Morgunblaðið - 05.03.2004, Page 30
LISTIR
30 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Á TUTTUGU ára afmæli sínu setur leik-
félagið Hugleikur upp enn eina sýninguna
sem slagar hátt upp í að vera atvinnusýning.
Upp á síðkastið hefur félagið gert tilraunir
með stílfærðar sýningar þar sem nokkur
áhætta er tekin með heildarsvip í búningum
og sviðsmynd og hefur tekist vel til. Hér er
gengið lengra en áður; stílfærslan gengur í
gegnum sviðsmynd, búninga og leik á þann
hátt að furðu og aðdáun vekur. Tónlistin er
sirkusleg og fallega framandi og söngtext-
arnir smellnir. Leikritin eru alltaf frumsamin
hjá Hugleik og fjalla um íslenskan veruleika
fyrr og nú í gamansömum tón. Hér er engin
undantekning á því en höfundarnir fjórir
segja að Sirkus loki þríleiknum sem hófst
með frægasta leikriti félagsins: Stútunga-
sögu. Í mjög stuttu máli fjallar þetta bráð-
skemmtilega og spennandi verk um það sem
gerist þegar leynileg leyniþjónusta er stofn-
uð á Íslandi árið 1949, á fimm ára afmæli lýð-
veldisins, og kemur sér fyrir á skrifstofu
jafnvægisstjóra. Rússahræðsla gegnsýrir
samfélagið og uppnám verður þegar rússn-
eskur sirkus heimsækir landið. Það er auð-
velt að fara í ýmsar áttir með leikrit eins og
Sirkus þar sem grínið, orðaleikirnir og út-
úrsnúningarnir ná út yfir öll mörk. Þetta er
þó ekki bara bull og vitleysa heldur er nokk-
ur ádeilubroddur til staðar, eins og vera ber,
en hann beinist einkum að svart/hvítri heims-
myndinni sem ríkti á þessum árum í afstöðu
smáborgara á Íslandi til Rússa og Kana.
Óvæntar lausnir og undarlegar tilviljanir eru
óspart notaðar í leikritinu eins og í fleiri
Hugleiksverkum, svo mjög að ,,Guð í vélinni“
eða ,,Deus ex Machina“ svífur allt um kring.
Viðar Eggertsson leikstjóri er þekktur fyr-
ir að stýra góðum leiksýningum og nám-
skeiðum hjá Hugleik eins og víðar. Hér fær
hann tækifæri til að koma að þeirri hugmynd
sinni að hafa sviðsmynd og búninga í svart/
hvítu en eins og gefur að skilja samræmist
það efni verksins í hvívetna. Þetta hefur
heppnast mjög vel; sviðið fær framandi yf-
irbragð og leikararnir, sem eru hvítmálaðir í
andliti, minna á trúða. Búningahönnun
Hrefnu Friðriksdóttur setur svo punktinn yf-
ir i-ið með glæsibrag. Það tekur dálitla stund
að venjast þessu óvenjulega útliti en
skemmtilegar hreyfingar í upphafssöngnum
kynna persónur til leiks í rólegheitunum áður
en atburðarásin skellur á. Það er einnig vel
gert hvernig persónur ganga yfir sviðið í
ljósabreytingum og minnir þessi skemmti-
lega tækni ásamt tónlistinni sem fylgir á
svart/hvítar kvikmyndir tímabilsins. Satt að
segja er þessi stílfærsla svo áhugaverð að
það er endalaust hægt að skoða smáatriðin
en eitt verður að nefna: Þegar bóndinn Há-
varður Karl tók upp rauðan klút varð hann
jafn óþægilegt uppbrot á svartri og hvítri
myndinni og rauður Rússi var í augum sann-
færðra á sínum tíma. Þegar á líður verða
óvæntar breytingar útliti sýningarinnar, svo
ánægjulega óvæntar að kliður fór um salinn
á frumsýningu. Viðar gerir athyglisverðar til-
raunir með leikstílinn í samræmi við hið stíl-
hreina útlit og kemur það oftast mjög vel út,
til dæmis í látbragði leyniþjónustumannanna
Njarðar og Skjaldar og í öllu atferli
skemmtilegustu persónu verksins: Þuríðar
skúringakonu frá Hvammi. Hins vegar er
farið dálítið yfir strikið í ýktu látbragði per-
sónanna Elínar, ritara Jóhannesar jafnvæg-
isstjóra, og Diddu, eiginkonu hans. Trúðslegt
látbragð í heilli sýningu er vandmeðfarið og
svo virðist sem lengri æfingatíma hefði þurft
til þess að fínpússa. Aðalatriðið er þó að
trúðaleikstíllinn er áhættunnar virði í heild-
ina þar sem hann er ómissandi hluti af heild-
arhugmyndinni.
Af fimmtán ágætum leikurum verður að
nefna nokkra sem skáru sig úr. Skúringakon-
an Þuríður í Hvammi er einna best sköpuð af
persónum leikritsins. Hún var óaðfinnanlega
leikin af Huldu Björgu Hákonardóttur sem
er ein reyndasta leikkona Hugleiks og hefur
kómíska tækni algerlega á valdi sínu. Hulda
var alveg óborganleg í einbeitni Þuríðar við
að verja landið fyrir kommúnisma. Tvíeykið
Njörður og Skjöldur var leikið af Birni Sig-
urjónssyni og Einari Þór Einarssyni. Einar
Þór hefur mikla reynslu og tækni til að bera
sem leikari og átti fína spretti, einkum í til-
burðum ballettdansmeyjar. Björn er nýliði í
Hugleik en það er ekki oft sem önnur eins
tilþrif sjást og aulahátturinn og líkamsbeit-
ingin sem hann lék sér að. Björn kom, sá og
sigraði þetta kvöld. Sem Jóhannes jafnvæg-
isstjóri var Jóhann Hauksson yndislega
sannfærður og einlægur embættismaður.
Leyniþjónustustjórann mág hans lék Sigurð-
ur H. Pálsson og hafði hann þetta mikilvæga
hlutverk mjög vel á valdi sínu, jafnt í líkams-
beitingu sem framsögn. Í hlutverki Rússa-
hatarans Hávarðs Karls var Rúnar Lund ein-
staklega einlægur og blóðheitur. Gaman var
að fá að sjá hina flinku hljómsveit sýning-
arinnar slást í hóp sígaunanna sem lita verk-
ið svo eldrautt sem raun ber vitni með frá-
bærum búningum en þannig voru þeir
upplífgandi og samstilltir þótt þeir væru al-
varlegir og agaðir um of. Með uppfærslu
sinni nú hefur félagið stigið enn eitt skrefið
fram á við og kemur dyggum áhorfendum
sínum verulega á óvart með því að taka
áhættu tilraunaleikhússins.
Tilraunin heppnast verulega vel og er að-
eins hægt að óska félögunum Hugleik og Við-
ari til hamingju.
Er lífið betra í lit?
LEIKLIST
Hugleikur
Höfundar: Ármann Guðmundsson, Hjördís Hjart-
ardóttir, Sævar Sigurgeirsson, Þorgeir Tryggvason.
Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Tónlist: Þorgeir
Tryggvason, Ármann Guðmundsson. Söngtextar:
Sævar Sigurgeirsson, Hjördís Hjartardóttir. Leik-
myndahönnun: V. Kári Heiðdal, Hrefna Friðriksdóttir,
Hanna Kr. Hallgrímsdóttir, Viðar Eggertsson. Bún-
ingahönnun: Hrefna Friðriksdóttir. Hönnun lýsingar:
Guðmundur Steingrímsson. Frumsýning í Tjarnarbíói
28. febrúar 2004.
SIRKUS
Morgunblaðið/Jim Smart
„Með uppfærslu sinni nú hefur félagið stigið enn eitt skrefið fram á við og kemur dyggum
áhorfendum sínum verulega á óvart með því að taka áhættu tilraunaleikhússins.“
Hrund Ólafsdóttir
„ÆTLI mér hafi ekki dottið þetta í hug af því að
ég þurfti sjálfur að fara út til að læra að syngja.
Ég gat ekki lært að syngja hér heima. Ég var
ekki að hugsa um að fara út svo ég gæti komið
heim og stofnað söngskóla. Það sem boðið er
upp á í söng í mörg hundruð ára tónlistarskól-
um úti er svo stórkostlegt að þegar heim var
komið varð það draumurinn að búa til skóla.“
Það er Garðar Cortes sem hér segir frá.
Hann kom heim frá tónlistarnámi í Bretlandi
árið 1969; hafði lokið einsöngvara- og söngkenn-
araprófi frá Trinity College og Royal Academy
of Music í London. Örfáum árum síðar, haustið
1973, var Söngskólinn í Reykjavík stofnaður
fyrir draum og dug Garðars.
„Ég sá þetta bara fyrir mér þá verða eins og
það er í dag. Þetta er nákvæmlega það sem ég
ætlaði mér. Ég er þó ekkert skapaður til að reka
svona skóla. Ég var svo hamingjusamur að fá
það samstarfsfólk sem er búið að vera með mér
öll þessi ár, og hefur þann talent umfram mig,
að geta búið til heimili hér og gert það að þeirri
stofnun sem hún er.“
Allt frá stofnun skólans hafa margir okkar
mestu söngvara og söngkennara starfað við
hann. Í upphafi voru Kristinn Hallsson, Þuríður
Pálsdóttir, Guðrún Á. Símonar, Rut Magnússon
og Þorsteinn Hannesson í kennaraliðinu, en
fleiri bættust við: Sigríður Ella Magnúsdóttir,
Guðmundur Jónsson, Sigurveig Hjaltested og
fleiri. Í dag skipta kennararnir tugum.
„Ég var svo lánsamur að fá til liðs við mig alla
þá söngvara, sem voru svo miklu, miklu meira
virði fyrir okkur en við nokkurn tíma munum
komast að. Þetta voru söngvarar af svo háum
staðli; búnir að vinna mikið, en margir að kom-
ast á aldur. Margt af þessu fólki hafði verið að
kenna heima hjá sér, en það kvartaði enginn yf-
ir því. Mér fannst þó alltaf að það hlyti að vera
dragbítur á söngkennsluna að fólk þyrfti að
vera að þessu á heimilum sínum. Þarna voru því
tvær flugur slegnar í einu höggi; að skapa at-
vinnutækifæri fyrir söngvara sem voru flestir
að hætta að syngja, og finna jafnframt samastað
fyrir þá sem langaði til að læra að syngja.“
Fyrsta haustið komust um 100 manns að í
Söngskólanum – í dag eru nemendurnir tvöfalt
fleiri, og um þrjú þúsund nemendur hafa stund-
að þar nám á árunum þrjátíu. Garðar segir að
alls konar fólk sæki um skólavist, bæði fólk sem
dreymir stóra drauma um sjálft sig og söng-
listina, en líka fólk með annars konar markmið.
„Ég man eftir presti að austan sem kom í skól-
ann sér til heilsubótar. En svo kemur líka ungt
fólk sem vill verða söngvarar. Enn aðrir koma
bara til að fá einhverja undirstöðu og til að geta
sungið betur. Sumir verða alvöru söngvarar.
Aðrir, sem eru bara að leita að dægradvöl, finna
kannski allt í einu röddina sína, og eitthvað sem
gagntekur þá í söngnum. Það eru milli 35 og 40
manns sem hafa útskrifast héðan, sem fljóta nú
um heiminn og syngja í óperuhúsum, og fjórir af
fimm fastráðnum söngvurum Íslensku óp-
erunnar koma héðan.“
Garðar segir það alltaf jafnótrúlega upplifun
að skynja það að einhver nemendanna sér sér-
staklega hæfileikaríkur og efnilegur. „En svo er
það stundum þannig að fólk hefur hæfileikann,
og það er því nóg. Það eru sorglegustu nemend-
urnir. En ef hæfileikinn og neistinn fara saman,
þá er kennarinn fljótur að grípa það um leið og
gefa nemandanum ómældan tíma.“
Söngáhuginn á Íslandi berst í tal og Garðar
kveðst telja hann mun meiri hér en annars stað-
ar sé miðað við fólksfjölda. Hann segir kóralífið
í landinu til dæmis ótrúlega öflugt. En hann
kann enga skýringu á því hvers vegna svo virð-
ist vera. „Engar – ég kann engar skýringar á
þessum mikla söngáhuga þjóðarinnar. Við erum
jafnmörg hér og íbúar svefnbæjar við stórborg
úti og í því ljósi er ótrúleg hvað margir leggja
tónlistina fyrir sig. Þetta er eins í Færeyjum.
Hér eru líka svo margir góðir söngvarar, sé aft-
ur miðað við höfðatöluna. Agentar og óp-
erustjórar erlendis eru farnir að taka eftir Ís-
lendingum og fylgjast með okkur. Það er góður
vitnisburður um tónlistarskólana okkar.“ Og
enn vex söngáhuginn. Idol-stjörnuleitin skilaði
til dæmis nokkrum keppenda inn í Söngskólann
og Garðar segir það einn af framtíðardraum-
unum að bæta við deild fyrir þá sem vilja leggja
dægurlagasöng fyrir sig.
Hann sagðist ekki vita hvers vegna við vær-
um svona söngelsk en annað er hann viss um.
„Þetta er meinhollt. Meðan við búum við
þetta súrefnisríka loftslag er það hollt og gott að
þenja lungun og syngja. Og svo er það auðvitað
satt sem sagt er að sá sem syngur er hamingju-
samur maður og gerir í það minnsta ekkert
slæmt af sér á meðan.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Garðar á æfingu fyrir afmælistónleika Söngskólans, einsöngvara, Kórs Söngskólans, Óperu-
kórsins og Sinfóníuhljómsveitarinnar sem verða í kvöld kl. 19.30 og 15.30 á morgun.
Þetta er meinhollt
Söngskólinn í Reykjavík fagnar 30 ára afmæli með
stórtónleikum í Háskólabíói í kvöld og á morgun. Berg-
þóra Jónsdóttir ræddi við Garðar Cortes skólastjóra.
Kristinn Sigmundsson verður í hópi einsöngvara á tónleikunum. Hinir eru Eivör Pálsdóttir,
Elín Ósk Óskarsdóttir, Snorri Wium, Þorgeir J. Andrésson og Ólafur Kjartan Sigurðarson. begga@mbl.is