Morgunblaðið - 05.03.2004, Side 59

Morgunblaðið - 05.03.2004, Side 59
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 59 STUÐNINGSMENN ensku knatt- spyrnuliðanna Liverpool og New- castle komast á sólarströnd síðar í þessum mánuði. Liðin drógust gegn liðum sem staðsett eru við Miðjarð- arhafið í 16-liða úrslitum UEFA- bikarsins í gær. Liverpool leikur við Marseille frá Frakklandi og Newcastle við Mallorca. „Við slupp- um við Barcelona og Valencia en Mallorca verður samt mjög erfiður mótherji,“ sagði Bobby Robson hjá Newcastle. Þessi lið drógust saman: Celtic – Barcelona Genclerbirligi – Valencia Bordeaux – Club Brugge Newcastle – Mallorca Auxerre – PSV Eindhoven Inter Milano – Benfica Liverpool – Marseille Sólarferðir hjá ensku liðunum í UEFA-keppninni Villarreal – Roma Leikirnir fara fram 11. og 25. mars. Enn fremur liggur fyrir hvaða lið geta mæst í 8-liða úrslitum 8. og 14. apríl en það er sem hér segir:  Bordeaux eða Club Brugge – Genclerbirligi eða Valencia.  Liverpool eða Marseille – Inter Mílanó eða Benfica.  Celtic eða Barcelona – Villarreal eða Roma.  Auxerre eða PSV – Newcastle eða Mallorca. Þá er ljóst að ensku liðin Liver- pool og Newcastle geta ekki mæst í úrslitum keppninnar. Komist þau bæði í undanúrslit, mætast þau þar, og sama er að segja um spænsku liðin Barcelona og Valencia. Keflvíkingar byrjuðu leikinn afmiklum krafti, skoruðu fyrstu sjö stigin og náðu mest tíu stiga for- skoti áður en heima- menn vöknuðu til lífsins. Haukarnir náðu að jafna og komast yfir í öðrum leikhluta en gáfu eftir undir lok hans – skoruðu aðeins tvö stig á móti tólf gestanna – og staðan í hálfleik 42:49. Fyrir síðasta fjórðunginn voru gestirnir yfir með sex stigum, 65:71, og þegar fimm mínútur voru eftir til leiksloka skildu sjö stig liðin að, 74:81. Þá var komið að Whitney Robinson, sem hafði lítið látið fyrir sér fara í leiknum, aðeins skorað fimm stig. Hann hitti úr tveim þriggja stiga skotum – jafnaði leikinn í 88:88 þegar 30 sekúndur voru eftir. Í næstu sókn gerði Nick Bradley sig sekan um slæm mistök þegar hann ætlaði að gefa boltann á Hjört Harðarson fyrir utan þriggja stiga línuna – sending hans fór yfir Hjört og út af á vallarhelming Kefl- víkinga. Haukarnir voru fljótir að átta sig, Robinson dansaði í gegnum vörn Keflavíkur og lagði boltann auðveldlega í körfuna – fimm sek- úndur eftir. Keflvíkingar misstu boltann aftur og sigur Hauka stað- reynd, 90:88. „Þetta var glæsilegur sigur hjá okkur og við nýttum tækifærið okk- ar í fjórða leikhluta vel. Við áttum í erfileikum með þá og vorum undir mestan hluta leiks þannig að sigur- inn var mjög sætur. Nú tekur úr- slitakeppnin við og erfiðir leikir á móti Njarðvík framundan – höfum ekki unnið þá í vetur þannig að það er kominn tími til,“ sagði Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka. Guðjóni Skúlasyni, þjálfara Kefla- víkur, var greinilega brugðið eftir leikinn. „Við gáfum þeim þennan leik og höfum enga afsökun, bara aum- ingjaskapur. Vorum eins og litlir hræddir strákar inni á vellinum síð- ustu fimm mínúturnar og það geng- ur ekki. Menn hafa líklega haldið að þeir væru of góðir til að spila þennan leik. Ef menn ætla að spila svona í úrslitakeppninni verður það erfið rimma. Það er mjög erfitt að spila á móti Tindastól, þeir eru með hörkul- ið, og það verður að vera hugarfars- breyting ef menn halda að það sé nóg að vera í Keflavíkurbúningnum og mæta,“ sagði Guðjón. Tuð í Vesturbænum Helst verður minnst úr leik KR ogÍR er að leikmenn voru oft eins og óþekkir leikskólakrakkar svo að dómarar þurftu að lesa þeim pistilinn þegar leikmenn gerðu meira af því að tuskast á, rífast og röfla í dómurum. Vesturbæingar byrjuðu betur og virtust ekki ætla að hafa mikið fyrir sigrinum svo að ÍR minnkaði muninn í 1 stig rétt fyrir hálfleik. Á þriðju mínútu þriðja leik- hluta munaði ennþá einu stigi en þá hrökk KR í gang án þess að Breið- hyltingar fengju rönd við reist. Hjá KR var Joshua Murray í aðal- hlutverki með 8 fráköst og Elvin Mims spilaði í 24 mínútur og gerði 21 stig, tók 5 fráköst og varði 2 skot. Jesper Sörensen var einnig góður með 12 stoðsendingar, Ingvaldur M. Hafsteinsson tók 9 fráköst og Baldur Ólafsson varði 6 af 16 skotum KR. „Við sýndum góða kafla og líka skelfilega en okkur vantaði sigur til að fara með inn í úrslitakeppnina því við höfum tapað nokkrum leikjum í röð og leikmann vantaði sjálftraust,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR eftir leikinn. „Við höfum viku til að undirbúa okkur og þurfum að nýta hana vel til að slípa liðið saman. Við erum með breiðan hóp og það mun nýtast okkur í úrslitakeppninni. Sú keppni er nýtt tímabil og nú er í okkar höndum að snúa taflinu við. Ég skal vera fyrstur til að viður- kenna að árangur í vetur er ekki nógu góður. Ég get varla sagt að við höfum verið óheppnir en það hafa verið miklar mannabreytingar, sem er aldrei gott og hlutverkaskiptin hafa ekki gengið nógu vel. Við höfum samt verið á uppleið þrátt fyrir töp og vonandi náum við okkur á strik gegn Grindavík, hvort sem þeir hafa þrjá eða fjóra útlendinga.“ Fannar Helgason og Maurice Ing- ram, með 14 fráköst, drógu vagninn fyrir ÍR en Eiríkur Önundarson tók góða spretti og Ómar Sævarsson 12 fráköst. „Þessi leikur skipti okkur engu máli en við höfum spilað hörmulega í allan vetur og ætluðum að enda tímabilið með góðum leik en það gekk ekki eftir,“ sagði Fannar eftir leikinn. Morgunblaðið/Golli Sævar Haraldsson úr Haukum brýst að körfunni þar sem Derrick Allen úr Keflavík er til varnar. Whitney var hetja Hauka HAUKAR unnu ævintýralegan sigur á Keflavík, 90:88, í lokaumferð Intersportdeildar karla á Ásvöllum í gærkvöldi. Úrslitin réðust fimm sekúndum fyrir leikslok þegar Whitney Robinson skoraði fyrir Hauka úr auðveldu lagskoti eftir að Keflvíkingar töpuðu boltanum vandræðalega í stöðunni 88:88. Í vesturbænum unnu KR-ingar ÍR örugglega, 114:90, og mæta Grindavík í úrslitakeppninni – ÍR-ingar eru hins vegar komnir í sumarfrí. Úrslitakeppnin hefst 11. mars og þar mætast í átta liða úrslitum keppninnar sem hefjast 11. mars. Snæfell - Hamar, Keflavík - Tindastóll og Njarðvík - Haukar. Andri Karl skrifar Stefán Stefánsson skrifar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.