Morgunblaðið - 05.03.2004, Síða 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þrír þingmenn
Sjálfstæðisflokks
Stofnað
skuli hluta-
félag um
rekstur RÚV
PÉTUR H. Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir
frumvarpi um breytingu á útvarps-
lögum á Alþingi í gær en í því er m.a.
lagt til að stofnað skuli hlutafélag um
rekstur Ríkisútvarpsins hinn 1. júlí
nk. Meðflutningsmenn frumvarpsins
eru Birgir Ármannsson og Sigurður
Kári Kristjánsson, þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins.
„Megininntak þessa frumvarps er
að útvarpsgjald verði aflagt,“ sagði
Pétur er hann mælti fyrir frumvarp-
inu, „þar er gert ráð fyrir því að lög
um Ríkisútvarpið falli úr gildi 1. jan-
úar 2005. Þar með fellur skyldu-
áskrift landsmanna að Ríkisútvarp-
inu úr gildi.“
Hann sagði að til þess að afla
tekna á móti væri lagt til að persónu-
afsláttur yrði lækkaður um eitt þús-
und krónur á mánuði eða tólf þúsund
krónur á ári. „Það á að gefa sömu
tekjur samkvæmt útreikningum og
útvarpsgjaldið gefur í dag eftir
kostnað.“ Þær tekjur eiga síðan, skv.
frumvarpinu, að renna til útvarps-
ráðs, en í frumvarpinu er gert ráð
fyrir því að það starfi áfram og verði
áfram skipað af Alþingi. „Útvarps-
ráð fær þannig sömu peninga til ráð-
stöfunar en dreifir þeim út með út-
boðum. Það geti allir boðið í þau verk
[sem Ríkisútvarpið hefur sinnt hing-
að til] þar á meðal Ríkisútvarpið hf.“
Í frumvarpinu er, eins og áður
sagði, lagt til að Ríkisútvarpinu verði
breytt í hlutafélag og selt. Pétur
sagði að í því ferli ætti að gæta hags-
muna starfsmanna RÚV að fullu.
Þeir ættu að njóta forgangs við kaup
á hlutabréfum í Ríkisútvarpinu hf. á
lækkuðu verði.
Fáir þingmenn tóku til máls í um-
ræðunni, fyrir utan flutningsmenn.
Nokkrir þingmenn Samfylkingar-
innar spurðu flutningsmenn út í ein-
stök atriði en tóku fram að þeir væru
ekki hlynntir því að hlutafélagavæða
Ríkisútvarpið.
BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð-
herra ítrekaði á Alþingi í gær að með
eflingu sérdeildar lögreglunnar á
næstu árum væri verið að gera ráð-
stafanir til að treysta öryggi hins al-
menna lögreglumanns og þar með al-
mennt öryggi í landinu. „Ég vona að
háttvirtir alþingismenn séu mér sam-
mála um nauðsyn þess að gera skipu-
legar ráðstafanir til að sporna við of-
beldi sem ógnar öryggi hins almenna
borgara.“
Björn sagði að þessi ráðstöfun,
sem hann hefði beitt sér fyrir með
samþykki ríkisstjórnarinnar, lyti
ekki að því að stofna íslenskan her.
Með henni væri heldur ekki verið að
stofna leyniþjónustu.
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður
Samfylkingarinnar, hélt því hins veg-
ar fram í umræðunni að ráðherra
væri með umræddri ráðstöfun að
stofna íslenskan her. Ögmundur Jón-
asson, þingmaður Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs og málshefj-
andi umræðunnar, ýjaði að því sama.
„Ekki verður fram hjá því litið að
Björn Bjarnason hefur lengi verið
mikill áhugamaður um að koma á fót
íslenskum her,“ sagði Ögmundur.
Ráðherra vísaði fullyrðingum í
þessa átt hins vegar á bug. „Ég virði
það að menn hafi önnur sjónarmið
varðandi þetta,“ sagði hann, „en bið
þá um að ræða það á hlutlægum, mál-
efnalegum forsendum en ekki láta
mína persónu villa sér sýn og eitt-
hvert ruglutal um það hvaða hug-
myndir þeir hafa um viðhorf mitt til
einstakra mála. Þetta eru viðfangs-
efnin sem við stöndum frammi fyrir,
háttvirtir þingmenn, að gera þjóðfé-
lagið betra og öruggara. Því miður
eru aðstæður þannig að það er nauð-
synlegt að grípa til þessara ráðstaf-
ana.“
Á síðu dómsmálaráðuneytisins
kemur fram að efling sérsveitar lög-
reglunnar á þessu ári felist í því að 16
sérsveitarmanna hjá lögreglunni í
Reykjavík muni heyra undir embætti
ríkislögreglustjóra. Kom sú breyting
til framkvæmda um mánaðamótin.
Til að mæta því verður lögreglu-
mönnum í Reykjavík fjölgað um tíu
hinn 1. júní nk. Fjölga á sérsveitar-
mönnum enn frekar á næsta ári, að
því er fram kemur á síðunni, og er
stefnt að því að þeir verði rúmlega
fimmtíu innan fárra ára.
Ögmundur sagði í framsöguræðu
sinni í gær mikilvægt að ræða eflingu
sérdeildarinnar. Hann spurði síðar
hvernig efla ætti og auka öryggi
borgaranna og lögreglunnar. „Ég tel
að það eigi að gera með því að efla
forvarnir og almenna löggæslu úti á
meðal almennings í hverfum borgar-
innar, ef við lítum á höfuðborgar-
svæðið,“ sagði þingmaðurinn og
bætti því við að staðan þar væri ekki
nógu góð.
Aðrir þingmenn Vinstri grænna,
sem þátt tóku í umræðunni, tóku í
sama streng. Atli Gíslason, varaþing-
maður VG, sagði m.a. að forvarnir og
barátta gegn fíkniefnabölinu væru
brýnustu verkefni lögreglunnar um
þessar mundir. „Af hverju eru sér-
sveitarpeningarnir ekki lagðir í þá
málaflokka og vegið að rótum vand-
ans í staðinn fyrir að hanga í afleið-
ingunum?,“ spurði hann. Þá sagði
Jón Bjarnason, þingmaður VG, að
umræddar áherslur dómsmálaráð-
herra væru rangar. „Grenndarlög-
gæslan, sem við í orði kveðnu leggj-
um áherslu á, hefur verið að skreppa
saman og ég óttast að hún muni
halda áfram að skreppa saman ef
stefna dómsmálaráðherra nær fram
að ganga.“
Fagnar áherslum ráðherra
Dagný Jónsdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, fagnaði á hinn
bóginn þeim áherslum og þeim
breytingum sem dómsmálaráðherra
hefði boðað í löggæslumálum. „Ég tel
engan vafa leika á því að í ljósi vax-
andi hörku í afbrotum er brýnt að
efla sérsveitarlöggæslu á landinu
öllu,“ sagði hún. „Við þurfum ekki
annað en að horfa á fréttatíma í sjón-
varpinu og það fer kannski hálfur
þáttur í að fjalla um glæpi, afleiðing-
ar þeirra og dómana. Þetta er því
miður hluti af því þjóðfélagi sem við
búum í, hluti sem við kærum okkur
ekki um. Við viljum ekki búa við það
að bankarán séu daglegt brauð, að
fólk treysti sér ekki orðið út eitt á
kvöldin af ótta við að verða fyrir árás
eða að menn keyri um landið þvert og
endilangt til þess eins að fela lík. Við
þessu öllu og fleira til eru stjórnvöld
að bregðast.“
Sigurjón Þórðarson, þingmaður
Frjálslynda flokksins, var ekki á
sama máli og sagði að ákvörðun ráð-
herra um eflingu sérsveitarinnar
væri illa rökstudd skyndiákvörðun.
Þá væri forgangsröðun ráðherrans
vægast sagt sérkennileg. „Hæstvirt-
ur ráðherra skuldar þjóðinni útskýr-
ingar á þessari forgangsröðun. Var
efling sérsveitarinnar brýnna verk-
efni en t.d. að tryggja skilvirkni dóm-
stóla, en dómarar landsins hafa séð
sig knúna til að benda á fjárskort
dómstóla?“ spurði hann.
Í máli Einars Odds Kristjánsson-
ar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins
og varaformanns fjárlaganefndar
þingsins, kom fram að hann drægi
ekki í efa rök dómsmálaráðherra um
að mikilvægi þess að efla sérsveit
lögreglunnar. Einar taldi hins vegar
rétt að minna á að það mikla verk biði
ríkisstjórnarinnar að stemma stigu
við samneyslunni í þjóðfélaginu.
„Þess vegna segi ég hér og nú að ég
ætla að vona að svo gott mál sem hér
er borið upp af dómsmálaráðherra
verði ekki til þess að menn slaki á að-
alverkefninu, að standa vörð um rík-
isfjármálin.“
Þingmaður Samfylkingarinnar,
Helgi Hjörvar, túlkaði þessi orð Ein-
ars Odds á þann hátt að dómsmála-
ráðherra fengi ekki peninga til efl-
ingar sérsveit lögreglunnar. „Það er
fagnaðarefni að varaformaður fjár-
veitinganefndar skuli hafa lýst því yf-
ir að dómsmálaráðherra fái ekki pen-
inga almennings í þennan leiðangur
sinn,“ sagði hann. Í máli Helga kom
aukinheldur fram að önnur verkefni
væru meira knýjandi en þau sem ráð-
herra hefði lagt áherslu á. „Verkefn-
in í íslensku samfélagi eru knýjandi í
almennri löggæslu, í eflingu fíkni-
efnalögreglunnar, í því að koma
sýslumannsembættinu í Keflavík út
úr gámunum, í því að tryggja dóm-
stólunum starfsskilyrði. En í stað
þess að fara í skýluna og sinna þess-
um aðkallandi verkefnum stekkur
dómsmálaráðhera fram með stórefl-
ingu sérsveitanna, Víkingasveitar-
innar.“
Vaxandi ofbeldishneigð
Kristinn H. Gunnarsson, þingmað-
ur Framsóknarflokksins, sagði að
erfitt væri að mæla á móti því, sem
fram kæmi hjá dómsmálaráðherra,
að tilefni væri til að taka þessi mál til
endurskoðunar. „Það er vaxandi of-
beldishneigð í þjóðfélaginu og glæpir
verða alvarlegri með hverju árinu
sem líður. Það er hlutverk dóms-
málaráðherra sem yfirmanns lög-
reglumála í landinu að skoða þessi
mál og gera tillögur um breytingar
eftir því sem hann telur þörf á.“ Þing-
maðurinn lagði hins vegar áherslu á
að heimilda fyrir útgjöldum til um-
rædds verkefnis yrði leitað á Alþingi.
„Fjárveitingavaldið er hér á Alþingi
en ekki hjá ríkisstjórninni.“
Undir lok umræðunnar sagði
Bjarni Benediktsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, að ákvörðun
ríkisstjórnarinnar um að efla sérsveit
lögreglunnar væri skynsamleg og
nauðsynleg. „Við landsmenn þurfum
að takast á við ný verkefni á sviði lög-
reglumála af ábyrgð og festu. Þróun í
tegundum afbrota innan lands og
auknar kröfur til okkar í alþjóðasam-
félaginu gera kröfu til þess að við
högum skipulagi lögreglumála þann-
ig að við stöndum undir þeim vænt-
ingum sem þessir aðilar gera til okk-
ar. Þær ákvarðanir sem núna hafa
verið teknar tryggja það að við get-
um staðið undir þessum væntingum.“
Þingmenn ræða ákvörðun dómsmálaráðherra um eflingu sérsveitarinnar
Miðar að því að treysta
öryggi almennra borgara
Morgunblaðið/Sverrir
Björn Bjarnason varði ákvörðun sína um að efla sérsveit lögreglunnar.
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, al-
þingismaður Sjálfstæðisflokksins,
gerir athugasemdir við fjölmörg efn-
isatriði í raforkufrumvörpum iðnað-
arráðherra, sem nú eru til umfjöllun-
ar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.
Beinist gagnrýni Guðlaugs Þórs og
fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokksins
m.a. að því að breytingin gæti leitt til
hækkunar á orkuverði.
Ekki hluti af innri
markaði Evrópu
Hann kveðst einnig vera ósáttur
við að tekin skuli upp tilskipun Evr-
ópusambandsins um innri markað
raforku í Evrópu eins og gert er í
frumvörpunum. „Það segir sig sjálft
að við erum ekki hluti af innri mark-
aði Evrópu með sama hætti og löndin
á meginlandinu og aðstæður hér á
landi eru þess eðlis að ég er því miður
svartsýnn á að við sjáum alvöru sam-
keppni á þessu sviði, þrátt fyrir þess-
ar breytingar,“ segir Guðlaugur Þór.
„Nú er til staðar ákveðin samkeppni
um orku til stóriðju og
vonandi munu þessar
breytingar leiða til
samkeppni um stærri
notenda en um aðra
samkeppni verður vart
að ræða.“
Hann segist m.a.
vilja að tryggt yrði að
tekið verði tillit til
raunkostnaðar í flutn-
ingskerfinu. „Það er
dýrara að flytja orku
um langan veg, sem
hefur m.a. í för með sér
orkutöp. Ég tel að við
verðum að byggja upp
kerfi sem tekur tillit til
þessa. Það eru heimild-
arákvæði um það í þessum frum-
varpsdrögum en ég hefði viljað að það
lægi alveg ljóst fyrir að það væri ekki
aðeins heimilt, heldur skylt að taka
tillit til raunkostnaðarins,“ segir
hann.
„Mikilvægt er að átta sig á að mið-
að við þær forsendur
sem liggja fyrir munu
breytingar á lögunum
hækka verð til viðskipta-
vina OR um 1%. Það
þýðir ekki að forstjóri
Orkuveitunnar hafi farið
með rangt mál. Ef breyt-
ingarnar ná fram að
ganga þarf OR að gera
arðsemiskröfur til dreifi-
kerfisins sem fram til
þessa hefur ekki skilað
arði og hefur í raun verið
greitt niður af fram-
leiðsluþætti fyrirtæks-
ins. Það er hins vegar
ekkert sem bannar
Orkuveitunni að halda
áfram að greiða þann þátt niður þrátt
fyrir að slíkt verði að vera sýnilegt. Ef
arðsemi á nýja flutningsfyrirtækið
eða flutningskerfið verður hækkað
getur það valdið hækkun ef að engin
hagræðing næst en ákvörðun um
hækkun arðseminnar er í höndum
eigendanna, orkufyrirtækjanna,“
segir hann.
Allt að 30 milljarða styrkir
Guðlaugur Þór segir einnig mikil-
vægt að ekki verði tekinn inn hinn
svokallaði sokkni eða félagslegi
kostnaður, þ.e. vegna hinna ýmsu
styrkja ríkisins til orkukerfisins á um-
liðnum árum, þegar meta á eignir sem
lagðar verða skv. frumvörpum um inn
í fyrirtækið, sem mun annast flutning
raforkunnar til dreifiveitna.
„Það liggur fyrir að ef litið er langt
aftur er hægt að framreikna að rík-
isvaldið hafi með yfirtöku skulda og
framlögum styrkt framleiðslu- og
dreifikerfið upp á allt að 30 milljarða
króna. Þá er ekki tekið tillit til nið-
urgreiðslna sem eru nú um 870 millj-
ónir kr. á ári,“ segir hann. „Ef allur sá
kostnaður verður reiknaður inn hefði
það þær afleiðingar að verðið hækk-
aði á flutningnum hjá þessu flutnings-
fyrirtæki og það myndi koma niður á
öllum landsmönnum og þá sérstak-
lega íbúum höfuðborgarsvæðisins,“
segir hann.
Mikilvægt að skilgreina betur
hlutverk orkufyrirtækja
Guðlaugur Þór telur einnig að þeg-
ar ráðist er í breytingar af þessu tagi
þurfi að skilgreina betur hlutverk
orkufyrirtækja. „Við erum að horfa
upp á að teknar hafa verið hátt í 20
þúsund milljónir á núvirði út úr okkar
öfluga fyrirtæki Orkuveitu Reykja-
víkur á síðustu tíu árum, sem hafa far-
ið í að reyna að rétta við stöðu borg-
arsjóðs, Línu-Net og Tetra ævintýrið,
byggingu orkuhúss o.fl. Það er auðvit-
að ekki hægt að láta stjórnmálamenn
nota orkufyrirtækin með þessum
hætti í gæluverkefni, á borð við risa-
rækjueldi og ævintýri á fjarskipta-
markaði, og senda svo reikninginn til
Orkuveitunnar,“ segir hann.
„Ég vil ekki að hagsmunir Reyk-
víkinga og íbúa suðvesturhornsins
verði fyrir borð bornir,“ segir Guð-
laugur Þór að lokum.
Guðlaugur Þ. Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, um raforkufrumvörpin
Guðlaugur
Þór Þórðarson
Gerir allmargar athugasemdir