Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 39
Snyrtið lundina, penslið hana með BBQ sósunni og látið standa í 1-2 tíma í kæli. Stráið pipar á kjötið og steikið það í heilu lagi í ofni eða í örlítilli olíu á pönnu þar til það er gegnsteikt. Kælið kjötið og skerið í 1 sm þykka bita. Leggið ferskjubita á hverja sneið. Hitið chilimaukið og dreypið því yfir ferskjuna þegar það er orðið þykk- fljótandi. Látið standa á meðan hlaupið stífnar. Skreytið með graslauk eða kór- íander. Grísamedalíur með ferskjum og chilimauki Fyrir 10 1 stór grísalund (u.þ.b. 800 g) 2-3 msk BBQ sósa svartur, grófmalaður pipar eftir smekk 1 ds niðursoðnar ferskjur chilimauk graslaukur eða kóríanderlauf til skrauts Lax á klettasalatbeði með límónudressingu Fyrir 10 500 g ferskur lax, roð- og beinlaus 2 tsk jurtasalt 1 tsk svartur, grófmalaður pipar olía til steikingar 400 g klettasalat Geymslutími: Kjötið má steikja og geyma í kæli í tvo sólarhringa. Geymist með hlaupinu í sólarhring. Skerið laxinn í frekar smáa bita og leggið í skál. Stráið saltinu og piparnum yfir og látið standa í 2-3 klukkustundir í kæli. Snöggsteikið laxabit- ana úr olíunni þar til þeir eru léttbrúnaðir á yfir- borðinu. Setjið salatið í skál og veltið því upp úr límónudressingunni. Leggið fiskbitana yfir og skreytið e.t.v. með límónusneiðum. Límonudressing 3 msk fljótandi hunang (t.d. akasíuhunang) safi úr 3 límónum 2 tsk sterk chilisósa 1 msk sesamolía 1½ msk fiskisósa (Thai fish sauce) 2 msk vatn Setjið allt í pott og hitið þar til allt hefur blandast vel. Kælið dressinguna (þetta er tilvalið að gera 1-2 dögum fyrir framreiðslu). Hentar ekki til frystingar. Sósan geymist í 3 daga í kæli. Kökubollana má frysta í mánuð eða geyma í lokuðu íláti á köldum stað í viku. Kremið geymist í a.m.k. sólarhring. Fyrir 10 600 g rækjur, helst af stærstu gerð 4 hvítlauksrif, pressuð 2 búnt kóríander 4 msk balsamikedik 1 dl ólífuolía 8 dl kúskús (tilbúið) sjávarsalt og cayennepipar eftir smekk 4 límónur (lime) skornar í sneiðar eða báta Rækjur með kóríander og kúskús Látið renna vel af rækjunum í sigti og leggið í fat. Pressið hvítlaukinn yfir rækjurnar, saxið kóríanderið, dreifið því yfir og hrærið edikinu og olíunni saman við. Látið standa í klukkustund í kæli. Bleytið upp kúskúsið samkvæmt leiðbeiningum á pakka og setjið það saman við rækjublönduna. Bragðbætið með salti og cayennepipar eftir smekk og látið standa í kæli fram að fram- reiðslu. Berið límónusneiðar eða -báta fram með. Geymslutími: Í sólarhring í kæli. Hentar ekki að frysta Uppskriftir og matreiðsla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.