Vísir - 04.04.1981, Blaðsíða 2

Vísir - 04.04.1981, Blaðsíða 2
MYRTU NASIST- AR EKKI NEINA GYÐINGA? Franskur menntamaður segir gydingamoröin lygi! 1 Paris standa nú yfir merkileg, og dálitið furðuleg, réttarhöld. Það sem málið snýst um er nefnilega ekkert annað en það hvort Adólf Hitler hafi i raun og veru látið drepa gyðinga eða hvort það er allt saman hin versta lýgi? Vitnisburður manns sem allir álitu að væri dauður kemur þar til með að skipta sköpum. Umheimurinn verður að fá að vita þetta! Goran von Otter, * barón að nafnbót, er 74ja ára gamall sænskur diplómat sem nú er á eftirlaunum. Þegar hann birtist i réttarsalnum i Paris fór kliður Hann er kominn þangað til að lýsa þvi þegar hann hitti Kurt Gerstein, lágt settan liðsforingja i SS-sveitum nasista, i hraðlestinni Varsjá-Berlin aðfaranótt 22. á- gúst 1942. Gerstein gerði sér fljótt grein fyrir þvi að von Otter, sem þá var lágt settur skrifstofumaður i sænska sendiráðinu i Berlin, væri frá hlutlausu landi. Hann gaf mjög ákveðið til kynna að hann vildi gjarnan fá að ræða við hann svo von Otter stofnaði til kunn- ingsskapar með þvi að bjóða unga Þjóðverjanum sigarettu. Næstu 12 klukkustundirnar ræddu þeir saman i lágum hljóðum á gangi hraðlestarinnar sem æddi yfir sléttur hins hersetna Póllands. Sagan sem Gerstein sagði Svian- um var hin óhugnanlegasta. Hann byrjaði á þvi að segja að hann væri nýkominn irS Belzec fangabúðunum nálægt Lublin þar sem hann hafði orðið vitni að þvi að gyðingum var smalað inn i gasklefa. Eftir að búið var að hleypa gasinu á og allir voru dauðir voru gulltennur dregnar úr likum gyðinganna. Gerstein bar skjöl, skilriki og pöntun frá yfirmanni búðanna. Það var sýrugas sem verið var að panta og ungi Þjóðverjinn hafði fengið nóg. Hann grátbað von Otter að láta umheiminn vita af þessum grimmilegum dráþum. Það var minna úr þvi en efni stóöu til. Sviinn tilkynnti yfir- boðurum sinum um það sem Ger- stein hafði sagt honum en Ger- stein sjálfur lést við dularfullar kringumstæður i fangelsi i Paris árið 1945, maðurinn sem hafði reynt að koma upp um „hina endanlegu lausn” Hitlers á „gyð- ingavandamálinu”. Fjölmargir sagnfræðingar hafa eftir að strið- inu lauk reynt að hafa uppá von Otter en ekki tekist. Að lokum komust þeir að þeirri niðurstöðu að hann væri lika látinn. Hvorug- um mannanna tókst að koma i veg fyrir að rúmlega tvær mill- jónir gyðinga væru myrtar i Belzec og Chelmno, Sobibor, Tre- blinka, útrýmingarbúðunum sem stóðu nálægt Belzec. Sérfræðingur i Rimbaud rannsakar gyðinga- dráp. Fundurinn um borð i hraðlest- inni Varsjá-Berlin er mikilvægur vegna þess að það var i fyrsta sinn sem nokkrum utanað- komandi var sagt frá f jöldamorð- unum sem nasistar voru að framkvæma. Frásögn von Otters af fundinum kann að skipta sköp- um i réttarhöldum sem mennta- maður nokkur stendur fyrir i Paris. Maðurinn heitir Robert Faurisson og er litt kunnur, eða hefur verið það hingað til. Nú hefur honum tekist að afla sér vafasamrar frægðar með þvi að halda þvi fram að sagan um gas- klefana og f jöldamoröin á gyðing- um sé „ein allsherjar lygi.” Við fyrstu sýn virðist mörgum óliklegt að þessi 52ja ára gamli maður sé forsvarsmaður i her- ferð gegn viðtekinni sagnfræði- hefð, en sömu hlutum hafa nýnas- istar löngum haldið fram. Hann fæddist i Shepperton, faðir hans var franskur en móðirin skosk. Hann var, prófessor i bókmennt- um við háskólann i Lyons og er

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.