Morgunblaðið - 05.03.2004, Side 52

Morgunblaðið - 05.03.2004, Side 52
52 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Lukku Láki – Hefnarinn ENDIR © DARGAUD Grettir Smáfólk Smáfólk Í ÞETTA SINN GEKKSTU OF LANGT! BIDDU NÚ BÆNIRNAR ÞÍNAR... ÁÐUR EN ÞÚ SETUR ÞIG UPP Á MÓTI HEFNARANUM ZOTTO ÞÁ ER EITT SEM ÞÚ ÆTTIR AÐ VITA. SÉRÐU ÞENNAN VASAKLÚT? KLUKKAN ER ORÐIN SVO MARGT. AFSAKAÐU, EN ÉG VERÐ AÐ FARA. Í ANNAN BÆ 100 MÍLUR HÉÐAN! JÆJA?! HVERNIG LÍST ÞÉR Á ÞETTA JÓI? HINIR AUÐNULEYSINGJARNIR FYLGJA FLJÓTLEGA Í SPOR JÓA... ÞAÐ ERU ALLTAF ÞEIR BESTU SEM HVERFA... Ó JÁ SNIFF! ALLIR BÆJARBÚAR META OG VIRÐA HEFNARANN... OG KONAN HANS GEFUR HONUM TVÖ FALLEG B0RN... I’M A POOR LONESOME COWBOY AND A LONG WAY FROM HOME SJÁIÐ BLÓMIN OKKAR, HEYRIÐ FUGLASÖNGINN OG COYOTE GULCH VARÐ FLJÓTT AÐ ÞEIM LETILEGA SMÁBÆ SEM HANN VILDI VERA... HALLÓ, ER ÞETTA HJÁ TÆKJAVIÐGERÐUM HALLA? ÉG ER HRÆDDUR UM AÐ ÞAÐ SÉ ILLUR ANDI Í BRAUÐRISTINNI MINNI. GÆTIRÐU KOMIÐ OG LITIÐ Á... HANN LAGÐI Á MIG! NEI, ÉG HELD AÐ BRAUÐRISTIN HAFI KLIPPT Á SÍMALÍNUNA! KÆRI ... RITARAR ERU EKKI MIKILS VIRÐI Á MÁNUDAGSMORGNUM ÞAÐ ERU TÍU MÍNÚT- UR YFIR EITT KLUKKAN ER HÁLF TVÖ... KLUKKAN ER KORTER Í... Á ÞRIÐJUDÖGUM ERU RITARAR ALLTAF SEINIR ÚR HÁDEGISMAT... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG vil hér með koma á framfæri ánægju minni í þinn garð og kæru þakklæti. Ég get vart lýst kæti minni þegar ég fékk póstsendingu frá þér ekki alls fyrir löngu, stílaða á mig persónulega. Þar var nefnilega á ferð þvottaefni, og svo rausnarlega útilátið að duga mun í heila vél. En bíðum við, hvað kemur svo á daginn þegar ég skoða innihaldið betur? Ekki nóg með að þarna sé bréfsekk- ur fullur af dýrindis þvottadufti heldur leynist líka könnun í pakk- anum. Vegna starfs míns á ég frekar auðvelt með að hnýsast í bréfasend- ingar til fólks og tók ég því eftir að markhópurinn í þessu tilfelli er ung- ar konur. Er ekki lífið yndislegt? Hérna er þá á ferð metnaðarfullur þvottaefnaframleiðandi að kalla á hjálp framtíðarkúnna sinna. Takk fyrir að vilja fá að vita hvað við vilj- um. Við skulum sko hjálpast að við að búa til gott þvottaefni. Oh, þetta er svo fallegt. Þetta kalla ég líka þjónustu við al- menninginn í þessu landi, og kær- komna aðstoð. Á þessum síðustu og verstu tímum upplausnar í sam- félaginu er oft erfitt fyrir unga konu að vita í hvorn fótinn hún á að stíga (þann loðna eða þann hárlausa). Við- leitni þín, kæri umboðsaðili, bætist í hóp viðleitni nokkurra annarra til- litssamra auglýsenda sem leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir ringulreið í heimilishaldi lands- manna. Ég meina, þegar maður hugsar dæmið til enda áttar maður sig á því að það er ekki hægt að gefa sér að ungir karlmenn snúist í svonalöguðu. Þetta eru þreyttir menn, útjaskaðir eftir álag dagsins í krefjandi starfi og námi. Að kvöldi er svo ekki hægt að láta greyin standa við þvotta fram á nótt. Nei, uss! Mér skilst að hér á árum áður hafi ekki verið þetta eilífa hringl á verkaskiptingu innan heimilanna. Þá vissi fólk alveg hvaða verkum það átti að sinna og gekk beint í þau án allra málalenginga. Fyrirvinnur heimilanna mega náttúrulega ekkert vera að þessu stússi og hinir móður- og kvenlausu eru jú annálaðir skítapésar. Þess vegna tileinka ég, með glöðu geði, stundarkorn úr degi til aðstoðar þvottaefnaframleiðendum, og skítt með smá aukaverkanir sem fylgja öllum lyktarefnunum. Þær má jú bara bæla niður með veglegu verð- laununum sem í boði eru fyrir þátt- tökuna, hreinlætis- og húðvörunum. Þarna hittirðu aftur beint í mark, kæri umboðsaðili. En að öllu gríni slepptu hlakka ég þessi lifandis ósköp til þegar ís- lenskir auglýsendur stíga næsta skrefið í auglýsingaþróuninni. Allir hinir eru löngu byrjaðir á þessu, nefnilega það að senda allan þennan auglýsingapóst til réttra aðila. Vera ekki að dreifa þessu út um hvippinn og hvappinn heldur ná bara beint til þeirra sem málin varða. Ó, hvað verður gaman þá. Að fá persónu- legar sendingar frá stórmörkuðun- um um tilboð á svínaketi og klósett- pappír, afslátt í litun og plokkun og kannski bleiur! Og þurfa ekkert að brjóta heilann frekar yfir flóknum upplýsingum um megabæt og skjá- kort. Ungar stúlkur þyrftu ekki að sjá ógeðslega Hulk-karla í dótaaug- lýsingum og drengir ekki að fá skammir fyrir að skoða Barbí-síð- una. Þetta verður mikil hagræðing. En takk fyrir mig, þvotturinn bíð- ur. GUÐBJÖRG ÁSA JÓNSDÓTTIR, Reynimel 72, 107 Reykjavík. Opið bréf til umboðsaðila ónefnds þvottaefnis á Íslandi Frá Guðbjörgu Ásu Jónsdóttur: UM þessar mundir dynur á lands- mönnum flóð ímyndarauglýsinga frá Símanum, þar sem fyrirtækið full- yrðir að það hjálpi okkur neytendum að láta hugmyndir okkar gerast. Ég veit ekki hvort ég hef tapað átt- um eða misst af einhverju, en hingað til hefur íslensk tunga mér vitanlega aldrei látið hugmyndir gerast. Þær verða ýmist að veruleika, taka á sig mynd eða komast í framkvæmd. Kannski er það ein af snilldarhug- myndum Símans að nú sé orðið tíma- bært að breyta þessu og snúa ís- lenskri máltilfinningu meira upp á ensku. Að minnsta kosti fæ ég ekki betur séð en að fyrirmyndin sé komin beint úr ensku: „This is your idea – we help you make it happen“. Nema hér sé um prentvillu að ræða og að j-ið hafi óvart fallið brott úr síðasta orðinu? Hver veit? Kannski átti slagorðið að vera: „Þetta er þín hugmynd – við hjálpum þér að láta hana gerjast ...“. Vissu- lega geta hugmyndir líka gerjast, en þó fæ ég nú ekki alveg botn í inni- haldið ef þetta væri raunin. En hvað veit maður svosem, vegir snilling- anna hjá Símanum eru og verða órannsakanlegir. Miðað við allt það fjármagn sem þetta fyrirtæki í eigu skattgreiðenda hyggst nota til kynningarmála og ímyndarsköpunar á næstunni væri óskandi að betur verði framvegis vandað til verka þegar auglýsingasla- gorð eru samin. Hluti af ímyndar- sköpun þessa íslenska samskiptafyr- irtækis hlýtur að felast í að sýna því tungumáli, sem flestir landsmenn tala, viðhlítandi virðingu. INGI GUNNAR JÓHANNSSON, Rauðalæk 34, 105 Reykjavík. Geta hugmyndir gerst? Frá Inga Gunnari Jóhannssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.