Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 6
Flest verðandi brúðhjón kjósa að bjóða gestum sínum í brúð- kaupið bréfleiðis. Ýmsar útgáf- ur eru til af boðskortum og margar útfærðar í prentsmiðju við mikinn kostnað. Þeir sem eru laghentir geta notað þess- ar hugmyndir og sent hand- gerð og persónuleg kort til vina og ættingja. Sum eru kannski svolítið vandasöm en það getur orðið hin mesta skemmtun að safna saman nokkrum nánustu vinum eða ættingjum og útbúa falleg kort á einni kvöldstund. 1 - Blómakort: Hér er búið að líma mismunandi blóm framan á kortin. Hægt er að nota blómaborða sem er klipptur niður, blóm klippt út úr servíettu eða jafnvel þurrkuð blóm. Blómin eru upp- hleypt og því erfitt að koma í umslög. Þessi kort henta því alveg eins vel sem gjafakort þar sem hægt er að líma kortin beint á pakkann. Einnig er hægt að finna ýmsar myndir af blómum á alnet- inu sem hægt er að skanna og prenta framan á kortin. Gaman er að leika sér að áferðar- og litasamspili blómanna, pappírsins og textans. Einnig eru til hin ýmsu spakmæli um ástina þar sem orð- in blóm eða jurt koma fyrir sem hægt er að prenta framan á kortið. Þá er upplagt að nota þemablómið úr brúðkaupinu sem myndefni. Upphleyptu stafirnir og punktarnir á myndunum eru búnir til með þykkum föndurlit í túpum með mjó- um stút sem fæst í hinum ýmsu litum í föndurverslunum. Þessi litur er perluhvít- ur. 2 - Þrykkikort: Við gerð þessara korta er notuð mjög einföld þrykkaðferð. Myndefnið, sem í þessu tilfelli er hjarta, er skorið út í mjög þykkt karton. Eftir því sem kartonið er þykkara því dýpri verður myndin. Kartonið sem kortið er gert úr er lagt ofan á hjartað og þar á eftir er strokið ákveðið með hörðu en ekki of hvössu áhaldi meðfram köntum hjartans. Þá má sjá hjartað mót- ast í kortið. Gott er að nota tréhnífa eins og t.d. þá sem notaðir eru við leirmótun eða gamlan smjörhníf. Athugið að það er hliðin sem snýr niður að hjartanu meðan þrykkt er sem kemur fallegar út. Það er ýmist hægt að prenta beint á kartonið sem á eftir er þrykkt á eða klippa þrykk- imyndina út og líma á annað karton. 3 - Kort með borðum: Fallega borða er hægt að nota á ýmsu vegu við gerð korta. Til eru ógrynni af spennandi borðum í föndur- eða vefnaðarvöruversl- unum og auðvelt er að finna borða sem spila með þema brúðkaupsins t.d. í litar- vali. Þá er um að gera að láta ímyndun- araflið ráða ferðinni við notkun borðanna á kortin. Hér eru sýndir ýmsir möguleikar þar sem borðunum er ýmist leyft að njóta sín í heilu lagi eða þeir klipptir út til að mynda ákveðið mótíf. Best er að líma meðfram jöðrum borðanna til að límið verði sem minnst áberandi. Einnig er hægt að skera myndefnið út í karton- ið og láta borðann á bakvið – þessi að- ferð er auðveldari ef borðinn er úr efni sem vill hlaupa til í höndunum á manni. Borðinn getur líka myndað bakgrunn sem teiknað er á með föndurlit eða límmiðar settir ofan á. Einnig er hægt Best er að byrja kortagerðina með hreinar hendur þar sem pappír er mjög viðkvæmur fyr- ir húðfitu og öðrum óhreinind- um. Þá er líka mikilvægt að hreinsa öll áhöld vel áður en hafist er handa. Gott er að hreinsa reglustikur með spritti til að ná allri fitu af. Best er að nota skæri sem minnst, en nota dúkahníf, horn og reglustiku til að fá sem fallegasta og beinasta kanta. Áður er þykkt karton er brot- ið er gott að vera búinn að búa til brot með óbeittu hlið dúkahnífsins á kortinu innan- verðu. Athugið að lím getur skilið eftir sig bletti í efnum og borðum. Reynið að setja límið alltaf á jaðrana en ekki á miðjan efnisbútinn eða borð- ann. Besta nýtingin á pappír fæst með því að brjóta kortin úr kartoni af A5 stærð. Þannig fær maður tvö kort úr hverju A4 kartoni með lítilli fyrir- höfn. En ef framleiðslan er ekki þeim mun meiri getur hin minnsta breyting á lagi kortanna gert kortin nýstár- legri og meira fyrir augað. Meðan verið er að prufa sig áfram með útprentun er um að gera að nota þynnri pappír og stilla prentarann á ódýrustu útprentun (draft). Það sem maður sér á skján- um er aldrei alveg eins og á raunverulegu útprentuninni. Ekki sóa dýru kartoni eða bleki fyrr en þið eruð fullkom- lega ánægð með útkomuna. að nota önnur efni eins og til dæmis siffon í sama tilgangi. 4 - Umslagakort: Þetta er praktíska kortið sem í senn er umslag og kort. Tek- ið er A4 blað og hornin klippt í burtu þannig að blaðið myndi ferkantaðan kross. Armar krossins mynda flipa sem eru brotnir inn að miðju þannig að kortið lokist. Hægt er að gera þetta á ýmsa vegu eftir því hvernig maður vill hafa kortið í laginu. Fliparnir eru bundnir saman með mjóum borða, en einnig er hægt að nota innsigli í sama tilgangi. Ýmist er hægt að prenta beint inn í kortið/umslagið eða prenta á karton sem er límt inn í umslagið. Þá er um að gera að nota líka tölvuna til að prenta utan á umslagið þannig að fyrir- höfnin sé sem minnst. 5 - Hjarta/leturkort: Framhliðin á þessu korti er útskorið hjarta, en á næstu síðu er ástarsaga brúðhjónanna rakin í stikkorðum. Þessi litla saga gerir kortið í senn rómantískt og einstakt. Hér er textinn í rauninni orðinn að myndefni og því um að gera að vanda valið á let- urgerð, stærð og lit. Hugmyndina má út- færa á enn persónulegri hátt með því að handskrifa söguna. Til að stytta sér leið má skanna þessa skrift inn í tölvu og prenta út í fleiri eintökum. 6 - Þakkarkort/Kossakort: Hér eru varir brúðhjónanna þrykktar á kortið með varalit (þ.e. ef brúðguminn fæst til þess). Með þessu móti geta brúðhjónin þakkað fyrir sig á persónuleg- an og frumlegan hátt, þar sem kossar þeirra eru í bókstaflegri merkingu festir á blað. Hér er mest krefjandi að velja umgjörð kortins og réttan varalit. Eftir- leikurinn er léttur, en þó kannski tíma- frekur. Þá þarf að passa að leyfa vara- litnum að þorna vel áður en kortið er sett í umslag. Best er að festa litinn með svokölluðu fixatífi sem fæst í flest- um föndur- og myndlistarvöruverslunum. Einnig er hægt að nota hárúða í sama tilgangi. Umsjón: Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir Brúðarkort Flest verðandi brúðhjón kjósa að bjóða gestum sínum í brúðkaupið bréfleiðis 1 3 2 3 4 6 5 Góð ráð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.