Morgunblaðið - 05.03.2004, Qupperneq 61
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 61
Stórsýning
frá leikhúsborginni London. 2. og 3. apríl.
Forsala miða hafin á Broadway.
Þessari sýningu má enginn missa af.
Matseðill:
Indversk sjávarréttasúpa m/kúmen og kókostónuð .
Kjöttvenna; balsamickryddaður lambavöðvi
og púrtvínslegin svínalund
með camembert-grapesósu og karamellueplum .
Súkkulaðiturn m/engifertónaðri kirsuberjasósu.
Verð: sýning 2.500 krónur
Verð: matur og sýning 6.400 krónur
í forsölu á Broadway
Veisluþjónusta; ferminga- og brúðkaupsveislur.
Funda- og ráðstefnusalir af öllum stærðum.
www.broadway.is - broadway@broadway.is
St
af
ræ
na
hu
gm
yn
da
sm
ið
ja
n
/4
28
1
Sýningin sem er að gera
allt vitlaust á Hornafirði
Hljómsveitin Fjörmenn
og Glærurnar slá í gegn.
„Með allt
áhreinu”
Föstudaginn 19. mars
Öll laugardagskvöld!
Le’Sing (Syngjandi þjónar) alla laugardaga. Sýning sem hefur
slegið rækilega í gegn. Yfir 70 sýningar stutt í 10.000 gestinn
sem verður leystur út með veglegum gjöfum.
Frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa.
kynnir
sunnudaginn 7. mars
Sjá vefinn http://www.fashiontv.is/ fyrir nánari upplýsingar.
Glæs i leg sýning á því ný jasta
og ferskasta í heimi tískunnar
Sími 533 1100
broadway@broadway.is
www.broadway.is
Matseðill
Indversk
sjávar-
réttasúpa.
Balsamic
lambafille
með kara-
melluepli.
Eftirrétta
fantasía. Matur ogskemmtun: 5.900.
Skemmtun: 2.500.
Ball: 1.500.
Húsið opnað kl. 19.00 - Borðhald kl. 20.00 Skemmtun kl. 22.00
Kynnir Gísli Einarsson grínari með meiru.
Snorri Hjálmarsson Syðstu-Fossum syngur lög af nýjum diski.
Atriði úr Bifróvison.
Nemendur úr Viðskiptaháskólanum Bifröst skemmta.
Jóhann Sigurðarson leikari og Þorsteinn Gauti píanóleikari.
Freyjukórinn syngur lög úr söngleikjum,
stjórnandi Margrét Pálmadóttir. Þorvaldur Jónsson skemmtir.
Danshópur úr Kleppsjárnsreykjaskóla. Karlakórinn Söngbræður.
Sigurlag Dægurlagakeppni Borgarfjarðar. Gospelband Akraness.
Hljómsveitin Stuðbandalagið á ekta sveitaballi fram á nótt.
í kvöld
3. sýning lau. 6. mars kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI LAUS • 4. sýning sun. 14. mars kl. 19 - NOKKUR SÆTI LAUS
5. sýning fös. 19. mars kl. 20 - NOKKUR SÆTI LAUS • 6. sýning sun. 21. mars kl. 19 - NOKKUR SÆTI LAUS
ATH. Aðeins fáar sýningar
Þegar amma var ung - Íslensk revíutónlist
Hádegistónleikar þriðjudaginn 9. mars kl. 12.15
Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran,
Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón, Davíð Ólafsson bassi,
Davíð Þór Jónsson píanó, Hjörleifur Valsson fiðla
DVD-sýning í boði Vinafélags Íslensku óperunnar
Sunnudaginn 7. mars kl. 14.00
Óperan Don Carlo eftir Verdi sýnd af DVD-diski
- á hliðarsvölum Íslensku óperunnar. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
ÓPERUVINIR - munið afsláttinn!
Brúðkaup Fígarós
eftir Mozart
Miðasalan er opin kl. 14-18 alla daga nema sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga.
IGBY Slocumb (Kieran Culkin),
er kaldhæðinn, skynsamur, dekur-
drengur úr auðmannastétt í ráð-
villtri uppreisn gegn hræsni, vald-
kúgun og hroka þeirra sem standa
honum næst. Minnir óneitanlega á
nútímaútgáfu Holdens Caulfield í
Bjargvættinum í grasinu því Igby
er aukinheldur brotlentur um sinn
í New York eftir brottrekstur úr
hverjum uppaskólanum á eftir öðr-
um, síðast herskólanum í West
Point. Auðkýfingurinn, faðir hans
(Bill Pullman) er út úr heiminum á
geðveikrahæli og ástandið er lítið
skárra á móðurinni (Susan Sar-
andon), þó hún gangi laus í pillu-
vímu og illskeyttri veruleikafirr-
ingu. Stóri bróðir (Ryan Phillippe),
er þriðji fjölskyldumeðlimurinn og
jafnóþolandi á flesta lund. Igby á
skjól um sinn hjá guðföður sínum
(Jeff Goldblum) og viðhaldinu hans
(Amanda Peet), í Greenwich Vill-
age.
Igby reynir að bjarga sér á því
sem hann hefur yfir að ráða, góð-
um gáfum, kaldhæðni og snotru út-
liti. Hann er á löngum köflum vel
skrifuð og heilsteypt persóna sem
Culkin túlkar firnavel. Hann reyn-
ir að finna leið út úr þeim spillta
og yfirborðskennda ríkramanna
heimi sem hefur mótað hann og
Igby hefur skömm á – þó svo að
maður hafi á tilfinningunni að bylt-
ingin standi ekki langt fram yfir
táningsárin og risti grunnt. Hvað
sem því líður þá dregur nýliðinn,
handritshöfundurinn og leikstjór-
inn Burr Steers upp spaugilega og
óvenjulega mynd af ljúfu lífi í alls-
nægtum sem sannkölluðu helvíti á
jörðu. Þar ríkja ekki mannlegar
tilfinningar, heldur mannfyrirlitn-
ing, gyðingahatur, allt falt fyrir
rétt verð eða umsemjanlegt. Þetta
er kaldhæðnisleg sýn, sett fram af
Steers, ungum manni og vel ætt-
uðum af Nýja-Englands auð-
mannaaðlinum, sem þekkir þetta
umhverfi eins og fingurnar á sér.
Lengst af er hann trúverðugur og
heldur sig á áhugaverðri braut ef
undan er skilinn þátturinn af dóp-
salanum Igby. Leikhópurinn er
nánast óaðfinnanlegur, jafnvel
Ryan Phillippe tekst glíma við
hlutverk litla repúblikanans, fasist-
ans, eins og litli bróðir kallar hann.
Goldblum, Sarandon, Danes og Ja-
red Harris eru hvert öðru betra. Í
lokin stefnir Igby á fyriheitna
landið. Vonandi finnur hann enda-
mörkin og kemst aftur til manna.
Igby við
endamörkin
KVIKMYNDIR
Sambíóin, Háskólabíó.
Leikstjórn og handrit: Burr Steers. Kvik-
myndatökustjór: Wedigo von Schultzen-
dorff. Tónlist: Uwe Fahrenkrog-Peterson.
Aðalleikendur: Kieran Culkin, Claire Dan-
es, Jeff Goldblum, Jared Harris, Amanda
Peet, Ryan Phillippe, Bill Pullman, Susan
Sarandon. 98 mínútur. United Artists.
Bandaríkin 2002.
IGBY á NIÐURLEIÐ/Igby Goes Down
Kieran Culkin fer firnavel með
hlutverk Igbys, reyndar líkt og aðr-
ir leikarar fara með sín hlutverk í
hinni skemmtilegu Igby á niðurleið.
Sæbjörn Valdimarsson
ÞEIR eru hressir, Hvanndals-
bræður. Og það einlæglega hressir að
þeir komast upp með þennan frum-
burð, sem heitir ágætlega lýsandi
nafni, Út úr kú.
Platan kemur eins
og út úr kú að því
leytinu til að í raun
er tónlistin hér ein-
stök. Að einum
þriðja sígilt pön-
krokk, að einum
þriðja þjóðlagarokk og að einum
þriðja ósvikinn, íslenskur æringja-
háttur eins og hann gerist bestur hjá
eldhressu náttúrufólki að norðan.
Svona eins og Ramones og Þrjú á
palli í góðu eftirápartíi eftir vel
heppnað þorrablót.
Út úr kú er fyrst og síðast
skemmtilegur diskur. Og þegar best
lætur, mjög skemmtilegur. Fyrsta
lagið, þar sem sungið er um dásemdir
Svarfaðardals og fórnarlund kátlegra
bænda þar í sveit, er sprenghlægilegt.
Platan dansar að vísu listavel á lín-
unni; einkaflippið og tilheyrandi húm-
or gæti mögulega verið óþolandi í eyr-
um sumra. En eins og áður segir
koma viss atriði, og það afar mikil-
væg, í raun í veg fyrir þetta. Atriðin
eru að 1) spilagleðin er ósvikin, 2)
spilamennskan er hressilega af hendi
leyst og hljómur er lifandi og góður
og 3) lögin eru skemmtileg og sniðug,
textarnir skondnir og galgopalegir.
Innan eins og sama lagsins er t.a.m.
oft vísað glettilega í hinar og þessar
áttir. Í „Ríðum heim til Hóla“ er upp-
runalega laginu blandað saman við
„Anarchy in the U.K.“ með
Sex Pistols. „Hafið bláa hafið“
er þá sett saman með „Hí á
þig“ með Ómari Ragnarssyni
og „All kinds of everything“,
sigurlaginu í Evróvisjón árið
1970 sem Dana söng. Norðan-
mönnum er greinilega ekkert
heilagt. Já, það má meira að
segja hlæja að falda Færey-
ingagríninu! Alíslensk fyndni,
alíslensk hljómsveit. Og al-
vöru lopapeysur.
Hvanndalsbræður eru líka
með eina góða og gamla reglu alger-
lega á hreinu, regla sem gleymist æ
oftar í poppinu. Hafðu það stutt,
hafðu það einfalt, hafðu skemmtilegt
(„Keep it short, simple and fun“).
Þessi gullna regla, ásamt áðurgreind-
um meðmælum gerir Út úr kú að fyr-
irtaks partíplötu. Og hún er meira að
segja í vönduðum pakkningum! Er
hægt að biðja um það betra?
Hei … stuð!
Tónlist
Alíslenskt
þjóðlaga-
pönk
Hvanndalsbræður
Út úr kú
Pinku-ponsu plötur
Hvanndalsbræður eru Valur Freyr Hvann-
dal (trommur, söngur), Sumarliði Hvann-
dal (bassi, söngur) og Rögnvaldur Gáfaði
Hvanndal (gítar, söngur). Lög eftir ýmsa
erlenda og innlenda höfunda og sum
þeirra eru þjóðlög. Rögnvaldur á þá nokk-
ur lög og texta. Hljóðupptaka og -blönd-
un var í höndum Venna Vestfirðings.
Hægt er að panta diskinn með því að
senda tölvupóst á hvanndalsbraedur@-
simnet.is. Arnar Eggert Thoroddsen
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Lopapeysupönk? Hvanndalsbræður í stuði.