Morgunblaðið - 05.03.2004, Side 55

Morgunblaðið - 05.03.2004, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 55 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú hefur næman skilning á líð- an annarra. Þú ert einnig ná- kvæm/ur og skýr í hugsun. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta er góður dagur til að koma skipulagi á hlutina bæði í vinnunni og á heimilinu. Þú ættir einnig að huga að heilsu þinni. Þú vilt bæta lífsstíl þinn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þetta er góður dagur til skemmtana. Leggðu þig fram um að njóta dagsins með góðu fólki. Farðu í hádegismat með vinnufélögum þínum og heim- sæktu vini þína í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þig langar til að gera eitthvað sérstakt fyrir einhvern í fjöl- skyldunni. Þú þarft ekki endi- lega að kaupa dýra gjöf til að gleðja viðkomandi og sýna honum/henni að þér þyki vænt um hann/hana. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er mikill kraftur í þér í dag. Þú ert í skapi til að tala við fólk og koma hlutunum í verk. Dagurinn hentar því sér- lega vel til innkaupa og samn- ingaviðræðna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú munt hugsanlega kaupa eitthvað fallegt handa sjálfri/ sjálfum þér eða fyrir heimilið í dag. Það eru mestar líkur á að það sem þú kaupir eigi eftir að veita þér mikla ánægju. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Tunglið er í merkinu þínu og það gerir þig sérlega sjálfs- örugga/n. Á sama tíma hefurðu óvenju sterka þörf fyrir að deila tilfinningum þínum með öðrum. Það er óþarfi fyrir þig að halda aftur af þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Reyndu að gefa þér tíma til að vera ein/n með sjálfri/sjálfum þér í dag. Stundum þurfum við bara á því að halda að hugsa málin í ró og næði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Njóttu þess að vera með vinum þínum í dag. Þú hefur mikla þörf fyrir að deila hugsunum þínum með einhverjum. Þetta á sérstaklega við um það sem er að gerast í sambandi þínu við maka þinn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Reyndu að líta sem best út í dag. Eitthvað mun örugglega verða til þess að draga athygl- ina að þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Breyttu á einhvern hátt út af vananum í dag. Farðu aðra leið heim úr vinnunni og í aðrar búðir en venjulega. Ef þú hef- ur tækifæri til ættirðu jafnvel að drífa þig í stutt ferðalag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert að eyða meiri peningum þessa dagana en þú ert vön/ vanur. Reyndu að fylgjast með stöðunni á reikningnum og ekki fara niður fyrir núllið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reyndu að sýna fólkinu í kring um þig sérstaka þolinmæði í dag. Á morgun verður tunglið fullt og því er hætt við að það sé einhver spenna í loftinu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. EKKJAN VIÐ ÁNA Hví skyldi ég ekki reyna að byrla Braga full og bræða, steypa og móta hið dýra feðra gull, ef heimasætan kynni að horfa á aðferð mína og hlusta á stutta sögu um mömmu og ömmu sína. – – – Á bakkanum við ána hún bjó við lítil völd og barðist þar við skortinn í næstum hálfa öld. Á hrífuskafti og prjónum var höndin kreppt og bogin og hartnær þorrin brjóstin, – af tíu munnum sogin. Og meðan inni í sveitinni bústöðum var býtt og býlin sneydd og aukin, af kappi um völdin strítt, hún undi sér við heiðina og elfarstrauminn bláa, en annars vegar hraunið, – í kotinu sínu lága. – – – Guðmundur Friðjónsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, laugardag- inn 6. mars, er sextugur Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, Hringbraut 79, Reykjavík. Af því tilefni hafa hann og eiginkona hans, Edda Árna- dóttir, opið hús í AKOGES- salnum, Sóltúni 3, milli kl. 12 og 14 á afmælisdaginn og vonast þau eftir að sjá þar ættingja, vini og samstarfs- fólk. 80 ÁRA afmæli. Ámorgun, laugardag- inn 6. mars, er áttræð Jón- ína Ragúels frá Hauganesi, til heimilis að Tjarnarlundi 11 á Akureyri. Jónína tekur á móti ættingjum og vinum í safnaðarsal Glerárkirkju á afmælisdaginn frá kl. 15–19. PÓLVERJINN Cezary Baliki er öflugur spilari og mjög útsjónarsamur í hlut- verki sagnhafa. Hann varð sagnhafi í þremur gröndum í spilinu að neðan, sem er frá NEC-mótinu í Japan: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠3 ♥ÁDG8 ♦K8 ♣ÁK10632 Suður ♠ÁG2 ♥K63 ♦G942 ♣754 Vestur Norður Austur Suður 1 spaði Dobl 3 spaðar Pass Pass Dobl Pass 3 grönd Pass Pass Pass Út kom smár spaði og Baliki drap drottningu austurs með ás. Hann spilaði laufi að blindum í öðrum slag og stakk auðvitað upp ás, en þá henti austur óvænt tígli. Hvað er nú til ráð Baliki var ekki lengi að leysa málið. Hann vissi að vestur átti tíg- ulásinn og ekki nema fjögur rauð spil. Með hliðsjón af því var sennilega hægt að láta vestur leysa samgangs- vandann. Balicki tók hjarta- ás, fór heim á hjartakóng til að spila laufi. Vestur stakk upp gosa og fékk að eiga slaginn: Norður ♠3 ♥ÁDG8 ♦K8 ♣ÁK10632 Vestur Austur ♠K10975 ♠D864 ♥96 ♥10742 ♦ÁD ♦107653 ♣DG98 ♣– Suður ♠ÁG2 ♥K63 ♦G942 ♣754 Ef vestur brýtur spaðann fær suður innkomu til að svína lauftíu. Og ekki er vestur betur settur með því að spila tígli, því þá má hann fá annan slag á lauf. Einfalt og stílhreint. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Þessi ungi drengur, Úlfar Logi Hafþórsson, safnaði dósum og flöskum á Akur- eyri til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 711 krónur. Þessi duglegi strákur, Ein- ar Aron Fjalarsson, safnaði flöskum á Akureyri fyrir Rauða kross Íslands og söfnuðust 1.074 krónur. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bc4 e6 7. a3 b5 8. Ba2 Bb7 9. De2 Rc6 10. Rxc6 Bxc6 11. Rd5 Bb7 12. Rxf6+ Dxf6 13. 0-0 Be7 14. c3 0-0 15. Bd2 De5 16. Hae1 Bf6 17. f4 Dc5+ 18. Kh1 Bh4 19. Be3 Dc6 20. Bf2 Bf6 21. Dg4 Had8 22. He3 a5 23. Bb1 g6 24. Hh3 Bg7 25. Dh4 h6 26. Hg3 d5 27. e5 b4 28. Bd4 Ba6 29. He1 bxc3 30. bxc3 Hb8 Staðan kom upp í lokuðu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Jakarta í Indónesíu. Denny Juswanto (2.505) hafði hvítt gegn kínversku skák- drottningunni Zhu Chen (2.495). 31. f5! Snjöll framrás sem svartur fær ekki ráðið við. 31. – exf5 32. Bxf5! g5 (hvítur ynni líka eftir 32. – gxf5 33. e6) 33. Hxg5! Kh8 34. Hxg7! Kxg7 35. e6+ f6 36. Dg3+ Kh8 37. Dg6 Dc7 38. e7 og svartur gafst upp enda óverjandi mát. Glæsi- leg sóknaratlaga hjá heima- manninum og alþjóðlega meistaranum. Lokastaða mótsins varð þessi: 1.–2. Antoaneta Stefanova (2.478) og Denny Juswanto (2.505) 6½ v. 3. Utut Adi- anto (2.591) 6 v. 4. Zhu Chen (2.495) 5 v. 5. Thanh Trang Hoang (2.447) 4 v. 6. Susanto Megaranto (2.458) 2 v. Seinni hluti Íslands- móts skákfélaga hefst í Menntaskólanum í Hamra- hlíð í kvöld kl. 20. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. HLUTAVELTA        Hann? Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, fjölskylduráðgjafi Skemmtilegt námskeið fyrir konur á öllum aldri af öllum stærðum og gerðum verður haldið í Brautarholti 4a, laugardaginn 6. mars frá kl. 13-17. Efni námskeiðsins er m.a: Eigi vil ek hornkerling vera BE- ástandið „Þóknast þér“ skeiðið Seinkunartæknin Hverjir voru heimsmeistarar í sektarkennd 2003 Skráning í símum 588 2092 og 862 7916 Stuttir fyrirlestrar með léttu ívafi. Kaffi og meðlæti      www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396, lögg. fasteignasali. 500 FM ATVINNU- EÐA SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI ÓSKAST Mér hefur verið falið að leita eftir atvinnuhús- næði í Reykjavík, eða Kópavogi, fyrir fjársterkan kaupanda. Húsnæðið má þarfnast lagfæringa að innan eða vera fokhelt. Helmingur húsnæðis má vera gluggalaust rými. Æskilegt að eignin sé með góðu aðgengi að bílastæðum eftir kl. 19.00. Verðhugmynd allt að 60,0 millj. Áhuga- samir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.