skóga og skógarnytjar í útinámi. Námsgagnastofnun hyggst nýta sér afrakstur verkefnisins til námefnis- gerða, en Kennaraháskóli Íslands mun meta starf móðurskólanna kennslufræðilega og mun Kennara- samband Íslands veita faglegan stuðning. Jóhannes Sigurðsson skógarvörð- ur mun taka á móti hópum skóla- nemenda sem koma til að skoða skógana á Suðurlandi. Skógarvörður á Suðurlandi er Hreinn Óskarsson. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Guðjón Árnason skólastjóri (l.t.v.), Hreinn Sveinsson og Ólafur Oddsson. Flúðaskóli verður „skógarskóli“ Þórshöfn | Þorrablót var haldið með pompi og pragt hér á Þórshöfn fyrsta laugardag í þorra. Líkt og undanfarna laugardaga var hríð- arveður og kuldi en það beit ekki á blótsgesti sem fjölmenntu eins og ávallt á þessa stærstu skemmtun í byggðarlaginu. Þorrablótsnefnd flutti skemmti- dagskrá sína við góðar undirtektir blótsgesta en atburðir og málefni liðins árs voru dregnir fram í dags- ljósið í nýjum búningi, líkt og hæfir á slíkum samkomum. Þorramaturinn frá Fjallalambi var vel úti látinn og rann ljúflega niður í samkomugesti, með tilheyrandi drykkjarföngum. Hljómsveitin Von frá Sauðárkróki hélt uppi dunandi dansi langt fram eftir nóttu og lagði sitt af mörkum til að gera þetta þorrablót að eft- irminnilegri skemmtun. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Þorrinn blótaður Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.