Vísir - 04.04.1981, Blaðsíða 39

Vísir - 04.04.1981, Blaðsíða 39
Laugardagur 4. april, 1981 39 Þessir skýröu kynninguna fyrir fréttamönnum, frá v. Þorgeir Pálsson verkfræöideild.GisliMárGisiason liffræðideild, Ragnar Ingimarsson deildarforseti, Sigurður Steinþórsson, jaröfræöideild og Sigmundur Guðbjarnarson frá eðlisfræöideild. Háskðllnn með helmboð: Rabbað vlð lölvu og llllð ð Hfrlklð Viltu taka eina skák viö tölvu, eða rabba við hana um hugstætt málefni? Þú getur fengiö færi á þvi hjá Verkfræði- og raun- visindadeild Háskóla tslands sunnudaginn 5. april, milli klukk- an 10 og 18. En vel að merkja, tölvan kann ekki islensku, svo þú verður að vera sæmilega fær i ensku til að hún virði þig svars. Verkfræði og raunvisindadeild- in býður almenningi að skoða starf það sem þar fer fram, bæði kennslu og rannsóknir, á sunnu- daginn. Þar eru allir velkomnir, jafntþeir borgarar, sem vilja vita hvernig deildin ver skattpening- unum og þeir sem hyggja á há- skólanám, og raunar skiptir ekki máli af hvaða hvötum menn vilja skoða deildina, þeir eru velkomn- ir. Gestir eru hvattir til að koma kl. 10 i anddyri Háskólabiós og fá þar upplýsingar um hvað er að sjá og heyra á hverjum stað, þvi deildin er i húsnæði á mörgum stöðum. Þaðan verður strætó I förum milli deildanna. Það er margt annað áhugavert að skoða en tölvan. t jarðfræði- deildinni má kikja i smásjá og skoða þar eitt og annaö, fræðast um efnagreiningu, landmælingar og verður kassi, sem útskýrir Kröflu i máli og myndum. I verkfræðideildinni geta menn kynnt sér straumfræöi og séð á sjónvarpsskermi hvernig veiöar- færi starfa neðansjávar. Svona mætti lengi telja, en nú er tækifærið til að sjá með eigin augum hvað þessi hluti fræðinga er að bardúsa hversdags. SV Hásköllnn umbótasinnar gáfust upp á vlnstrl mðnnum Slitnaö hefur uppúr viðræðum umbótasinna og vinstri manna i Háskólanum. Að sögn umbóta- sinna réðu róttæklingar ferðinni i viðræöunefnd vinstri manna og voru ekki til viötals um neinar breytingar frá fyrri stefnu. Umbótasinnar hafa haft sam- band við Vöku og munu fulltrúar þessara hópa koma saman til fundar i dag og ræða möguleika á meirihlutasamstarfi. —SG íslandsmótið I badminton á Akranesi: „Old boys og old glrls” - eða æðsti llokkur og ððlingar Þeir i badmintoniþróttinni hafa löngum verið sér á báti með nafn- giftir á flokkana hjá sér — saman ber „öðlingaflokkur” i stað ,,01d boys”og annað eftirþvi. Nú hefur nýr flokkur bæst i hópinn, hjá þeim og er það fyrir kappa 50 ára og eldri. Vantaði nafn á hann, og Vísísbíó Hrekkjótti hundurinn verður sýndur i Visisbiói á morgun i Regnboganum klukkan 13. Þetta er skemmtileg mynd i litum. þar sem ekki þótti nógu fint að kalla hann „heldri öðlinga”, var fundið upp og samþykkt orðið „æðsti flokkur”. Sagt er að kvenfólkið i badmin- toninu hafði fundið upp á þessum nöfnum — þeim haf i ekki likað að hetjurnar þeirra væru kallaðar „old boys”. Illgjarnar tungur segja aftur á móti að ástæðan hafi veriðsú, að þær hafi óttast að þær sjálfaryrðukallaðar ,,01d girls” i opinberum mótum og slikt væri skiljanlega ekki hægt að liða. Islandsmótið i badminton fer fram um helgina á Akranesi og hefst mótið kl. 12.00 i dag. —klp VÍSIR innflutningur fískiskipa: „Þelta endar með sKelfingu” - segir Óskar Vlgíússon „Við getum ekki öllu lengur horft upp á aö það sé verið aö dæla inn fiskiskipum til aö dreifa aflanum á fleiri staöi en þegar er oröiö. Þetta er orðiö stórmál hjá okkur og raunar stóralvarlegt hvert stefnir”, sagöi Óskar Vig- fússon formaður Sjómannasam- bands islands í samtali viö Visi. Stefna rikisstjórnarinnar i fisk- veiðimálum hefur vakið ugg i brjóstum margra innan sjó- mannasamtakanna. Verða þær raddir æ háværari, sem telja hana „stórhættulega hagsmunum samtakanna”. „Við höfum margoft rætt viö ráðherra um þetta og lýst yfir áhyggjum okkar i þessu efni”, sagði Óskar. Sagöi hann enn fremur aö fulltrúi sjómanna i fiskveiðisjóði heföi tekið harða afstöðu gegn öllum skipakaupun- um. En þrátt fyrir setu hans og fulltrúa útvegsmanna i stjórn- inni, virtist ekki nægjanlega að gert i bremsuhlutverki sjóðsins, þótt ofangreindir aöilar heföu hvað eftir annað mótmælt aukn- ingunni. Þau 6 fiskiskip, sem ráðherra hefur þegar veitt leyfi fyrir, kvað Óskar ekki þurfa minna en 4000 tonn af þorski og 2-3000 tonn af öðrum tegundum á ári, hvert fyr- ir sig. Spurningin væri sú, hvort ráðherra ætlaði þá bara aö auka við aflann, þrátt fyrir umsagnir fiskifræöinga og sjómanna. „Ég skil þetta dæmi ekki en þetta endar aö minu mati með skelfingu”, sagði Óskar. — JSS um helgina Atmælissýnlng í Héllarholtssköla Réttarholtsskóli veröur 25 ára á þessu vori. 1 tilefni afmælisins efna kennarar og nemendur til sýningar i skólanum nú um helgina, þar sem dregin veröa fram ýmis atriði úr sögu og starfi skólans. Sýningin verður mjög fjöl- breytileg, meðal annars flytja nemendur skólans skemmti- dagskrá alla dagana, þá verður nýstárleg sýning i húsakynnum skólans, sem ber yfirskriftina Hverfið okkar, þar sem koma fram fróölegar upplýsingar um þróun skólahverfisins og viðtöl viö nokkra ibúa þess. Einnig verður sýning á handavinnu nemenda, svo sem keramik og fleiru. I tengslum við 25 ára afmæliö hefur verið gefið út vandað hátiðarblað, sem relt verður i skólanum. 1 dag verður opið milli klukk- an 13 og 17 og á sunnudag milli klukkan 14 og 16. — KÞ ítölsk og irönsk tönvepk Irá barokktímanum Sjöttu Háskólatónleikar vetrarins verða i Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut i dag klukkan 17. Flytjendur eru Camilla Söderberg, Helga Ingólfsdóttir og Ólöf Sesselja óskarsdóttir og leika þær á blokkflautu, sembal og bassagigju. Þær Camilla og Helga leika á blokkflautu og sembal sem eru eftirlikingar af 18. aldar hljóðfærum. Efnisskráin samanstendur af itölskum og frönskum tónverk- um frá barokktimanum og lýsir vel hinum sérstæða og ólika tón- listarstil þessara tveggja þjóða á 18. öld. Flutt verða tónverk eftir Paolo B. Bellinzani, Jacques M. Hotteterre, Mon- sieur Ravet, Charles Dieupart, Joseph B. de Boismortier og Francesco Barsanti. Hiaðborð h|á Fáki Fákskonur efna til kaffihlað- borðs laugardaginn 4. aprfl nk. i félagsheimili Fáks við Bústaða- veg. Að venju verður mikið um kræsingar. Allir eru velkomnir, jafnthestamenn sem aörir sam-' borgarar. Veitingarnar hefjast kl. 15. Tilgangur kvennadeildar Fáks með kaffihlaöboröinu auk þess að gleðja samborgarana er að safna til veröugs verkefnis. Engu að siður munu gestir sannfærast um að verðinu er mjög i hóf stillt. Tónskólakórinn heldur þrenna tónleika á Norðurlandi um helgina. (Visism. EÞS) Tónskölakórinn i söngför norður Tónskólakórinn leggur land undir fót um helgina og heldur þrenna tónleika á Norðurlandi. Fyrstu tónleikarnir veröa i dag klukkan 14 i Félagsheimil- inu Hrisey og aðrir i kvöld klukkan 20.30 i Vikurröst á Dal- vik. Siðustu tónleikarnir verða svo i Akureyrarkirkju á morgun klukkan 16. —KÞ Iönskólinn i Reykjavik Opið hús í Iðnskólanum Nú er tækifæri til að sjá hvernig kennsla i Iðnskólanum fer fram. 1 dag, 4. april, er skól- inn opinn öllum, sem vilja skoða það sem þar fer fram. Gestir geta fylgst meö kennsl- unni, náö tali af nemendum, kennurum og deildarstjórum og almennar upplýsingar verða veittar i skrifstofu skólans. A blaðamannafundi, sem forustuliö skólans boðaði til kom fram m.a. að nemendur eru nú um 830, sem er nálægt þvi sem verið hefur undanfarin ár, og iðngreinar, sem kenndar eru, eru um 20. Fastráðnir kennarar eru um 90 og auk þeirra’ um 50 stundakennarar. SV Tónlelkar Anflré isoir Franski organistinn André Isoir, sem staddur er hérlendis, heldur þrenna tónleika og fyrir- lestur i námskeiðsformi, þann tima sem hann staldrar við. Fyrstu tónleikarnir veröa 1 Ffladelfiukirkjunni i dag, næstu i Skálholtskirkju á morgun og þeir siðustu i Landakotskirkju á miövikudag. Þá veröur fyrir- lestur um César Franck á fimmtudag i Filadelfiukirkj- unni. — KÞ Tómasarkynning i Norræna húsinu Norræna húsiö i Reykjavik efnir til samkomu i dag klukkan 15 i tilefni af áttræöisafmæli Reykjavikurskáldsins Tómasar Guðmundssonar 6. janúar siðastliðinn. Verður hann sjálf- ur viðstaddur. Nemendur i Leiklistaskóla Is- lands munu flytja þar dagskrá, sem þeir nefna „Tómas og við” undir stjórn Péturs Einarsson- ar. Ætla leikaraefnin að lesa upp og syngja nokkur ljóöa Tómasar. — KÞ Fyrirlestur Vésteins Vésteinn ólason, dósent i is- lensku, flytur opinberan fyrir- lestur á vegum heimspekideild- ar Háskóla tslands laugardag- inn 4. april 1981 kl. 15:00 i stofu 101 I Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist: ,,ís- lendingaþættir” og er þriðji i röðinni af fjórum fyrirlestrum, sem kennarar heimspekideildar flytja nú á vormisseri um rann- sóknir og fræði i deildinni. öllum er heimill aðgangur. Sæluvlku að Ijúka Sæluviku Skagfirðinga lýkur með pompi og pragt á morgun með Kabarettsýningu Kirkju- kórs Sauðárkróks. Að sögn Ólafs Jónssonar, framkvæmda- stjóra Bifrastar, félagsheimilis þeirra Skagfirðinga, hefur hún ekki verið eins vel sótt og oft áður og sagði Ólafur, að greini- lega væri hún að ganga sér tii húðar I þvi formi sem hún er nú. Erþvi lögð áhersla á aö taka upp breytt form næsta ár. Meðal dagskráratriöa i dag verður sýning Leikfélags Sauð- árkróks á farsanum'i lausu loftí og annað kvöld verður áður- nefnd Kabarettsýning, þar sem bæjarlifið og innanhússmál verða I brennidepli —KÞ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.