Morgunblaðið - 05.03.2004, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 05.03.2004, Qupperneq 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 43 Starfsfólk og nem- endur Vesturbæjar- skóla voru harmi slegin við fráfall Margrétar Þóru Sæmundsdóttur. Margrét Þóra starfaði við skólann með hléum í nokkur ár, fyrst í skóladagvist og síðan í af- leysingum í kennslu samhliða námi í Kennaraháskóla Íslands. Hún lauk kennaranámi um sl. áramót og var í framhaldi af því ráðin sem kennari við bókasafn skólans tímabundið, en í apríl var fyrirhugað að hún tæki við bekkjarkennslu í 5. bekk. Hún var mætt til leiks á ný og nú til að takast á við lífsstarf sitt, kennara- starfið, full af áhuga og lífskrafti. Margrét Þóra rækti störf sín af al- úð og metnaði og lagði sig fram við að búa nemendum fallegt og áhuga- vekjandi umhverfi. Margrét Þóra hleypti ferskum andblæ inn í líf okkar. Hún var glæsileg kona með fágaða framkomu. Hún gekk ákveð- in um ganga skólans, hafði bjart svipmót, geislandi augu og heilsaði alltaf með brosi á vör. Hún var einnig þeirrar náðargáfu aðnjótandi að tala alltaf blítt og hljóðlega til nemenda og veitti þeim þannig dygga og trausta leiðsögn. Það er sárt að hugsa til þess að hafa ekki fengið að njóta starfskrafta Mar- grétar Þóru lengur en raun ber vitni. Að leiðarlokum þökkum við Margréti Þóru dýrmæt kynni og gefandi samstarf. Foreldrum Mar- grétar Þóru, börnunum Júlíu, Daní- el og Sæmundi, unnusta hennar og öðrum ættingjum vottum við okkar dýpstu samúð. Starfsfólk Vesturbæjarskóla. Margrét var frábær kennari og yndisleg persóna. Dóttir hennar, Júlía, var góð vinkona systur minn- ar og því hitti ég þær oft utan skóla. Margrét var alltaf kát og ljúf við alla. Mér þótti afskaplega vænt um hana. Hún var svona persóna sem maður varð að heilsa og brosa til, bara af því hún var til. Allir sem þekktu hana voru virkilega heppnir því hún var alveg frábær í alla staði. Pálmey Helgadóttir, nemandi í Vesturbæjarskóla. Þótt ég hafi ekki þekkt Margréti mikið minnist ég hennar sem góðs kennara sem náði ætíð því góða út úr nemendum sínum. Allur bekk- urinn harmaði dauða hennar. Við töluðum um hana og fleira fólk sem við þekkjum og hefur lent í líkum slysum. Minning hennar mun ætíð vera í huga mínum og bekkjar- félaga minna og ef það er í alvöru til himnaríki þá vona ég að hún eigi eftir að njóta dvalar sinnar þar. Bjartur Dagur Gunnarsson, nemandi í Vesturbæjarskóla. Við kveðjum Möggu, ástkæra vin- konu okkar. Við kynntumst í barna- skóla og gagnfræðaskóla, sjö stelp- ur sem gerðu allt saman. Unglingsárin eru minnisstæð. Endalausar hryllingsmyndabíóferð- ir, náttfatapartý, böll, galsi og for- MARGRÉT ÞÓRA SÆMUNDSDÓTTIR ✝ Margrét Þóra Sæ-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 21. janúar 1959. Hún lést af slysförum föstudaginn 20. febr- úar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 2. mars. vitni og ýmis furðuleg og galin uppátæki. Síðan eltumst við og eignuðumst börn en þrátt fyrir hjónabönd, mismunandi skóla- göngu, dvöl erlendis og annað sem fylgir fullorðinsárum hélst alla tíð sterkt sam- band milli okkar. Samanlagt eignuð- umst við myndarlega barnahjörð og börn okkar þekktust frá unga aldri. Þau voru oft með okkur og samkomurnar voru æði fjörugar þegar allir voru samankomnir. Við vinkonurnar fylgdumst með Möggu dafna og þroskast úr fremur feiminni og stundum óöruggri ung- lingsstúlku í ótrúlega sterka og þrautseiga konu. Það var sama hvað gekk á í lífi Möggu, þá trúði hún alltaf á farsæla lausn og að allt færi vel að lokum. Hún trúði á það góða í manninum og jákvæðni einkenndi lífssýn hennar og allt hennar fas. Galsinn eltist ekki af Möggu og hún var alltaf til í að gera eitthvað óund- irbúið og skemmtilegt. Oft hvíldi mikið á henni en samt fann hún sér alltaf tíma til að lifa lífinu og það með stæl. Og ekki fór minnst fyrir henni þegar við komum saman og létum eins og unglingar, börnum okkar til sárrar armæðu á stundum. Á yngri árum vorum við mikið inni á heimilum hver hjá annarri. Þá kynntumst við vel foreldrum Möggu og systkinum og tengslin við Röggu systur hennar héldust í gegnum árin þar sem þær systur voru mikið saman. Steina, bróður hennar, sáum við sjaldnar en það var alltaf jafn yndislegt þegar það gerðist. Við hugsum því svo sterkt til þeirra nú en þó mest til Sæma, Danna og Júlíu. Klaus, unnusta Möggu, höfðum við ekki náð að kynnast vel en það nægir okkur að vita að hann veitti henni hamingju. Við vottum þeim öllum og öðrum í fjölskyldu Möggu okkar dýpstu samúð og leitum huggunar í góðum minningunum. Drottinn gefi dánum ró en hinum líkn er lifa. Ásdís, Hjördís, Ásta, Maríella, Elsa og Christina. Magga var góð vinkona mæðra okkar og ein úr saumaklúbbnum þeirra. Það má því segja að við höfðum þekkt hana síðan við bætt- umst í þennan stóra vinkvenna- og barnahóp fyrir rúmum tuttugu ár- um. Við eldri krakkarnir sóttum mikið í félagsskap Sæma og eydd- um við ófáum stundum á Hring- brautinni hjá honum, Möggu og allri fjölskyldunni. Aldrei fannst okkur við vera neitt annað en vel- komin þar enda góður andi á heim- ilinu. Hvort sem við krakkarnir vorum að sniglast uppi á háalofti eða niðri í kjallara var Magga aldrei langt undan með glaðværð sína, greið- vikni og jákvæðni. Hún átti ekki sístan þátt í að skapa þennan góða heimilisanda sem náði líka til sam- verustunda saumaklúbbsins og aldrei vantaði brosið hjá henni. Það var mikill hlýleiki og væntumþykja í þessum stóra hópi tveggja kynslóða og við eigum margar sameiginlegar og yndislegar minningar um Möggu. Hugur okkar er hjá Sæma, Danna og Júlíu. Fyrir hönd saumaklúbbskrakk- anna, Ingibjörg Helga, Svala og Hreiðar. Erfitt er að skilja tilgang lífsins oft á tíðum, sérstaklega þegar ungt fólk er hrifið á brott fyrirvaralaust. Lífið beið með útbreiddan faðminn eftir Margréti frænku,sem var nýbúin að klára námið í Kennarahá- skólanum og framtíðin svo björt. En skjótt skipast veður í lofti og verðum við að trúa því að hennar bíði mikilvægara hlutverk á öðrum stað. Mig langar í örfáum orðum að minnast kærrar frænku. Margar af mínum bestu bernskuminningum eru frá Hringbrautinni. Þar var allt- af gaman að vera og sótti ég í að koma þangað og hitta frændsystkini mín. Þar var alltaf líf og fjör, alltaf pláss fyrir eitt barn í viðbót. Við Margrét lékum okkur mikið saman þó nokkur ár bæri á milli, hún var ótrúlega þolinmóð að leyfa mér að skottast á eftir sér. Það var gaman að fylgjast með henni breytast úr sætri stelpu í myndarlega unglings- stúlku og loks í glæsilega konu. Eins og gengur og gerist skiljast oft leiðir þegar fólk fer að búa, eignast börn og við dvöldum báðar langdvölum erlendis. Árin eftir að við Margrét fluttum báðar heim fór- um við að sjá meira hvor af annarri og hugðumst við styrkja böndin, ekki síst þar sem Júlía og Anna Guðbjörg mín náðu vel saman þó sami aldursmunur sé á þeim og okkur Margréti. Þegar ég kveð Margréti koma upp í hugann myndir af henni, alltaf brosandi, alltaf svo fínleg og sæt, alltaf jákvæð og sama viðkvæðið; að allt myndi bjargast. Það gerir það líka núna og sam- heldnin hefur verið einstök hjá Hringbrautarfjölskyldunni gegnum þennan erfiða tíma sem á undan er genginn. Þessi samheldni mun sjá til þess að vel verður hugsað um börnin hennar þrjú . Ég þakka Margréti fyrir sam- fylgdina, Hvíl í friði, kæra frænka. Halla Sigrún. Magga mín. Þeir eru órannsakan- legir vegir þungans sem fylgja vöknun þinni, fyrir hug og hönd okkar allra. Okkar sýn í nýtt líf þitt er depruð en þín tilsýn í okkar er alger og helg. Köllun þín var ávallt við mann- lífið, fjölskylduna, frændfólkið og vinina, þinn aðall. Og það hlýtur að vera af því sem kallið kom, vegna þarfar á þínu lið- sinni til svo margra. Þrenningin þín er í bestu mögu- legu höndum og mínum. Maður veit ekki hvað átt og misst hefur, fyrr en finnur á ný. Þakka þér allt og lýstu okkur í því að ganga fram veginn. Bogi. Við Margrét vorum hátt á þrí- tugsaldri þegar við kynntumst. Hún var yfirveguð og hæversk við fyrstu sýn og svo blátt áfram og lífsglöð við nánari kynni. Það var henni ein- hvern veginn eðlislægt að sjá ein- ungis það góða í fari annarra. Hún ræktaði vináttuna og skrif- aði oft þegar þau bjuggu í Texas hvort ég ætlaði nú ekki að drífa mig í heimsókn til hennar yfir hafið. Hún gætti þess alltaf að leyfa okkur að fylgjast með vexti og viðgangi fjölskyldunnar, hvernig Sæmi Kalli og Daníel aðlöguðust þjóðlífinu án þess að glata nokkru af íslenskum uppruna sínum, fögnuðinum þegar Júlía litla fæddist og kraftinum í Margréti að koma því til leiðar að hún fengi að hefja fjarnám þrátt fyrir andstöðu skólayfirvalda en þeim þótti fjarlægð hennar frá land- inu óhóflega mikil. Þegar hún kom heim til Íslands í frí og við fórum út að borða saman eða hún kom með strákana í mat þá var eins og við hefðum alltaf búið hlið við hlið og drengirnir okkar alltaf leikið sér saman á hverjum degi árið um kring. Þannig var Margrét og þann- ig eru börnin hennar. Hún hafði þessa einstöku hæfileika til að njóta andartaksins og vinanna á þennan hátt. Síðan komu umbrotatímar í lífi okkar. Margrét hafði einhvers kon- ar eðlisávísun eða skilning á fólki sem er mér hulin. Það var eins og hún vissi alltaf hvernig ætti að leysa vanda ef mögulegt var. Nokkru eft- ir að hún flutti aftur heim tókst henni að koma mér í félagsskap sinn sem hafði yndi af að vera innan um fjölmenni. Það var eins og hún vissi án þess að ég segði henni það að núna væri mér óhætt að fara innan um fólk en það sem hamlaði nú væri einungis óttinn. Hún gaf sig ekki fyrr en ég var komin í miðja hringiðu hennar. Síðan fannst henni svo sjálfsagt að ég drægi mig í hlé þegar ég var orðin óhrædd að ferðast um ein, eins sjálfsagt og það að draga mig inn í félagsskapinn. Þetta gerðist allt einhvern veginn án þess að ég áttaði mig á því. Þannig var hún. Hún var sannur vinur vina sinna. Hún hreykti sér ekki af þessum gáfum sínum. Það var jafnvel eins og hún vissi ekki af þeim. Teldi að svona væru nú bara allir. Henni fannst samt aldrei neitt athugavert við að aðrir væru ekki eins, fannst ekkert athugavert við þegar ég hjálpaði henni ekkert með börnin hennar þegar hún flutti heim því það er erfitt að flytja börn á við- kvæmum skólaaldri milli heimsálfa. Ég hélt að við myndum hafa svo ótal mörg ár og svo óendanlega mikinn tíma fram undan til að gleðj- ast saman og skýra hvor annarri frá því sem við höfðum tekist á við á okkar umbrotatímum, tíma til að skýra henni frá hvers vegna ég hélt að mér höndum þegar hún þarfn- aðist þeirra. Sæmundur Karl, Daníel Björn, Júlía Nicole, móðir hennar og faðir, unnusti og systkini. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi guð gefa ykkur styrk og gæta ykkar um ókomin ár. Fanney Halla Pálsdóttir. Ástkær vinkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, UNA KRISTÍN GEORGSDÓTTIR, Baugsstöðum, Stokkseyrarhreppi, sem lést á Landspítalanum laugardaginn 21. febrúar, verður jarðsungin frá Gaulverja- bæjarkirkju laugardaginn 6. mars kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Guðmundur Eggertsson, Páll Siggeirsson, Svanborg Siggeirsdóttir, Pétur Ágústsson, Elín Siggeirsdóttir, Konráð Ásgrímsson, Þórarinn Siggeirsson, Ólafía Guðmundsdóttir, Guðný Siggeirsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Elskuleg systir okkar og frænka, BJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans þriðjudaginn 2. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg S. Sigurjónsdóttir, Þóra Sigurjónsdóttir, Guðríður Halldórsdóttir, Ágúst Halldórsson, Björg Halldórsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Smiðshúsum, Eyrarbakka, andaðist á sjúkrahúsinu á Selfossi þriðju- daginn 2. mars. Jarðarför auglýst síðar. Hilmar Andrésson, Guðný Sigurðardóttir, Óðinn Andersen, Gísli Stefánsson, Björn Hilmarsson, R. Brynja Sverrisdóttir, Úlfhildur Hilmarsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Kolbrún Hilmarsdóttir, Magnús Gíslason, Aldís Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, dóttir, systir og amma, FRANZISCA GUNNARSDÓTTIR, Laufrima 41, Reykjavík, lést á Landspítala Hringbraut miðvikudaginn 3. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Gunnar Björn Gunnarsson, Signý Sveinsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Katrín Gunnarsdóttir, Róbert Dagur Gunnarsson og Andrea Sif Gunnarsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.