Morgunblaðið - 05.03.2004, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
RÉTTI HNÍFURINN
Rannsókn á hnífnum, sem fannst í
sjónum við netabryggjuna í Nes-
kaupstað fyrr í vikunni, hefur leitt í
ljós að öruggt þykir að hann hafi
verið notaður til að veita stungu-
áverkana sem fundust á líki Vaidas
Jucivicius.
Stjórnarskrá undirrituð
Íraska framkvæmdaráðið hyggst í
dag undirrita bráðabirgðastjórn-
arskrá sem á að gilda a.m.k. út
næsta ár og er sögð marka tímamót í
sögu Íraks. Öryggisviðbúnaðurinn
var aukinn í landinu vegna hættu á
að hryðjuverk yrðu framin í dag til
að mótmæla stjórnarskránni.
Hönnun að mestu lokið
Hönnun rafskautaverksmiðju í
landi Kataness í Hvalfirði er nánast
lokið og vinna við gerð umhverf-
ismats og tilboða í vélbúnað langt
komin. Skipulagsstofnun hefur sam-
þykkt matsáætlun á umhverfisáhrif-
um og búist er við að matsskýrsla
verði tilbúin í vor.
Auglýsingum Bush mótmælt
Ættingjar fórnarlamba hryðju-
verkanna í Bandaríkjunum 11. sept-
ember 2001 mótmæltu í gær sjón-
varpsauglýsingum Bush Banda-
ríkjaforseta vegna þess að notaðar
voru myndir af rústum World Trade
Center og af slökkviliðsmönnum að
bera þaðan líkkistu. Ættingjarnir
sökuðu Bush um að notfæra sér
hryðjuverkin í pólitískum tilgangi en
ráðgjafi hans neitaði því.
Fundur um Laxárvirkjun
Skiptar skoðanir voru á fundi
Landeigendafélags Laxár og Mý-
vatns um ágæti frumvarps umhverf-
isráðherra sem kveður á um heimild
til að hækka stíflu í Laxá. Andstaða
var við að Alþingi veitti heimild til
framkvæmda sem gildir til tíu ára.
Markmiðið með framkvæmdunum
er að leysa vandamál sem tengjast
rekstri Laxárvirkjunar.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 38/41
Viðskipti 12/14 Minningar 42/47
Erlent 16/18 Dans 48
Höfuðborgin 22/23 Kirkjustarf 49
Akureyri 24 Bréf 52
Suðurnes 25 Dagbók 54/55
Austurland 26 Íþróttir 56/59
Landið 27 Leikhús 60
Listir 29/31 Fólk 61/65
Daglegt líf 32/33 Bíó 62/65
Forystugrein 34 Ljósvakamiðlar 66
Viðhorf 38 Veður 67
* * *
Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir
Dagskrá vikunnar. Blaðinu er dreift á
landsbyggðinni.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is
Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport-
@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Litli svarti kjóllinn
Níutíu og þrjár hugdettur
Útrás tveggja systra
Heimili við hafið
Lúxusjeppar
Fígaró bak við tjöldin
Á rauða dreglinum
Harvey Pekar í American
Splendor
Á SUNNUDAGiNN
Sunnudagur 07.03.04
SYSTURNAR SIGYN OG SIGNÝ HÖFÐU ALDREI KOMIÐ NÁLÆGT LEIKHÚSREKSTRI ÞEGAR ÞÆR TÓKU ÞÁTT Í AÐ STOFNA LEIKHÚSMÓGÚLINN
litli
SVARTI
KJÓLLINN
Kraftmiklir lúxusjeppar: Draumur með leðri í hólf og gólf og stútfullur af alls konar tæknibúnaði og brellum
SAMTÖK atvinnulífsins telja
brýnt að ráðist verði í að endur-
skoða lög um Félagsdóm eftir að
Hæstiréttur sneri við dómi Hér-
aðsdóms í máli með vísan til þess
að dómar Félagsdóms séu lögum
samkvæmt endanlegir og verði
ekki áfrýjað og dómurinn því ekki
bær til þess að fjalla efnislega um
málið.
Þetta kemur fram í grein eftir
Hrafnhildi Stefánsdóttir, yfirlög-
fræðing Samtaka atvinnulífsins, í
fréttabréfi Samtakanna. Segir hún
að Félagsdómur hafi þannig end-
anlegt úrskurðarvald um túlkun á
félagafrelsisákvæðum stjórnar-
skrár þegar meta þurfi áhrif
þeirra á efni kjarasamninga. Nið-
urstaða í slíkum málum verði ekki
endurskoðuð á æðra stjórnstigi.
„Draga verður í efa að slík skip-
an sé réttlætanleg þegar um er að
ræða mál sem ekki krefjast skjótr-
ar úrlausnar og varða mikilsverða
hagsmuni, eða í þeim tilvikum að
önnur löggjöf en lög um stéttar-
félög og vinnudeilur kann að hafa
afgerandi áhrif á niðurstöðu máls.
Í þeim tilvikum verður heldur ekki
séð að röksemdir um sérþekkingu
Félagsdóms eigi við. Styrkur Fé-
lagsdóms er á hinn bóginn að þar
má fá skjóta úrlausn þegar nið-
urstaða þolir ekki bið og mikil
verðmæti eru í húfi, svo sem í deil-
um um lögmæti verkfalla,“ segir
ennfremur.
Fram kemur að Félagsdómur
hafi starfað með svipuðum hætti
frá stofnun dómsins árið 1938 og
skilað góðu starfi.
„Þjóðfélagshættir hafa gjör-
breyst á þessum tíma, aðstæður á
vinnumarkaði orðið margbreyti-
legri og meðferð mála fyrir dóm-
stólum breyst, t.d. með mögu-
leikanum á flýtimeðferð. Það er
jafnframt viðurkennd meginregla
að menn skuli eiga kost á að fá
dóma endurskoðaða á æðra dóm-
stigi, a.m.k. þegar um mikilsverða
hagsmuni er að ræða. Það er óvið-
unandi að niðurstöður dómsins í
mikilvægum málum sem hafa al-
mennt gildi, eins og á við í því máli
sem hér er til umfjöllunar, fáist
ekki endurskoðaðar,“ segir einnig í
grein Hrafnhildar Stefánsdóttur
lögfræðings.
SA vilja endurskoða
lög um Félagsdóm
ÞAÐ var glatt á hjalla og dragspils-
tónar fylltu gangana á fjórðu hæð-
inni á Hrafnistu í Hafnarfirði í gær,
þegar Yngvi Kristjánsson frá
Stykkishólmi fagnaði 100 ára af-
mæli sínu í hópi góðra vina og ætt-
ingja. Yngvi er fæddur og uppalinn
á Snæfellsnesinu. Fyrstu árin
dvaldi hann í Pétursbúð á Arn-
arstapa en síðan flutti hann á Kald-
árlæk í Staðarsveit þar sem hann
bjó lengi vel.
Helsta dægradvöl Yngva þessa
dagana er neftóbakið og lumar hann
alltaf á tóbakspontu í hendinni.
„Það var sérstök sort af neftóbaki
sem ég var spenntur fyrir hér áður
fyrr en nú tek ég bara íslenskt nef-
tóbak,“ segir Yngvi með votti af
söknuði í röddinni, en skopskynið er
aldrei langt undan, því hann þakkar
langlífi sitt því að hafa verið illa upp
alinn. Hann drekkur kaffi og kók,
borðar sykurmola, brjóstsykur og
kandís og tæpti á brjóstbirtunni þar
til fyrir nokkrum árum.
Yngvi segist enginn gikkur vera á
mat, enda sé allt í uppáhaldi hjá sér
sem hann fær að borða. Hann var
líka í eina tíð hinn öflugasti glímu-
kappi og trónaði yfir Snæfellsnesinu
á þeim vígvelli og var um hann
kveðin þessi vísa:
Glímur skvaldur hríðarhöld
hjá hlynum skjaldafræknum,
en alla taldi ofan af jörð
hann Yngvi af Kaldárlæknum.
Morgunblaðið/Eggert
Yngvi Kristjánsson ásamt barnabarni sínu, Sigríði Haraldsdóttur.
Hundrað ára glímu-
kappi af Snæfellsnesi
LÆKKUN Bandaríkjadals síðustu
mánuðina hefur ekki skilað sér til
neytenda í formi lækkaðs vöruverðs
á morgunkorni að því er fram kemur
á heimasíðu Neytendasamtakanna,
en samtökin könnuðu verð í versl-
unum 23. febrúar síðastliðinn og
báru saman við aðra slíka könnun
sem gerð var í júlí á síðasta ári.
Fram kemur að samtökin hafi haft
samband við Nathan og Olsen, sem
er innflytjandi morgunkorns frá
General Mills sem framleiðir til
dæmis Cheerios og Cocoa Puffs, í
framhaldi af því að ábending hafi
borist um að lækkunar á dal gætti
ekki í verði á morgunkorni. Í svari
heildsalans hefði komið fram að verð
til smásala hefði lækkað um 5,5% síð-
an í júní í fyrra og í framhaldi af því
var verðkönnunin gerð. Hún leiddi í
ljós að sú verðlækkun hefði ekki skil-
að sér til neytenda nema að litlu
leyti. Flestar verslanir hefðu þvert á
móti hækkað verð á þessum vörum á
tímabilinu, en einungis fjórar versl-
anir hefðu lækkað verðið.
Fram kemur á heimasíðunni að
mesta lækkunin sé að meðaltali 4% í
10–11, 3% í 11–11, 2% í Spar og 1% í
Fjarðarkaupum. Mesta hækkunin
var hins vegar 6% í Nettó, 4% í Nóa-
túni og 3% í Strax og Samkaupum.
Lækkunar dals gætir ekki
í verði á morgunkorni
HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær
rúmlega tvítugan karlmann af
ákæru ríkissaksóknara sem gaf
ákærða að sök kynferðisbrot gegn 14
ára gamalli frænku ákærða í desem-
ber 2001.
Ákærði var m.a. sakaður um að
hafa sumpart notfært sér það að
stúlkan gat ekki spornað við kyn-
mökunum sökum ölvunar. Með
framburði þriggja vitna þótti sannað
að kynferðismökin hefðu átt sér stað
og að ákærði hefði greint rangt frá
athöfnum á milli hans og stúlkunnar.
Í forsendum héraðsdóms, sem
Hæstiréttur staðfesti, segir að dóm-
urinn hafi staðið frammi fyrir þeim
vanda að meta hvort ákærði hefði
beitt frænku sína þvingun. Ljóst
væri að hann hefði beitt yfirburðum
sínum í krafti aldurs og stöðu sem
eldri frændi og trúnaðarvinur og
einnig vegna ölvunar stúlkunnar.
Segir dómurinn að þótt ekki sé ve-
fengd sú frásögn hennar að hún hafi
streist á móti, þá yrði ekki framhjá
því litið að þrjú vitni að atvikinu
treystu sér ekki til þess að staðfesta
að þvingun hefði átt sér stað.
Var það því niðurstaða dómsins að
ákærði yrði að njóta vafa um það
hvort þvingun hefði átt sér stað.
Dómur Hæstaréttar var kveðinn
upp af hæstaréttardómurunum
Markúsi Sigurbjörnssyni, Garðari
Gíslasyni, Guðrúnu Erlendsdóttur,
Hrafni Bragasyni og Pétri Kr. Haf-
stein.
Verjandi ákærða var Sveinn Andri
Sveinsson hrl. og sækjandi Sigríður
J. Friðjónsdóttir, saksóknari hjá rík-
issaksóknara.
Sýknaður
af ákæru
fyrir kyn-
ferðisbrot