Morgunblaðið - 05.03.2004, Síða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
14 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
TAP varð af rekstri Medcare
Flögu hf. árið 2003 sem nam 1.285
þúsund dollurum, eða jafnvirði 91
milljónar íslenskra króna. Vænt-
ingar höfðu staðið til þess, að því
er segir í tilkynningu, að félagið
skilaði hagnaði á árinu, sem var
fyrsta heila reikningsár félagsins
frá yfirtöku Flögu á Medcare
Diagnostics.
Frávik frá áætlunum félagsins
eru sögð skýrast af 700 þúsund
dollara leiðréttingu á mati birgða
og 800 þúsund dollara lægri fram-
legð á fjórða ársfjórðungi vegna
ofmats birgða.
Tekjur Medcare Flögu á árinu
2003 námu rúmlega 19 milljónum
dollara samanborið við rúmar 10
milljónir árið áður, og nemur
tekjuaukningin 88%. Innri vöxtur
félagsins er 23%, sé tillit tekið
tekna Medcare fram að yfirtöku
2002. Mestur hluti sölutekna
Medcare Flögu, eða 57%, var
vegna sölu í Bandaríkjunum. Innri
vöxtur á Bandaríkjamarkaði nam
12%, segir í tilkynningu.
Eignir Medcare Flögu námu
29,6 milljónum dollara í árslok, þar
af voru veltufjármunir 13,3 millj-
ónir. Skuldir námu 9,9 milljónum
dollara, þar af voru skammtíma-
skuldir 4,8 milljónir. Í nóvember-
mánuði sl. var hlutafé félagsins
aukið með breytingu víkjandi lána
í hlutafé og hlutafjárútboði. Skuld-
ir félagsins lækkuðu því um 12,9
milljónir dollara á milli ára. Eigið
fé hækkaði um 17,9 milljónir doll-
ara á árinu og nam 19,7 milljónum
í lok árs. Eiginfjárhlutfall í árslok
var 66% en var í byrjun árs 7%.
Veltufjárhlutfall félagsins batnaði
einnig mikið og var 2,75 um ára-
mót.
Veltufé var neikvætt um 579
þúsund dollara og handbært fé frá
rekstri var neikvætt um tæplega
4,5 milljónir dollara.
Frávik frá væntingum
Sem fyrr segir hafði félagið gert
ráð fyrir að skila hagnaði á árinu
2003. Frávik sem námu 1,5 millj-
ónum dollara höfðu hins vegar
áhrif á afkomu ársins.
„Ein af lokafærslum samstæðu-
uppgjörs er að færa til baka álagn-
ingu á vörum sem seldar hafa ver-
ið frá móðurfélaginu og liggja í
birgðum dótturfélaga. Við frágang
ársuppgjörs fyrir árið 2003 kom í
ljós að það mat sem lagt hafði ver-
ið á þessa álagningu í birgðum
dótturfélags í Bandaríkjunum var
rangt og lækka þurfti birgðirnar
um 700 þúsund dollara í sam-
stæðuuppgjörinu,“ segir í tilkynn-
ingu.
Ennfremur segir að framan-
greint ofmat á verðmæti birgða
hafi leitt til þess að fyrri uppgjör
sýndu hærri framlegð af vörusölu
en raunin var. Þannig hafi verið
reiknað með hærra framlegðar-
hlutfalli í Bandaríkjunum á fjórða
ársfjórðungi. Þær áætlanir hafi
ekki gengið eftir og dótturfélagið í
Bandaríkjunum skilað 800 þúsund
dollara lakari afkomu á ársfjórð-
ungnum en gert hafði verið ráð
fyrir.
Leiðréttingar komnar
fram að fullu
Svanbjörn Thoroddsen, forstjóri
Medcare Flögu, segir leiðréttingar
vegna þessara mála að fullu fram
komnar og komist hafi verið fyrir
að slíkt geti endurtekið sig. Félag-
ið hafi tekið í notkun nýtt upplýs-
ingakerfi bæði á Íslandi og í dótt-
urfélögum í Bandaríkjunum og
Þýskalandi en innleiðingu þess
hafi lokið um síðustu áramót.
Jafnframt segir hann að gripið
hafi verið til ýmissa aðgerða sem
eigi að tryggja að rekstrarafkomu
félagsins verði snúið til betri vegar
og hagnaður verði af rekstri ársins
2004.
Í tilkynningu segir að aðgerðir
félagsins sem miði að því að bæta
afkomu með aukinni framlegð og
lækkun kostnaðar eigi að getað
skilað árangri á næstu mánuðum.
Reiknað er með tapi á fyrsta árs-
fjórðungi ársins 2004, sem geti
numið allt að 1 milljón dollara, en
að hagnaður verði frá og með
þriðja ársfjórðungi.
Horfur varðandi sölu árið 2004
eru sagðar góðar og gerir félagið
ráð fyrir að innri vöxtur tekna
verði áfram yfir 20% þegar litið er
á árið í heild.
Tap Medcare Flögu 90
milljónir króna 2003
Væntingar um hagnað brugðust vegna frávika sem námu yfir 100 milljónum króna
!
"# !
$!%
$!%
& '
% $!
" ! %'$ % $!
(&)*+,%
-
--
/
-
-
.-
0 $
1 ' '
0 $2
!
3$!4$2
+ '
'
5
"
#$
%
&' ()
! "
&' ()
#$%&'&
&' *
HAGNAÐUR SÍF minnkaði um
86% milli ára og var 639 þúsund evr-
ur í fyrra, jafnvirði um 55 milljóna
króna. Hagnaður árið áður var 4,6
milljónir evra, en fyrirtækið gerir
upp í evrum.
Örn Viðar Skúlason, forstjóri SÍF,
segir að skýringarnar á minni hagn-
aði í fyrra en árið 2002 séu marg-
þættar. Að hluta til sé skýringanna
að leita í verri afkomu í Frakklandi,
Kanada og á Íslandi. Þó að sölu-
markmið hafi náðst í Frakklandi hafi
framlegðarmarkmið ekki gert það
vegna mikillar samkeppni. Í Kanada
hafi markmið um sölu og framlegð
ekki gengið eftir, meðal annars
vegna óhagstæðs skiptigengis
bandarísks og kanadísks dollara. Þá
hafi afurðir frá Íslandi lækkað um-
talsvert í verði og minna umfang hafi
verið í saltfisksölu.
Í Japan og Brasilíu segir Örn að
fallið hafi til kostnaður vegna lokun-
ar söluskrifstofa SÍF, en ákveðið
hafi verið að sinna þeim viðskiptum
frá Íslandi.
Hagnaður af sölu eigna hafi einnig
minnkað mikið milli ára, en árið 2002
hafi félagið selt og endurleigt tækja-
búnað sem skýri óvenjulega mikinn
söluhagnað það ár.
Loks sé inni í reikningnum upp-
gjör við fyrrum forstjóra félagsins.
Samkvæmt skýringu í ársreikningi
hafa 936 þúsund evrur verið færðar
til gjalda vegna þessa uppgjörs.
Bjart útlit
Örn segist nokkuð bjartsýnn á út-
litið. Markaðsaðstæður hafi verið
fremur erfiðar í fyrra, en nú virðist
markaðir, sérstaklega í Evrópu, vera
að taka heldur við sér og eftirspurn
muni því líklega aukast. Hann segir
einnig að þær breytingar sem unnið
hafi verið að eigi að draga úr kostn-
aði og efla sölu félagsins. Að sögn
Arnar fela breytingarnar meðal ann-
ars í sér aukna áherslu á framlegð af
sölu.
Sölutekjur SÍF drógust saman um
4% milli ára og námu 671 milljón
evra, eða um 58 milljörðum króna.
Framlegð af vörusölu jókst hins veg-
ar um 13% og nam jafnvirði 5,7 millj-
arða króna. Framlegðarhlutfall af
vörusölu hækkaði úr 9,9% í 8,4%
milli ára.
Eignir SÍF um áramót námu 295
milljónum evra og jukust um 4%.
Eigið fé dróst saman um 11% og eig-
infjárhlutfall lækkaði milli ára og
nam 13,7% í árslok 2003.
Stjórn SÍF mun leggja til við aðal-
fund, sem haldinn verður 19. þessa
mánaðar, að hluthöfum verði ekki
greiddur arður vegna ársins 2003.
Hagnaður SÍF
minnkar um 86%
(
2 $
1 ' '
+,
#
64 $
" 2
+
"
#$
%
#
%#%
+
"
#$
%
#-.
% %
3$!4
"
#$
%
"
4
%
+ 2 4
-
--
/
-
-
!
$!%
$!%
+ 4
$!
4 $2
- ./
/
- -
--
. &' 0
! "
&' 0
#$%&'&
FJÓRIR af fimm stjórnarmönnum
Medcare Flögu, allir þeir stjórnar-
menn sem ekki koma að daglegum
rekstri félagsins, hafa sent frá sér yf-
irlýsingu samhliða ársuppgjöri þess.
Þar segir að afkoma ársins 2003 sé
óviðunandi en um leið er lögð áhersla
á traust stjórnarinnar á fram-
kvæmdastjórn félagsins.
Medcare Flaga birti afkomuvið-
vörun 19. febrúar síðastliðinn, þar
sem sagði að gert væri ráð fyrir allt
að 1,5 milljóna dala tapi af rekstri síð-
asta árs, í stað hagnaðar eins og áætl-
að hafi verið í útboðslýsingu, en út-
boðið fór fram í nóvember í fyrra.
Yfirlýsing stjórnarmannanna er
svohljóðandi:
„Rekstrarniðurstaða Medcare
Flögu hf. fyrir árið 2003 veldur mikl-
um vonbrigðum. Félagið náði mark-
miðum sínum um vöxt tekna, en
væntingar markaðarins og stjórn-
enda um að félagið skilaði hagnaði
brugðust. Sameiginlega eigum við og
félög í okkar eigu um 20% eignarhlut
í félaginu og tveir okkar tóku þátt í
nýlegu hlutafjárútboði félagsins. Við
erum eins og aðrir hluthafar óánægð-
ir með afkomu félagsins og teljum
hana óviðunandi. Við vitum jafnframt
að stjórnendur og starfsmenn félags-
ins eru afar ósáttir við þessa afkomu.
Hins vegar viljum við leggja
áherslu á traust okkar á fram-
kvæmdastjórn félagsins. Við álítum
að Medcare Flaga hf. hafi á að skipa
sterkum hópi stjórnenda og fyrir-
tækjabrag sem byggist á frumkvæði,
drifkrafti og sterkri siðferðiskennd.
Gripið hefur verið til aðgerða til þess
að takast á við þann vanda sem upp
kom og höfum við falið framkvæmda-
stjórn að taka þau skref sem þeir
telja nauðsynleg til þess að tryggja
að rekstrinum verði snúið í hagnað á
þessu ári.
Medcare Flaga hf. er leiðandi félag
á hratt vaxandi markaði og við höfum
staðfasta trú á að félagið muni hafa
burði til að vaxa ört og skila góðri af-
komu í framtíðinni.
Peter Farrell, Eggert Dagbjarts-
son, Rögnvaldur J. Sæmundsson,
Pétur Guðjónsson.“
Vildu sýna stuðning
Rögnvaldur J. Sæmundsson sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
með þessu hafi stjórnin viljað sýna að
hún standi á bakvið framkvæmda-
stjórnina og hafi trú á að hún geti tek-
ist á við þann vanda sem er við að
etja.
Yfirlýsing
frá stjórn-
armönnum
í Medcare
Flögu
NÆRRI helmingur hluthafa í banda-
ríska afþreyingarfyrirtækinu Walt
Disney studdi ekki við bakið á Mich-
ael Eisner, forstjóra félagsins, þegar
kosið var í nýja stjórn félagsins á aðal-
fundi á miðvikudag.
Stjórn Disney hittist eftir aðalfund-
inn og ákvað að skilið yrði á milli for-
stjórastarfsins og stjórnarfor-
mennsku í fyrirtækinu. Eisner mun
því áfram starfa sem forstjóri Disney
en hefur látið af stjórnarformennsku.
George Mitchell hefur verið kjörinn
formaður stjórnarinnar.
Nokkrir stórir hluthafar í Disney
hafa gagnrýnt einræðistilburði Eisn-
ers við stjórnun félagsins. Þeir aðilar
sem harðast hafa gengið fram í að
koma Eisner frá, fyrrum stjórnar-
mennirnir Stanley Gold og Roy E.
Disney, segjast áfram munu berjast
fyrir því að bola honum í burtu.
Eisner víkur
sem stjórnar-
formaður
Disney
♦♦♦