Morgunblaðið - 05.03.2004, Síða 24
AKUREYRI
24 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
GREIFAMÓT KA í knattspyrnu fyr-
ir fjórða flokk drengja verður haldið
í fyrsta skipti í Boganum á Akureyri
nú um komandi helgi, dagana 6. og
7. mars. Mótið er haldið að frum-
kvæði foreldra drengja í fjórða
flokki KA í samvinnu við ungling-
aráð KA í knattspyrnu.
Um er að ræða tólf liða hraðmót,
liðunum er skipt í fjóra þriggja liða
riðla, hver leikur verður 2x15 mín-
útur og verða ellefu leikmenn í liði
og því spilað á öllum vellinum í Bog-
anum. Mótið hefst kl. 9 að morgni
laugardags og því lýkur um kl. 16 á
sunnudag með verðlaunaafhend-
ingu. Auk liða frá KA og Þór á Ak-
ureyri taka þátt í mótinu lið af Norð-
urlandi, Austurlandi og
höfuðborgarsvæðinu. Með þjálf-
urum og fararstjórum verða þátt-
takendur í þessu fyrsta Greifamóti
KA á þriðja hundrað manns.
Ef vel tekst til er það von aðstand-
enda Greifamótsins að það verði ár-
viss viðburður í framtíðinni.
Greifamót
í Boganum
Opið hús í VMA | Í tilefni af 20 ára
starfsafmæli Verkmenntaskólans á
Akureyri er almenningi boðið í
heimsókn í skólann á laugardag, 6.
mars, kl. 13–16.
Dagana á undan, 4. og 5. mars,
verður tekið á móti nemendum 9.
og 10. bekkjar grunnskólanna á Ak-
ureyri og í nágrenni og þeim kynnt
sú fjölbreytta starfsemi sem fram
fer í skólanum. Starfsemi hinna
ýmsu starfs- og verknámsbrauta
verður kynnt og nemendur og
kennarar verða að störfum á verk-
stæðum og í öðrum kennslurýmum
skólans. Verk nemenda bæði í bók-
og verknámi verða til sýnis. Gestum
verður boðið upp á veitingar í Þrúð-
vangi, hinu nýja og glæsilega hús-
næði matvæladeildar.Skemmti-
dagskrá verður í Gryfjunni og hefst
kl. 13.30, 14.30 og 15.30
SAMKVÆMT tillögu að bættri gönguleið á milli miðbæjarins og
Glerártrogs, þarf að færa Akureyrarvöll um 6,5 metra til suðurs,
þannig að hægt verði að gera boðlega gönguleið austan við völlinn.
Kostnaður við færslu vallarins er áætlaður tæpar 6 milljónir króna.
Þetta er ein þriggja tillagna sem Verkfræðistofa Norðurlands og
Landplan ehf. leggja til en fyrirtækin fengu það verkefni að skil-
greina bestu gönguleiðirnar milli áðurnefndra staða. Hinar tillög-
urnar eru annars vegar um gönguleið meðfram Brekkugötu og
Klapparstíg og hins vegar upp Brekkugötu, niður stíg framhjá
Baldurshaga og í undirgöngum undir Þórunnarstræti.
Helst er horft til tillögu númer 1, þ.e. gönguleiðar meðfram Gler-
árgötu, austan Akureyrarvallar, að sögn Bjarna Reykjalíns deild-
arstjóra umhverfisdeildar. Málið hefur þó aðeins verið kynnt innan
bæjarkerfisins en engin ákvörðun verið tekin um framhaldið.
Bjarni sagði það tilltölulega lítið mál að færa Akureyrarvöll til suð-
urs en hins vegar hefðu menn ekki tekið afstöðu til þess hvort
byggja ætti þar upp völl í framtíðinni. Landsmót UMFÍ verður hald-
ið á Akureyri 2009 og vel fyrir þann tíma þurfi menn að ákveða
hvar eigi að byggja upp framtíðaríþróttaaðstöðu.
Samkvæmt leið 1 er í skýrslu VN og Landplan gert ráð fyrir að
Akureyrarvelli sé rennt eftir hlaupabrautinni en með því móti þarf
aðeins að þökuleggja 6,5 metra ræmu sunnan við völlinn, færa bog-
ana í hlaupabrautinni og kast-/stökkaðstöðu aftan við völlinn
beggja vegna.
Leið 2, meðfram Brekkugötu og Klapparstíg, er mikið gengin og
sennilega þægilegasta gönguleiðin en gera þarf smávægilegar end-
urbætur á örfáum stöðum á leiðinni. Leið 3, gönguleið í und-
irgöngum undir Þórunnarstræti, hefur það fram yfir hinar að mati
skýrsluhöfunda, að hún tengir Glerártorg fyrir gangandi og hjól-
andi umferð úr öllu íbúðahverfinu á neðri Brekkunni og tengist
jafnframt stoð-/aðalstíg sem á að liggja umhverfis Akureyri, svo-
kölluð Hringleið út í útivistarsvæðin sunnan og norðan við bæinn.
Líklegasta tillagan að bættri gönguleið milli miðbæjar og Glerártorgs er meðfram Glerárgötu
Færa þyrfti Akur-
eyrarvöll til suðurs
Bestu gönguleiðirnar: Hugmynd um tengistíga milli miðbæjarins og Glerártorgs en samkvæmt þessum tillögum er m.a.
gert ráð fyrir færslu Akureyrarvallar til suðurs og göngum undir Þórunnarstræti.
MJÖLL hf. hefur selt rekstur á
þvottahúsi sínu og fatahreinsun til
einkahlutafélagsins Slétt og fellt ehf.
Samhliða því hafa Þórunn Sif Harð-
ardóttir, Laufey Árnadóttir, Tómas
Ingi Jónsson og Rúnar Sigurpálsson
keypt Slétt og fellt ehf. af Mjöll hf.
Mjöll hf. hóf rekstur þvottahúss ár-
ið 2002 þegar fyrirtækið tók yfir
rekstur þvottahúss Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri. Í framhaldinu
keypti Mjöll rekstur og tækjabúnað
Fatahreinsunarinnar ehf., Höfða ehf.,
Fatahreinsunina Slétt og fellt og nú
síðast rekstur þvottahúss Heilbrigð-
isstofnunar Þingeyinga á Húsavík.
„Eins og áður mun Slétt og fellt
ehf. reka þvottahús og fatahreinsun í
Sjafnarhúsinu, Austursíðu á Akur-
eyri og þar er jafnframt afgreiðsla
fyrir hvorttveggja. Jafnframt er Slétt
og fellt með afgreiðslu í stórmarkaði
Úrvals við Hrísalund.
Slétt og fellt er eitt stærsta fyrir-
tæki landsins á þessu sviði, með 23
starfsmenn,“ segir í fréttatilkynn-
ingu.
Þórunn Sif Harðardóttir og Laufey
Árnadóttir, sem munu stýra rekstri
Slétts og fellds, hafa verið lykilstarfs-
menn hjá Mjöll undanfarin ár, Þór-
unn Sif sem rekstrarstjóri og Laufey
sem fjármálastjóri.
Þórunn segir að nýir eigendur að
Sléttu og felldu sjái mikil sóknartæki-
færi fyrir félagið, en rekstur þess hef-
ur vaxið verulega á síðustu misserum
með auknum verkefnum fyrir heil-
brigðisstofnanir og matvælafyrir-
tæki, auk þjónustu við einstaklinga.
Þórunn segir nýja eigendur einnig sjá
tækifæri í að auka og efla þjónustu við
viðskiptavini sína með auknu þjón-
ustuframboði á einstaklings- og fyr-
irtækjasviði.
Mjöll selur þvotta-
hús og hreinsun
Menningartorg | Guðmundur
Jónsson, arkitekt í Osló, sem hefur
sérhæft sig í byggingum fyrir
menningartengda ferðaþjónustu,
heldur fyrirlestur á Menning-
artorgi Háskólans á Akureyri í dag,
föstudag, kl. 16.15 í stofu 14 í Þing-
vallastræti 23. Byggingar eftir
teikningum Guðmundar hafa risið
víða í Noregi og aðrar eru í und-
irbúningi. Mun hann kynna helstu
verk sín.
ALLA þessa viku hafa loðnuhrogn
verið fryst í vinnslustöð Útgerðar-
félags Akureyrar á Grenivík. Um er
að ræða samvinnuverkefni með fiski-
mjölsverksmiðjunni í Krossanesi, að
því greint er frá á heimasíðu ÚA.
Loðnan er flokkuð og kreist í
Krossanesi og hrognin síðan flutt í
kerum til Grenivíkur.
Undanfarin ár hafa loðnuhrogn
verið fryst í töluverðum mæli á Greni-
vík. Í fyrra hófst frystingin raunar
ekki fyrr en 9. mars og varð heldur
endaslepp. En nú stefnir í að óvenju-
mikið af hrognum verði fryst í bænum
og er unnið allan sólarhringinn, á
tveimur tólf tíma vöktum. „Við höfum
verið að frysta þessi svokölluðu iðn-
aðarhrogn. Í nótt munum við ljúka við
að frysta þau hrogn sem við erum nú
með og þá verður smáuppihald hjá
okkur. Ég var að fá fréttir af næsta
skipi og því geri ég ráð fyrir að við
byrjum aftur um hádegi á laugardag
og við getum þá hafið frystingu fyrir
Japansmarkað. Við vonumst til þess
að nóg verði að gera í þessu alla
næstu viku,“ er haft eftir Sigrúnu
Valdimarsdóttur verkstjóra á heima-
síðu ÚA í gær. „Þetta er auðvitað heil-
mikil törn, en ágætistilbreyting frá
fiskinum. Við fengum smáliðsstyrk
frá Akureyri og einnig hafa menn hér
á staðnum, sem eru í grásleppu á vor-
in, lagt okkur lið,“ sagði Sigrún.
Frysta allan
sólarhringinn
á Grenivík
♦♦♦
Ein með öllu
Spektro
www.islandia.is/~heilsuhorn
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889,
fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum,
Fjarðarkaupum,
Árnesapóteki Selfossi og
Yggdrasil, Kárastíg 1.
Multivitamín, steinefnablanda
ásamt spirulínu, Lecthini, Aloe
vera o.fl. fæðubótarefnum.
! "# "$
% &
'
(
) "**+
, (
- . / 0( -
( 1 2 3 .
. 4(
( 5 2 (
2 6. -
. 4( / , . /
. 4(
3 ( 7*** "
3 !
. 3
,
3 ( .
2 ! ( 3 ( .
/ ! 3 ( (- - 6
6. ( 0(
5 !
( 2
- 8 2- 9 . - 52-
5 2 ( 32. 2! : ;! ! $ 3
! 3 $ ( "**7! 3 3 . 3 3 5
( 2&
&
< - $** $ ( "**7 ' 2! : ;! + 4
3 3