Morgunblaðið - 05.03.2004, Page 42

Morgunblaðið - 05.03.2004, Page 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Edda Loftsdóttirfæddist í Reykja- vík 29. júlí 1947. Hún lést á krabbameins- lækningadeild Land- spítalans við Hring- braut 26. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru Loftur Júlíusson skipstjóri, f. 18. ágúst 1919, d. 9. nóvember 1974, og Margrét St. Guð- mundsdóttir hjúkr- unarkona, f. 15. apríl 1921. Bróðir Eddu er Snorri flugstjóri, f. 30. nóvember 1945, maki Sólveig Stefánsdóttir, f. 15. febrúar 1952, synir þeirra eru Stefán, f. 17. des- ember 1975, Styrmir, f. 26. febr- úar 1982, og Snorri, f. 22. maí 1985. Sonur Eddu er Loftur Gunnars- son, f. 25. apríl 1965, börn hans eru Júlíus Þór, f. 2. febrúar 1992, og Ragnhildur Oddný, f. 19. júní 1996. Móðir þeirra er Erla Vigdís Maack, f. 8. septem- ber 1968. Hinn 30. október 1982 giftist Edda eftirlifandi eigin- manni sínum Ingvari Birni Ólafssyni, f. 18. janúar 1950. Að lokinni skóla- göngu hóf Edda störf hjá Landsbanka Íslands í júlí 1967 og starfaði þar fast að dán- ardegi, eingöngu í deildum á sviði erlendra viðskipta. Útför Eddu fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er sárt að kveðja þig elsku Edda og erfitt að hugsa sér lífið án þín, þú varst svo stór þáttur í lífi okk- ar allra. Það var ekki langur tími sem við höfðum með þér frá því þú veikt- ist, við vonuðum öll svo innilega að hann yrði lengri, allt gekk svo vel og allir svo vongóðir, þú varst svo sterk og dugleg. Sem betur fer getum við yljað okkur við minningar um góða æðrulausa stúlku, sem alltaf var til staðar og öllum vildi vel. Þau voru mörg ferðalögin sem við fórum í saman við þrjú og ennþá fleiri eftir að hann Ingvar þinn bættist í hópinn. Það var eins og hann hefði alltaf verið með okkur, þið voruð allt- af svo samtaka og hamingjusöm og svo miklir sálufélagar. Við ferðuð- umst um allan heim, bæði í skíðafrí sem og önnur frí, að ógleymdum öll- um útilegunum í óbyggðum Íslands í góðra vina hópi. Þið komuð til okkar í Lúxemborg, við öll til Íslands eða við hittumst einhvers staðar í heiminum. Þær eru ógleymanlegar þessar sam- verustundir með þér og öllu þínu fólki eins og þú sagðir alltaf, Ingvari, mömmu þinni, Lofti og hans börnum, Júlíusi og Ragnhildi. Þú varst eins og önnur móðir sona okkar, Stefáns sem bjó hjá ykkur í svo mörg ár þegar hann var í skóla á Íslandi, Styrmis og Snorra yngri sem þú passaðir svo oft. Alltaf voruð þið tilbúin að taka þá til ykkar eða koma til Lúx og passa þá. Síðast þegar við hittumst sagðir þú okkur að þú værir svo þakklát fyrir að hafa átt svona góða og hamingjuríka ævi, þú værir ekki hrædd við dauðann, en þú óskað- ir þess svo innilega að þú gætir verið lengur hérna megin með fólkinu þínu. Elsku Edda þú ert farin frá okkur til æðri heimkynna, þín verður sárt saknað en eftir eru góðar minningar. Elsku Ingvar, Margrét, Loftur, Júlíus og Ragnhildur, Guð veri með ykkur og gefi ykkur styrk í sorg ykk- ar. Snorri, Sólveig, Stefán, Styrmir og Snorri yngri. Við Edda höfum átt samleið frá því í æsku. Mæður okkar voru systur sem fóru ungar að heiman, lærðu báðar hjúkrun og giftust báðar sjómönnum. Á milli þeirra ríkti mikill kærleikur og ekki leið sá dagur sem þær ekki töl- uðust við enda voru þær bestu vin- konur hvor annarrar. Það leiddi því að sjálfu sér að samgangur milli fjöl- skyldnanna var mikill og nutum við Edda góðs af því. Við lékum okkur saman sem litlar stelpur, fórum sam- an í heimsókn til ömmu og afa til Ísa- fjarðar og fórum saman í Vindáshlíð. Á táningsárunum skemmtum við okk- ur saman, fórum á Borgina og í Glaumbæ og vorum samtíma einn vetur í Englandi og kom Edda þá stundum í heimsókn til mín til Lond- on og við nutum þess að vera saman í stórborginni. Edda var mjög fallegt barn með fallegt ljóst liðað hár og alltaf svo prúð og stillt. Hún varð glæsileg kona, há og grönn og ætíð óaðfinn- anleg til fara enda afar smekkleg. Hún bar sig með reisn, hafði fágaða framkomu og var áfram sama stillta og prúða stúlkan. Í einkalífinu var Edda lukkunnar pamfíll, giftist Ingv- ari sínum sem var henni í senn góður eiginmaður og yndislegur félagi. Fá hjón hef ég þekkt sem hafa verið eins samtaka og samstiga og þau enda sagði hún við mig mig eitt sinn er ég sat hjá henni á sjúkrahúsinu að það besta sem hún hefði gert í lífinu hefði verið að giftast Ingvari. Þau bjuggu sér fallegt heimili þar sem snyrti- mennska var í hávegum höfð, lifðu heilbrigðu lífi, höfðu gaman af að ferðast, bæði utan lands sem innan, voru frábærir gestgjafar en nutu þess ekki síður að vera saman tvö í róleg- heitunum eða þá að fá barnabörnin í heimsókn og kúra með þeim og lesa. Edda eignaðist góðan son, Loft, og tvö barnabörn, sem voru gimstein- arnir hennar. Einnig átti hún einn bróður, Snorra, sem hún var mjög ná- in og voru þau Snorri og Solla meðal bestu vina þeirra Eddu og Ingvars. Okkur brá öllum þegar Edda greindist með krabbamein fyrir um ári en hún hélt ró sinni og ákvað að gera sitt besta til að sigrast á sjúk- dómnum. Hún sagði við mig að hún ætti enga ósk heitari en að geta átt lengri tíma með öllum sínum nánustu en ef baráttan við sjúkdóminn tapað- ist þá mundi hún taka því með jafn- aðargeði, því hún hefði svo margt til að vera þakklát fyrir. Hún hafi alist upp hjá ástríkum foreldrum við mikið öryggi, hafi eignast góðan mann og son og tvö yndisleg barnabörn og aldrei skort neitt. Þegar að því kom að ekki var hægt að sporna við sjúk- dómnum stóð Edda við orð sín og sýndi aðdáunarverðan styrk enda trúuð kona og átti þá bjargföstu trú að við myndum öll hittast aftur um síðir. Hún var kirkjurækin og sofnaði aldrei án þess að fara með bænirnar sínar. Við Sigurjón, Ingibjörg og Sjonni sendum Ingvari, Lolla og krökkun- um, Snorra og Sollu og sonum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur og síðast en ekki síst biðjum við Guð að vera með Margréti móðursystur minni, sem nú kveður elskulega dótt- ur. Að lokum kveð ég Eddu mína og þakka henni alla væntumþykjuna og vináttuna. Sjöfn. Með söknuði kveðjum við Eddu. Við eigum alltaf eftir að sakna hennar og þá er gott að geta yljað sér við ljúfar minningar, sem enginn tek- ur frá okkur. Það var alltaf gott að vera í návist hennar Eddu, umhyggja hennar var mikil og heimurinn bjartari. Það var alltaf svo skemmtilegt að koma til hennar og Ingvars, svo huggulegt og þau alltaf svo ánægð með lífið og hvort annað. Það átti vel við Eddu að vera orðin amma, hún ljómaði öll þegar hún tal- aði um barnabörnin, gullmolana sína, þau Júlíus Þór og Ragnhildi Oddnýju. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku Ingvar, Margrét, Loftur, Júlíus, Ragnhildur, og fjölskyldan í Lúx. Við vottum ykkur samúð okkar og biðjum Guð að blessa ykkur í sorg ykkar. Jón, Kristín og börn. Það var fyrir um ári að við hjónin fórum með Eddu og Ingvari í ferð til yndislegrar eyju í Karíbahafinu, þar sem kólibrífuglinn flögrar og skjald- bakan sniglast um. Við áttum þar saman yndislegar stundir í góðu yf- irlæti við bestu aðstæður. Engan grunaði þá að við ættum eftir að fara með Eddu heim fársjúka af sjúkdómi þeim sem að lokum yfirbugaði hana. Edda var afar greind og gegnum- heil kona. Hún hafði alltaf skýra sýn á framtíðina og stefndi ætíð að mark- miðum sínum. Hún var frábær kokk- ur og það var alltaf jafn spennandi að mæta í matarboð til þeirra hjóna. Samband okkar við Eddu og Ingv- ar varð meira og nánara fyrir um tólf árum. Við áttum svo mjög góðar stundir saman á ferðalögum um land- ið og á heimilum okkar. Minningar okkar um þær góðu samverustundir eru sem gullmolar í farteski okkar. Ingvar minn, við erum þess full- meðvituð að missir þinn er mikill en hæstur höfuðsmiður himins og jarðar sé þér nálægur og styrki þig og styðji í sorg þinni. Við kveðjum elsku Eddu með mikl- um söknuði um góðan vin og mann- eskju sem við vildum njóta vinskapar við svo miklu lengur. Við sendum ást- vinum hennar okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. „Höndin sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber“. Hekla Smith, Björn Sigurðsson. Með söknuði og sorg í huga kveðj- um við í dag nána samstarfskonu og félaga.Við höfðum búið okkur undir þessi tíðindi, en þegar þau bárust var okkur brugðið. Þegar vonin er ekki lengur til stað- ar og ljóst að lífið mun lúta í lægra haldi fyrir hinu sterka afli verður manneskjan lítil og vanmáttug í helj- argreipum almættisins. Spurningar um tilgang lífsins velkjast um í huganum en svörin sem þráð eru láta á sér standa. Þannig er okkur innanbrjósts nú þegar við kveðjum samstarfsfélaga okkar Eddu Loftsdóttur sem hefur þurft að lúta í lægra haldi fyrir hinum mikla vágesti. Við kveðjum hana með trega og höfð- um vonast til að eiga lengri lífsgöngu með henni. Það er rétt um ár síðan Edda veiktist af alvarlegum sjúkdómi og var auðsýnt frá upphafi að barátt- an yrði hörð. Að fylgjast með vilja hennar og kjarki þetta síðasta ár og þeim styrk sem hún bjó yfir er okkur lærdómsríkt. Hún tók á móti örlögum sínum af auðmýkt og æðruleysi. Edda var einstök kona. Hún var glæsileg, alltaf vel til höfð og kunni þá list að vera dama. Hún var traust og trú, hlý, ábyggileg og samviskusöm. Hún var vinur í raun og kom til dyr- anna eins og hún var klædd. Eftir stranga læknismeðferð var Edda komin til vinnu á ný og naut þess að vera með í hringiðu lífsins og finna að hún var þátttakandi í erli daganna eins og áður. Hún var góður samstarfsfélagi, vinnusöm og kapp- söm. Hún helgaði Landsbankanum lífsstarf sitt og vann þar í um 37 ár, lengst af við erlend viðskipti. Við sem nutum þess að eiga Eddu sem sam- starfsfélaga í lengri eða skemmri tíma erum þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast henni og hennar sterka persónuleika. Við kveðjum Eddu og þökkum henni fyrir samfylgdina og vitum að vel verður tekið á móti henni á ann- arri ströndu þar sem bíða ný verkefni. Fjölskyldu hennar allri sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum algóðan guð að styrkja þau í þessari miklu sorg. Guð blessi minningu hennar. Stelpurnar í bakvinnslunni. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Edda, einn úr fasta kjarnanum í leikfimihópnum okkar, er dáin. Við sem hittum hana síðast fallega, bros- milda og hugrakka í leikfimi ekki fyrir svo löngu eigum erfitt með að trúa því að hennar stutta stríði við krabba- mein sé nú lokið. Kjarninn í hópnum hefur verið saman í leikfimi í nokkra áratugi. Forveri minn, Gígja Her- mannsdóttir heitin, hélt hópnum sterkum og reistum. Þegar Gígja veiktist skiptu fjórar konur því á milli sín að stjórna leikfiminni og halda hópnum saman. Ein þeirra var Edda. Það lýsir henni vel hvernig hún á sinn rólega og yfirvegaða hátt tók málið í sínar hendur. Við geymum með okkur þakklæti og fallegar minningar um tignarlega manneskju. Plássið henn- ar verður ávallt autt. Hennar verður sárt saknað. Við sendum fjölskyldu Eddu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Eddu Loftsdóttur. Fyrir hönd leikfimihópsins í Mela- skóla, Þóra Sif Sigurðardóttir. EDDA LOFTSDÓTTIR Ég man þegar afi spilaði á orgelið og söng; lagaði til í kring- um litla bæinn í garðin- um; tók á móti mér þeg- BJÖRN I. KRISTJÁNSSON ✝ Björn I. Krist-jánsson fæddist 12. janúar 1933. Hann lést á líknar- deild Landakotsspít- ala 31. janúar síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Frí- kirkjunni í Hafnar- firði 6. febrúar. ar ég kom í heimsókn; bónaði bílinn, líka rúð- urnar; sýndi mér bagga- lútana í innkeyrslunni; setti ánamaðk undir tunguna; lét mig bíta maríuuggann af fyrsta fiskinum mínum; og ég man miklu miklu fleira. Elsku afi, takk fyrir allar góðu stundirnar. Mamma, Kolla og Birgitta, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Steinarr Logi. Hún Þura hefur sagt skilið við jarðneska lífið með okkur og er örugg- lega komin til Karls bónda síns og annarra ættingja og vina. Þura var yndisleg kona, nett og smábeinótt, ofur létt- stíg með fallega rauða hárið sitt, allt- af vel til höfð, ýmist með prakkara- legan brosglampa í augnakrókunum eða einlægan skilning og hlýju. Hún sagði líka sína meiningu ef henni þurfa þótti. Því til sönnunar er sagan af Þuru þegar hún fékk stöðumæla- sekt á biluðum mæli, snaraðist upp á lögreglustöð með miðann, horfði fast í augun á afgreiðslumanninum og sagði ákveðið: „Svo vil ég ekki sjá svona lagað aftur.“ Ekki er vitað til að nokkur hafi fyrr eða síðar komist upp með að skila stöðumælasekt á bilaðan mæli. Vinátta mín við Þuru og fjölskyldu hófst á því herrans ári 1968, þegar við Sidda urðum vinkonur í Hamra- hlíðinni og hún tók mig með heim í Barmahlíð 30. Þura og Karl Billich reiddu fram kræsingar í hvert mál meðan við vinkonurnar mynduðumst við að læra undir hin og þessi próf ÞURÍÐUR BILLICH ✝ Þuríður Billichfæddist á Lauga- vegi 54 12. ágúst 1913. Hún lést þriðjudaginn 24. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkj- unni 3. mars. með misjöfnum ár- angri, en allavega skol- aði þessi lærdómur okkur í gegnum stúd- entsprófin. Það er ég alveg viss um að allur nýkreisti appelsínusaf- inn sem Karl færði okkur af stakri góð- mennsku sinni og allt góðgætið hennar Þuru áttu sinn þátt í því. Hvergi hef ég fengið betri vanilluhringi á jólaföstunni og þó að ég hafi fengið uppskriftina hjá Þuru, þá verða þeir aldrei eins. Alltaf biðum við í ofvæni eftir að bridgeklúbburinn yrði búinn hjá Þuru svo við kæmumst í rækju- salatið og marenstertuna. Rækjusal- atið var með grænum aspargs og smákarríi sem gaf því alveg einstakt Þurubragð. Bestu stundirnar áttum við alltaf í jólaprófunum, þegar við sátum tímunum saman og tróðum í okkur volgum jólasmákökum og Þura sagði okkur sögur. Þetta voru sögur af henni sem lítilli stúlku, sög- ur af henni og Villu systur hennar sem yngismeyjum á Laugaveginum á fyrstu pinnahælunum sínum. Sög- ur af fyrstu kynnum hennar og Karls Billich, en þau giftu sig 27. maí 1939. Svo komu mest spennandi sögurnar, þegar Karl var tekinn til fanga í stríðinu og fluttur til Englands í fangabúðir, fyrir tóma tortryggni og misskilning því hann var austurrísk- ur. Þá fór Þura að taka til sinna ráða eins og henni einni var lagið, talaði við mann og annan til að fá hann lát- inn lausan, og lagði á sig hættuför út til að freista þess að ná til hans. Eins og í fallegri skáldsögu náðu þau sam- an aftur, Karl hennar kom heim til Íslands. Þessi saga er öll sögð miklu betur í bókinni „Norður í svalann“ og viðtalsbók Önnu Kristine. Rúsínan í pylsuendanum var svo sagan af því er Þura og Karl Billich keyrðu heim af Landspítalanum í febrúar 1951 með nýfædda stúlkuna sína Sigurborgu Elísabetu og Karl keyrði svo hægt að bíllinn hreyfðist varla úr stað og Þura hélt svo of- urvarlega á henni að hún þorði varla að anda. Það er margs að minnast og ég á þessari fjölskyldu margt að þakka. Það er ómetanlegt að vera velkomin á heimili vina sinna og eiga þar eins konar bakhjarl í lífinu. Sidda og Oddi tóku þessa gestrisni í arf úr sínum foreldrahúsum og höf- um við vinir þeirra notið þess ríku- lega. Það eru fáir eins fljótir að bjóða fram greiða og bregðast vel við ef að kreppir í vinahópnum. Þura var alltaf með viðkvæmt hjarta, en seig og dugleg að rétta sig við milli áfalla síðustu misserin. Sidda endurgalt henni umhyggjuna og natnina sem hún lærði í foreldra- húsum, sá vel um Þuru sína og hélt í hönd hennar til hinstu stundar. Ömmudrengirnir Karl Erlingur læknanemi og Kjartan sem er orðinn fermingardrengur og rokinn upp í loftið, voru augasteinarnir hennar Þuru, hún hafði oft orð á því hve það væri stórkostlegt að fá að fylgjast svona lengi með þeim dafna. Við þökkum Guði fyrir að hafa gefið okk- ur Þuru og kærleikann hennar og sendum Guðrúnu, móður Odda, og öllum aðstandendum samúðarkveðj- ur. Elísabet Berta og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.