Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Kaldbaks hf. verður haldinn mánudaginn 15. mars nk. í Alþýðuhúsinu á Akureyri, Skipagötu 14, 4. hæð, og hefst hann kl. 16.00 Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um liðið starfsár. 2. Skýrsla framkvæmdastjóra. 3. Staðfesting ársreiknings og ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar. 4. Þóknun til stjórnarmanna. 5. Kosning stjórnar. 6. Kosning endurskoðunarfyrirtækis. 7. Heimild til handa stjórnar félagsins um kaup á eigin bréfum skv. 55 gr. laga nr. 2/1995. 8. Heimild til handa stjórnar félagsins um hækkun hlutafjár félagsins um allt að kr. 300.000.000 sem gildir í 18 mánuði. Hluthafar falli frá forkaupsrétti að aukningunni 9. Önnur mál, löglega borin fram. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnar eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins fyrir 2003 munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, sjö dögum fyrir aðalfund. NÝ sýning um Jón Sigurðsson og þátt hans í sjálfstæðisbaráttu Ís- lendinga var opnuð í Jónshúsi við Øster Voldgade í Kaupmannahöfn í gær. Við opnun sýningarinnar greindi Halldór Blöndal, forseti Alþingis, frá því að þingið, sem er eigandi hússins, hefði ákveðið að endurbæta þá sýningu, sem fyrir var, í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnar á Íslandi. Aukið hefur verið við sýninguna umfjöllun um sjálfstæðisbaráttuna að Jóni Sigurðssyni gengnum og stærstu áfangana sem síðar unn- ust; heimastjórn 1904, fullveldi 1918 og lýðveldisstofnun 1944. Ennfremur var sett upp lítil sýn- ing um Ingibjörgu Einarsdóttur, eiginkonu Jóns, í eldhúsi íbúðar þeirra hjóna, en þar hefur verið vinnuherbergi fræðimanns und- anfarin ár, sem flyzt nú á milli hæða í húsinu. Nokkrir munir úr safni Jóns Sigurðssonar, sem Þjóðminjasafn- ið varðveitir, verða framvegis hafðir til sýnis í Jónshúsi. „Það mun tengja þá, sem skoða sýn- inguna, við Jón og konu hans með sérstökum hætti,“ sagði Halldór. Talsverðar endurbætur hafa verið gerðar á Jónshúsi samhliða stækkun sýningarinnar. Bókasafn og önnur starfsemi hafa verið flutt til og húsnæðið málað og lagfært á ýmsa vegu. Meðal gesta við opnun sýning- arinnar voru Davíð Oddsson for- sætisráðherra og Ástríður Thor- arensen kona hans, en þau eru nú í opinberri heimsókn í Danmörku. Þau snæða í dag hádegisverð í Amalienborgarhöll í boði Friðriks krónprins. Þá mun Davíð eiga við- ræður við starfsbróður sinn, And- ers Fogh Rasmussen. Þeir ávarpa báðir ráðstefnu um samskipti Ís- lands og Danmerkur, sem efnt er til í tilefni af 100 ára heimastjórn- arafmælinu. Ný sýning um Jón Sigurðsson opnuð í Jónshúsi Morgunblaðið/Ólafur Stephensen Halldór Blöndal, forseti Alþingis, opnaði sýninguna í Jónshúsi. Davíð Oddsson og Halldór Blöndal virða fyrir sér sýningarskáp með mun- um úr eigu Jóns Sigurðssonar. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „MÉR sýnist það ætla að verða strembið að koma þessu saman en það er allt of snemmt að segja til um hvernig þetta muni ganga,“ segir Gunnar Páll Pálsson, for- maður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, um viðræðurnar sem frumundan eru um gerð kjara- samninga. Samninganefndir VR og Landssabands íslenskra verslunar- manna áttu í gær samningafund með Samtökum atvinnulífsins en kjaraviðræður milli þessara aðila hafa ekki farið fram frá því versl- unarmenn lögðu kjarakröfur sínar fram í lok janúar. Að sögn Gunnars Páls var farið almennt yfir málin á fundinum í gær og ákveðið að hefja viðræður um einstök mál, sem talið er að verði einfaldara að ná samkomu- lagi um, í vinnuhópum næstkom- andi mánudag. Launakröfur verslunarmanna miða við að samið verði til fjögurra ára, og gera ráð fyrir 130 þúsund króna lágmarkslaunum að loknum samningstíma, 5% árlegri launa- hækkun á þessu og næsta ári og 4% á ári næstu tvö árin á eftir. Þá er gert ráð fyrir að launatöxtum verði fækkað. Landssamböndin innan Alþýðu- sambands Íslands hafa staðið sam- an með forystu ASÍ um þau atriði sem snúa að stjórnvöldum við gerð næstu kjarasamninga, og ber þar hæst lífeyrismál og atvinnuleysis- bætur. Að sögn Gunnars Páls hafa engin svör enn borist frá ríkinu. Iðnaðarmenn óþolinmóðir Samninganefnd Samiðnar hefur lýst yfir miklum vonbrigðum með starfshætti Samtaka atvinnulífsins þar sem viðræðuáætlanir séu að engu hafðar. Engar formlegar við- ræður hafi átt sér stað á milli Samiðnar og SA frá 20 janúar. Fundur samninganefndar Sam- iðnar sl. mánudag samþykkti að gefa viðræðunefnd sambandsins fullt umboð til að vísa kjaradeilu við ríkið, Reykjavíkurborg og SA til sáttasemjara. Samningar iðnaðarmannasam- bandanna runnu út um nýliðin mánaðarmót. Guðmundur Gunn- arsson, formaður RSÍ, segir í pistli á vefsíðu samtakanna að fram séu komnar mjög háværar kröfur með- al iðnaðarmanna um að teknar verði nú þegar upp viðræður af fullum krafti. Morgunblaðið/Sverrir Forystumenn VR og Landssambands íslenskra verslunarmanna koma til fundar með atvinnurekendum hjá Ásmundi Stefánssyni ríkissáttasemjara. Viðræðufundur í kjaradeilu VR, LÍV og SA haldinn hjá sáttasemjara í gær Verður strembið að koma þessu saman HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær 18 mánaða fangelsisrefsingu yfir bandarískum varnarliðsmanni fyr- ir að stinga mann með hnífi í Hafnarstræti í fyrravor. Hæsti- réttur féllst ekki á að um neyð- arrétt hefði verið að ræða en hins vegar felldi hann niður miskabæt- ur sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði ákvarðað og fann að meðferð héraðsdóms á málinu. Í átökum í Hafnarstræti varð brotaþoli fyrir fimm hnífstungum og voru þrjár þeirra taldar lífs- hættulegar. Varnarliðsmaðurinn gaf sig fram við lögreglu nokkru síðar og viðurkenndi að hann hefði beitt hnífi gegn viðkomandi og vís- aði á hnífinn. Blóð á hnífnum reyndist vera úr brotaþola. Í nið- urstöðu réttarmeinafræðings um áverka hans kom fram að einn hinna lífshættulegu áverka gæti ekki verið eftir umræddan hníf. Varnarliðsmaðurinn kvaðst hafa verið sleginn með flösku í höfuðið aftan frá og hefði hann gripið til hnífsins og otað honum blindandi í þá átt sem hann taldi árásina koma úr. Taldi hann sig hafa fund- ið fyrir því einu sinni að hnífurinn kæmist í snertingu við eitthvað. Var hann ákærður fyrir tilraun til manndráps. Fjölskipaður héraðsdómur taldi sannað að varnarliðsmaðurinn hefði lagt til brotaþola með hnífn- um en ósannað að hann hefði veitt honum fleiri en einn áverka. Þá væri ósannað að maðurinn hefði veitt einn hinna lífshættulegu áverka. Einnig var talið ósannað að árásin á brotaþola hefði verið í samverknaði við annan mann. Fundið að rannsókn málsins Hæstiréttur féllst ekki á að verknaður varnarliðsmannsins gæti talist refsilaus vegna neyð- arvarnar. Fann rétturinn að rann- sókn málsins þar sem ekki hafði verið rannsakað hverjir aðrir kynnu að hafa veitt manninum áverka í átökunum, eins og fullt tilefni hefði verið til í ljósi nið- urstöðu réttarmeinafræðingsins. Einnig að ekki hefði verið kannað sannleiksgildi framburðar varnar- liðsmannsins um áverka sem hann hefði hlotið við að vera sleginn með flösku í höfuðið. Segir Hæstiréttur að þar sem varnarliðsmaðurinn hafi ekki gefið skýrslu fyrir réttinum hafi ekki verið unnt að endurmeta niður- stöðu héraðsdóms um sönnunar- gildi munnlegs framburðar fyrir dómi og ekki var talið sýnt að ný meðferð fyrir héraðsdómi myndi varpa skýrara ljósi á málið. Var því niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur um sekt og refsingu staðfest. Miskakröfunni var vísað frá dómi Þar sem miskabótakrafa brota- þola var miðuð við það að ákærði hefði valdið öllu tjóni hans og í málinu taldist ósannað að svo hefði verið var ekki talið unnt að leggja dóm á kröfuna og henni því vísað frá dómi. Héraðsdómur hafði dæmt varnarliðsmanninn til að greiða fórnarlambi sínu 800 þús- und krónur í miskabætur. Hæstiréttur tók þá undir at- hugasemd ríkissaksókna við þá ákvörðun Héraðsdómur Reykja- víkur að ákveða verjanda varn- arliðsmannsins degi fyrir uppsögu héraðsdóms sérstaklega þóknun fyrir störf hans. Hefði hann fengið þá þóknun greidda auk þóknunar samkvæmt niðurstöðu héraðs- dóms. Féllst Hæstiréttur á að þessi háttur á ákvörðun þóknunar verjanda væri í andstöðu við ákvæði laga. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Hrafn Bragason, Árni Kol- beinsson, Garðar Gíslason, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Pétur Kr. Hafstein. Verjandi ákærða var Sveinn Andri Sveinsson hrl. og sækjandi Bogi Nilsson ríkissak- sóknari. Varnarliðsmaður dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Hæstarétti Mátti ekki beita hnífnum í nauðvörn MIKIL óánægja kom fram á fundi samninganefndar og trúnaðarmanna í Verkalýðsfélagi Húsavíkur í fyrra- kvöld, þar sem farið var yfir stöðuna í viðræðum við Samtök atvinnulífs- ins. „Menn eru bæði hneykslaðir og undrandi á þessu útspili atvinnurek- enda, sem er um 2% á ári næstu fjög- ur árin. Menn eru líka undrandi og reiðir yfir því að stjórnvöld virðast ekki hafa neinar áhyggjur af málum og spila engu út,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður félagsins. Hann á sæti í aðalsamninganend Starfsgreinasambandsins, sem mun eiga fund með atvinnurekendum í dag eftir hlé á viðræðunum frá því sl. mánudag. Að sögn Aðalsteins kom skýrt fram á fundinum í félaginu sl. mið- vikudagskvöld að félagsmenn ætl- uðu ekki að láta troða á sér og væru tilbúnir í átök. „Það eru skilaboðin sem ég fékk. Í fyrramálið verður fundur í stóru samninganefnd Starfsgreinasambandsins og þetta voru skilaboðin sem ég átti að færa inn á þann fund,“ segir Aðalsteinn. Óánægja með tilboð SA á fundi í Verkalýðs- félagi Húsavíkur Félagsmenn eru til- búnir í átök
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.