Morgunblaðið - 05.03.2004, Qupperneq 54
DAGBÓK
54 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Skógafoss kemur og
fer í dag. Jökulfell og
Spruttenberg koma í
dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Arklow Wave fer í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, bað og jóga,
kl. 14 bingó. Hársnyrt-
ing, fótaaðgerð.
Árskógar 4. Kl. 9–12
handavinna, kl. 13–
16,30 smíðar. Bingó
spilað 2. og 4. föstudag í
mánuði.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
16 hárgreiðsla, kl. 8.30–
12.30 bað, kl. 9–12 vefn-
aður, kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–17 fótaað-
gerð, kl. 13–16 vefnaður
og frjálst að spila í sal.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 9 bað
og hárgreiðslustofan
opin, kl. 14 söngstund.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 handa-
vinnustofan opin, kl.
10–13 verslunin.
Félagsstarfið Furu-
gerði 1. Kl. 13 sagan, kl.
14.15 koma Jóhanna
Ósk Valsdóttir messó-
sópran og Bjartur Logi
Guðnason píanóleikari í
heimsókn með söng og
spil.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Opin vinnu-
stofa, kl. 9–16.30,
gönguhópur, kl. 9.30.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10
hárgreiðsla, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 11
leikfimi, kl. 13 opið hús,
spilað á spil.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Félagsvist í
Garðabergi á vegum
Félags eldri borgara kl.
13, ullarþæfing kl.
13.30, fótaaðgerðastofa,
s. 899 4223.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Opnað
kl. 9, tréútskurður og
brids kl. 13, billjard kl.
13.30, dansleikur í
kvöld, 5. mars, kl. 20.30.
Caprí tríó leikur fyrir
dansi.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Snúður og
Snælda sýna „Rapp og
rennilása“ í dag kl. 14.
Uppselt. Næsta sýning
sunnudag kl. 15.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, m.a. spegla-
skreytingar og fata-
skreytingar og fl., kl. 10
létt ganga, frá hádegi
spilasalur opinn, kl.
13.30 kóræfing.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.05 myndvefnaður,
kl. 9.30 málm- og silfur-
smíði, kl. 13 bókband.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 glerlist, kl. 10
ganga, kl. 13 brids-
kennsla. Kl. 14 Gleði-
gjafarnir syngja.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, útskurður,
baðþjónusta, fótaað-
gerð og hárgreiðsla, kl.
11 spurt og spjallað, kl.
14 bingó.
Hvassaleiti 58–60.
Fótaaðgerðir virka
daga, hársnyrting
þriðju- til föstudags.
Norðurbrún 1. Kl. 9–17
hárgreiðsla, kl. 10–11
boccia, kl. 14 leikfimi.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–14.30
handavinna, kl. 10–11
kántrýdans, kl.13.30
sungið við flygilinn við
undirleik Sigurgeirs, kl.
14.30 dansað í kaffitím-
anum við lagaval
Sigvalda, gott með
kaffinu.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9 hárgreiðsla
og myndlist, kl. 9. 30
bókband og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og leikfimi, kl.
12.30 leir, kl. 13.30
bingó.
Þjónustumiðstöðin,
Sléttuvegi 11. Opið frá
kl. 10–14.
Félag eldri borgara í
Gjábakka. Spilað brids
kl. 19 þriðjud. og kl.
13.15 föstud.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan á
morgun. Lagt af stað
frá Gjábakka kl. 10.
Kvenfélag Grens-
ássóknar. Fundur
mánudaginn 8. mars kl.
20 í safnaðarheimili
Grensákirkju, spiluð fé-
lagsvist, kaffiveitingar.
Framsóknarfélag Mos-
fellsbæjar.
Félagsvist í kvöld í
Framsóknarsalnum í
Mosfellsbæ að Háholti
14, 2. hæð, kl. 20.30.
Tekin verða saman 5
efstu kvöldin af 8 (frá
13. feb. til 2. apríl) og
fyrir þau veittur ferða-
vinningur.
Félag einhleypra.
Fundur á morgun kl. 21
í Konnakoti, Hverf-
isgötu 105. Nýir félagar
velkomnir. Heitt á
könnunni. Munið göng-
una mánu- og fimmtu-
daga.
Borgfirðingafélagið í
Reykjavík. Spiluð fé-
lagsvist á morgun,
laugardaginn 6. mars,
kl. 14 í Síðumúla 37.
Í dag er föstudagur 5. mars, 65.
dagur ársins 2004. Orð dagsins:
Sjá, Drottinn mun út fara frá bú-
stað sínum, mun ofan stíga og
ganga eftir hæðum jarðarinnar.
(Míka 1, 3–4.)
Þorbjörg Helga Vigfús-dóttir segir á vefrit-
inu Tíkinni að þriggja ára
fjárhagsáætlun borg-
arinnar, sem nýlega var
samþykkt, sýni enn og aft-
ur fram á að R-listinn ráði
ekki við skuldaþróunina í
Reykjavík. „Skuldir halda
áfram að hækka og fyr-
irtæki borgarinnar (þar
með talin Orkuveita
Reykjavíkur) eiga eftir að
bera hitann og þungann
af þeim skuldabagga.
Samkvæmt áætluninni
mun veltufé frá rekstri
ekki standa undir áform-
uðum fjárfestingum.
Þetta boðar einfaldlega
áframhaldandi skulda-
aukningu.
Árið 2007 stefna hreinarskuldir Reykjavík-
urborgar í 74 milljarða
króna. Miðað við hvernig
áætlanir R-listans hafa
staðið hingað til má gera
ráð fyrir að þessi upphæð
verði mun hærri þegar
þar að kemur. Hreinar
skuldir voru um 4 millj-
arðar árið 1993 en verða
um 68 milljarðar árið
2005,“ segir Þorbjörg, og
bætir við að skuldir borg-
arsjóðs segi ekki alla sög-
una. „Horfa verður á
millifærslur á skuldum úr
borgarsjóði yfir í dótt-
urfélög borgarinnar, út-
gjöld dótturfélaga til
átaksverkefna og stór-
auknar arðgreiðslur
Orkuveitu Reykjavíkur í
borgarsjóð. Til að eðlileg
þróun skulda sé rétt skýrð
verður að tala um heild-
arskuldir. Ef ekki er rætt
um heildarskuldir er felu-
leikurinn sambærilegur
því að húsmóðir ræddi
góða skuldastöðu heim-
ilisins með því að skoða
aðeins fasteignaskuldir en
ekki neysluskuldir eða
bifreiðagreiðslur. Það er
ekki heldur til neins fyrir
borgarfulltrúa R-listans
að benda á auknar fjár-
festingar eða eignir til að
réttlæta skuldir borg-
arinnar enda munu þeir
tæpast selja götur, hol-
ræsakerfið eða skóla-
byggingar til að grynna á
skuldabagganum. Ef fram
heldur sem horfir stefnir í
að Reykjavíkurborg skipi
sér sess meðal þeirra
sveitarfélaga sem hæstar
skuldir hafa á íbúa.“
Þorbjörg segir ástæðuraukinna skulda fyrst
og fremst vera út-
gjaldaþenslu og fram-
úrkeyrslu í fram-
kvæmdum. „Sérstök
sparnaðarnefnd sem skila
átti niðurstöðum fyrir
rúmu ári hefur engu kom-
ið til leiðar nema sum-
arlokunum grunnskóla
sem sparaði borgarkerf-
inu 12 milljónir en jók
samfélagslegan kostnað
um ómældar upphæðir.
Valdasamstarf þriggja
flokka og skortur á skýrri
sýn í málefnum höf-
uðborgarinnar leiða til
dekurverkefna og sér-
sjóða sem kosta Reykvík-
inga stórfé. Á meðan R-
listinn eyðir útsvari Reyk-
víkinga í dekurverkefni
og starfshópa hækka
skuldir borgarbúa svo um
munar,“ segir Þorbjörg
að lokum.
STAKSTEINAR
R-listinn eyðir útsvari
í dekurverkefni
Víkverji skrifar...
Víkverji sagði frá því á dögunum aðbrennivín, sem hann keypti í
ÁTVR, hefði frosið í frystinum hjá
honum. Hjálpsamur lesandi sendi
Víkverja krækju á vef ÁTVR, þar
sem fjallað er um frostmark áfengis.
Samkvæmt upplýsingunum, sem þar
koma fram, hefur frostið í frysti Vík-
verja verið a.m.k. 21 gráða, hafi
brennivínið verið jafnsterkt og fram
kemur á flöskunni. Nú verður Vík-
verji að fylgjast betur með frystinum
sínum.
x x x
Sendingin vakti annars athygli Vík-verja á því hversu margvíslegan
gagnlegan fróðleik má finna á vef
ÁTVR. Víkverji hefur ekki verið
mjög mikið fyrir að hrósa þessari
stofnun, sem honum finnst að eigi
ekki að vera til, en má til að gefa Rík-
inu nokkur prik fyrir vefinn. Fyrir
utan fróðleikinn um frostmark áfeng-
is má þar finna svör við spurningum á
borð við hvernig eigi að geyma rauð-
vín og hvítvín, hvernig eigi að um-
hella, hversu mörg glös séu í flösku,
hvaða hitastig eigi að vera á víni þeg-
ar það er framreitt, hvað þurfi mikið
vín í veizlur og hversu lengi megi
geyma vín í opnum flöskum. Þetta
finnst Víkverja allt til fyrirmyndar.
Víkverji las á dögunum grein íbrezku blaði eftir blaðamann
sem hafði verið boðið í flugferð til Ís-
lands með Flugleiðum – eða Ice-
landair eins og flugfélagið kýs víst nú
að kalla sig jafnt á Íslandi sem er-
lendis. Í greininni býsnaðist blaða-
maðurinn mikið yfir stefnu Flugleiða
varðandi verðlagningu á drykkjum í
flugvélinni. Hann hafði beðið um
flösku af vatni og fékk þau svör að
hann þyrfti að borga fyrir hana. Þá
bað hann um vatnsglas og fékk það
fyrir ekki neitt. Blaðamaðurinn
spurði eðlilega hvort það borgaði sig
frekar fyrir flugfélagið að láta flug-
freyjuna trítla fram og aftur með
vatn í glösum, sem kostaði ekki neitt,
en að láta farþegana hafa vatns-
flösku, sem innihéldi nokkur glös og
sparaði starfsfólkinu sporin.
x x x
Á sínum tíma þurfti að borga fyriráfenga drykki á almennu farrými
hjá Flugleiðum. Þegar svo var komið
að fá önnur flugfélög rukkuðu fyrir
léttvín og bjór, var þessi stefna
stundum varin með því að drykkju-
menning Íslendinga væri svo frum-
stæð að þeim væri ekki treystandi
fyrir ókeypis áfengi í flugi. Kannski
eitthvað til í því. Svo juku Flugleiðir
þjónustuna og buðu upp á ókeypis
léttvín og bjór. Nú þarf að borga fyrir
alla drykki í vélum Flugleiða, meira
að segja ávaxtasafa með morg-
unmatnum – nema hvað vatn í glös-
um er ókeypis. Víkverja finnst þetta
hæpinn sparnaður. Pirringurinn,
sem hleypur í farþega þegar þeir
þurfa að standa upp úr sætinu, af-
saka sig við sessunautana og sækja
veskið í farangurshólfið hlýtur þegar
upp er staðið að kosta flugfélagið
meira en það græðir á því að rukka
fyrir djúsið – nema að Víkverji hafi
misskilið eitthvað og umtalsverður
hluti góðs hagnaðar Flugleiða komi
af sölu drykkja um borð í flugvélum
flugfélagsins.
Spaugstofan
yfir strikið
ÉG hlakka alltaf til laug-
ardagskvöldanna í sjón-
varpinu. Fyrst kemur
Lottóið, svo Gísli Marteinn
og svo Spaugstofan þar á
eftir. En svo bregðast
krosstré sem önnur tré.
Laugardaginn 28. febr-
úar fóru Spaugstofumenn
yfir strikið í viðureign
Ólafs Ragnars Grímssonar
forseta og Davíðs Oddsson-
ar forsætisráðherra. For-
setaembættinu var sýnd
þvílíkt virðingarleysi að
það hálfa væri nóg. Þeir
hafa ýjað að þessu í und-
anförnum þáttum en þarna
tók út yfir allan þjófabálk.
Þetta er fyrir neðan virð-
ingu Spaugstofumanna,
þeir hljóta að hafa úr nógu
öðru að moða. Mér fannst
þetta ekkert fyndið.
Ein íslensk.
Þjóðin vill
forseta
BESTU þakkir fyrir
myndir af hinum ýmsu
kirkjum, sem birtast í helg-
arblöðum Morgunblaðsins.
Gaman væri fyrir safnara
að sjá í meira mæli myndir
af kirkjum á landsbyggð-
inni.
Svo er það forsetaemb-
ættið. Sem almennur íbúi
þessa lands vil ég koma því
á framfæri að auðvitað á Ís-
land, fullvalda ríki, að hafa
þjóðhöfðingja, forseta. Tal
um að það sé of dýrt er
bara bull ef við íhugum alla
þá peninga sem fara í alls
konar utanríkisþjónustu.
Ef eitthvað væri ætti for-
seti að hafa fleiri metnað-
arfull verkefni og aðeins
meiri völd.
Ég held að þjóðin vilji
forseta, eins og hefur sýnt
sig í kosningum. Þjóðin vill
hafa á tilfinningunni að hún
ráði einhverju um hver sit-
ur í hinu æðsta embætti.
Það hefur hún ekki í al-
mennum kosningum til al-
þingis. Hér með vil ég lýsa
yfir stuðningi við sitjandi
forseta, hr. Ólaf Ragnar
Grímsson. Hann hefur
reynst okkur hinn ágætasti
forseti, þrátt fyrir hrak-
spár margra. Vegna um-
ræðna og vangaveltna und-
anfarið um heimastjórn-
armálin þá vil ég bara segja
að þjóðin er ekki svo
heimsk að hún sjái ekki í
gegn um fjaðrafokið og til-
búninginn.
erlaoskars@strik.is
Tapað/fundið
Hringur
í óskilum
HRINGUR fannst á
göngustíg í Heiðmörk.
Nánari upplýsingar í síma
565 7158.
Dýrahald
Kettlingar
fást gefins
TVEIR elskulegir kettling-
ar fást gefins á gott heimili.
Þeir eru kassavanir, sprell-
fjörugir og yndislegir.
Upplýsingar í síma
568 3198 á kvöldin.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 öndunarfæri fiska, 4
þvaga, 7 skrökvar, 8
renningurinn, 9 gríp, 11
ástundun, 13 ókeypis, 14
krumla, 15 drukkin, 17
þvættingur, 20 amboð, 22
giskar á, 23 frí, 24 reglu-
systir, 25 fræða.
LÓÐRÉTT
1 hindrun, 2 form, 3
kropp, 4 seglskip, 5 tek-
ur, 6 mikið annríki, 10
æsir, 12 reið, 13 spor, 15
ánægð, 16 sett, 18 reyfið,
19 hefja upp, 20 grenja,
21 gaffal.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 hjáleigan, 8 seppi, 9 iglan, 10 fen, 11 krapi, 13
aktar, 15 nauts, 18 flaga, 21 tía, 22 gaddi, 23 liðug, 24
fangbrögð.
Lóðrétt: 2 japla, 3 leifi, 4 ilina, 5 aflát, 6 ósek, 7 knár, 12
pot, 14 kál, 15 nagg, 16 undra, 17 sting, 18 falar, 19 auð-
ug, 20 auga.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html