Vísir - 04.04.1981, Blaðsíða 3

Vísir - 04.04.1981, Blaðsíða 3
Laugardagur 4. aprll, 1981 sérfræðingur i skáldunum Rim- baud og Lautreamont. I stjórn- málum segist hann vera vinstra megin við miðju. Fyrir fjórtán árum siðan fór hann hins vegar að dunda við það i fristundum að rannsaka söguna um fjöldamorð nasista. Lög- fræðingur hans, Eric Delcroix, segir: „Faurisson er mjög nákvæmur fræðimaður sem krefst þess að fullkomnar sann- anir liggi fyrir um gasklefana. Hann fann engar sannanir. Ekket nema likur.’’ Faurisson birti niðurstöður sinar i grein sem birtist i franska blaðinu Le Monde fyrir tveimur árum. Venjulega hefðu staðhæf- ingar hans varla vakið mikla at- hygli en svo fór nú samt, þær birt- ust nefninlega aöeins tæpum mánuði eftir að vikuritið L’Express birti viðtal við Louis Darquier de Pellepoix, sem hafði verið ráðherra gyðingamálefna i Vichystjórninni. Hann var ábyrgur • fyrir að flytja 75 þúsund gyðinga úr landi og til Þýska- lands þar sem þeir voru drepnir. „Drápu ekkert nema lýsnar...” Darquier de Pellepoix sem nú býr i útlegð á Spáni virtist ekki iðrast neins. Hann kenndi gyðingum um siðari heimsstyrj- öldina. Er hann var spurður um gasklefana I Auschwitz svaraði hann: „Gyðingarnir eru bara að reyna að láta bera á sér. Þjóð- verjar drápu ekkert með gasi nema lýsnar utan á þeim.” Ahrifin af viðtalinu og siðan grein Faurissons urðu óskapleg. Faurisson var rekinn úr stöðu sinni i Lyons og eintök á bókinni sem hann skrifaði voru fjarlægð úr bókabúðum i Paris. Einnig var ráðist á Faurisson á götum úti. Frönsku Alþjóðasamtökin gegn kynþáttastefnu og anti-semitiska tilkynntu að þau myndu stefna Faurisson fyrir að „falsa söguna” sem heyrir undir grein 1382 i frönskum lögum. Fimmtán lögfræðingar hafa veriö tvö ár að undirbúa þessi réttarhöld. Þeir hafa yfirheyrt mörg hundruð manns sem komust lifs af úr útrýmingarbúð- unum og hafa farið nákvæmlega yfir allar skýrslur um málið bæði i Póílandi og ísrael. Til að sýna fram á að fullyrðingin Faurisson um að Þjóðverjar hefðu ekki not- að gás — hann segir það hefði drepið fangaverðina lika — hafa þeir grafið upp skyrslur iækna i Auschwitz og viðar þar sem m.a. er lýst ytri áhrifum þess á mannslikama. Nú upp á siðkastið hafa tveir aðilar til viðbótar höfðað mál gegn Faurisson fyrir meinyrði og verði hann dæmdur sekur siðar á þessu ári á hann yfir höfði sér langa fangavist. Siðastliðið haust gaf hann út varnarrit sitt, 275blaðsiðna bók sem aðallega er um vörn hans gegn frægum og virtum frönskum sagnfræðingi Leon Poliakov. Koma verður i veg fyrir að þetta endurtaki sig Poliakov hefur sjálfur gefið út bæði fullyrðingar Gersteins, sem hann endurtók siðar, eftir að hafa rætt við von Otter i hraðlestinni, og svo dagbækur SS læknisins i Auschwitz, Johann Paul Kremer sem varð vitni að gyðingadrápun- um. Faurisson hélt þvi fram að Polikov hefði rangt eftir bæði Gerstein og Kremer og kallaði hann „svikahrapp”. Poliakov tilkynnti þegar i stað aðhann myndi höfða mál. Nú ný- lega var málið dómtekið og þá drógu lögfræðingar hans tromp sitt fram úr erminni, það er að segja Goran von Otter sjálfan sem allir héldu að væri löngu lát- Faurisson málið heldur áfram að vekja gifurlega athygli i Frakklandi og telja margir að það snúist ekki sist um rétt manns til að tjá skoðanir sinar. Eric Delacroix, lögfræðingur Faurissons, segir: „Þetta eru réttarhöldin yfir Galileo enn einu sinni. Þegar Galileo sagði að heimurinn væri hnöttóttur hafði engin áhuga og skoðanir hans voru hugmyndafræðilega óþol- andi fyrir valdamennina. Hann var dæmdur. Það er sama með Faurisson.” Einn af ^ækjendunum er á allt öðru máli Bernard Jounann- eau segir: „Að minu áliti er Faurisson einfaldlega snarvitlaus. Það er Le Monde sem hefur gert skoðanir hans umtalaðar. Lygar hans eru nú notaðar af gyðingahöturum og það er bráðnauösynlegt að leiðrétta delluna úr honum áður enhún veldur enn meiri skaða en oröið er. Heimurinn verður að vita nákvæmlega hvað nasistar gerðu við gyðinga. Það er eina leiðin til að koma i veg fyrir að það endurtaki sig”. I J mallorka^ ATLANTIK býður viku, tveggja vikna og þriggja vikna ferðir til Mallorka og er fyrsta ferð um páska. Boðið er uppá gistingu í nýju og glcesilegu íbúðarhóteli, ROYAL PLAYA DE PALMA, sem var tekið í notkun í maí 1980. Royal Playa stendur við hina hreinu ogfallegu strönd, Playa de Palma, um 8 kílómetra austan við höfuðborgina Palma. Tvímœlalaust er Royal Playa eitt glcesilegasta og best búna íbúðarhótel, sem íslendingum stendur til boða í sumar. FERÐAKYNNING á morgun kl. 14-16 á skrifstofu okkar aö Hallveigarstfg 1. Sýnt verður myndsegulband (Video) af ROYAL PLAYA DE PALMA-fbúðarhótel- inu og veittar upplýsingar um feröir ATLANTIK sumarið 1981. Sjón er sögu ríkari Verið velkomin! BROTTFARAR- Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept. DAGAR 15 2.26. 5.16.23.7.14.28. 4.18.25. 8.15.29. ALMENN FERÐAÞJÓNUSTA VÖRUSÝNINGAR - SÉRHÓPAR - EINSTAKLINGSFERÐIR. mtHVTIK FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinú Hallveigprstíg 1. Simar 28388 og 28580.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.