Morgunblaðið - 05.03.2004, Side 22

Morgunblaðið - 05.03.2004, Side 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Breiðholt | Krakkarnir í Hólabrekkuskóla iðkuðu lýðræði á þemadögum í skólanum í gær. Öllum krökkunum í skólanum var skipt í hópa og fékk hver hópur það verkefni að búa til sína eigin lýðræðislegu þjóð og land. Þegar blaðamaður og ljósmyndari litu í heimsókn í gærmorgun var nóg um að vera, og krakkar á öllum aldri unnu saman í hóp- um. Hver hópur bjó til sitt eigið land, fána, mynd af landinu, þjóðbúning, þjóðlag, þjóð- dans og fleira. Samtals voru þjóðirnar 18, og mikið lagt upp úr lýðræði. Hvert land kaus sér m.a. umhverfisráðherra, sem sat ráð- stefnu á sal skólans þar sem rætt var um hvað hægt væri að gera fyrir umhverfið við Hóla- brekkuskóla. Meðal þess sem fram kom á ráð- stefnu ráðherranna voru hugmyndir um að fjölga ruslatunnum og ruslabílum, hætta að henda rusli á götuna og flokka sorp meira en gert er. Stofnuðu 18 ný lýðræðisríki á þemadögum Morgunblaðið/Ásdís Æfðu þjóðdansinn: Þessar hressu stelpur voru í óða önn að æfa þjóðdans ríkisins Mokosova. Þjóðbúningagerð: Hvert ríki verður að sjálfsögðu að eiga sinn eigin þjóðfána og þjóðbúning. Í landinu Sólmarínó er trúlega alltaf sól og þjóðbúningurinn því eðlilega sundföt og hálsmen. Reykjavík | Breiðholtsskóli bar sig- ur úr bítum í úrslitaviðureign spurn- ingakeppninnar Nema hvað? 2004, sem haldin var á miðvikudagskvöld í Útvarpshúsinu við Efstaleiti. Lið Breiðholtsskóla atti kappi við lið Laugalækjarskóla, og sigraði með 22 stigum gegn 16 og hlaut að launum farandgripinn Mímisbrunn. Viðureignin var hörð og voru lið beggja skóla gríðarlega sterk, en hvorugt liðið hefur áður keppt í úr- slitum „Nema hvað?“. Alls voru 26 grunnskólar voru skráðir til leiks í „Nema hvað?“ í ár og hafa því um níutíu unglingar á aldrinum 13–16 ára lagt á sig ómælda vinnu við undirbúning keppninnar og keppt fyrir hönd sinna skóla. Þetta er í þriðja skiptið sem spurningakeppnin Nema hvað? er haldin og hefur mikil ánægja verið með þessa skemmtilegu nýbreytni jafnt meðal nemenda, foreldra og skóla. Segja aðstandendur hennar að þrátt fyrir að keppnin hafi ekki feng- ið jafnmikla umfjöllun og Gettu bet- ur, sé þarna um að ræða frábært fé- lagsstarf fyrir skólana sem þrýstir saman fólki og bætir liðsandann. Óttarr Hrafnkelsson, verkefna- stjóri hjá ÍTR, segir keppnina höfða til mjög breiðs hóps. „Það er ljóst að spurningakeppnir eiga almennt miklu fylgi að fagna á Íslandi,“ segir Óttarr og bætir við að það sé kannski til marks um aukinn hróður keppn- innar að Ríkisútvarpið útvarpaði nú í fyrsta sinn einnig undanúrslita- kvöldum hennar. Sigurliði Breiðholtsskóla, þeim Vigni Má Lýðssyni, Ara Gunnari Þorsteinssyni og Hafsteini Birgi Einarssyni var vel fagnað að lokinni keppni, en einnig keppti fyrir hönd skólans Árný Rut Jónsdóttir, sem flutti ræðu og henni til aðstoðar var Vilmar Þór Bjarnason. Hörkuspennandi úrslitaviðureign í spurningakeppni grunnskólanna Nema hvað? árið 2004 Sannfærandi sigur Breiðholtsskóla Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurinn í höfn: Liðsmenn sigurliðs Breiðholtsskóla, Vignir Már Lýðsson, Ari Gunnar Þorsteinsson og Hafsteinn Birgir Einarsson, fögnuðu vel. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 21 02 1 0 5/ 20 03 Þú segir takk fyrir! Auglýstu í Fermingablaði Morgunblaðsins Fermingablað fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 13. mars. Meðal efnisþátta eru: Fatnaður, hárgreiðsla, matur, blóm og skreytingar. Auglýsendur, pantið fyrir kl. 16:00 mánudaginn 8. mars! Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.