Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 4
Óskar Örn Guðbrandsson og Áslaug Ósk Hinriksdóttir voru brúðhjónin sem hlutu verðlaunin sem dregin voru út í brúð- kaupsþættinum Já á Skjá einum í fyrra. Þau hlutu ferð til Parísar og drifu sig í brúðkaupsferðina í september síðastliðn- um. Skjár einn fylgdist með undirbúningi brúðkaupsins, athöfninni og veislunni og þegar þau Óskar og Áslaug eru spurð hvort það hafi ekki verið truflandi, neita þau því. „Svo var alveg meiriháttar að fá brúðkaupsferð til Parísar í verð- laun. Þetta var helgarferð sem stóð frá föstudegi fram á mánu- dag. Við vorum á frábæru hóteli og það var tekið þvílíkt vel á móti okkur. Svo sáum við auð- vitað allt það merkilegasta, Eif- fel-turninn, Sigurbogann og Monu Lisu. Það eina sem við hefðum viljað hafa öðruvísi, var gönguferðin sem við fórum með Laufeyju Helgadóttur listfræðingi um borgina á sunnudeginum. Laufey var alveg einstök en við hefðum viljað hafa þessa gönguferð strax á föstudeginum. Hún sagði okkur frá svo mörgu sem við hefðum viljað sjá og gera, til dæmis sigl- ingu um Signu, sem hún sagði að væri skemmtilegast að fara í á laugardags- kvöldi.” Farið þið ekki bara aftur til Parísar? „Jú, alveg örugglega. Og þá förum við bara tvö. Ekkert tökulið, engin börn. Það verður rómantískt. Borgin er heillandi og maður þarf að vera þar í að minnsta kosti eina til tvær vikur til að sjá það allra helsta.” Mælið þið með því að fólk taki þátt í brúðkaupsþættinum Já? „Hiklaust. Við myndum gera þetta aftur. Plúsarnir voru svo miklu fleiri en mínusarnir. Fyrir utan allt efnið sem við eigum og ferðina góðu, þá var mjög gaman að kynnast Ellu, sem sér um þáttinn. Hún var heill hafsjór af góðum hugmyndum og við gátum hringt í hana hvenær sem var til þess að leita ráða og fá upplýsingar. Hún er bæði jákvæð og skemmtileg og opnaði okk- ur margar dyr.” Óskar og Áslaug tóku þátt í brúðkaupsleiknum Já á Skjá einum síðastliðið sumar og unnu í kjölfarið brúðkaupsferð til Parísar „Við fundum mjög lítið fyrir því að vera með tökulið. Við höfðum efasemdir áður en við ákváðum að slá til en það var óþarfi vegna þess að það fór mjög lítið fyrir þeim. Við fórum í eitt viðtal áður en undirbúningurinn hófst og síðan fylgdu þau okkur eftir þegar við fórum að velja mat og drykk fyrir veisluna.” Og fötin? „Nei, það var nú ekki svo mikið mál,” segir Áslaug, „vegna þess að frænka mín, sem er klæðskeri, hannaði kjólinn og Óskar leigði sér föt.” „Það voru mun fleiri kostir sem fylgdu því að taka þátt í brúðkaupsleiknum,” segir Óskar. „Við fengum nokkra styrktar- aðila út á þáttinn sem hjálpaði okkur að gera brúðkaupið mun veglegra en ella.” Eigum mikið efni Þið sjáið sem sagt ekki eftir því? „Nei, alls ekki,” segir Áslaug. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt. Við eigum líka svo mikið efni um brúðkaupið okkar. Ekki bara þáttinn sem var sendur út, heldur sendu þau okkur tíu spólur með efni sem var tekið upp á meðan við vor- um að undirbúa það, efni frá athöfninni og úr veislunni. Það er orðið mjög al- gengt að fólk fái einhvern til þess að taka vídeóupptöku af brúð- kaupinu sínu, en við höfðum fólk sem vinnur við þetta – og allt efnið sem við eigum er mjög fagmannlega unnið. Þessi dagur var líka merki- legur að fleiru en einu leyti. Um leið og við giftum okkur, létum við skíra dóttur okkar Þuríði.” „Og svo er þetta afmælis- dagur Áslaugar,” skýtur Óskar inn í, „allt til þess að gera mér auðveldara að muna merkis- daga í fjölskyldunni.” En hvernig kom það til að þið fóruð í þáttinn? „Það var auglýst á Skjá ein- um eftir pörum sem ætluðu að gifta sig um sumarið. Við sendum þeim netpóst með upplýsingum um okk- ur – og vorum meðal þeirra sem valin voru úr.” Fannst ykkur ekkert óþægilegt að vita af því að stór hluti þjóðarinnar væri inni á gafli hjá ykkur að horfa á allt sem við- kom brúðkaupinu? „Nei, hreint ekki. Við fundum auðvitað fyrir því að fólk hefði fylgst með þættin- um. Það var ótrúlegasta fólk sem kom til okkar og sagðist hafa verið að fikta í fjar- stýringunni, þvælast á milli stöðva, þeg- ar það hefði lent á þættinum um okkur – en það var allt mjög jákvætt. Annars held ég að fólk þurfi að hafa vissan skammt af athyglissýki til þess að taka þátt í svona leik,” segir Óskar glettn- islega. Ljólmyndastofa Erling Við myndum Brúðkaupssiðir víða um heim gera þetta aftur Frakkland Í Frakklandi er til sá siður að brúðhjónin drekki sína skál úr bikar með tveimur handföngum, sem kallaður er „coup de marri- age“. Slíkur bikar var geymdur mann fram af manni og eru slíkir upprunalegir bikarar sjaldgæfir gripir í dag. Að drekka úr sama bikar merkir að sjálfsögðu sam- einingu manns og konu. Belgía Sá siður er til í Belgíu að sauma og bródera klút með nafni brúðarinnar og bar brúðurin þennan klút í brúð- kaupi sínu. Eftir giftinguna var klúturinn rammaður inn og hengdur á vegg þar til kom að næsta brúðkaupi í fjölskyld- unni. Þá var klúturinn tekinn niður og nafn nýju brúðarinn- ar einnig bróderað í hann. Þannig gekk brúðarklúturinn mann fram af manni í fjöl- skyldunni. Bermúda Gamall siður eyjaskeggja á Bermúda er að planta tré í tilefni brúðkaupsdagsins og sumir skreyta toppinn á brúðartertunni með lítilli trjákvísl. Trénu er plantað meðan á veislunni stend- ur en hún er oft haldin á heimili foreldra brúðarinnar eða brúð- gumans. Þessi siður er víða að sækja í sig veðrið enda fallegt tákn um vöxt og þroska hjóna- bandsins. Pólland Sá siður að næla peninga- seðla á kjól brúðarinnar er aldagamall og tíðkast reyndar víðar en í Póllandi. Fyrrum var hann ætlaður til þess að hjálpa ungu hjónunum að koma sér upp heimili og hefja nýtt líf saman. Í dag gengur siðurinn undir nafninu „pen- ingadansinn“ og seðlarnir ým- ist nældir í klæði brúðarinnar eða brúðgumans sem greiðsla fyrir að fá að dansa við þau. Mexíko Sá fallegi, gamli siður tíðkast víða við mexíkönsk brúðkaup að gestirnir í brúðkaupsveisl- unni slá hjartalaga hring um brúðhjónin sem dansa síðan sinn fyrsta dans innan þessa ástarhrings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.