Morgunblaðið - 05.03.2004, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 05.03.2004, Qupperneq 25
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 25 LIÐ SEM nefnir sig Tjöruhreins- unarkarlana sigraði í Fjörleik Fjör- heima. Þeir fengu yfir tólf þúsund stig í leiknum sem er nýtt met hjá. Liðið skipa þrír nemendur úr 8. og 9. bekk Njarðvíkurskóla, Her- mann Sigurjón Sigurðsson, Jóhann Bragason og Jón Ásgeir Þorvalds- son. Þeir hafa verið vinir frá því í leikskóla og lá því beint við að mynda lið þegar Fjörleikurinn hófst síðastliðið haust. Þeir segjast hafa verið í vandræðum með að finna nafn á liðið en þeir hafi rekið augun í veggspjald um reykingavarnir þar sem orðið tjöruhreinsun hafi komið fyrir og ákveðið að nota það. Strákarnir segjast hafa unnið sér inn stigin með því að mæta sem oft- ast í Fjörheima og bjóðast til að vinna þau verk sem starfsfólkið þyrfti að fá aðstoð við. Þannig hafi þeir oft farið út með ruslið, sópað og pússað spegla og rúður. Síðan fengu þeir mörg stig fyrir að skipuleggja og sjá um eitt kvöld. Byggðist það á borðtennismóti. Áttu þeir að fá 250 stig fyrir að sjá um kvöldið en gátu búist við að dregið yrði frá ef eitt- hvað færi úrskeiðis. Hins vegar hafi starfsfólkið sagt að þeir hafi staðið sig vel að bætt hafi verið við stigin og þeir unnið sér inn 300 stig fyrir kvöldið. Strákarnir eru ánægðir með sig- urinn í Fjörleiknum. Sigurlaunin eru ókeypis þátttaka í Fjörferðinni til Vestmannaeyja um helgina. Þá segjast þeir tvisvar hafa verið út- nefndir lið mánaðarins og unnið pítsuveislu. „Ég held að við séum búnir að græða fimmtán þúsund kall á mann,“ segir Hermann. Tjöruhreinsunarkarlarnir eru all- ir í knattspyrnu og æfa mörgum sinnum í viku. Þeir segjast oftast fara í Fjörheima á daginn, á æfingu síðdegis og svo aftur í Fjörheima á kvöldin þegar eitthvað er um að vera. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Tjöruhreinsunarkarlarnir: Hermann Sigurjón Sigurðsson, Jón Ásgeir Þorvaldsson og Jóhann Bragason sigruðu í Fjörleiknum. Tjöruhreinsunar- karlarnir sigruðu Reykjanesbær | Fjörleikurinn sem Fjörheimar hafa staðið fyrir undan- farin ár gengur eins og rauður þráð- ur í gegnum allt starf félagsmið- stöðvarinnar. Hefur hann fyrir löngu sannað gildi sitt, að sögn Hafþórs Barða Birgissonar forstöðumanns. Markmið Fjörleiksins er að þroska unglinginn til að taka sjálf- stæðar ákvarðanir og skapa ung- lingalýðræði innan veggja fé- lagsmiðstöðvarinnar. Hafþór segir að hann sé byggður á breskri hug- mynd sem félagsmiðstöðin Bústaðir í Reykjavík þýddi og staðfærði. Leikurinn gengur út á það að ung- lingarnir fá stig fyrir að taka þátt í starfi félagsmiðstöðvarinnar. Þau eru verðlaunuð sérstaklega fyrir að koma með hugmyndir að starfi á opnum kvöldum og framkvæma þær í samstarfi við starfsfólk Fjörheima. Nilsína Larsen Einarsdóttir tóm- stundaleiðbeinandi er umsjónarmað- ur Fjörleiksins. Krakkarnir skipta sér í þriggja manna lið og liðið sem fær flest stig yfir veturinn telst sigurvegari. Þannig reynir einnig á samstarfið í hópnum. Hafþór vekur athygli á því að á þessum mótunarárum geti ým- islegt komið upp á í samskiptum unglinganna en leikurinn sé ákorun um að menn vinni vel saman heilan vetur. Þau lið sem ná 2000 stigum eða meira yfir veturinn fá að fara í verð- launaferð að vori. Í ár er farið til Vestmannaeyja og er það einmitt nú um helgina. Um 35 krakkar sigla þangað með Herjólfi í dag og skemmta sér vafalaust konunglega. Skemmtilegt að ferðast Mikill spenningur var fyrir ferð- inni meðal krakkanna sem mætt voru í félagsmiðstöðina, sem er í fé- lagsheimilinu Stapa í Njarðvík, í fyrrakvöld. „Það er svo gaman að ferðast með öðrum krökkum,“ sagði Bettý Díana Combs. Samkeppnin milli liðanna er skemmtileg. Þannig hélt Sigurður Björn Teitsson því fram að hann væri mesta „fjörfríkið“ en varð að viðurkenna að Ævar Már Ágústsson hefði kannski mætt betur í vetur, þegar Ævar benti honum á það. Þeir voru hins vegar svo óheppnir að liðsfélagar þeirra tóku ekki eins virkan þátt í starfinu og lið- in þeirra náðu því ekki að sigra. Krakkarnir úr Njarðvík eru dug- legastir að sækja Fjörheima enda stutt fyrir þau. Fjörheimar verða fluttir í nýtt húsnæði á Hafnargötu 88, miðsvæðis í Reykjanesbæ, og er áformað að gera það í haust. Þau segja að það leiði vonandi til þess að unglingar úr Keflavík verði duglegri að sækja félagsmiðstöðina. Aðstaðan verður mun betri í nýja húsnæðinu og bíða fjörkálfarnir spenntir eftir að komast þangað. Fjörleiknum í Fjörheimum lýkur með Eyjaferð Hvetur til lýðræðis og sjálfstæðra ákvarðana Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Mestu „fjörfríkin“: Sigurður Björn Teitsson, Bettý Díana Combs og Ævar Már Ágústsson, í góðum hópi félaga, eru virkir þátttakendur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.