Morgunblaðið - 05.03.2004, Side 49
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 49
Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf kl.
13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall.
Háteigskirkja. Eldriborgarastarf. Brids-
aðstoð kl. 13. Kaffi kl. 15.
Langholtskirkja. Lestur Passíusálma
kl. 18 í Guðbrandsstofu í anddyri Lang-
holtskirkju. Allir velkomnir.
Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl.
10–12. Kaffi og spjall.
Grafarvogskirkja. Lestur passíusálma
kl. 18.15. 8. sálmur. Prédikun Kristí fyr-
ir gyðingum. Helgi Hjörvar varaborgar-
fulltrúi les.
Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 yngri-
deildarstarf Lindakirkju og KFUM&K í
húsinu á Sléttunni, Uppsölum 3. Krakk-
ar á aldrinum 8–12 ára velkomnir.
Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar,
Kirkjukrakkar, er í Lágafellsskóla.
Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 20
samkirkjuleg bænastund í tengslum við
alþjóðlegan bænadag kvenna. Umsjón-
arfólk.
Keflavíkurkirkja. Alþjóðlegur bænadag-
ur kvenna. Samkirkjuleg samkoma í
Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 20.30.
Njarðvíkurkirkja. (Innri-Njarðvík).
Bænadagur kvenna. Samvera verður í
kirkjunni í kvöld kl. 20 í tilefni alþjóða-
bænadags kvenna. Konur eru hvattar til
að fjölmenna.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam-
komur alla laugardaga kl. 11. Bæna-
stund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíu-
fræðsla allan sólarhringinn á Útvarpi
Boðun FM 105,5. Allir velkomnir.
Fríkirkjan Kefas. 13–16 ára starf kl.
19.30. Samvera, fræðsla og fjör. Allir
13–16 ára velkomnir. Nánari upplýsing-
ar á www.kefas.is
Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.30
barnagospel fyrir krakka 4–12 ára. Kl.
10–18 okkar vinsæli flóamarkaður op-
inn. Alþjóðlegur bænadagur kvenna er
að þessu sinni í Kaþólsku kirkjunni í
Hrafnagilsstræti 2. Hefst samveran kl.
20. Allar konur eru hvattar til að mæta
og vera með um þessa stund.
Stærra-Árskógskirkja. Helgistund verð-
ur í kvöld kl. 20 á Alþjóðlegum bæna-
degi kvenna. Allir velkomnir.
Egilsstaðakirkja. Samkoma kl. 20 á al-
þjóðlegum bænadegi kvenna í Kirkju-
selinu í Fellabæ.
Safnaðarstarf
beyondparadise
Kynnum nýtt ilmvatn frá
Alsæla ilmsins.
Á vængjum hugarflugsins - óvenjulegur
og hrífandi ilmur.
w
w
w
.e
ste
el
au
de
r.c
om
/b
ey
on
dp
ar
ad
is
e
Laugardagsmorgun
með Garðbæingum
Ásdís Halla Bragadóttir og Páll Hilmarsson, bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ munu taka á móti gestum
nk. laugardag, 6. mars 2004 í húsnæði Sjálfstæðisfélagsins í
Garðabæ á Garðatorgi 7, frá klukkan 10.00-12.00.
Nýir félagar eru boðnir sérstaklega velkomnir á fundinn.
Kaffiveitingar í boði.
Kynnið ykkur málefni félagsins á www.gardar.is
Verum blátt áfram
Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Garðabæ
Ásdís Halla
Bragadóttir
Páll
HIlmarsson
Kirkjuvika í
Hveragerðiskirkju
KIRKJUVIKA er í Hveragerð-
iskirkju dagana 7.–14. mars 2004.
Dagskrá vikunnar:
Sunnudagur 7. mars: Kl. 14.00
messa með Taizé-söngvum, sem eru
mjög auðveldir til söngs, fallegir,
blæbrigðaríkir. Fermingarbörn og
foreldrar sérstaklega hvattir til að
mæta og taka þátt í messunni. Að-
alsafnaðarfundur Hveragerð-
issóknar eftir messu.
Sýning nemenda á blómaskreyt-
ingabraut Garðyrkjuskóla ríkisins
verður opnuð í kirkjunni í messu-
lok.
Kl. 20.00 trúarljóð í íslenskum
handritum. Dagskrá í ljóðum, tón-
um og myndum. Trúin í versum og
vísum. Hvernig trúir fólk og hvern-
ig tjáir fólk trú sína? Kveðskapur
og ljóðagerð er þjóðleg, íslensk að-
ferð við að tjá hug sinn og einlægar
kenndir. Trú þjóðarinnar birtist
gjarnan skýrt í slíkum kveðskap þó
að fæst af því efni hafi birst á prenti
í sálmabókum eða verið aðgengi-
legt til opinberra nota. Umsjón:
Kári Bjarnason og Pjetur Hafstein
Lárusson.
Kl. 10–17 alla daga vikunnar
verða kirkjan og sýningin opnar og
á þeim tímum sem auglýstir dag-
skrárliðir eru í kirkju og safn-
aðarheimili.
Mánudagur 8. mars: Kl. 12.15 há-
degisbænir. Kl. 12.45–16.30 ferm-
ingarfræðsla. Kl. 18.00 kvöldbænir
Þriðjudagur 9. mars: Árdegis:
Leiksýningar fyrir leikskólabörn
og yngri bekki grunnskólans. Hans
klaufi í uppfærslu Stopp-leikhóps-
ins. Kl. 10.00. Foreldramorgunn.
Kl. 12.15 Hádegisbænir. Kl. 15–16
fermingarfræðsla. Kl. 18.00 kvöld-
bænir.
Miðvikudagur 10. mars: Kl. 12.15
hádegisbænir. Kl. 18.00 kvöldbæn-
ir. Kl. 20.00 opin kirkjukórsæfing –
öllum er velkomið að líta inn á æf-
ingunni, fylgjast með og fræðast
um starf og verkefni kirkjukórsins.
Fimmtudagur 11. mars: Kl. 12.15
hádegisbænir. Kl. 18.00 kvöldbæn-
ir. Orgelstund – nemendur úr Tón-
skóla þjóðkirkjunnar leika á orgel
kirkjunnar. Bjartur Logi Guðna-
son, Gunnhildur Baldursdóttir, Jón
Bjarnason, Julian Edward Isaacs.
Föstudagur 12. mars: Kl. 12.15
hádegisbænir. Kl. 18.00 kvöldbæn-
ir. Kl. 20.00 Kristur og Hollywood
trú í kvikmyndum. Kristur og trúin
birtast með ýmsu móti á hvíta tjald-
inu og skírskotun til trúararfs
kristninar og Biblíunnar er marg-
vísleg þó að okkur bíógestum sé
það ekki alltaf ljóst. Þorkell Á. Ótt-
arsson sýnir dæmi úr kvikmyndum
og ræðir um Krist í Hollywood.
Laugardagur 13. mars: Kl.
10.00–17.00 opin sýning.
Sunnudagur 14. mars: Kl. 14.00
fundur með fermingarbörnum og
foreldrum. Kl. 20.00 tónleikar
Kirkjukórs Hveragerðis- og Kot-
strandarsóknar.
Jón Ragnarsson.
Alþjóðlegur bænadag-
ur kvenna: Í trú móta
konur heiminn
ÁRLEGA koma saman konur í
nærri 200 löndum um allan heim til
bænastunda fyrsta föstudag í mars.
Þetta er samkirkjulegt starf og
undirbúið í sjálfboðavinnu af kon-
um á öllum aldri.
Hér á landi standa 10 kristin fé-
lög innan og utan þjóðkirkju að
bænadeginum, sem haldinn hefur
verið á Íslandi samfleytt í fjörutíu
ár. Þetta árið bjóða konurnar í
Hjálpræðishernum konum og körl-
um af höfuðborgarsvæðinu að
koma til samverustundar í Herkast-
alanum föstudagskvöldið 5. mars
nk. kl. 20. Víða um land verður
einnig boðað til bænastunda og
auglýst á hverjum stað.
Efni bænastundarinnar árið 2004
kemur frá Panama og er yfirskrift-
in: „Í trú móta konur heiminn“. Þar
erum við minnt á mikilvæga stöðu
kvenna sem í gegnum tíðina hafa
mótað heimilin og þar með þjóð-
irnar af trú til trúar.
Á samkomunni í Reykjavík verð-
ur sagt frá konum úr nokkrum
kirkjudeildum sem hver á sinn hátt
voru í fararbroddi kristnilífs hér-
lendis og erlendis. Þá verður líf-
legur söngur á spænku og íslensku
undir stjórn Mirjam Óskarsdóttur
og tónlistarkvenna úr Aðventkirkj-
unni og Veginum.
Minnt er á samskotin sem renna
til Hins íslenska Biblíufélags að
vanda. Alþjóðlegur bænadagur
kvenna er vettvangur samstöðu og
trúareflingar. Allir velkomnir.
Morgunblaðið/Árni SæbergHveragerðiskirkja.
Þessi bekkur heimsótti Morgunblaðið í tengslum við verkefnið Dagblöð í
skólum. Dagblöð í skólum er samstarfsverkefni á vegum Fræðslu-
miðstöðvar Reykjavíkur sem Morgunblaðið tekur þátt í á hverju ári. Að
lokinni verkefnaviku þar sem nemendur vinna með dagblöð á marg-
víslegan hátt í skólanum koma þeir í kynnisheimsókn á Morgunblaðið og
fylgjast með því hvernig nútímadagblað er búið til. Kærar þakkir fyrir
komuna, krakkar!
Morgunblaðið/Jim Smart
7. bekkur GS í Korpuskóla.
FRÉTTIR
UNGIR jafnaðarmenn í Reykjavík
harma að landbúnaðarráðherra telji
það fjarstæðu að bændur komi sér
upp stórum kúabúum með allt að 200–
500 kúm. Þeir sem vilja reka mjólk-
urbú eigi að hafa frjálsar hendur um
stærð búa sinna, svo lengi sem þeir
fara eftir settum reglum. Ungir jafn-
aðarmenn beina því til landbúnaðar-
ráðherra að eyða orku sinni frekar í
að reyna að draga úr útgjöldum rík-
isins vegna mjólkurframleiðslu.
„Þessi fjárútlát eru nú um 4,5 millj-
arðar króna á ári samkvæmt fjárlaga-
frumvarpi fyrir árið 2004. Það er trú
Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík að
með minni ríkisafskiptum af landbún-
aði myndi vera hægt að draga veru-
lega úr útgjöldum ríkissjóðs.“
Styðja stór
kúabú
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111