Morgunblaðið - 05.03.2004, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 05.03.2004, Qupperneq 49
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 49 Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja. Eldriborgarastarf. Brids- aðstoð kl. 13. Kaffi kl. 15. Langholtskirkja. Lestur Passíusálma kl. 18 í Guðbrandsstofu í anddyri Lang- holtskirkju. Allir velkomnir. Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Kaffi og spjall. Grafarvogskirkja. Lestur passíusálma kl. 18.15. 8. sálmur. Prédikun Kristí fyr- ir gyðingum. Helgi Hjörvar varaborgar- fulltrúi les. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 yngri- deildarstarf Lindakirkju og KFUM&K í húsinu á Sléttunni, Uppsölum 3. Krakk- ar á aldrinum 8–12 ára velkomnir. Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar, Kirkjukrakkar, er í Lágafellsskóla. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 20 samkirkjuleg bænastund í tengslum við alþjóðlegan bænadag kvenna. Umsjón- arfólk. Keflavíkurkirkja. Alþjóðlegur bænadag- ur kvenna. Samkirkjuleg samkoma í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 20.30. Njarðvíkurkirkja. (Innri-Njarðvík). Bænadagur kvenna. Samvera verður í kirkjunni í kvöld kl. 20 í tilefni alþjóða- bænadags kvenna. Konur eru hvattar til að fjölmenna. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíu- fræðsla allan sólarhringinn á Útvarpi Boðun FM 105,5. Allir velkomnir. Fríkirkjan Kefas. 13–16 ára starf kl. 19.30. Samvera, fræðsla og fjör. Allir 13–16 ára velkomnir. Nánari upplýsing- ar á www.kefas.is Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.30 barnagospel fyrir krakka 4–12 ára. Kl. 10–18 okkar vinsæli flóamarkaður op- inn. Alþjóðlegur bænadagur kvenna er að þessu sinni í Kaþólsku kirkjunni í Hrafnagilsstræti 2. Hefst samveran kl. 20. Allar konur eru hvattar til að mæta og vera með um þessa stund. Stærra-Árskógskirkja. Helgistund verð- ur í kvöld kl. 20 á Alþjóðlegum bæna- degi kvenna. Allir velkomnir. Egilsstaðakirkja. Samkoma kl. 20 á al- þjóðlegum bænadegi kvenna í Kirkju- selinu í Fellabæ. Safnaðarstarf beyondparadise Kynnum nýtt ilmvatn frá Alsæla ilmsins. Á vængjum hugarflugsins - óvenjulegur og hrífandi ilmur. w w w .e ste el au de r.c om /b ey on dp ar ad is e Laugardagsmorgun með Garðbæingum Ásdís Halla Bragadóttir og Páll Hilmarsson, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ munu taka á móti gestum nk. laugardag, 6. mars 2004 í húsnæði Sjálfstæðisfélagsins í Garðabæ á Garðatorgi 7, frá klukkan 10.00-12.00. Nýir félagar eru boðnir sérstaklega velkomnir á fundinn. Kaffiveitingar í boði. Kynnið ykkur málefni félagsins á www.gardar.is Verum blátt áfram Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Garðabæ Ásdís Halla Bragadóttir Páll HIlmarsson Kirkjuvika í Hveragerðiskirkju KIRKJUVIKA er í Hveragerð- iskirkju dagana 7.–14. mars 2004. Dagskrá vikunnar: Sunnudagur 7. mars: Kl. 14.00 messa með Taizé-söngvum, sem eru mjög auðveldir til söngs, fallegir, blæbrigðaríkir. Fermingarbörn og foreldrar sérstaklega hvattir til að mæta og taka þátt í messunni. Að- alsafnaðarfundur Hveragerð- issóknar eftir messu. Sýning nemenda á blómaskreyt- ingabraut Garðyrkjuskóla ríkisins verður opnuð í kirkjunni í messu- lok. Kl. 20.00 trúarljóð í íslenskum handritum. Dagskrá í ljóðum, tón- um og myndum. Trúin í versum og vísum. Hvernig trúir fólk og hvern- ig tjáir fólk trú sína? Kveðskapur og ljóðagerð er þjóðleg, íslensk að- ferð við að tjá hug sinn og einlægar kenndir. Trú þjóðarinnar birtist gjarnan skýrt í slíkum kveðskap þó að fæst af því efni hafi birst á prenti í sálmabókum eða verið aðgengi- legt til opinberra nota. Umsjón: Kári Bjarnason og Pjetur Hafstein Lárusson. Kl. 10–17 alla daga vikunnar verða kirkjan og sýningin opnar og á þeim tímum sem auglýstir dag- skrárliðir eru í kirkju og safn- aðarheimili. Mánudagur 8. mars: Kl. 12.15 há- degisbænir. Kl. 12.45–16.30 ferm- ingarfræðsla. Kl. 18.00 kvöldbænir Þriðjudagur 9. mars: Árdegis: Leiksýningar fyrir leikskólabörn og yngri bekki grunnskólans. Hans klaufi í uppfærslu Stopp-leikhóps- ins. Kl. 10.00. Foreldramorgunn. Kl. 12.15 Hádegisbænir. Kl. 15–16 fermingarfræðsla. Kl. 18.00 kvöld- bænir. Miðvikudagur 10. mars: Kl. 12.15 hádegisbænir. Kl. 18.00 kvöldbæn- ir. Kl. 20.00 opin kirkjukórsæfing – öllum er velkomið að líta inn á æf- ingunni, fylgjast með og fræðast um starf og verkefni kirkjukórsins. Fimmtudagur 11. mars: Kl. 12.15 hádegisbænir. Kl. 18.00 kvöldbæn- ir. Orgelstund – nemendur úr Tón- skóla þjóðkirkjunnar leika á orgel kirkjunnar. Bjartur Logi Guðna- son, Gunnhildur Baldursdóttir, Jón Bjarnason, Julian Edward Isaacs. Föstudagur 12. mars: Kl. 12.15 hádegisbænir. Kl. 18.00 kvöldbæn- ir. Kl. 20.00 Kristur og Hollywood trú í kvikmyndum. Kristur og trúin birtast með ýmsu móti á hvíta tjald- inu og skírskotun til trúararfs kristninar og Biblíunnar er marg- vísleg þó að okkur bíógestum sé það ekki alltaf ljóst. Þorkell Á. Ótt- arsson sýnir dæmi úr kvikmyndum og ræðir um Krist í Hollywood. Laugardagur 13. mars: Kl. 10.00–17.00 opin sýning. Sunnudagur 14. mars: Kl. 14.00 fundur með fermingarbörnum og foreldrum. Kl. 20.00 tónleikar Kirkjukórs Hveragerðis- og Kot- strandarsóknar. Jón Ragnarsson. Alþjóðlegur bænadag- ur kvenna: Í trú móta konur heiminn ÁRLEGA koma saman konur í nærri 200 löndum um allan heim til bænastunda fyrsta föstudag í mars. Þetta er samkirkjulegt starf og undirbúið í sjálfboðavinnu af kon- um á öllum aldri. Hér á landi standa 10 kristin fé- lög innan og utan þjóðkirkju að bænadeginum, sem haldinn hefur verið á Íslandi samfleytt í fjörutíu ár. Þetta árið bjóða konurnar í Hjálpræðishernum konum og körl- um af höfuðborgarsvæðinu að koma til samverustundar í Herkast- alanum föstudagskvöldið 5. mars nk. kl. 20. Víða um land verður einnig boðað til bænastunda og auglýst á hverjum stað. Efni bænastundarinnar árið 2004 kemur frá Panama og er yfirskrift- in: „Í trú móta konur heiminn“. Þar erum við minnt á mikilvæga stöðu kvenna sem í gegnum tíðina hafa mótað heimilin og þar með þjóð- irnar af trú til trúar. Á samkomunni í Reykjavík verð- ur sagt frá konum úr nokkrum kirkjudeildum sem hver á sinn hátt voru í fararbroddi kristnilífs hér- lendis og erlendis. Þá verður líf- legur söngur á spænku og íslensku undir stjórn Mirjam Óskarsdóttur og tónlistarkvenna úr Aðventkirkj- unni og Veginum. Minnt er á samskotin sem renna til Hins íslenska Biblíufélags að vanda. Alþjóðlegur bænadagur kvenna er vettvangur samstöðu og trúareflingar. Allir velkomnir. Morgunblaðið/Árni SæbergHveragerðiskirkja. Þessi bekkur heimsótti Morgunblaðið í tengslum við verkefnið Dagblöð í skólum. Dagblöð í skólum er samstarfsverkefni á vegum Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur sem Morgunblaðið tekur þátt í á hverju ári. Að lokinni verkefnaviku þar sem nemendur vinna með dagblöð á marg- víslegan hátt í skólanum koma þeir í kynnisheimsókn á Morgunblaðið og fylgjast með því hvernig nútímadagblað er búið til. Kærar þakkir fyrir komuna, krakkar! Morgunblaðið/Jim Smart 7. bekkur GS í Korpuskóla. FRÉTTIR UNGIR jafnaðarmenn í Reykjavík harma að landbúnaðarráðherra telji það fjarstæðu að bændur komi sér upp stórum kúabúum með allt að 200– 500 kúm. Þeir sem vilja reka mjólk- urbú eigi að hafa frjálsar hendur um stærð búa sinna, svo lengi sem þeir fara eftir settum reglum. Ungir jafn- aðarmenn beina því til landbúnaðar- ráðherra að eyða orku sinni frekar í að reyna að draga úr útgjöldum rík- isins vegna mjólkurframleiðslu. „Þessi fjárútlát eru nú um 4,5 millj- arðar króna á ári samkvæmt fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 2004. Það er trú Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík að með minni ríkisafskiptum af landbún- aði myndi vera hægt að draga veru- lega úr útgjöldum ríkissjóðs.“ Styðja stór kúabú AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.