Morgunblaðið - 05.03.2004, Side 57
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 57
PAUL Sturrock var í gær ráðinn knattspyrnu-
stjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Southampt-
on. Hann tekur við af Gordon Strachan sem
sagði starfi sínu lausu fyrir skömmu. Steve
Wigley hefur stýrt Southampton í undanförnum
leikjum.
Sturrock er 47 ára Skoti sem lék um árabil
með Dundee United og spilaði 20 landsleiki fyr-
ir Skotland. Hann náði góðum árangri sem
knattspyrnustjóri St. Johnstone og Dundee
United í Skotlandi en tók síðan við enska liðinu
Plymouth í október árið 2000. Það var þá neð-
arlega í 3. deild en hann skilur nú við það á
toppi 2. deildar, og Plymouth er það félag sem
hefur fengið flest stig og skorað flest mörk í
ensku deildakeppninni í vetur.
Sturrock var samningsbundinn Plymouth til
ársins 2008 en hann var með ákvæði í samningi
sínum um að hann gæti farið til félags í úrvals-
deildinni, kæmi sú staða upp.
Sturrock tekur
við Southampton
PÁLMI Freyr Sigurgeirsson, sem
hefur verið í aðalhlutverki hjá
Breiðabliki í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik í vetur, lék ekki með í
Grindavík í gærkvöld og heldur ekki
gegn Tindastóli í síðustu umferð.
Pálmi meiddist á hné og í ljós hefur
komið að liðband er slitið.
MICHAEL Owen, sóknarmaður
Liverpool í knattspyrnu, segir að því
miður séu morðhótanir orðnar dag-
legt brauð hjá frægum knattspyrnu-
mönnum og öðru þekktu fólki. „Ég
hef nokkrum sinnum orðið fyrir
slíku, ekki aðeins fengið bréf, heldur
upplifað enn verri hluti en það,“
sagði Owen á vef Liverpool í gær en
útskýrði atvikin ekki nánar.
SANDIE Richards frá Jamaíku,
sem hefur þrívegis tekið þátt á Ól-
ympíuleikum, hætti skyndilega við
að taka þátt á heimsmeistaramótinu
innanhúss í Búdapest í Ungverja-
landi. Richards var ekki ánægð með
að fá ekki tækifæri til þess að taka
þátt í 400 metra hlaupi en þess í stað
hafði landsliðsþjálfarinn ætlað henni
að hlaupa í 4x400 metra boðhlaupi.
STJÓRNARFORMAÐUR enska
úrvalsdeildarliðsins Bolton, Phil
Gartside, er bjartsýnn á að lands-
liðsmaðurinn frá Nígeríu, Jay-Jay
Okocha, muni semja á ný við félagið
en samningur hans við félagið renn-
ur út í sumar. Á heimasíðu félagsins
segir Gartside að hann vonist til þess
að hægt verði að ganga frá öllum
smáatriðum á næstu dögum.
YOURI Djorkaeff og Okocha eru
sagðir hafa velt fyrir sér tilboðum
frá knattspyrnuliðum í Katar en þar
eru miklir fjármunir í boði fyrir
þekkta leikmenn sem eru að ljúka
ferli sínum.
DAMIEN Duff, leikmaður enska
úrvalsdeildarliðsins Chelsea, er ekki
sáttur við að Arjen Robben hafi ver-
ið keyptur til félagsins enda leikur
hollenski landsliðmaðurinn í sömu
stöðu og Duff. Í viðtali við The Sun
segir Duff að hann hafi ekki átt von á
því að annar leikmaður yrði keyptur
í þessa stöðu á næstunni enda var
Duff keyptur frá Blackburn sl. sum-
ar fyrir um 2,2 milljarða kr.
ALLAR eignir enska 1. deildar-
liðsins Bradford hafa nú verið aug-
lýstar til sölu af skiptastjóra en liðið
hefur verið í greiðslustöðvun undan-
farnar vikur. Liðið er í næstneðsta
sæti í 1. deild og er fjárhagur liðsins í
molum.
FJÁRFESTAR sem hafa hug á því
að kaupa enska úrvalsdeildarliðið
Leeds United ætla að tilnefna, Peter
Lorimer, fyrrum leikmann liðsins í
stjórn nái þeir samningum við nú-
verandi eigendur. Væntanlegir
kaupendur vilja þannig gera tengsl
stjórnar og stuðningsmanna einfald-
ari en Lorimer er gríðarlega vinsæll
meðal stuðningsmanna liðsins.
FÓLK
Þegar Tindastóll var fyrr í vetursektaður um 100 þúsund krón-
ur fyrir að brjóta reglur um launa-
þakið í úrvalsdeild karla í körfu-
knattleik lá fyrir að félagið gæti
ekki endað fyrir ofan lið sem væru
jöfn því að stigum. Þetta kemur
fram í reglugerð KKÍ um launaþak-
ið. Þessi þáttur málsins var hins-
vegar ekki kynntur Tindastóls-
mönnum þegar KKÍ birti þeim
úrskurðinn um refsinguna og þeir
telja því að þetta ákvæði sé ekki í
gildi.
Þar sem greint er frá viðurlögum,
í grein 4.2.1 í reglugerðinni, segir:
„Fyrir fyrsta brot skal félagið
greiða allt að kr. 100.000 í sekt til
KKÍ og allt að fjögur stig skulu
dregin af liðinu. Endi brotlega liðið
með jafn mörg stig og annað skal
það brotlega teljast neðar í töflunni
og innbyrðis viðureignir ekki skipta
máli.“
Eftirlitsnefnd KKÍ úrskurðaði í
fyrrakvöld að Tindastóll gæti ekki
endað fyrir ofan Njarðvík og náð 4.
sæti úrvalsdeildar, þótt liðið yrði
með betri útkomu úr innbyrðis við-
ureignum liðanna.
Í yfirlýsingu frá Tindastóli sagði
meðal annars að þessi „aukarefs-
ing“ kæmi algjörlega flatt upp á
Tindastólsmenn, sem auk þess
þætti ansi hart að fá ekki tilkynn-
ingu um þetta frá KKÍ í stað þess
að þurfa að lesa um málið á vef
KKÍ.
Pétur Hrafn Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri KKÍ, sagði að um
misskilning væri að ræða hjá Tinda-
stólsmönnum og í tilkynningu frá
KKÍ sagði meðal annars:
„Ekki er verið að bæta við refs-
ingu Tindastóls. Um er að ræða af-
leiðingu af refsingunni sem þeir
hafa þegar fengið. Refsingin var
fjársekt. Afleiðing refsingarinnar
er m.a. sú að verði þeir jafnir að
stigum öðru félagi í deildinni geta
þeir ekki orðið fyrir ofan það lið,
þrátt fyrir að þeir hafi betur gegn
því liði úr innbyrðis leikjum þeirra.“
Hjalti Árnason, talsmaður og
fyrrum stjórnarmaður körfuknatt-
leiksdeildar Tindastóls, sagði við
Morgunblaðið að félagið hefði ekki
ákveðið hvað gert yrði í málinu en
það sætti sig ekki við þessi málalok.
„Við sættum okkur við refs-
inguna á sínum tíma en í úrskurð-
inum sem þá var birtur okkur kom
hvergi fram þetta ákvæði sem nú
útilokar okkur frá fjórða sæti deild-
arinnar. Lið sem refsað er eiga að
geta treyst því að refsing sem þeim
er birt sé endanleg, og geti hún haft
einhverjar frekari afleiðingar í för
með sér, þá sé þess getið á skýran
hátt í úrskurðinum. Það er grund-
vallaratriði í málum sem þessum,“
sagði Hjalti.
Tindastóll telur ákvæðið ekki í gildi
Ég var boðaður á fund með stjórnliðsins og í raun kom þessi
ákvörðun nokkuð á óvart. Sérstak-
lega í ljósi þess að ég
gerði samning við
stjórnina í lok jan-
úar. Í þeim samtöl-
um sem ég átti við
stjórnarmenn á þeim tímapunkti var
ekki lagt hart að mér að ná því að
koma liðinu í umspil um laust sæti í
fyrstu deild. Markmið ársins var að
skapa félaginu fjárhagslegt öryggi
og ég taldi að mínar aðgerðir hefðu
skilað sínu á þeim vettvangi. Við
höfðum fækkað töluvert í leikmanna-
hópnum til þess að lækka rekstrar-
kostnað voru ódýrari leikmenn
fengnir til liðsins,“ sagði Guðjón við
Morgunblaðið seint í gærkvöldi, en
hann sagði að viðskilnaður sinn við
Barnsley væri í sátt og samlyndi við
þá sem þar stjórna.
„Ég get ekki breytt því sem ég hef
ekki stjórn á. Við ræddum um ým-
islegt á þessum fundi en ég tel að sá
árangur sem liðið skilað af sér í upp-
hafi tímabilsins hafi orðið til þess að
væntingarnar eru of miklar til þessa
liðs. Ég vissi það sjálfur að þessi
leikmannahópur myndi aldrei halda
veturinn út með þessum hætti. Við
vorum með of fáa leikmenn og marg-
ir þeirra voru ekki tilbúnir í þessa
baráttu. Lánsmenn voru sóttir í hin
og þessi lið þegar sjö til átta leik-
menn af um tuttugu manna hópi
voru meiddir. Á þeim tíma var fátt
um fína drætti í liðinu“
Guðjón segir að janúar og febr-
úarmánuðir hafi verið strembnir og
lítið hafi gengið upp hjá liðinu á þeim
tíma. „Ég er að missa þrjá til fjóra
lykilmenn í meiðsli í byjun árs og við
náum okkur aldrei á strik í kjölfarið.
Félagið hefur ekki burði til þess að
kaupa aðra leikmenn og lánsmenn-
irnir voru frískir ungir strákar. En
þeir voru ekki með þá reynslu sem til
þarf í þessa baráttu.“
Guðjón bar sig vel í gær er Morg-
unblaðið ræddi við hann og sagðist
ætla að slappa aðeins af á næstu vik-
um. „Nú fer maður af krafti í golfið
og ég ætla að lækka mig í forgjöf.
Líkamsrækt er eitthvað sem ég þarf
sjálfur á að halda og hef nú tíma til
að sinna og síðan er það að sjálf-
sögðu fjölskyldan. Það hafa verið
langir vinnudagar hjá Barnsley á
undanförnum mánuðum, þar sem að
fáir vinna á skrifstofu félagsins og ég
hef þurft að vinna mikið í hlutum
sem hefur þurft að klára.“
Þegar Guðjón er spurður að því
hvað taki við og hvort hann telji sig
eiga möguleika á starfi hjá öðrum
liðum er Skagamaðurinn bjartsýnn
og staðráðinn í að vera áfram á Eng-
landi. „Það hefur aldrei hjálpað að
væla. Ég mun nota mín sambönd til
þess að fá aðra vinnu, kannski þarf
ég að banka á einhverjar dyr til þess.
Ég tók við Barnsley er liðið var í
tuttugusta sæti og nú er liðið í tíunda
sæti og hef tekið þátt í að laga fjár-
hag liðsins með því að skera niður á
öllum vígstöðvum. Eftir átta mánaða
starf hjá Barnsley tel ég mig hafa
gert góða hluti með félagið og tel mig
vera í stakk búinn að takast á við ný
verkefni,“ sagði Guðjón Þórðarson.
Ridsdale þakkar Guðjóni fyrir vel
unnin störf og óskar honum velfarn-
aðar í þeim verkefnum sem hann
tekur sér fyrir hendur.
„Ákvörðun stjórnar Barnsley um að segja mér upp kom mér á óvart,“
segir Guðjón Þórðarson sem kvíðir ekki framtíðinni á Englandi
„Fæ ann-
að starf á
Englandi“
PETER Ridsdale, stjórnarformaður enska 2. deildarliðsins Barnsl-
ey, sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem hann segir að
samningi félagsins við Guðjón Þórðarson knattspyrnustjóra hafi
verið rift og mun Paul Hart, fyrrverandi knattspyrnustjóri Nott-
ingham Forest, taka við starfi Guðjóns. Ridsdale segir að þrátt fyrir
góða byrjun á keppnistímabilinu hafi Barnsley aðeins unnið einn
leik af síðustu 13 og því sé nauðsynlegt að gera breytingar.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Peter Ridsdale, aðaleigandi og stjórnarformaður Barnsley,
ræðir við Guðjón fyrir leik liðsins í Colchester 10. janúar.
Eftir
Sigurð Elvar
Þórólfsson
leikur með liðinu en hann er annar marka-
hæsti leikmaður deildarinnar, með 108
mörk.
Á leið inn á rétta braut
„Eftir slæma lífsreynslu á EM í Slóveníu
þá var það yndislegt að sjá hvað spil okkar
gekk vel og finna um leið fyrir sigurtilfinn-
ingunni. Þetta var fyrsti leikur okkar á leið
inn á rétta braut á nýjan leik,“ sagði Róbert
í samtali við Århus Stiftstidende í gær, en
hann var með íslenska landsliðinu á EM í
Slóveníu en lék lítið, aðeins tæpar sex mín-
útur í síðasta leiknum sem var við Tékka.
Århus GF er í 9. sæti af 14 liðum í úrvals-
deildinni með 17 stig. Það á leik til góða við
neðsta lið deildarinnar, Otterup.
Annar Íslendingur, Þorvarður Tjörvi
Ólafsson, leikur með Århus GF. Hann skor-
aði 2 mörk í fyrrgreindum leik.
ÞUNGU fargi var létt af Erik Veje Rasmus-
sen, þjálfara Århus GF, og lærisveinum
hans, þegar liðið vann TMS Ringsted í
dönsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld, 34:27.
Nærri þrír mánuðir voru liðnir frá síðasta
sigri liðsins í deildinni en þá vann það
Bjerringbro.
Róbert Gunnarsson fór á kostum hjá År-
hus GF í leiknum og skoraði 12 mörk.
Dagblaðið Århus Stiftstidende
segir að leikmenn Århus GF hafi
loks „sýnt tennurnar“ og Ró-
bert hafi sýnt allar sínar
bestu hliðar og að leikur
hans hafi „minnt á þá gömlu
góðu daga“ þegar hann fór
hamförum á línunni, örugg-
ur í skotum og alltaf frír í
opnum færum. Þetta er
þriðja leiktíðin sem Róbert
Róbert Gunnarsson fór
hamförum og skoraði 12 mörk