Morgunblaðið - 05.03.2004, Page 26
AUSTURLAND
26 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Mýrargötu 2-8 // 101 Reykjavík
símar 534 5577 // 694 5577
E R U M B Ú I N A Ð O P N A
Lægstu æfi ngagjöldin
í borginni
1 4 4 4
Ertu að leita
þér að nýjum
skóm?
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
Tilboð í grunnskóla | Bæjarráð
Fjarðabyggðar hefur samykkt að
taka tilboði Eikarsmiðjunnar ehf. í
framkvæmdir við Grunnskólann á
Reyðarfirði. Tilboðið nam tæpum
428,5 milljónum króna, en kostn-
aðaráætlun hönnuða gerði ráð fyrir
að framkvæmdin myndi kosta tæpar
424 milljónir. Sex tilboð bárust og
var tilboð Eikarsmiðjunnar lægst.
Téverk bauð hæst, eða rúmar 505,5
milljónir króna.
Jarðvegsgerð | Sorpstöð Héraðs
hefur sótt um starfsleyfi fyrir jarð-
vegsgerð úr lífrænum úrgangi í
landi Fossgerðis í Eiðaþinghá. Um
er að ræða tilraunaverkefni þar
sem lífrænum úrgangi verður safn-
að úr ákveðnum hverfum á Egils-
stöðum til að kanna magn og gæði
slíks úrgangs sem og að leita sem
bestra leiða til að jarðgera í gryfj-
um á svæðinu. Er afgreiðsla máls-
ins nú í meðförum heilbrigð-
isnefndar, að því er kemur fram í
fundargerð Heilbrigðiseftirlits
Austurlands.
Lóðaúthlutun á Reyðarfirði |
Smáragarði ehf. hefur verið út-
hlutuð lóð undir þrjú þúsund fer-
metra þjónustu- og verslunarhús-
næði á Reyðarfirði. Ekki er ljóst
hvaða verslanir eða þjónusta eiga að
fara í húsið, en rætt hefur verið um
matvöruverslun í þessu samhengi.
Smáragarður er hluti af Norvík-
samstæðunni sem á m.a. Byko, Elkó
og Nóatúnsverslanirnar.
Egilsstaðir | Miklar
breytingar eru að verða á
austfirskum vinnumark-
aði og eru þær sjáanleg-
astar á Fljótsdalshéraði
og í Fjarðabyggð. Um er
að ræða störf sem bein-
línis tengjast virkj-
unarframkvæmdum og
afleidd störf.
Þetta kom fram á há-
degisfundi um jafnréttis-
og atvinnumál kvenna,
sem haldinn var á Egils-
stöðum á dögunum.
Ólöf Guðmundsdóttir, forstöðumaður
Svæðisvinnumiðlunar Austurlands var meðal
framsögumanna og segir hún breytingar á
vinnumarkaði eystra hafa verið töluverðar að
undanförnu. „Má þar nefna endurskipulagn-
ingu í sjávarútvegi, og landbúnaði. Sláturhús
hafa lokað og matvælaframleiðsla dregist
saman. Sérhæfing starfa eykst og gerð er
meiri krafa til verkkunnáttu. Menn taka
ógjarnan fólk án menntunar eða starfsfærni
eins og gert var áður fyrr þegar fyrirtæki
ólu starfskrafta sína nánast upp. Þá er það
staðreynd hér eins og annars staðar í heim-
inum, að störfum verkamanna og ófaglærðra
er að fækka. Ef við vísum í þessu samhengi
til fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði mun vera
talað um tvo tugi ófaglærðra verkamanna
sem þar verða ráðnir inn,“ segir Ólöf.
Ný fyrirtæki
Ólöf segir jafnframt breytingar á aust-
firskum vinnumarkaði mestar á Fljótsdals-
hérði og í Fjarðabyggð. Um sé að ræða störf
sem beinlínis tengist virkjunarfram-
kvæmdum og afleidd störf sem þeir sem búi
á þessum stöðum hafa mest orðið varir við
enn sem komið er. „Við höfum líka orðið vör
við aðflutning nýrra fyrirtækja, það er mjög
greinilegt á þessum tveimur svæðum. Svo er
stækkun og efling þjónustufyrirtækja áber-
andi, bæði þeirra sem komið hafa ný inn og
þeirra sem fyrir eru,“ segir Ólöf.
Fram kom í erindi Ólafar að íbúar á Aust-
urlandi voru í árslok 2003 11.889 talsins og
hafði þá fjölgað um 138 á einu ári.
Í febrúarlok voru 145 atvinnulausir á
Austurlandi, 72 konur og 73 karlar. Fyrir ári
voru atvinnulausir 254 talsins, 130 konur og
124 karlar.
Atvinnuleysi hefur verið mest áberandi á
Hornafirði, í Fjarðabyggð og á Fljótsdals-
héraði.
Samfélagið kalli eftir jöfnum
tækifærum kynjanna
Ólöf ræddi í framsögu sinni um menntun í
samhengi við atvinnuleysi og vísaði til talna
frá janúar á þessu ári. Kom m.a. fram að
þegar borin er saman menntun atvinnu-
lausra kvenna á Austurlandi við menntun
kvenna á svæðinu almennt, kemur í ljós að
80% atvinnulausu kvennanna hafa einvörð-
ungu grunnskólanám. Til samanburðar hafa
36% atvinnulausra karla einvörðungu grunn-
skólapróf. 77% af atvinnulausum íbúum
Austurlands hafa því eingöngu grunnskóla-
menntun.
„Það sem mér finnst skipta miklu máli til
að breyta stöðunni fyrir konur til framtíðar
er aukin menntun kvenna og starfsrétt-
indanám,“ segir Ólöf. „Barnagæsla á leik-
skólum og gæsla eftir skólatíma er ekki síð-
ur mikilvæg. Þá á ég ekki við að börn eigi að
fara á stofnanir, hins vegar hefur það verið
greinilegt í mínu starfi að þjónusta bæjar-
og sveitarfélaga og vinnutími fyrirtækja
rekst stundum harkalega á.“
Fulla atvinnuþátttöku kvenna á heima-
markaði og úttrás þeirra í óhefðbundin
kvennastörf nefnir Ólöf einnig sem veiga-
mikil atriði í að jafna stöðu kynjanna á
vinnumarkaði.
Þá sé mjög áríðandi að samfélagið sjálft
kalli eftir því að þeir aðilar sem nú byggja
upp stóriðju á Austurlandi hugi meðvitað að
því að konur hafi þar jöfn atvinnutækifæri á
við karla.
Miklar breytingar á vinnumarkaði
Um 80% atvinnulausra kvenna á Austurlandi hafa einvörðungu grunnskólamenntun
Ólöf Guðmundsdótt-
ir, forstöðumaður
Svæðisvinnumiðl-
unar Austurlands.
Eskifjörður | Þessi litla stúlka, sem horfir hálfhissa á hina litlu stúlkuna í
speglinum, heitir Guðrún Karitas Hallgrímsdóttir og er tuttugu mánaða
gömul Reykjavíkurmær. Hún á ættir að rekja til Eskifjarðar og heimsækir
staðinn eins og mögulegt er. Draumurinn er að flytja til Eskifjarðar með
mömmu og pabba eins fljótt og auðið er.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Spegill, spegill,
herm þú mér
Egilsstaðir | Erfiðlega
gekk að ráða niðurlög-
um elds sem kviknaði í
líkkistuverkstæði á Eg-
ilsstöðum á miðvikudag.
Brunavarnir á Héraði
voru kallaðar út um kl.
14 þegar reykur sást
liðast út úr iðnaðar-
skemmu við Miðás á
Egilsstöðum, en þar
rekur Kristinn Krist-
mundsson líkkistu-
vinnustofu.
Eldur hafði komið
upp í viðbyggingu við
skemmuna, þar sem
eldiviðarofn er nýttur
til að hita upp bygg-
inguna. Læstist eldur í
skemmuvegg og klæðn-
ingu og að sögn Baldurs
Pálssonar slökkviliðs-
stjóra var mjög erfitt að
komast að eldinum
vegna þess að skemman
var full af timbri og öðr-
um eldsmat. Rjúfa
þurfti þekju frá stafni
og aftur úr til að komast að glæðum í
klæðningu en Baldur sagði plast
vera í einangrun og lagði af því eitr-
aðan reyk.
Að sögn Kristins Kristmundsson-
ar er skemman tryggð og ekki hafa
orðið skemmdir á efnivið innan-
stokks. Þó mun um nokkurt tjón að
ræða þar sem rífa þurfti þekjuna
sundur til að komast að eldinum.
Tjón í bruna
á verkstæði
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Erfiðlega gekk að ráða niðurlögum elds sem
kraumaði í þekju líkkistuvinnustofu á Egils-
stöðum. Nokkurt eignatjón varð í brunanum.