Morgunblaðið - 04.03.2004, Side 25

Morgunblaðið - 04.03.2004, Side 25
Fagleg ráðgjöf fyrir brúðhjónin á vínum í mikilvægustu veislu í lífi þeirra J.Lohr Estates „Riverstone“ Chardonnay Monterey County Kalifornia, USA Messing gult að lit. Riverstone Chardonnay hefur að geyma angan af lime, nektarínum og rökum árfarvegssteinum sem samein- ast í smjöri, vanillu og ristaðri eik. Í bragði kemur aftur fram citrus, steinar, ávextir, smjör og ristuð eik. Flókið vín í góðu jafn- vægi með langt eftirbragð. Hentar vel með feitum fiski s.s. reyktum laxi, gröfnum og marineruðum, stórlúðu og skötusel í rjóma- sósum ásamt humri. Einnig ljósu kjöti. Verð 1.590. J. Lohr Estate „Seven Oaks“ Cabernet Sauvignon Paso Robles, Kalifornia, USA Dökk rúbínrautt að lit, Seven Oaks Caber- net hefur angan af kirsuberjum, sólberjum, bláberjum og fjólum. Í bragði hefur vínið fínlega blöndu af vanillu, súkkulaði, svepp- um og timian (blóðberg). Einnig kemur vel fram flauelsmjúkt og þroskað tannin með plómum og góða sam- setningu í sýru. Seven Oaks fer vel með nautakjöti og villibráð. Verð 1.780. Bollinger Brut Special Cuvee Champagne, Frakkland Mikil og fersk ávaxtaangan, vottur af sveskjum gerir angan vínsins höfugri, tals- vert kröftugt og þurrt. Þroskaðar apríkósur og enn aftur koma fram sveskjur sem gefa víninu mikið. Bragðmikið vín með mikla fyll- ingu og gott jafnvægi. Bollinger gerjar sitt kampavín í eikartunnum sem er mjög sér- stakt og gefur víninu meiri fágun og eleg- ans. Verð 2.990. Lagunilla Crianza Rioja Alta, Spánn Rúbínrautt að lit, í angan kemur fram að vínið hefur verið 18 mánuði á eik ásamt góðri vanilluangan. Þetta er vín með góða fyllingu, ferska ávexti í bragði sem sam- svara sér vel í uppbyggingu vínsins. Nokk- uð langt og gott eftirbragð. Hentar sérlega vel með lambakjöti og kálfakjöti í krydduðum sósum ásamt hvers kyns ljósu kjöti eins og svínakjöti og fugl- um. Vínið er 18 mánuði á eik og 12 mánuði á flösku áður en það fer á markað. Þrúgur: 80% Tempranillo og 20% Garnac- ha. Verð 1.090. Canepa Cabernet Sauvignon, Rapel, Colchagua Valley, Chile Djúprautt með tærrauðum köntum, vín með ótrúlega mikinn karakter og djúpt bragð miðað við að hafa verið í stáltönk- um. Í þessu víni finnur maður hvað Ca- bernet Sauvignon þrúgan er og hvað hún gefur mikin karakter. Þægilegt eftirbragð án þess að vera yfirgnæfandi. Nett bragð af dökkum berjum, rósum ásamt blöndu af plómum, kryddjurtum og myntu. Vín sem hentar grilluðu eða ofn- steiktu rauðu kjöti. Verð 1.040. Bon Courage Cabernet Sauvignon - Shiraz Roberston Western Cape, South Africa Sérlega öflug og grípandi angan af svörtu þrúgum. Tóbakstónar blandast vel við valhnetur og berjaávexti sem gera blöndunina alveg frábæra. Sólber, lakkrís og piparkeimur. Mjúk fylling og ljúft eftirbragð, þar kemur létt eik vel fram. Frábært með lamba- kjöti og nautakjöti. Verð 1.090. Willm Pinot Gris Alsace, Frakkland Víðfemt frekar þurrt hvítvín með smjör- og hnetukenndu bragði. Finna má ljúffenga suðræna ávexti svo sem banana, ananas, mangó o.fl. Nokkuð langt og silkimjúkt eft- irbragð. Vínið nýtur sín vel með sushi, gufu- soðnum eða bökuðum laxi, hvítu kjöti og foie gras. Þrúga: 100% Pinot Gris. Verð 1.230. Painter Bridge Chardonnay Kalifornía Lodi, USA Þessi ferski ungi Chardonnay er auðugur af perum, citrus og apríkósum í bragði með góða mýkt og snerpu í eftirbragði. Árangur- inn er vín með mikla fyllingu, gnægð ávaxta og gott jafnvægi. Ótrúlegt en satt þá passar þetta vín fanta vel með súkku- laðiköku sem er löguð úr Valrhona súkku- laði með 72% kakóinnihaldi og það kemur skemmtilega á óvart hvað það kemur upp skemmtileg sýra í víninu þegar það er drukkið með kökunni. Þrúgur: 82% Char- donnay og 18% Muscat Canelli. Vínið hefur legið í 6 mánuði á gamalli eik. Verð 1.190. Bon Courage Sauvignon Blanc Roberston Western Cape, South Africa Ferskt og skemmtilegt með angan af grape, sítrus, grænum eplum og perum. Léttur sætur undirtónn með ríkum ávexti og stöðugleika í sýruinnihaldi, gott viðvar- andi eftirbragð. Vín sem myndi henta vel með kjúklingaréttum, skelfiski hvers konar og væri einnig góður með reyktum laxi. Verð í kjarnaverslunum 1.090. Marrone Moscato d´Asti Piedmonte, Ítalia Þetta er tilvalið eftirréttavín, sem er of oft því miður líkt við freyðivín (Spumante). Moscato hentar vel með kökum, eftirrétt- um eða bara eitt og sér. Þetta er frábært vín sem fordrykkur, vín í brúðkaup og mót- tökur. Það hefur lágt alkóhólmagn, það er ljúffengt með góða mýkt í bragði, óviðjafn- anlega blómaangan og mjög fínar bólur sem gera það að verkum að vínið er örlítið freyðandi. Best er að drekka þetta vín ungt en vínið er látið gerjast í stáltönkum. Til að viðhalda ferskleika og angan vínsins er það geymt í hitastýrðum kerjum þangað til það er sett á flöskur. Versti óvinur Moscato vína er að geyma þau í hita, best er að geyma flöskurnar á vel kældum stað og varið fyrir miklu ljósi. Best er að drekka vínið við 6-7°. Verð 790. Marques de Monistrol Cava Reserva Semi-Seco og Brut Penedes, Spánn Sítrónugulur tær litur, með miklu, ferskum og sætum ávaxtailm. Mikill en yfirvegaður sætur ávöxtur í bragði, mjög ferskt og passlega sætt. Þessi Cava er frábær ein og sér, myndi henta sérstaklega sem for- drykkur eða úti á heitum sumardegi. Matur með þessu cava má alveg vera svolítið „spicy“ eins og til dæmis rækjur í chilli eða hörpuskel í hvítlauk með svörtum pip- ar. Þrúgurnar eru Macabeo, Xarello og Par- ellada. Best er að framreiða þetta vín á ca 6° hitastigi. Verð 990. Cypress White Zinfandel Kalifornia, USA Fallega laxableikt að lit, vínið hefur ilm af jarðarberjum og rifsberjum með frískandi, líflega og snarpa sýru, aðeins freyðandi með vott af sætu. Hentar mjög vel með laxi, barbecue rifjum eða kjúklingi, salöt með balsamic eða rifsberjavinegar. Einnig alveg frábært eitt og sér sem fordrykkur og lautarferðir eða bústaðinn. Þrúgur: 90% Zinfandel, 5,5% Syrah og 4,5% Merlot. Verð 990. Á brúðkaupssýningunni Já dagana 5-7 mars verða þessi vín kynnt og komandi brúðhjónum gefst kostur á að skrá sig í smakk þar sem þau munu sitja með fagmönnum sem aðstoða við val á réttu vínunum í veisluna.Nánari upplýsingar og ráðgjöf fæst á vindeild@austurbakki .is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.