Morgunblaðið - 05.03.2004, Síða 40

Morgunblaðið - 05.03.2004, Síða 40
UMRÆÐAN 40 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ LENGI hef ég verið þeirrar skoð- unar að óheppilegt sé að í embætti forseta Íslands veljist einstaklingur úr röðum stjórnmálamanna. Við kjós- um forseta í beinni kosningu; ekki eftir kjördæmum, ekki eftir flokks- listum heldur sem eitt kjördæmi, ein þjóð. Í embættið þarf því að veljast einstaklingur sem við getum öll virt og litið upp til hvar í flokki sem við annars stöndum. Forseti þarf að vera sjálfstæður og yfir flokkapólitík hafinn. Hann má ekki vera bundinn af vináttu sam- herja úr einum flokki eða mótherjum úr öðr- um sem hann hefur eld- að grátt silfur við á sviði stjórnmálanna. Hvort- tveggja er hefting. Greiða þarf að gjalda, harma að hefna. Gæslumaður lýðræðisins Oft er sagt að forseti sé valdalaus og fyrst og fremst til skrauts. Látið hefur verið að því liggja að embættið megi leggja niður og skipta störfum forsetans á milli td. forsætisráðherra og forseta Alþingis. Það yrði mikið ógæfuspor. Forseti er hluti af sögu okkar. Hann er ópólitískt sameiningartákn sem við eigum að geta litið til og treyst þegar okkur finnst afgreiðsla og ákvarðanataka þings og rík- isstjórnar ráðast af sérhagsmunum frekar en þörfum þjóðarinnar. Meðal verka forseta er að staðfesta ný lög frá Alþingi. Sjái hann meinbug á þeim eða telji að þau þjóni ekki hags- munum heildarinnar getur hann neit- að að staðfesta þau, sem leiðir til þjóðaratkvæðagreiðslu. Sama gildir ef hann telur hugsanlegt að meiri- hluti kjósenda sé andvígur hinum nýju lögum. Forseti er þannig „gæslumaður lýðræðisins“, nokkurs- konar öryggisventill eins og það hef- ur stundum verið kallað. Verði stað- festing laga sett í hendur forsætisráðherra eða forseta Alþingis er í raun enginn öryggisventill leng- ur. Þeir báðir eru nær undantekning- arlaust oddamenn þingmeirihlutans sjálfs. Við, þjóðin öll, skiptumst stundum í hópa þegar stórmál eru uppi s.s. ákveðnar framkvæmdir, byggðamál, náttúruvernd og fiskveiðistjórnun. Þegar svo ber við er ekki aðeins æski- legt heldur beinlínis nauðsynlegt að hafa forseta sem ekki er bundinn af pólitískri fortíð. Forseta sem ekki er undir flokksaga og ekki hefur harma að hefna eða greiða að gjalda. Forseta sem við öll vitum að er frjáls að því að fylgja sannfæringu sinni með heill þjóðarinnar eina að leiðarljósi. Frjáls að fela þjóðinni allri að taka ákvörðun um lög sem hafa áhrif á framtíð okkar og lífshætti. Virðing fótum troðin Í tíð núverandi forseta hefur komið fram og kristallast sá vandi sem fylgir setu stjórnmálamanns að Bessastöðum. Leynt og ljóst hafa pólitískir andstæðingar forsetans dregið úr virðingu hans og um leið embættisins sjálfs. Þá hefur hann sjálfur gefið höggstað á sér. Skrifstofa forseta var með hraði flutt úr stjórnarráðinu og töldu margir að með því væri verið að koma í veg fyr- ir „sambúðarvanda“. Það hefur þó ekki alls kostar tekist eins og sést hefur frá upphafi á orðaskiptum og að- finnslum sem gengið hafa á víxl – nú síðast vegna ríkisráðsfundar á aldarafmæli heima- stjórnar. Hér skal ekki tekin afstaða til þess máls. Ekki sagt hver hefði átt að vera heima, ekki heldur hver átti að tilkynna hverjum hvað, og með hversu miklum fyrirvara. Þetta ein- staka tilfelli eru smá- munir hjá kjarna máls- ins: Stjórnmálamenn reyna að koma höggi hver á annan. Það gleymist í hita leiksins að emb- ættin, sem þeir um leið svipta virð- ingu, eru ekki eign þeirra sjálfra heldur þjóðarinnar. Þeir skipa emb- ættin sem trúnaðarmenn okkar allra. Skattfrelsi forseta var afnumið. E.t.v. má segja að ekki sé ósann- gjarnt að hann greiði skatt eins og aðrir. Laun forseta voru hinsvegar um leið hækkuð sem skattinum nam, svo að í raun greiðir þjóðin skatta hans. Í skattleysi forseta fólst ákveð- inn virðingarvottur sem með þessu sjónarspili var af honum tekinn. Þegar forseti fer úr landi færist vald hans og ábyrgð til forseta Hæstaréttar, forsætisráðherra og forseta Alþingis. Sameiginlega gegna þeir starfi hans sem handhafar for- setavalds. Í tíð fyrri forseta fylgdu handhafarnir þrír forsetanum jafnan til skips eða flugvélar og kvöddu hann. Þetta var sýnileg staðfesting á mikilvægi embættisins og um leið virðingarvottur við forseta sjálfan. Þessi athöfn var snemma í tíð núver- andi forseta lögð niður. Allt þetta og fleira svipað er til þess eins fallið að gera lítið úr sitjandi for- seta og draga um leið úr virðingu embættisins. Þeirri virðingu sem ég hygg að við öll viljum geta borið fyrir forsetanum á hverjum tíma. Embætti forseta lýðveldisins er rúið virðingu í skollaleik pólitískra andstæðinga. Fjármál embættisins fara oft úr böndum svo að til vansa er. Alþingi þarf að tryggja embættinu eðlileg fjárráð og forseti sjálfur að sýna það aðhald sem þarf til að útgjöld séu inn- an ramma fjárveitingar og rekstur embættisins til fyrirmyndar. Bruðl á ekki heima að Bessastöðum. Grátt gaman Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins er nú skopast að forseta þess. Í áramótaskaupum, spaugstofum og skrípateikningum eru orð hans og athafnir orðin aðhlátursefni. Það er ekki við hæfi að fjölmiðlar geri slíkt og það er algjörlega óviðunandi að forseti sjálfur, eða aðrir ráðamenn, gefi tilefni til slíks. Í daglegu vafstri stjórnmálamanna megum við oft horfa upp á valdatafl og hrossakaup. Greiðar eru goldnir og harma hefnt – oft á kostnað þjóð- arinnar. En þegar embætti forseta, virðing þess og gildi er gert að peði í hráskinnaleik stjórnmálamanna er of langt gengið. Það er alvörumál sem snertir hjarta þjóðarinnar og kjarna lýðræðisins. Af forseta Baldur Ágústsson skrifar um forsetaembættið ’Embætti for-seta lýðveldisins er rúið virðingu í skollaleik pólitískra andstæðinga.‘ Baldur Ágústsson Höfundur er stofnandi og fv. forstjóri öryggisþjónustunnar Vara baldur@internet.is. HÉR fara á eftir hugleiðingar og áskorun eftir nýfallinn hæsta- réttardóm í kjölfar vinnuslyss í Straumsvík 2001.  Hvers virði er mannslífið sam- kvæmt íslenskum lögum þegar til þess kemur að meta það í krónum og aurum?  Hver ber ábyrgð þegar vinnuslys gerast? Forðast menn jafnvel að taka á slíkum mál- um vegna þess að það er óþægilegt? Eða eru ef til vill einhverjar aðrar skýringar? Fyrir tæpum 3 ár- um varð undirrituð fyrir því mikla áfalli að missa eiginmann og fyrirvinnu fjöl- skyldunnar í hörmu- legu vinnuslysi í Álverinu í Straumsvík. Sú sára reynsla og sorg hefur markað sín spor á líf okkar síðan og er skemmst frá því að segja að veröldin fór gjör- samlega á hvolf. Þegar slys verða, ástvinur er numinn á brott og fót- unum kippt undan manni, er nokk- ur huggun fólgin í því að vita að til sé réttarkerfi manni til halds og trausts. Að vita að til sé kerfi sem hægt er að leita til svo lífið megi að einhverju leyti færast í við- unandi horf. Það hjálpar einnig að stétt- arfélög séu tilbúin að styðja mann í því að ná fram þeim rétti sem maður á, samkvæmt lögum. Nú kann einhver að hugsa sem svo, að það þurfi varla að hafa mikið fyrir því að fá því framgengt sem maður á rétt á. Raunveru- leikin er nú samt allt annar. Það er engin sjálfvirkni í kerfinu, þar þarf að berjast fyrir hverju smáat- riði. Til þess að ná fram rétti sín- um þarf sérmenntaðan einstakling, lögfræðing, sem þekkir lagaum- hverfið og sér um að málin gangi rétta leið, meðal annars fyrir dóm- stólum. Nú er það svo, að í raun og veru er aldrei hægt að meta mannslíf til peningaupphæðar og er það held- ur ekki gert í lögunum, heldur er kveðið á um að það sé aflahæfi manna sem metið sé til bóta. Sá sem missir framfæranda ber skaða af því sem hinn látni hefði aflað honum til handa um ókomin ár. Þann skaða ber að bæta sam- kvæmt skaðabótalögum. Í lögum er kveðið á um að sá sem verði fyrir tjóni, skuli fá tjón sitt að fullu bætt. Það er staðreynd að ég og börn- in misstum fullfrískan heim- ilisföður, hann var heill heilsu áður en slysið henti hann. En þegar til þess kemur að fá bæturnar greiddar eru þær miðaðar við ör- orku. Við þessa að- ferðafræði skaðabóta- laganna er ég mjög ósátt, við misstum fullfrískan mann og teljum sanngjarnt að fá bætur reiknaðar út frá því sem hann afl- aði sem slíkur. En lög- gjafinn lætur ekki þar við sitja, þegar búið er að reikna út bæturnar samkvæmt örorku, dregur hann frá þær bætur sem viðkomandi látinn einstaklingur hefði fengið frá Tryggingastofnun og lífeyrissjóði ef hann hefði lifað sem 100% öryrki. Þetta eru út- reiknaðar upphæðir sem aldrei komu til greiðslu í þessu jarð- lífi, en eru engu að síður dregnar frá sem um raunverulegar greiðslur hefði verið að ræða. Þetta eru mikil vísindi, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Svo farið sé hratt yfir sögu þá stóðu eftir 1,6 milljón króna sem skaðabætur þegar búið var að framkvæma allan þennan papp- írslega örorkugjörning. Þetta er niðurstaða íslenskra lagasetninga eftir að hafa farið í gegn um æðsta dómsvald landsins, hæstarétt. En löggjafinn er dálítið góðhjartaður inn við beinið, þó hann sé langt því frá að vera langlundaður eins og sumir. Lögin kveða á um lág- marksbætur, að eigi skuli heimilt að greiða minni upphæð en 3 millj- ónir króna. En eftir stendur sú sára staðreynd, að aflahæfi 45 ára gamals fullfrísks einstaklings sem greitt hefur skatta og skyldur til þjóðfélagsins og hefði gert það áfram næstu 22 árin sé miðað við 67 ára starfsævi, er einungis metið á 1,6 milljónir króna til skaðabóta samkvæmt íslenskum lögum, því- lík ofrausn. Mál þetta er tvíþætt, annars vegar snýst það um útreikning bóta og hins vegar um ábyrgð, ör- yggi á vinnustað og hvort þar hafi átt sér stað ákveðið kæruleysi, jafnvel vanræksla. Vanræksla get- ur skapað refsiábyrgð og var mér fljótlega eftir útkomu lögreglu- skýrslu tjáð að sá þáttur yrði sendur af ákæruvaldinu til sýslu- mannsins í Hafnarfirði til umsagn- ar og mats. Hjá því ágæta emb- ætti hefur hins vegar gengið mjög treglega að fá þessar niðurstöður. Þar á bæ báru menn ekki meiri virðingu fyrir sjálfum sér né verk- efninu en svo, að ætlun þeirra var að afgreiða það símleiðis nú á dög- unum, að rannsókn málsins hefði verið hætt í október 2001 um það leyti sem lögregluskýrslan kom út. Þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að tilkynna nánasta aðstandanda um að svo væri málum komið. Við þetta var ekki unað, bréf sent og farið fram á skriflegar rökstuddar niðurstöður. Og viti menn, nýlega hefur bréf borist frá Hafnarfirði. Það mun vera í allri lengd sinni um það bil 9 línur og kveður á um að ekki hafi verið um refsivert at- hæfi að ræða, enginn rökstuðn- ingur fylgir. Það hlýtur að vera mjög alvarleg staðreynd en jafn- framt upplýsandi fyrir hinn al- menna launþega þessa lands, sér- staklega fyrir þá sem vinna áhættusöm störf, að fá að vita að á vinnustöðum geti þeir verið sendir til að sinna háskalegum störfum, án þess að vinnustaðurinn beri á því nokkra ábyrgð ef illa fer. Það hlýtur einnig að fá blóðið til að þjóta í æðum verkalýðsforingja, að vita hvernig allt er í pottinn búið. Er þetta virkilega réttarríkið Ís- land, mér er spurn? Á því leikur enginn vafi og um það vitnar lögregluskýrslan svo ekki verður um villst, að ekki var gætt þess öryggis sem tilhlýðilegt mátti teljast þann 22. júní 2001. Dagskipunin hljóðaði upp á verk sem mátti í fyrsta lagi vinna ein- um sólarhring síðar. Um það vitna einnig hinar um- fangsmiklu breytingar sem urðu á starfsumhverfinu í Straumsvík í kjölfarið á slysinu. Starfsmönnum bar einnig saman um að þeir hefðu til langs tíma litið, verið undir óhóflegu álagi á vinnustaðnum og að slys sem þetta, hefði einungis verið spurning um tíma, það hefði komið að því fyrr eða síðar. Að lokum er hér áskorun til lög- gjafarvaldsins, Alþingis Íslend- inga, um að það beiti sér fyrir því að kveðið verði skýrt á um það í lögum, hvernig beri að reikna út bætur eftir fullfrískan einstakling, svo ekki verði hægt að fremja þar neinn örorkugjörning. Það að draga frá skaðabótum ógreiddar bætur sem fullfrískur einstaklingur hefði fengið ef hann hefði lifað sem 100% öryrki, og leggja sig niður við þá útreikninga er hrein vanvirða, það væri álíka rökrétt að draga frá útreikninga fyrir húsaleigu á himnum fyrir hinn látna. Að mínu viti eiga lögin að vera þannig úr garði gerð, að þar gæti sanngirni og að þau veki hjá manni traust og virðingu fyrir löggjafarvaldinu. Með lögum skal land byggja, en ólögum eyða Ásta Kristín Siggadóttir skrifar um skaðabætur Ásta Kristín Siggadóttir ’Er þetta virki-lega réttarríkið Ísland, mér er spurn? ‘ Höfundur er ekkja Vilhjálms Kristjánssonar, vélvirkja hjá Ker- fóðrun, en hann lést af völdum áverka sem hann hlaut í vinnuslysi í Álverinu í Straumsvík hinn 22. júní 2001. ÉG lýsi mig hér með andsnúinn þeim fyrirætlunum að leggja erfðafjárskatt á líknarfélög og skora á fjármálaráðherra að hætta við þær. Í framkomnu frum- varpi eru vissulega til- lögur um breytingar í sanngirnisátt, svo sem lækkun erfðafjárskatts þegar um er að ræða nána aðstandendur. Hins vegar er ekki hægt að sætta sig við hug- myndir um að skatt- leggja líknarmál og menningarstarfsemi með þeim hætti sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Slík skattlagning er vanþakklæti við það mikla og óeigingjarna hugsjónastarf sem sjálfboðaliðar vinna, náunganum og sam- félaginu til uppbygg- ingar og heilla, heim- inum til góðs. Ríkisvaldið ætti hér eftir sem hingað til að ívilna slíku starfi með því að krefjast ekki skatts af arfi sem fellur til góðgerð- arsamtaka. Þá er dapurlegt til þess að hugsa að þegar einstaklingar hafa með elju og aðhaldi komið sér upp eign- um sem að þeim látnum eiga að renna til góðs málefnis skuli rík- isvaldið ætla að skerða gjöfina sem af heilum hug var ætluð göfugu starfi. Þó hafa gefendur jafnvel lengst af ævinnar greitt tekjuskatt, stundum einnig hátekjuskatt, út- svar, eignarskatt og fasteignagjöld – en skattheimtunni lýkur ekki við andlát. Vert er að taka fram að hér er ekki um verulegar fjárhæðir að ræða á mælikvarða ríkissjóðs – en verulegar á mælikvarða fé- lagasamtakanna sem skila margfalt til baka út í samfélagið þeim fjár- munum sem þau fá til ráðstöfunar. Rök fjármálaráðuneytisins til varnar þessari skattheimtu eru ekki sannfærandi. Jafnframt má minna á að ráðuneytið er hluti framkvæmdavaldsins sem á að framfylgja lögum en ekki setja þau. Vonandi ber alþingi gæfu til að beita löggjafarvaldi sínu í þessu máli á þann hátt að það sendi ekki kaldar kveðjur til þeirra sem vinna að menningar- og líknarmálum. Óviðunandi hugmyndir um skattlagningu Sr. Ólafur Jóhanns- son skrifar um erfðafjárskatt ’Rök fjármálaráðuneyt-isins til varnar þessari skattheimtu eru ekki sannfærandi.‘ Ólafur Jóhannsson Höfundur er sóknarprestur í Grensásprestakalli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.