Morgunblaðið - 05.03.2004, Page 62
ÞETTA „hús“ sem ég hitti Mín-
usstrákana í; þá Bjarna, Bjössa,
Frosta, Krumma og Þröst, er tón-
leikastaðurinn Carling Academy í
Islingtonhverfi Lundúna. Þetta voru
lokatónleikar sveitarinnar í Bret-
landi eftir að hafa dvalið þar í um
mánuð þar sem leikið var á fjölda
tónleika ásamt því að sinna allra
handa kynningarstarfsemi. Þriðja
plata Mínuss, Halldór Laxness, er
nefnilega nýkomin út í Bretlandi í
nýju umslagi á vegum Smekkleysu/
Bad Taste SM Ltd sem er útibú sem
Smekkleysa rekur í Bretlandi.
Tónleikarnir fóru fram mánudag-
inn 16. febrúar og var það Kerrang!,
biblía þungarokksins, sem stóð fyrir
tónleikunum. Aðalnúmerið var Auf
der Maur, hljómsveit sem Melissa
auf der Maur, fyrrum bassaleikari
Hole og Smashing Pumpkins leiðir.
Mínus var bætt á listann vegna
þeirra góðu viðbragða sem sveitin
hafði verið að fá í þessari Bretlands-
heimsókn sinni.
Erfiðir áhorfendur
Eftir dálítið stapp í miðasölunni
kom Frosti aðvífandi og leysti úr
þeirri flækju. Hann fagnaði Íslend-
ingunum og við sammæltumst um að
hittast eftir tónleika. Tónleikasal-
urinn var á stærð við Nasa og var
hann fleytifullur af fólki.
Mínusmenn spiluðu stutt sett en
kraftmikið og lá vel á þeim uppi á
sviðinu. Maður skynjaði ákveðinn
feginleik yfir því að Bretland væri
loks að baki enda viðurkenndu þeir
síðar að þeir væru orðnir pínu
þreyttir. Það var því allt gefið í lokin
og svona „partí“-stemning í gangi.
Hins vegar voru áhorfendur dálít-
ið uppskrúfaðir, líkt og þeir áttuðu
sig ekki alveg á hlutunum. Horfðu
t.a.m. forviða á Þröst sem fór á kost-
um í rokkstælunum. „Tough crowd“
er þetta víst kallað á ensku en ekk-
ert kom þetta þó við Mínusmenn
sem skiluðu sínu vel. Götugengið
(„Street Team“) gekk á milli fólks á
meðan á tónleikunum stóð og dreifði
límmiðum, barmmerkjum og fleira
með nafni sveitarinnar á.
Popp/rokkbransinn úti er talsvert
umfangsmeiri en hér heima á Fróni.
Þröskuldarnir miklu fleiri og þú
hringir ekkert í gemsann hjá Thom
Yorke og biður um spjall, aðferð sem
dugar glettilega vel hérlendis þegar
á að tala við íslenska poppara. Að
tónleikum loknum var farið með
okkur baksviðs, niður ganga, upp
stiga, í gegnum þetta herbergi og
hitt. Loks hittum við strákana fyrir í
litlu herbergi og þar ríkti gleði. Um
leið þó einhver undarleg ró, líkt og
menn væru loks komnir á endastöð-
ina.
Og það var hörku bransi í gangi.
Mikilvægt fólk! Ljósmyndari frá
NME kom til að smella mynd og
þarna var staddur Mark nokkur
Chung, varaforseti Sony í Þýska-
landi, fyrrum bassaleikari Ein-
stürzende Neubauten. Þá kemur að-
vífandi hörkusvöl eldri kona og er
mér tjáð að þetta sé blaðafulltrúinn
þeirra. Og sér hún víst líka um Me-
tallicu!
Ný lög
„Maður er kominn með pínu
heimþrá,“ segir Bjarni gítarleikari
þar sem við stöndum utan við bún-
ingsklefann ásamt Bjössa trommu-
leikara. Þeir félagar eru afslappaðir
og rifja upp fyrir mig heimsókn Jóns
Ársæls til þeirra en hann fór utan og
spjallaði við þá í þætti sínum Sjálf-
stætt fólk sem sýndur er á Stöð 2.
Þeir bera Jóni vel söguna og segja
hann hafa verið svalan gaur.
„Maður er auðvitað orðinn lang-
þreyttur á bransanum hérna úti,“
segir Bjössi svo. „Töfraljóminn er
fljótur að gufa upp.“
Það gengur erfiðlega að koma öll-
um fimm meðlimum saman í mynda-
töku. Bjarni segir að Þröstur sé að
róta upp í sviðinu og segist ekkert
skilja í honum. Hann nenni ekki að
standa í svoleiðis lengur, þegar að-
stoðarmenn til þeirra starfa séu á
annað borð komnir.
Þessi törn þeirra hófst í Man-
chester 23. janúar og Bjarni segir
brosandi að þeir hafi verið í rútu sem
rapparinn Busta Rhymes hafi verið í
á undan þeim. Bjössi bætir því svo
við að þeir hafi ekki setið með hend-
ur í skauti þennan tíma og sjö ný lög
hafi fæðst.
Daginn eftir þessa tónleika voru
Mínus-menn svo komnir yfir til
Þýskalands þar sem þeir léku á
þrennum tónleikum með pönksveit-
inni The Distillers.
Ritstjóri Kerrang!
Halldór Laxness heldur innreið
sína til fleiri landa á næstu mán-
uðum. Samningur hefur verið gerð-
ur við SINE (Sony Independent
Network) sem kemur til með að gefa
plötuna út á flestum öðrum mark-
aðssvæðum en Bretlandi. Hún kem-
ur þó út undir merkjum Sony í
Þýskalandi, Austurríki, Sviss og Pól-
landi og er útgáfa þar áætluð í apríl.
Þess má geta að aðalritstjóri
Kerrang!, Ashley Bird, kemur sér-
staklega til Íslands til að gera kvöld-
inu í kvöld skil. Það má því með
sanni segja að allt sé gerast hjá Mín-
us um þessar mundir.
Mínus spilar á Kerrangkvöldi á Gauknum í kvöld
Erfitt … en gaman
Mínus hefur sáð rokkfræjum af miklum
dugnaði í Bretlandi að undanförnu og er
Kerranguppákoman uppskera af þeim
akri. Arnar Eggert Thoroddsen hitti á
sveitarmenn í London og tók hús á þeim.
Ásamt Mínus spila DJ Ace (fyrr-
um gítarleikari Skunk Anansie)
og velska rokksveitin Jarcrew.
Tónleikarnir fara fram á Gauki á
Stöng, húsið opnað klukkan
21.00 og miðaverð er 1200 kr.
www.noisyboys.net
www.kerrang.com
arnart@mbl.is
Krummi og meðlimir úr „götugenginu“ („street team“) sem
eru sjálfboðaliðar sem sjá um að dreifa veggspjöldum, lím-
miðum og auglýsingamiðum fyrir hljómsveitina.
Ljósmynd/Móheiður Hlíf
Hressir Mínusmenn, ánægðir með gifturíkan mánuð.
62 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 6.
Þau eiga 12 börn og
mamman er
fjarverandi - þetta
endar með ósköpum!
Frábær skemmtun!
Vinsælasta
fjölskyldumynd ársins
í USA!
FRUMSÝNING
Hvernig leysir þú morðmál þegar öll vitnin
og allar vísbendingar benda á þig?
Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington
MÖGNUÐ SPENNUMYND!
Fleiri börn...meiri vandræði!
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16 ára.
FRUMSÝNING
Jack Black
fer á kostum
í geggjaðri grínmynd
sem rokkar!
HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
kl. 5 og 9.
Sýnd kl. 4 og 8. B.i. 12.Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 4 og 6. Með íslenskum texta
Fleiri börn...meiri vandræði!
Vinsælasta
fjölskyldumynd
ársins í USA!
H A L L E B E R R Y
Þau eiga 12 börn
og mamman er
fjarverandi -
þetta endar
með
ósköpum!
Frábær
skemmtun!
Yfir 94.000 gestir!
11 Óskarsverðlaun
þar á meðal besta myndin,
besti leikstjóri og besta
handrit
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10.
FRUMSÝNING
Hvernig leysir þú morðmál þegar öll vitnin
og allar vísbendingar benda á þig?
Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington
MÖGNUÐ SPENNUMYND!