Morgunblaðið - 05.03.2004, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 05.03.2004, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 11 TVÖ ALÞJÓÐLEG skákmót, Reykjavík- urskámótið og í framhaldi af því Reykjavík Rapid 2004, verða haldin í Reykjavík í mars. Mikil og spennandi skákveisla er því fram- undan frá og með sunnudeginum, en þá hefst Reykjavíkurskákmótið, og allt fram til 21. mars þegar teflt verður til úrslita á Reykjavik Rapid 2004, en þar verða bæði Garrí Kasp- arov, sterkasti skákmaður heims og Anatolí Karpov, fyrrum heimsmeistari, meðal þátttak- enda. Reykjavíkurskákmótið verður haldið í Ráð- húsi Reykjavíkur dagana 7.–16. mars en nú eru 40 ár liðin frá því fyrsta Reykjavík- urskámótið var haldið og verður mótshaldið nú sérstaklega veglegt af því tilefni. Nú þegar hafa um 30 erlendir skákmenn tilkynnt þátt- töku sína en keppendur verða að öllum lík- indum á bilinu 70 til 80. Tefldar verða níu um- ferðir og hefst fyrsta umferðin kl. 17 á sunnudaginn en síðasta umferðin fer fram þriðjudaginn 16. mars. Stærsta mótið á vegum Skáksambandsins frá 1972 Helgi Ólafsson, stjórnarmaður í Skák- sambandi Íslands, sem hefur unnið að und- irbúningi Reykjavik Rapid 2004, sem Atlantsál styrkir, segir undirbúning hafa gengið vel. Þetta sé þó mikið verkefni og fyrirtæki og sambandið hafi ekki haldið „stórt mót“ frá því heimsmeistaraeinvígið fór hér fram árið 1972. „Þetta er eitt af stærstu verkefnum sem Skák- sambandið hefur verið með. Það er engin spurning og þetta er viðburður sem við erum mjög stoltir af. Ég hef líka verið að benda sér- staklega á 40 ára afmæli Reykjavíkurskák- mótsins; eftir því sem ég veit best er það fyrsti reglulegi alþjóðlegi íþrótta- eða menningar- viðburðurinn sem tengist nafni Reykjavíkur. Skáksambandið er stolt af þessari hefð og sögu og mótið verður geysilega sterkt og vel til þess vandað,“ segir Helgi. Hermann Gunnarsson kynningarstjóri mótsins Erlendu skákmennirnir sem tefla á Reykja- vík Rapid 2004 eru, auk Kasparovs og Karp- ovs, Nigel Short frá Englandi, Alexei Drejev frá Rússlandi, Peter Heine Nielsen, Dan- mörku, og Emil Sutovsky frá Ísrael. Íslend- ingarnir, sem boðið hefur verið á mótið, eru Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stef- ánsson, Margeir Pétursson og Helgi Ólafsson. Þá gefa þrjú efstu sætin á Reykjavík- urskámótinu rétt og sá Íslendingur sem stend- ur sig best á Reykjavíkurskákmótinu ávinnur sér einnig þátttökurétt. Teflt verður á veit- ingastaðnum NASA við Austurvöll og verður bein útsending á RÚV síðustu tvo dagana auk þess sem sjónvarpið verður með sérþætti alla dagana en kynningarstjóri verkefnisins er Hermann Gunnarsson, sem þekktur er fyrir áhuga sinn á skák. „Við erum komnir með keppendalistann að öllu öðru leyti en því,“ segir Helgi, „að það eru tvö sæti laus, og það eru ýmsir möguleikar í stöðunni. Menn hafa jafnvel verið að velta því fyrir sér hvort það gæti komið til greina að bjóða norska undrabarninu Magnúsi Karls- syni. En við höfum verið að stíla inn á að þetta verði menn með kringum 2.700 stig og erum að skoða þetta,“ segir Helgi, en það mun skýrast fljótlega hverjir fylli þessi tvö sæti. Mótið hefst 17. mars en Helgi segir að Kasp- arov og Karpov verði komnir deginum áður. „Árangur Kasparovs er alveg ótrúlegur. Það má eiginlega segja að þau skipti sem hann er ekki í efsta sæti á móti séu bara teljandi á fingrum annarrar handar. Það er ekkert flókn- ara en það, alveg frá árinu 1981. Hann er alveg ótrúlegur með þetta,“ segir Helgi. Veglegt Reykjavíkurskákmót verður haldið í þessum mánuði á 40 ára afmæli mótsins Mikil og spennandi skákveisla framundan Kasparov og Karpov koma til landsins 16. mars Morgunblaðið/Ómar Helgi Ólafsson: „Þetta er eitt af stærstu verkefnum sem Skáksambandið hefur verið með. Það er engin spurning og þetta er viðburður sem við erum mjög stoltir af.“ VEXTIR byrja að safnast á við- bótarlán hjá Íbúðalánasjóði strax eftir að fasteignaveðbréf hafa ver- ið gefin út, en lánin eru ekki greidd út fyrr en búið er að þing- lýsa fasteignaveðbréfið og koma því til sjóðsins. Íbúðarkaupandi hefur gert athugasemd við þetta fyrirkomulag, en vegna þess að þinglýsing bréfsins tafðist voru um 12.000 króna vextir komnir á lánið þegar það var greitt út. Lögfræði- álit er nú í vinnslu fyrir Íbúðalána- sjóð um þetta atriði, en niðurstaða þess er einkum mikilvæg að því er varðar hvernig staðið verður að málum eftir að sjóðurinn byrjar að afgreiða peningalán frá og með 1. júlí. Hallur Magnússon, sérfræðing- ur stefnumótunar og markaðsmála Íbúðalánasjóðs, segir að yfirleitt séu áfallnir vextir á viðbótarlán áður en þau eru greidd út ekki miklir. Þeir geti verið um 500– 1.000 krónur á 1,5 milljóna króna lán, svo dæmi sé tekið. Yfirleitt taki það um tvo sólarhringa að þinglýsa fasteignaveðbréfi og þá sé unnt að afgreiða lánið í sam- ræmi við skilmála bréfsins um leið og búið sé að koma því aftur til Íbúðalánasjóðs. „Hins vegar gerist það stundum að fasteignaveðbréfi er ekki skilað hingað fyrr en eftir dúk og disk, í þessu tilfelli [kaupanda sem gerði athugasemd] voru það um tveir mánuðir. Þá er greiðandinn að greiða vexti og verðbætur fyrir tímabilið frá því fasteignaveðbréfið er gefið út og þar til við greiðum út peningafjárhæðina,“ segir Hall- ur og leggur áherslu á að þetta vandamál komi ekki upp í hús- bréfakerfinu sjálfu, heldur ein- göngu þegar um viðbótarlán er að ræða. „Þetta er eðlilegasta leiðin, en þegar við greiðum peningana, kann að vera að við ættum að greiða lánið að viðbættum þeim vöxtum sem hafa lagst á lánið á því tímabili sem fasteignaveðbréfið hefur verið úti,“ segir Hallur. Einnig verði skoðað í hvaða til- fellum vextirnir ættu að bætast við lánið, verði það niðurstaðan, og loks hvort sjóðurinn eigi að inn- heimta lántökugjald af þeirri upp- hæð sem bætist við. Mikilvægt vegna fyrirhugaðra breytinga Lögfræðiálitið verður tilbúið eft- ir helgina og lagt fyrir stjórn Íbúðalánasjóðs á fimmtudag. Hall- ur segir að þetta sé í fyrsta skipti sem sjóðnum berist athugasemd um þetta fyrirkomulag, frá því við- bótarlán voru tekin upp árið 1999. Það sé mikil tilviljun að einmitt þá sé sjóðurinn að athuga þetta atriði. Í raun hafi sjóðurinn ákveðið að skoða þetta ofan í kjölinn vegna þeirra breytinga á skuldabréfaút- gáfu sem sjóðurinn stendur frammi fyrir. Þann 1. júlí næst- komandi verður afgreiðslu hús- bréfa hætt og verða lán sjóðsins þess í stað almenn peningalán. Hallur segir að spurningin hvenær fyrsti vaxtadagur ætti að vera hafi komið upp við undirbúning þess- arar breytingar og ákveðið hafi verið að hafa fyrirkomulagið það sama og verið hefur fyrir viðbótar- lánin. „Þá sáum við það að ef við erum að tala um fjárhæð sem er kannski 10 milljónir og ef það líður tími [frá því fasteignaveðbréf er gefið út og þar til búið er að þing- lýsa því] hættir upphæðin að vera örfá hundruð króna og gæti farið að hlaupa á þúsundum,“ segir Hallur. Vinna lögfræðilegt álit Á grundvelli lögfræðiúttektar- innar verður ákveðið hvernig að málum verður staðið hér eftir. Hallur segir að oft geti verið margar ástæður fyrir því að þetta ferli tefst. Töfin eigi sér ekki stað innan Íbúðalánasjóðs. Stundum þurfi seljandi að létta af lánum áð- ur en hægt sé að þinglýsa skulda- bréfinu og einnig komi það fyrir að fólk dragi það að koma bréfinu til sjóðsins. Þannig sé sök tafarinnar oft seljandans, en kaupandi beri kostnaðinn sem af töfinni hljótist samkvæmt núverandi fyrirkomu- lagi. Vextir byrja að safnast upp áð- ur en viðbótarlán eru greidd út Fyrirkomulagið í skoðun vegna breytinga hjá Íbúðalánasjóði í sumar ÍSLAND tekur sæti í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna (The Commiss- ion on the Status of Women – CSW) til næstu fjögurra ára að loknum fundi í nefndinni sem lýkur í næstu viku. Hjálmar W. Hannesson sendi- herra, fastafulltrúi Íslands hjá SÞ, flutti ræðu 3. mars sl. við almenna umræðu í nefndinni. Fjallaði hann annars vegar um hlutverk karla og drengja í jafnréttismálum og þátt- töku kvenna í friðarviðræðum, frið- argæslu og friðaruppbyggingu. Þessi tvö þemu voru valin sem aðal- umræðuefni yfirstandandi fundar en auk þess er ráðgert að ákveða með hvaða hætti haldið verður upp á 10 ára afmæli kvennaráðstefnunnar í Beijing á næsta ári. Fyrir hönd íslenskra stjórnvalda taka fulltrúar félagsmálaráðuneytis, utanríkisráðuneytis og fastanefndar Íslands hjá SÞ í New York þátt í fundinum sem áheyrnarfulltrúar. Ísland tekur sæti í kvenna- nefnd SÞ AÐ ÖLLUM líkindum verða ekki eftirmál vegna miðlunar mynda af kynlífsathöfnum þriggja ungmenna í sundlaug Bolungarvíkur síðastliðið haust. Málið hefur ekki komið til kasta lögregluyfirvalda samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsemb- ættinu í Bolungarvík en Persónu- vernd úrskurðaði á dögunum að miðlun myndanna hefði verið ólögleg og krafðist þess að myndbandinu yrði eytt og að starfsfólk sundlaug- arinnar yrði látið sæta ábyrgð fyrir brot á trúnaðar- og þagnarskyldum sínum. Hjá bæjaryfirvöldum í Bolungar- vík fengust þær upplýsingar að mál- inu væri í reynd lokið, ekki kæmi til uppsagna þar sem sá sem í hlut átti hefði verið afleysingamaður og væri nú ekki lengur í starfi. Miðlun mynda af kyn- lífsathöfnum í sundlaug Ekki kært til lögreglu JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra heimsótti Heilbrigðisskólann, sem er sérstök deild innan Fjölbrautaskólans við Ármúla í vikunni en í skól- anum hafa staðið yfir Árdagar þar sem hefð- bundið skólastarf er lagt niður en bryddað er upp á ýmsum fræðandi og skemmtilegum viðfangs- efnum. Heilbrigðisráðherra ræddi við nemendur skól- ans á fundi sem var mjög vel sóttur. Um 300 manns stunda nám í Heilbrigðisskólanum, þar sem áhersla er lögð á nám í heilbrigðisgreinum. Að sögn Sölva Sveinssonar skólameistara er þetta í fyrsta skipti sem Jón Kristjánsson heim- sækir skólann. Á fundinum svaraði ráðherrann spurningum nemenda og að sögn Sölva voru brýn mál á borð við mikla notkun þunglyndislyfja hér á landi og málefni heimahjúkrunar efst á baugi. Morgunblaðið/Jim Smart Heimsótti Heilbrigðisskólann ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.