Morgunblaðið - 05.03.2004, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 65
KRINGLAN
Sýnd kl. 6.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 6.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8.15 og 10.30.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4. Ísl. tal.
KRINGLAN
Sýnd kl. 4. Ísl. tal.
KRINGLAN
Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára
Myndin er uppfull af kolsvörtum
húmor auk þess sem hún er
skemmtilega djörf og dramatísk.
Besta
teiknimyndin
AMON Amarth koma frá helsta bak-
landi hinnar harðari gerðar þunga-
rokks, Svíþjóð, og hafa verið að síðan
1992. Þeir leika skemmtilega blöndu
af hörðu dauðarokki og hefbundnu,
melódísku þungarokki og krydda það
með textum sem sækja mikið til í
ásatrú. Lagatitlar á borð við „The
Fall Through Ginnungagap“, „Thor
Arise“ og „The Arrival of the Fimbul
Winter“ gefa til kynna að hérna verði
þeir á heimavelli!
Stundum er þessi gerð þungarokks
meira að segja kallað víkingarokk þó
að Amon-limir sjálfir séu ekkert alltof
hrifnir af þeim merkimiða. Blaðamað-
ur spjallaði stuttlega við gítarleikara
sveitarinnar, Olavi Mikkonen.
Tónlistin er í senn þung og grípandi
hjá ykkur. Ágætlega af sér vikið!
„Takk kærlega fyrir það. Þunga-
rokk snýst auðvitað aðeins um einn
hlut: Að geta hrist hausinn við það.“
Hvernig hafið þið þróast í gegnum
árin?
„Aðallega erum við orðnir betri
hljóðfæraleikarar. Við höfum alla tíð
reynt að spila mjög þunga en um leið
grípandi og melódíska tónlist. Það er
samt frekar erfitt fyrir mig að svara
þessu – mér finnst þetta bara verða
betra og betra!“
Af hverju Ísland?
„Vinir okkar í Heaven Shall Burn
(sem hafa komið hingað tvisvar) báru
landinu góða sögu. Við höfum aldrei
komið hingað áður þannig að við er-
um í góðum gír.“
Eruð þið mikið á flandri?
„Já, alltaf nokkra mánuði á ári.
Tvisvar sinnum höfum við svo spilað á
Wacken-hátíðinni (Mikil þunga-
rokkshátíð í Þýskalandi) og það var
alveg rosalegt!“
Ég segi bara að lokum: Sparkið í
rassa!
„Að sjálfsögðu. Við spörkum alltaf í
rassa!“
Þeim sem hugnast níðþungt en þó
melódískt þungarokk, með ræturnar í
hinu sígilda bárujárni, ættu ekki að
verða sviknir af Amon Amarth.
Þess má svo geta að lokum að út-
sendarar frá hinum ýmsu þunga-
rokksblöðum munu fylgja Amon Am-
arth til landsins, m.a. koma fulltrúar
frá Terrorizer og Metal Hammer.
Ekki nóg með það heldur kemur og
útsendari frá Metal Blade, því stórefl-
isútgáfufyrirtæki og einhverjir kvik-
myndatökumenn líka, en tekið verður
upp efni fyrir væntanlegan mynddisk
Amon Amarth.
Það væri því þjóðráð fyrir unga
þungarokkstónlistarmenn að slá tvær
flugur í einu höggi, sækja tónleika og
taka með sér kynningardiska í leið-
inni. Hver veit … kannski verður ein-
hver heppinn?
Amon Amarth frá Svíþjóð spilar hér um helgina
Vígalegir meðlimir Amon Amarth.
Sparkað í rassa
Haldnir verða tvennir tónleikar með Amon Amarth. Hinir fyrri verða föstu-
daginn 5. mars á Grand Rokk og þeir seinni 6. mars í Tónlistarþróun-
armiðstöðinni á Granda. Á fyrri tónleikunum sjá Brain Police, Changer og
Múspell um upphitun en á þeim síðari eru það Andlát, Dark Harvest og
Sólstafir. Ekkert aldurstakmark er á seinni tónleikana.
Aðgangseyrir verður 1.200 krónur á hvort kvöld.
arnart@mbl.is
SJÓRÆNINGJAR Karíbahafsins
hafa kveikt áhugann á ævin-
týramyndum og hefur Disney þeg-
ar ákveðið að maka krókinn og
ákveðið að framleiða víkingamynd.
Myndin, sem vera á í anda Sjóræn-
ingjanna, á að fjalla um æsilegar
svaðilfarir norrænna víkinga um
heimsins höf og þar munu víst
koma fram vísanir í norrænu goða-
fræðina og fullt af sæskrímslum,
tröllum, valkyrjum og berserkjum.
Handritið að myndinni var skrifað
að þeim sömu og gerðu hrollvekj-
una Freddie vs.
Jason en hvorki
hefur verið ráð-
inn leikstjóri né
aðalleikarar …
Britney Spears
segir foreldra
sína alltof ráð-
ríka og telur sig
búa í hálfgerðu
fangelsi. Hún
segist hafa gert ýmislegt, sem hafi
komið fólki á óvart, til þess að
streitast gegn yfirgangi foreldra
sinna. „Foreldrar geta ekki vernd-
að börn sín endalaust því annars
getum við aldrei lært af þeim
vandamálum sem upp koma,“ segir
hinn 22 ára söngkona í samtali við
unglingatímaritið Seventeen.
Britney segist hafa gert mömmu
og pabba fokreið þegar hún giftist
Jason Alexander í Las Vegas, en
hjónabandið stóð yfir í tvo sólar-
hringa. Hún segist hafa lært mikið
af þessum mistökum.
Sacha Baron Cohen, sem er
þekktur í hlutverki sínu sem Ali G í
samnefndum sjónvarpsþáttunum í
Bretlandi, hyggst ganga að eiga
unnustu sína Isla Fischer á næst-
unni.
„Við ætlum að gifta okkur að hætti
gyðinga. Ég geri hvað sem er,
skipti um trú, til þess að eiga þess
kost að vera með honum [Sacha].
Við eigum framtíð saman og trúin
er í öðru sæti á eftir ástinni,“ segir
Isla. Þau hafa hlotið blessun for-
eldra Sacha, sem eru strangtrúaðir
gyðingar.
FÓLK Ífréttum
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 6. Ísl. tal.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal.
Gamanmynd eins og þær gerast bestar !
Kvikmyndir.com
HJ MBL
„Fínasta
skemmtun“
B.Ö.S. Fréttablaðið
KRINGLAN
Sýnd kl. 10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 3.45, 5.45, 8 og 10.20.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4 og 8.
AKUREYRI
kl. 8.
KRINGLAN
Sýnd kl. 4. Íslenskt tal.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Kvikmyndir.com
B.i. 16 ára.
SV MBL
DV
FRUMSÝNING
LÆRÐU
AÐ
ROKKA!!
Renée Zellweger
besta leikkona
í aukahlutverki
Frábær gamanmynd frá höfundi
Meet the Parents
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6 OG 9.
Jack Black
fer á kostum
í geggjaðri
grínmynd
sem
rokkar!
Ben Stiller Jennifer Anistonill i i