Morgunblaðið - 05.03.2004, Qupperneq 1
SUÐUR-afrískur piltur dansar hefðbundinn dans súlúa við setn-
ingu ráðstefnu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ (FAO) í Jó-
hannesarborg í gær. Framkvæmdastjóri FAO, Jacques Diouf,
sagði á ráðstefnunni að alvarlegur matvælaskortur væri í tæpum
helmingi ríkja Afríku, eða 23 af 53, einkum vegna þurrka.
Reuters
Illa horfir í Afríku
STOFNAÐ 1913 64. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Fólkið í dag
Tvíhöfði: Sjötta aflið í íslensku
samfélagi Keðjusagan
Klink og Bank Lífið í London
Íslendingar
söngelskir
30 ára afmæli Söngskólans fagnað
með stórtónleikum | Listir 30
Kom sá
og sigraði
Elín Arnarsdóttir skíðakona komin á́
fulla ferð eftir veikindi | Íþróttir 56
Þráttað um
Trabanta
London. AFP.
GÓÐBORGARAR í ensku þorpi hafa skorið
upp herör gegn 49 Traböntum sem einn
íbúanna hefur safnað og lagt í garði á bak
við hús sitt.
Eigandi Trabantanna, Graham Goodall,
58 ára fyrrverandi bifvélavirki, kveðst vera
stoltur af þeim. „Ég tel að þeir séu fallegir
bílar, hluti af menningararfleifð heimsins.“
Yfirvöld í þorpinu Middleton-by-
Youlgreave eru á öndverðum meiði og
krefjast þess að Goodall fjarlægi að
minnsta kosti 40 bílanna eftir að nágrannar
hans kvörtuðu yfir þeim.
Goodall neitar að verða við kröfunni og
kveðst ætla að leita til Mannréttinda-
dómstóls Evrópu ef nauðsyn krefur.
Trabantar eru eftirsóttir á Vest-
urlöndum og Trabant, sem seldur var nýr á
andvirði 235.000 króna árið 1991, getur nú
kostað 920.000 krónur ef hann er í góðu
ástandi.
Aristide
vill snúa aft-
ur til Haítí
París. AFP.
JEAN-Bertrand Aristide
sakaði í gær frönsk stjórn-
völd um að hafa tekið þátt
í samsæri með Banda-
ríkjastjórn um að koma
honum frá völdum á Haítí
og knýja hann til að flýja
þaðan.
Aristide er nú í Bangui,
höfuðborg Mið-Afríku-
lýðveldisins, og kveðst
vilja snúa aftur til Haítí. Hann segist ekki
hafa sagt formlega af sér sem forseti lands-
ins.
Stjórn Suður-Afríku hvatti í gær til þess
að efnt yrði til rannsóknar á tildrögum þess
að Aristide flúði frá Haítí en bandaríska ut-
anríkisráðuneytið hafnaði því í gærkvöldi.
Neyðarástandi/16
Aristide
ÆTTINGJAR fórnarlamba hryðju-
verkanna í Bandaríkjunum 11. sept-
ember 2001 mótmæltu í gær sjón-
varpsauglýsingum George W. Bush
forseta þar sem notaðar voru myndir
af rústum World Trade Center í
New York og slökkviliðsmönnum að
bera þaðan líkkistu sem var sveipuð
bandaríska fánanum.
Ættingjarnir sögðu auglýsingarn-
ar smekklausar og sökuðu Bush um
að notfæra sér hryðjuverkin í póli-
tískum tilgangi. Formaður samtaka
bandarískra slökkviliðsmanna tók í
sama streng, sagði auglýsingarnar
smánarlegar og krafðist þess að
hætt yrði að sýna þær.
„Mér býður við þessu,“ sagði Col-
leen Kelly, sem missti bróður sinn í
árásunum á World Trade Center og
fer fyrir Friðsamlegri framtíð,
hreyfingu ættingja fórnarlambanna.
„Myndu menn fara að gröf einhvers
og nota hana í pólitískum tilgangi?
Ég lít svo sannarlega á rústirnar
sem gröf.“
Ráðgjafi Bush, Karen Hughes,
varði auglýsingarnar, sagði þær við-
eigandi í kosningabaráttu sem sner-
ist einkum um öryggismál og stríðið
gegn hryðjuverkum. „Við syrgjum
auðvitað öll fórnarlömb þessara
skelfilegu árása, en 11. september
gerbreytti stefnu okkar á margan
hátt og ég tel mikilvægt að næsti for-
seti geri sér grein fyrir því.“
„Með og á móti
í öllum málum“
Bush gagnrýndi John F. Kerry,
forsetaefni demókrata, í ræðu í
fyrrakvöld og sakaði hann um óstað-
festu í mikilvægum málum. „Frá því
að hann kom fyrst til Washington
hefur hann verið með og á móti í öll-
um málum,“ sagði forsetinn um
Kerry sem hefur átt sæti í öldunga-
deild þingsins frá 1984.
Rústamyndum
í auglýsingum
Bush mótmælt
Washington. AP.
ÖRUGGT þykir eftir rannsókn á
hnífnum, sem fannst í sjónum við
netabryggjuna í Neskaupstað fyrr í
vikunni, að hann hafi verið notaður til
að veita stungurnar sem fundust á líki
Vaidas Jucivicius. Um er að ræða
veiðihníf í slíðri og staðfesti Arnar
Jensson aðstoðaryfirlögregluþjónn
við Morgunblaðið í gær að lögreglan
teldi að um rétta vopnið væri að ræða.
Hnífurinn er með um 12 cm löngu,
tenntu blaði og með stærstu hnífum
sem leyfilegir eru hérlendis sam-
kvæmt vopnalögum. Rannsókn lög-
reglunnar hefur leitt í ljóst að hnífs-
blaðið passar við sárin á líki Jucivicius
en rannsókn á hnífnum er þó ekki lok-
ið að fullu. Eftir er að rannsaka lífsýni
á honum sem verður gert hér, en að
því loknu verður ákveðið hvort hann
verði sendur til DNA-greiningar í
Noregi. Lögreglan hefur ekki greint
neinum þeirra þriggja sakborninga
sem sitja í gæsluvarðhaldi frá fundi
hnífsins eða tengslum vopnsins við
sárin á hinum látna. Að sögn Arnars
er ekki komið að þeim þætti í rann-
sókn málsins en það verði gert síðar.
Ekki fékkst upplýst hvort sakborn-
ingunum hefðu verið kynntar niður-
stöður rannsóknar lögreglu á BMW-
bifreið eins sakborninganna þar sem
blóð úr hinum látna og umræddum
sakborningi fannst með DNA-grein-
ingu.
Rannsókninni miðar vel, að sögn
Arnars, og hefur vitnum í málinu
fjölgað jafnt og þétt. Rætt hefur verið
við hátt á annað hundrað vitni.
Lögregla með réttan hníf
MIKILL meirihluti félagsmanna í Landeig-
endafélagi Laxár og Mývatns sem haldinn var í
gærköld á Narfastöðum í Reykjadal samþykkti
að hafna viðræðum við Landsvirkjun um hækk-
un á stíflu Laxárvirkjunar nema bráðbirgða-
ákvæði sem sett var inn í nýtt frumvarp um
vernd Laxár og Mývatns félli út. Ályktun þessa
efnis var samþykkt með 97 atkvæðum gegn 8.
Í ályktun frá stjórn félagsins lýsir fundurinn
„vonbrigðum með þá viðleitni til brota á sam-
komulagi félagsins við stjórn Landsvirkjunar og
ríkisvaldið sem undirritað var 19. maí 1973, sem
í því felst“.
Miklar umræður voru um hið umdeilda
bráðabirgðaákvæði sem sett var inn í frumvarp-
ið, en í því segir að Umhverfisstofnun geti heim-
ilað hækkun stíflu við inntak Laxárstöðva eftir
að gert hefur verið mat á umhverfisáhrifum og
að fengnu samþykki Landeigendafélagsins. Í
áðurnefndri sáttargjörð er skýrt kveðið á um að
hækkun á vatnsborði Laxár til raforkufram-
leiðslu sé ekki heimil. Atli Vigfússon á Laxa-
mýri, formaður Landeigendafélagsins, las á
fundinum bréf frá Landsvirkjun þar sem óskað
er eftir að félagið tilnefndi tvo menn í viðræðu-
nefnd til að fara yfir þann vanda sem við rekstri
Laxárvirkjunar blasir. Kári Þorgrímsson í
Garði og stjórnarmaður í Landeigendafélaginu
flutti tillögu um að félagið yrði við þessu erindi
að því tilskildu að bráðabirgðaákvæðið yrði fellt
úr lögunum. Hann sagði Landsvirkjun verða að
koma með nýja nálgun á málið, „hún verður að
lækka seglin, sætta sig við eitthvað minna,“
sagði Kári, en í meir en áratug hefði einungis
verið horft til þess að hækka stífluna í Laxá um
12 metra. Tillaga Kára var samþykkt með 97 at-
kvæðum gegn 8. Þrír sátu hjá.
Í ályktun Landeigendafélagsins kemur fram
að fráleitt sé að halda því fram að bann í lögum
við vatnsborðsbreytingum gangi lengra en sam-
ið var um ’73, „þótt í samningnum sé áskilnaður
um samþykki Landeigendafélagsins hafður í
þeim augljósa tilgangi að gera því kleift að
stöðva hugsanleg brot á samningnum, til dæmis
með breytingu á lögunum af því tagi sem nú hef-
ur verið lagt til af umhverfisráðherra.“
Mikill meirihluti fundarmanna samþykkti til-
lögu Kára Þorgrímssonar þess efnis að áform
Landsvirkjunar um allt að 12 metra hækkun
stíflunnar í Laxá væru „algjörlega ósamþýðan-
leg samningi félagsins við stjórn Laxárvirkjun-
ar og ríkisstjórn Íslands sem gerður var 19. maí
1973 og lýsir sig andvígt þeim.“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fjölmennt var á félagsfundi í Landeigenda-
félagi Laxár og Mývatns í gærkvöld.
Hafna viðræðum nema
bráðabirgðaákvæðið falli út
Narfastöðum. Morgunblaðið.