Morgunblaðið - 05.03.2004, Síða 44
MINNINGAR
44 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Pabbi minn hefði orð-
ið 55 ára í dag. Hann
bar aldurinn vel og
hafði gaman af tilver-
unni. Gott dæmi um það hve unglegur
hann var er að fyrir nokkrum árum
var ég með honum í verslun og hitti
kunningjakonu sem brosti mjög
kankvíslega til mín. Stuttu seinna
spurði hún hvort þetta væri nýi kær-
astinn – ég skellihló og sagði henni
rígmontin að þetta hefði verið pabbi
minn!
Á þessum 55. afmælisdegi hans eru
HERMANN
SVEINBJÖRNSSON
✝ Hermann Þor-valdur Svein-
björnsson fæddist í
Neskaupstað 5. mars
1949. Hann lést á
heimili sínu í Garða-
bæ 16. júlí 2003 og
var útför hans gerð
frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði 22. júlí.
tæpir átta mánuðir frá
því hann dó og mér
finnst það alltaf jafn-
undarleg tilhugsun að
hann sé ekki lengur
hérna, að ég sjái hann
ekki aftur. Oftar en ekki
hugsa ég um hvað það
væri ómetanlegt að geta
hitt hann einu sinni enn.
Bara til að faðma hann
eins og við gerðum,
segja honum hvað hann
skipti mig miklu máli,
hvað stingurinn í mag-
anum er sár í hvert sinn sem eitthvað
minnir mig á hann og hversu innilega
mér tekst stundum að hlæja að
skemmtilegum minningum okkar
saman. Hvað ég sakni hans sárt.
Við pabbi vorum sammála um að
hingað værum við komin til að læra
og á þessu öllu hef ég lært, svo sann-
arlega, bara ef hann gæti séð til mín. Í
veikindum sínum tókst pabba hvað
eftir annað í öllu andstreyminu að líta
björtum augum á tilveruna. Mér
fannst þetta jákvæða viðmót hans
stundum svo furðulegt miðað við að-
stæður að það hvarflaði að mér að
hann væri að þykjast – en svo var
ekki. Hann átti sína daga sem voru
ekki auðveldir, það skildu allir, en
alltaf tókst honum að snúa því við og
ná í brosið aftur. Með því að fylgjast
með honum og taka þátt í lífi hans
lærði ég á mjög skömmum tíma að
það er hægt að vera jákvæður þrátt
fyrir erfiðleika. Ég held reyndar að
litli labbakútur, hann Máni Freyr,
hafi oft verið uppspretta þeirrar ein-
lægu gleði og þakklætis sem afinn
fann fyrir.
Já, Máni Freyr er að missa af
miklu. Það sást strax að þarna var að-
dáun tveggja einstaklinga gagnkvæm
og pabbi hefði líklega haft þó nokkur
áhrif á líf þessa litla snáða. Pabbi var
farinn að velta fyrir sér hvernig skíði
sá stutti ætti að fá og ég mun gera
eins og ég get til að kenna honum
listina að skíða niður brekkurnar eins
og afinn gerði svo frábærlega. Það
kæmi mér ekki á óvart að kennsluað-
ferðir hans yrðu í aðalhlutverki í
brekkunum! Faðmaðu dalinn, Katrín,
kallaði hann á eftir mér. Hann var
stoltur af mér og leiðbeindi mér af
sinni alkunnu skíðasnilld.
Dags daglega var pabbi einn af
mínum dyggustu stuðningsmönnum.
Hann gagnrýndi mig, oft að mér
fannst á óvæginn hátt en alltaf kom
hann inn á eitthvað jákvætt líka og
hvatti mig áfram. Þessi lífsreyndi
maður trúði á mig og fannst ég vera
að feta rétta braut í lífinu.
Ég sakna nærveru hans og okkar
ótal samtala sem voru innihaldsrík og
gefandi. Bíltúrarnir í Heiðmörk
gleymast aldrei og ekki heldur ristaða
brauðið sem hann bar fram eins og
það væri dýrindis máltíð, sem það var
– þegar hann bar það á borð. Ég
sakna pabba.
Elsku hjartans pabbi minn – þú ert
í huga mér og hjarta, alltaf. Ég held
áfram að segja Mána Frey frá þér –
hann fær afmælisútgáfu í kvöld.
Þín dóttir
Katrín Brynja.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐNÝ BERGSVEINSDÓTTIR,
Hornbrekku,
Ólafsfirði,
sem lést miðvikudaginn 25. febrúar, verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
9. mars kl. 13.30.
Kveðjuathöfn verður í Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 6. mars kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlega bent á að láta Horn-
brekku í Ólafsfirði eða Hólmavíkurkirkju njóta þess.
Björk Arngrímsdóttir,
Guðbjörn Arngrímsson, Guðbjörg Þorsteinsdóttir,
Reynir Arngrímsson, Þorbjörg Hólmgeirsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÞORGEIR JÓN EINARSSON,
Hrafnistu,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut mið-
vikudaginn 3. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Einar Þorgeirsson, Sigrún Edvardsdóttir,
Magnús Ingvar Þorgeirsson, Sigríður Gunnarsdóttir,
Ingigerður Þorgeirsdóttir, Ingólfur Guðnason,
Anna Þorgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
ARNBJÖRN ÁRNI KJARTANSSON,
Sólvallagötu 28,
Keflavík,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 19. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug.
Guð blessi ykkur.
Gunnhildur Þ. Hjarðar,
Sigurður Arnbjörnsson,
Kjartan Arnbjörnsson, Kristín Róbertsdóttir,
Salóme B. Arnbjörnsdóttir, Scott Davidsson,
Guðfinna B. Arnbjörnsdóttir, Arnoddur Jónsson,
Arnhildur H. Arnbjörnsdóttir, Guðmundur Björnsson,
Arnbjörn Barbato,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HALLDÓR JÓNASSON,
Skúlagötu 4,
Stykkishólmi,
lést á St. Franciskusspítala Stykkishólmi mið-
vikudaginn 3. mars.
Jarðarför auglýst síðar.
Sigríður Pétursdóttir,
Eggert Halldórsson,
Þórir Halldórsson,
Erla Halldórsdóttir,
Gyða Stefanía Halldórsdóttir,
tengdabörn og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
MAGGA ALDA ÁRNADÓTTIR
frá Núpakoti,
lést mánudaginn 1. mars.
Útförin fer fram frá Eyvindarhólakirkju miðviku-
daginn 10. mars kl. 14.00.
Þorvaldur Sigurjónsson,
Hafdís Þorvaldsdóttir, Matthías Jón Björnsson,
Guðlaug Þorvaldsdóttir, Árni Gunnarsson
og barnabörn.
Einn af öðrum
kveðja þeir gömlu vin-
irnir og félagarnir. Það
var það fyrsta sem að
mér hvarflaði þegar
Jóhannes, tengdasonur Garðars,
hringdi til að segja mér að tengda-
pabbi hans væri látinn og hann vildi
að ég vissi það beint frá fjölskyld-
unni, vegna vinskapar og tengsla
okkar Garðars um margra ára skeið.
Garðar, eða Gæi Ben eins og
margir kölluðu hann, var mikill
sómamaður í öllu sínu lífi, barst ekki
mikið á en var traustur og góður
þjóðfélagsþegn. Þessi orð eiga við
hann og marga aðra sameiginlega
vini sem fallnir eru frá og voru okkur
samtíða um áratugaskeið, m.a. í
Sementsverksmiðju ríkisins.
Þegar okkar leiðir lágu fyrst sam-
an þá var Garðar afgreiðslumaður í
pökkunarstöðinni, síðar varð hann
afgreiðslustjóri, öll sín verk leysti
hann af sömu alúð. Við áttum saman
gleðistundir með bridgefélögunum
og á árshátíðum og ferðum á vegum
SFSR. Fjölskyldu Garðars kynntist
ég eftir því sem árin liðu og bera af-
komendur öll merki foreldra sinna
með alúð og virðingu fyrir þeim sem
þau eiga samskipti við.
Undirritaður naut frá því fyrsta
leiðsagnar á pólitískum vettvangi af
✝ Garðar Berg-mann Benedikts-
son fæddist á Akra-
nesi 27. júlí 1919.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Akraness 17.
febrúar síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Akranes-
kirkju 24. febrúar.
hálfu Garðars. Hann
var jafnaðarmaður eins
og hugtakið lýsir best,
og var mjög umhugað
um að rétta hlut þeirra
sem minna máttu sín í
þjóðfélaginu, einnig
bar Garðar mikla um-
hyggju fyrir framgangi
og framförum á Akra-
nesi. Mér eru minnis-
stæð mörg viðtöl sem
við áttum um bæjar-
málin, t.d. sagði Garðar
strax í upphafi að gott
samgöngukerfi, hreinn
og snyrtilegur bær og góð þjónusta
bæjaryfirvalda væri grunnurinn að
góðu samfélagi. Hann var óþreyt-
andi að aðstoða undirritaðan þau ár
sem ég sat í bæjarstjórn fyrir Al-
þýðuflokkinn hér á Akranesi.
Garðar fylgdi fast eftir málefnum
Alþýðuflokksins og var einn af mörg-
um traustum félögum á bak við þing-
fulltrúa hans á Vesturlandi. Ekki var
Garðar sáttur við hvernig samruna
flokkanna á bak við Samfylkinguna
bar að en persónulegur stuðningur
brást aldrei engu að síður.
Við leiðarlok viljum við þakka góð-
um dreng samfylgdina. Við vottum
Ástu og fjölskyldunni allri okkar
innilegustu samúð. Megi góður guð
styðja ykkur á þungbærri kveðju-
stund.
Edda og Gísli S. Einarsson,
Akranesi.
Elsku afi.
Nú þegar þú ert farinn er svo
margs að minnast, allar þær stundir
sem við áttum saman eru ómetanleg-
ar og gleymast seint.
Þegar við vorum lítil var alltaf svo
gaman að koma til ykkar ömmu á
Stekkjó.
Þú varst alltaf til í leiki, sama þótt
við vildum fara upp á háaloft eða út í
garð í fótbolta. Sveitarúntar og
tjaldútilegur verða lengi í minnum
hafðar, þá var mikil keppni hjá okk-
ur krökkunum um að fá að vera í bíl
hjá ykkur ömmu.
Nú á seinni árum hefur þú verið
fyrirmynd okkar. Þú varst alltaf svo
lífsglaður, hlýr og duglegur. Þú varst
mesti snyrtipinni, alltaf svo fínn til
fara með hatta eða fínar derhúfur, og
að sjálfsögðu var allt á sínum stað í
bílskúrnum.
Það er skrítið að hugsa til þess að
hitta þig ekki aftur. Þín verður sárt
saknað elsku afi.
Við biðjum góðan guð að veita
ömmu Ástu styrk á þessum erfiðu
tímum.
Er finna vil hlýju, ég hugsa til þín
þó harmur og sorg reyna að villa mér sýn,
þá hugsa ég til þess, hvernig brostir til mín
ég fyllist af hlýju er ég hugsa til þín.
Þú áfram munt lifa í hjarta mér
þar að eilífu varðveita mynd af þér
þú bjartasta stjarna í guðsenglaher
við hittumst á ný, þegar kemur að mér
(Maren Hauksdóttir.)
Ástarkveðjur.
Rakel og Styrmir.
Elsku afi.
Ég vil þakka þér fyrir hvað þú
varst mér góður. Mér fannst alltaf
notalegt að vera hjá þér og spjalla
við þig. Það var gaman að safna jók-
erum fyrir þig og ég ætla að halda
áfram að safna þeim fyrir þig og
passa vel upp á allt safnið.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Prestshólum.)
Þín
Kristrún.
GARÐAR
BERGMANN
BENEDIKTSSON
AFMÆLIS- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er
minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist)
eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð-
synlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrifuðum greinum.
Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á út-
farardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en
það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma
eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og
klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmark-
að getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins
tiltekna frests.
Frágangur afmælis-
og minningargreina