Morgunblaðið - 05.03.2004, Side 27

Morgunblaðið - 05.03.2004, Side 27
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 27 Húsavík | Undirritaður hefur verið verkefnissamningur um rafrænt samfélag milli þriggja sveitarfé- laga við Skjálfanda annars vegar og Byggðastofnunar hins vegar. Undirritun samningsins fór fram í sjóminjasafni Safnahússins á Húsavík. Fyrir hönd sveitarfélag- anna þriggja sem að verkefninu standa skrifuðu undir þau Rein- hard Reynis-son bæjarstjóri á Húsavík, Ólína Arnkelsdóttir odd- viti Aðaldælahrepps og Jóhann Guðni Reynisson sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Fyrir hönd Byggðastofnunar skrifaði undir samninginn Aðalsteinn Þorsteins- son forstjóri hennar. Viðstaddir voru einnig fulltrúar samstarfs- aðila verkefnisins, Örn Tryggvi Johnsen frá ANZA, Dagbjört Jónsdóttir frá Sparisjóði Þingey- inga og Friðfinnur Hermannsson frá Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Auk þeirra er Auðkenni hf. sam- starfsaðili við framkvæmd verkefn- isins og ráðgjöf hefur verið í hönd- um ADMON ehf. Verkefnið ber heitið Skjálfandi í faðmi þekkingar – Rafrænt sam- félag við Skjálfanda og eru ein- kunnarorð þess Virkjum alla. Vísa þau orð til þess megintilgangs að virkja alla íbúa svæðisins til að nýta sér kosti upplýsinga- og tölvu- tækninnar til að bæta aðstæður sínar á öllum sviðum, hvort sem um er að ræða aðgengi að stjórn- sýslu, varðandi atvinnu, til upplýs- ingaöflunar, fræðslu og náms eða til skemmtunar og afþreyingar. Auglýst var á dögunum eftir framkvæmdastjóra til að stýra verkefninu og að sögn Reinhards Reynissonar bárust sex umsóknir um starfið. Ráðið er í starfið til þriggja ára. Reinhard sagði að stefnt væri að því að ráða í starfið sem fyrst, en áður en að því kæmi mundu fagaðilar fara yfir og leggja mat á umsóknirnar. Vonir stæðu þó til að framkvæmdastjórinn gæti tekið til starfa með vorinu. Rafrænt samfélag við Skjálfanda Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Reinhard Reynisson, Aðalsteinn Þorsteinsson, Ólína Arnkelsdóttir og Jóhann Guðni Reynisson undirrituðu samn- inginn í Sjóminjasafninu á Húsavík á dögunum. Að baki þeim standa Örn Tryggvi Johnsen, Dagbjört Jónsdóttir og Friðfinnur Hermannsson. Samningurinn nær til þriggja sveitarfélaga við Skjálfanda. Bílasýning á Sauðárkróki ÁKI bílasala, umboðsaðili B&L á Sauðárkróki, stendur fyrir bílasýn- ingu á Sauðárkróki um helgina. Sýndir verða bílarnir Renault Meg- ane, Getz, Starex, Santa Fe og Terracan frá Hyundai og BMW X5. Starfsmenn frá B&L verða á staðnum til að kynna öryggi Renault-bílanna og tæknibúnað sem er í BMW X5. Boðið er upp á kaffi og glaðning fyrir börn. Búið að opna Lágheiði Fljótum. Morgunblaðið. LÁGHEIÐIN milli Fljóta og Ólafs- fjarðar varð fær sl. þriðjudag. Snjó- mokstur á heiðinni hófst á mánu- dagsmorgun, en þá var mokað með snjóblásurum frá báðum endum. Á miðvikudag var unnið við að breikka moksturinn og laga skemmd sem Ólafsfjarðará hafði unnið á veginum skammt frá fjárréttinni. Að sögn Guðmundar Ragnars- sonar tæknifræðings hjá Vegagerð- inni á Sauðárkróki er mikill snjór á heiðinni og giskaði hann á að stálið fjallsmeginn væri allt að fimm metra hátt en hálfur til einn metri á fremri kantinum. Hann sagði að talsvert væri um svell á veginum og stóð til að rífa það niður í gær, fimmtudag, og hugsanlega þyrfti að sandbera verstu kaflana. Þá yrði einnig haldið áfram mokstri og von- aðist hann til að búið yrði að moka allan veginn yfir heiðina tvíbreitt í kvöld. Guðmundur sagði að þetta væri eflaust með dýrari og tímafrekari mokstrum á heiðinni, hins vegar yrðu menn bjartsýnir þegar sumar- veður væri dag eftir dag þannig að gott útlit væri fyrir að vegurinn yfir heiðina héldist opinn, a.m.k. yrði mun minna verk að opna aftur þótt eitthvað snjóaði hér eftir. Þess má geta að Lágheiðin er búin að vera lokuð síðan um miðjan desember. Hún er raunar oftast lokuð yfir vet- urinn en í hagstæðri tíð hefur leiðin stundum verið opnuð eins og nú. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.