Morgunblaðið - 05.03.2004, Page 64

Morgunblaðið - 05.03.2004, Page 64
64 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 14 ára. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára. FRUMSÝNING Frá framleiðendum Fast and theFurious og XXX Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 16. Sýnd kl. 6. SV MBL Sýnd kl. 8 og 10.10.  Kvikmyndir.com SV MBL Sýnd kl. 10.30 B.i. 14 ára. Heimur farfuglanna DV Renée Zellweger besta leikkona í aukahlutverki Sean Penn besti leikari í aðalhlutverki Tim Robbins besti leikari í aukahlutverki -Roger Ebert „Bráðfyndin“ HJ. MBL „Ótrúlega áhrifarík. Frumleg, fyndin og elskuleg.“ -BÖS, Fréttablaðið Skonrokk „Hundrað sinnum fyndnari en Ben Stiller á besta degi.“ -VG. DV Sýnd kl. 5.45. Kvikmyndir.is DV  ÓHT Rás 2 i i .i Sýnd kl. 9.20. Sýnd kl. 8. B.i. 16. WARNER-kvikmyndarisinn hefur nú staðfest að tökur á fimmtu myndinni um Leðurblökumanninn, Upphaf Leðurblökumannsins, séu hafnar. Enn einn stórleikarinn hef- ur nú bæst í stjörnum prýddan leik- arahópinn en það er Gary Oldman, fyrir eru þeir Michael Caine, Liam Neeson, Morgan Freeman og að sjálfsögðu aðalleikarinn, Christian Bale. Tökustaðir eru þrír, Ísland, London og Chicago. Mira Husseini, upplýsingafulltrúi Warner Brothers, segir um 200 manns nú starfa við gerð myndar- innar hér á Íslandi, þar séu allir sem koma að þessu, bæði íslenskir og erlendir aðilar, taldir. Um hundr- að erlendir starfsmenn eru hér staddir en þeir eru í tækniliði og leikaraliði sem kom frá London. „Þetta er auðvitað minna af liði en þegar við förum á fullt í stúdíóinu í London. Þetta er svona smækkuð mynd fyrir þennan stutta tíma sem við vinnum hér. Við verðum hér í nokkra daga. Ísland er frábær bakgrunnur fyrir alla vinnuna hér. Veðrið var með nokkur leiðindi við okkur, en í rauninni var þetta betra fyrir gæði myndarinnar, þótt það hafi verið erfitt að vinna í þess- um skilyrðum í regni, snjókomu, slyddu og roki. Við náðum miklu af góðu efni sem nýt- ist vel í stemninguna í myndinni. Það býr mikill und- irbúningur að baki og fólk kom hingað snemma til að sinna honum, en flestir komu í lok síðustu viku. Við sjáum síðan hvernig þetta fer á næstu dögum og síð- an fljúgum við aftur til London. Við erum með tvo af aðalleikurunum hér á Íslandi, þá Christian Bale, sem leikur Bruce Wayne, og Liam Neeson, sem leikur Henri Ducard, sem er kennari Bruce Wayne. Upptökurnar ganga mjög vel og leikararnir spjara sig vel. Íslendingar hafa verið mjög gest- risnir og hjálpfúsir og samstarfs- aðilar okkar í Saga Film hafa verið mjög fagmannlegir í sinni vinnu. Heimafólkið er líka mjög tilbúið að hjálpa okkur og afar vingjarnlegt og hjálpsamt. Bílstjórar á svæðinu voru alveg til í að breyta út af van- anum og gera okkur ýmsa greiða.“ Með önnur veigamikil hlutverk í myndinni fara Cillian Murphy, Ken Watanabe, Katie Holmes og The Edge, gítarleikari U2. Upplýsingafulltrúi Warner staðfestir að tökur séu hafnar á Leðurblökumanninum „Íslendingar hafa verið mjög gestrisnir“ SPURNINGUM rigndi yf- ir J.K. Rowling er hún tók þátt í netspjalli við aðdáendur Harry Potter- bókanna í gær. Alls bár- ust 16 þúsund spurningar og reyndi Rowling af veikum mætti að svara því sem hún svarað gat. Að sjálfsögðu gaf hún lítið upp um sjöttu bókina um galdradrenginn gáf- aða. Sumir voru það bjartsýnir að spyrja hana hvort Voldemort myndi deyja í bókinni. En hún svarað bara: „Haldiði virkilega að ég fari að gefa það upp?“ En hún reyndi ekki að draga dul á það að Harry ætti eftir að lenda í meiri óförum en nokkru sinni áður – og hefur hann þá marga fjöruna sopið blessaður. „Ef ég væri Potter færi ég í felur – því ég veit hvern- ig þetta fer allt saman.“ Hún sagði að það mundi reyna ennþá meira á töframátt Harrys en áður og að hans eigin tilfinn- ingar ættu eftir að skipta miklu máli. Þá var Rowling beðin um að setja sig í spor sögupersóna sinna og velja sér einn af töfra- mætti þeirra: „Ég vildi geta flogið. Og stundum geta skrúfað niður í fólki sem er að tala við mig.“ Og ef hún fengi tækifæri til að hitta Harry segist hún vilja bjóða honum út að borða og biðja hann afsök- unar á öllu því sem hún er búin að láta hann ganga í gegnum. Hún þvertók svo fyrir það að fleiri bækur ættu eftir að fylgja eft- ir lokabókinni sjöundu. Og það yrði engin forsaga skrifuð: „Hennar er ekki þörf. Þegar ég verð búin með söguna hefur öll sólarsagan verið sögð.“ J.K. Rowling í netspjalli í gær Aðdáendur Harry Potter geta vart beð- ið þess að vita hvað næsta bók hefur að geyma. Harðnar enn í ári hjá Harry Gary Oldman mun fara með hlutverk í myndinni. BROADWAY Borfirðingafjör. JÓN FORSETI (GAMLA Vídalín): Hljómsveitin HRAUN! spilar í kvöld en ekki á morgun eins fram kom í blaðinu í gær. KRINGLUKRÁIN Pálmi Gunnarsson og hljómsveit. NASA Straumar og Stefán í sál- arstuði. PLAYERS Austfirðingaball. Sú Ell- en, Dúkkulísur, Búálfar, Simmi Idol- kynnir, Tommi Tomm úr Rokk- abillý-bandinu o.fl. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.