Morgunblaðið - 05.03.2004, Side 38
UMRÆÐAN
38 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
L
íkt og bjöllurnar
skæru og barna-
raddirnar engil-
björtu um jólin
hljómar nú hagræð-
ingarkrafan í hverjum ranni á
Íslandi.
Almenningur gerir sér nú ljóst
að fyrirtækin eru of mörg,
„rekstrareiningarnar“ óhag-
kvæmar; „samlegðaráhrifum“
verður aðeins náð fram með því
að færa atvinnulífið í færri hend-
ur. Um þessa nálgun ríkir sátt á
Íslandi. Á fáeinum misserum
hefur afstaða alþýðu manna
breyst og mótast nú af því
raunsæi sem nauðsynlegt er til
frekari framfarasóknar í at-
vinnu- og fjármálalífi þjóð-
arinnar.
Meinvill í myrkrunum lá.
Hagræð-
ingu og sam-
þjöppun er
vitanlega
hvergi nærri
lokið á Íslandi
enda er frels-
isbyltingin
enn á upphafsstigum sínum.
Helstu forkólfar í atvinnulífinu,
mennirnir sem leiða framfara-
sóknina fyrir almenning í land-
inu, boða að „uppskurðinum“
verði fram haldið.
Fólkið fer að hlakka til.
Nú þegar samstaða hefur
myndast um að brýnasta fram-
faramál Íslendinga sé í raun tví-
þætt, þ.e. að fjölgun atvinnu-
lausra þurfi að haldast í hendur
við fjölgun háskólamenntaðra, er
tímabært að horft verði til fleiri
sviða í samfélaginu þar sem
knýja má fram hagræðingu og
samlegðaráhrif þjóðinni til heilla.
Eðlilegt sýnist í þessu viðfangi
að athyglin beinist að tveimur
náskyldum fyrirbrigðum. Hér
ræðir annars vegar um stjórn-
málaflokka og hins vegar um
íþróttafélög.
Á undangengnum misserum
hefur nokkur umræða farið fram
um nauðsyn þess að íþrótta-
félögum verði fækkað með sam-
runa. Lengi hefur blasað við
hverjum þeim sem málið hug-
leiðir að allt of mörg íþróttafélög
eru starfrækt á Íslandi. Mark-
aðurinn ber einfaldlega ekki svo
mörg íþróttafélög enda er rekst-
ur flestra þeirra erfiður. Ljóst er
að ná má fram gífurlegri hag-
ræðingu og nánast hamslausum
samlegðaráhrifum á þessu sviði.
Íþróttirnar krefjast þess vit-
anlega að menn gangi fram af
djörfung og stórhug. Íslendingar
þurfa t.a.m. aðeins á einu mat-
vörufyrirtæki, einum banka og
einu fjölmiðlafyrirtæki að halda.
Hvers vegna ætti annað að gilda
um íþróttafélögin? Við blasir að
hinni fullkomnu hagræðingu
verður ekki náð fyrr en eitt
íþróttafélag verður starfrækt í
landinu.
Þar með gætu landsmenn loks
staðið undir hinu þjóðlega hug-
taki „fákeppni“.
Að auki er það svo að norræn
jafnaðarhyggja gæti vart birst
með skýrari hætti en þeim að
sameina allt keppnisfólk í eitt
íþróttafélag. Þetta fyrirkomulag
myndi ábyggilega vekja athygli
erlendis og væri því vel til land-
kynningar fallið.
Hið sama gildir um hagræð-
ingu og samlegðaráhrif á stjórn-
málasviðinu. Þingmenn þeir sem
mynda einn stjórnmálaflokk eru,
samkvæmt skilgreiningu, sam-
mála um stefnu þess fyrirtækis
og baráttumál. Ástæðulaus
kostnaður fylgir því mannfreka
fyrirkomulagi sem nú er við lýði.
Mikla hagræðingu má augljós-
lega knýja fram með því að
fækka þingmönnum sem eru
hvort eð er sammála. Gífurlegur
sparnaður myndi einnig fylgja
því á flestum sviðum samfélags-
ins ef þetta fólk hætti að láta
samhljóða skoðanir sínar í ljós á
opinberum vettvangi.
Mjög viðunandi samlegðar-
áhrifum mætti ná fram án tafar
með því að hafa aðeins einn full-
trúa frá hverjum flokki á Alþingi.
Vægi atkvæða myndi þá ráðast
af einfaldri margföldun þar sem
byggt yrði niðurstöðutölum síð-
ustu þingkosninga. Þannig yrði
atkvæðavægi Sjálfstæðisflokks-
ins t.d. 1x22/63 en atkvæðavægi
Framsóknarflokksins 1x12/63.
Því skal ekki neitað hér að
þetta fyrirkomulag gæti haft
ýmsa erfiðleika í för með sér. En
hagfræði endurskipulagningar og
samlegðaráhrifa á vitanlega svar
við þessum vanda.
Líkt og hagræða má með því
að fækka skoðanabræðrum á Al-
þingi er vitanlega unnt að ná
fram verulegum sparnaði með
því að sameina alla íslenska
stjórnmálaflokka í eina „rekstr-
areiningu“. Með samruna stjórn-
málaflokkanna myndu þannig
nást fram umtalsverð samlegð-
aráhrif. Einn flokkur sem sam-
anstæði af einum kjörnum full-
trúa myndi reynast mjög við-
ráðanleg rekstrareining og skapa
möguleika á verulegum „fjár-
magnstilflutningum“ í ríkis-
rekstrinum.
Það væri jafnvel hægt að opna
fleiri sendiráð.
Rekstur stjórnmálaflokks
greinir sig í engu frá rekstri mat-
vöruverslunar eða banka. Á sviði
stjórnmálanna er almenningur í
hlutverki hluthafanna og því
verður að ætla að fólkið í landinu
fylgi forskriftum boðbera frels-
isins og leiðtoga atvinnulífsins og
geri þá „ávöxtunarkröfu“ að allir
flokkar á Íslandi renni saman í
einn, altækan stjórnmálaflokk,
Samlegðarflokkinn.
Í þessu efni sem svo mörgum
öðrum gætu Íslendingar leitað í
smiðju til helstu vinaþjóða sinna.
Kínverjar hafa ágæta reynslu af
slíkum hagræðingarstjórnmálum
og ráðamenn í Úkraínu og Rúss-
landi vinna nú að því að efla
„kostnaðarvitund“ almennings á
þessu sviði. Pólitísku samlegð-
aráhrifin munu að vísu eitthvað
hafa látið á sér standa í Íran en
hermt er að ráðamenn þar hygg-
ist snúa sér að þeim þegar hag-
ræðingu í vopnabúrum lands-
manna er lokið.
Eftirfarandi kosta Viðhorfsdálka
Ásgeirs Sverrissonar:
Stigaleigan.is – Þú nærð lengra
Útflutningsstofa ríkismenningar
– Ljós úr norðri
Pólitísk
hagræðing
Með fækkun stjórnmálamanna
og samruna flokka þeirra má
ná fram umtalsverðum samlegðar-
áhrifum og skapa sérlega
hagkvæma rekstrareiningu.
VIÐHORF
Eftir Ásgeir
Sverrisson
asv@mbl.is
NÚ í febrúar kom út skýrsla
nefndar um efnhagsleg völd kvenna
sem unnin var á vegum forsæt-
isráðuneytisins. Niðurstöður hennar
staðfesta enn og aftur staðreyndir
um mismunun sem
konur eru beittar í ís-
lensku samfélagi.
Skýrslan er afdrátt-
arlaus. Karlar bera
meira úr býtum og
stýra frekar fyr-
irtækjum en konur og
áhrif þeirra yfir efnis-
legum gæðum eru
meiri en kvenna. Og
hvað þýðir það með
öðrum orðum?
Niðurstaða launa-
könnunar nefnd-
arinnar sýnir að konur
hafa 72% af launum karla fyrir jafn-
langan vinnudag. Að mati skýrslu-
höfunda má skýra 21–24% af þess-
um launamun með ólíkum
starfsvettvangi, starfi, menntun og
ráðningarfyrirkomulagi kynjanna
og það sem eftir stendur (7,5–11%
launamunur) er talið stafa af því að
hjónaband, barneignir og fleira hef-
ur önnur áhrif á laun kvenna en
karla. Síðarnefndi launamunurinn er
skilgreindur sem kynbundinn launa-
munur, það er launamunur karla og
kvenna fyrir sambærileg og jafn-
verðmæt störf.
Í skýrslunni virðist sem kynbund-
inn launamunur sé vanmetinn því
flestar aðrar kannanir sýna hann
meiri eða á bilinu 14–18%. Burtséð
frá mismunandi hlutfallstölum í nið-
urstöðum fyrirliggjandi rannsókna
liggur það fyrir klárt og kvitt að
konum er mismunað út frá kynferði.
Þessi launamunur er brot á jafnræð-
isreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar
sem mælir fyrir um að allir skuli
vera jafnir fyrir lögum og njóta
mannréttinda án tillits til kynferðis
og að konur og karlar skuli njóta
jafns réttar í hvívetna.
Fleiri þekktar og viðvarandi stað-
reyndir eru tíundaðar í skýrslunni.
Atvinnutekjur kvenna eru um 59%
af atvinnutekjum karla. Konur eru
framkvæmdastjórar í 18% íslenskra
fyrirtækja og stjórnarformenn 36%
þeirra árið 2001, en 10% í fyr-
irtækjum þar sem skattskyld laun
fóru yfir 100 milljónir. Af for-
stöðumönnum ríkisstofnana eru
konur aðeins um 20%. Til skýringa
benda skýrsluhöfundar
meðal annars á ólíkan
starfsvettvang, mennt-
un, fjölskylduábyrgð
og viðhorf í þjóðfélag-
inu.
Við skýrsluna er því
að bæta að alþjóðlegar
rannsóknir benda til
þess að kynbundinn
launamunur muni
aukast á næstu árum,
meðal annars með ein-
staklingsbundnum
launasamningum, verði
ekkert að gert. Og
þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur kon-
um fækkað á þingi og þær eru í
minni hluta í opinberum nefndum.
Þá er talið að um 30% einstæðra
mæðra hafi framfærslu af tekjum
undir fátæktarmörkum. Allt eru
þetta þekktar staðreyndir og það er
einnig staðreynd að vilji er allt sem
þarf til að koma á raunverulegu jafn-
rétti.
Það hefur verið yfirlýst markmið
síðustu ríkisstjórna að jafna launa-
mun kynjanna og tryggja jafnrétti.
Til þess hefur Sjálfstæðisflokkurinn
haft tækifæri í 13 ár og Framsókn-
arflokkurinn í níu ár. Þessir flokkar
samþykktu á vorþingi árið 1998
framkvæmdaáætlun til fjögurra ára
um aðgerðir til að ná fram jafnrétti
kynjanna. Árangurinn er vart
merkjanlegur og með sama áfram-
haldi verða konur að þreyja þorrann
eftir sjálfsögðum mannréttindum í
áratugi til viðbótar. Báðir stjórn-
arflokkarnir lofuðu því fyrir síðustu
kosningar að jafna launamun
kynjanna.
Ég hygg að ríkisstjórnin standi nú
frammi fyrir síðasta tækifæri sínu til
að standa við gefin fyrirheit. Kjara-
samningar eru lausir og sú stað-
reynd blasir við að ríkið er stærsti
atvinnurekandi láglaunakvenna,
kvenna sem vinna við ummönnun
sjúkra, aldraðra, barna, við þrif,
matseld og önnur mikilsverð en van-
metin störf. Ríkisstjórnin ber ríka
ábyrgð á því að launamismunun
kynjanna linni og á að vera í lófa lag-
ið með frumkvæði og pólitískum
vilja að gera verulega bragarbót í yf-
irstandandi kjarasamningum. Þar
kemur til kasta fjármálaráðherra.
Á Alþingi svarar Halldór Ás-
grímsson, formaður Framsókn-
arflokksins, engu til um stefnu rík-
isstjórnarinnar varðandi
launajafnrétti kynjanna og afstöðu
til hækkunar lægstu launa í yf-
irstandandi kjarasamningum þrátt
fyrir að ríkið sé stærsti atvinnurek-
andi landsins. Hækkun lægstu launa
er þó lykilatriði að launajöfnuði
kynjanna. Þá staðreynd ættu allir
forsvarsmenn atvinnurekenda og
stéttarfélaga reyndar að hafa hug-
fasta.
Áfram verður spurt og einnig um
forgangsröðun. Finnst ríkisstjórn-
inni virkilega mikilvægara að gæta
fremur velferðar stóreigna- og há-
tekjumanna, með áorðinni og boð-
aðri niðurfellingu eignarskatta og
hátekjuskatta, en mannréttinda
kvenna? Styður ríkisstjórnin frum-
varp um breytingu á jafnréttislögum
sem lagt er fram til höfðuðs kyn-
bundnum launamun? Hvað hyggst
forsætisráðherra gera til að bregð-
ast við niðurstöðum fyrrnefndrar
skýrslu?
Ríkisstjórnin stendur frammi fyr-
ir prófraun. Tími loforða er liðinn og
nú er komið að efndum þeirra og
framkvæmd stefnuyfirlýsinga. Al-
menningur mun fylgjast grannt með
þróun mála.
Ríkisstjórnin og
launamisrétti kynjanna
Atli Gíslason skrifar um
launamun karla og kvenna ’Finnst ríkisstjórninnivirkilega mikilvægara
að gæta velferðar stór-
eigna- og hátekjumanna
en mannréttinda
kvenna?‘
Atli Gíslason
Höfundur er varaþingmaður VG.
NÚ þegar ýmsar þjóðir eru að búa
sig undir það af sérstökum myndug-
leik, að taka þátt í Söngvakeppni
evrópskra sjónvarps-
stöðva, hefur RÚV í
kyrrþey valið lag sem
fer til Tyrklands í úr-
slitakeppnina sjálfa.
Þeir eru eflaust
margir sem líta á aðild
okkar að Söngva-
keppninni sem ómet-
anlega reisn og vilja
meina að þetta mikla
framleg okkar til
menningar og lista
verði þjóðinni til ævar-
andi sóma. Enda ber
okkur öllum að virða
þann ungmennafélagsanda sem yfir
vötnum svífur – aðalatriðið er að
vera með. Við neyðumst til að líta á
þátttökuna sem sérstakan sigur í
landi þar sem menningu og listum er
fundið flest til foráttu, vegna þess að
skjótfenginn gróði er ekki í sjónmáli
þegar af stað er farið.
Ekki ætla ég að banna mönnum að
halda forkeppni Söngvakeppninnar í
kyrrþey í lokaðri kytru, ef það er tal-
ið sæma stoltri sagnaþjóð. Enda er
ekkert sem segir að árangurinn
verði eitthvað lakari þegar til Tyrk-
lands kemur. En ég leyfi mér að
efast um ágæti þeirrar hugsunar
sem að baki býr, þegar því er hvíslað
útum skráargat, að það sé svo dýrt
að halda forkeppni, að það sé hrein-
lega óvinnandi vegur. Ég meina, við
erum hér að tala um sjónvarpsstöð í
eigu þjóðarinnar, sjónvarpsstöð sem
neyðist til að tala um beina útsend-
ingu frá þýska boltanum sem innlent
dagskrárefni, vegna þess að fram-
leiðslan innanlands
takmarkast við örfáa
þætti – og eitthvað
verður að gera til að
fegra heildarmyndina.
Mér var tjáð að þetta
ár státaði af slíkum
fjölda alþjóðlegra við-
burða í íþróttum, sem
RÚV verður að sýna,
að það séu ekki til pen-
ingar til að fjárfesta í
forkeppni Söngva-
keppninnar. Þetta er
náttúrulega bagalegt
og skelfilegt ef menn-
ing og listir eiga nú að taka eitthvað
frá íþróttunum. Og síðastur manna
verð ég til að stilla list og íþróttum
upp sem andstæðum pólum. Þetta er
bara spurning um forgangsröðun,
sanngirni og hæfilegt aðhald, þá
held ég að listgreinar og íþróttir
hljóti að geta sameinast um andlega
og líkamlega uppbyggingu þjóð-
arinnar undir verndarvæng menn-
ingarinnar.
Það sem er umhugsunarvert þeg-
ar tekin er ákvörðun um það hjá Rík-
isútvarpinu að skera framleiðslu á
menningarefni við nögl, er það sem í
hringiðu fjármagns kallast marg-
feldisáhrif og virkar sem hvati á
ólíka þætti sem ekki eru sýnilegir í
fyrstu, en verða augljósir um leið og
menn nenna að skoða aðstæður ögn
betur. Ef forkeppni Söngvakeppn-
innar er skoðuð, þá má nefna marg-
þætt starf sem skapast t.d. hjá höf-
undum, tónlistarmönnum,
útsetjurum og upptökumönnum. En
auk þess fær fjöldi laga hljómgrunn í
kjölfar hverrar forkeppni og það eitt
skapar störf og arð.
En þegar tal berst að kostnaði við
að halda keppnina, og þeim lögum
sem forkeppni skilar, þá má geta
þess að í gegnum tíðina hefur RÚV
ekki séð sér hagnaðarvon í því að
eiga útgáfurétt þess efnis sem stofn-
unin hefur fjárfest í með fjármagni
skattgreiðenda. Þessi útgáfuréttur
hefur farið til útgáfufyrirtækja sem
ekki eru í eigu ríkisins, og ekki veit
ég til þess að þar hafi einka-
framtakið þurft að greiða mikið fyrir
útgáfuréttinn, sem þó er talinn hin
mesta gullnáma og hefur oftar en
ekki gefið mikið í aðra hönd.
Ef menn eru vísvitandi að klúðra
Söngvakeppninni, þá á þjóðin samúð
mína alla, en ef hér er handvömm og
heimska á ferð, þá er spurning hvort
yfirbyggingin hjá RÚV þarf ekki að
fá andlega og líkamlega upplyftingu.
,,Söngvakeppni RÚV“
Kristján Hreinsson
skrifar um Sjónvarpið ’Þetta er bara spurningum forgangsröðun,
sanngirni og hæfilegt
aðhald…‘
Kristján Hreinsson
Höfundur er skáld og varaformaður
Félags tónskálda og textahöfunda.