Vísir - 04.04.1981, Blaðsíða 21

Vísir - 04.04.1981, Blaðsíða 21
20 VÍSIR Laugardagur 4. april, 1981 Laugardagur 4. april, 1981 VÍSIR 21 „Peir voru sko dannaöir t söngnum þar” Jóhann Konráðsson söngvari — ,,heims- frægur” á ísiandi — í heígarviðtali sinni enn. Við ætluðum ekki að ansa þvl, vorum að undirbúa næsta lag. Þá kallað Július Haf- stein, sýslumaður þeirra Þingey- inga, í skipunartón: ,,Ég skipa þér Jóhann með lögregluvaldi, að syngja „Andvarpið” einu sinni enn”. Það var ekki um annað að ræðaen hlýða þessu, þar sem lög- regluyfirvaldið átti i hlut! Við Sverrir Pálsson núverandi skólastjóri Gagnfræðaskólans fórum viða um land og héldum söngskemmtanir. Undirleikari okkar var Askell Jónsson og vor- um við oftast á ferðinni i nýjum jeppa, sem Askell átti, eða þá á F»rdinum minum. Fengum við irnefnið ,,Þrir á ferð”, en á sama tima fóru 6 leikarar á ferð um landið, sem nefndu sig ,,Sex á ferð”. Eitt sinn vorum við á heimleið að nóttu til. Sverrir ók jeppa Áskels, en hafði orð á þvi i Ljósavatnsskarðinu, að jeppinn hlyti að vera eitthvað bilaður, hannynnisvo illa. Askellsagði aö það gæti ekki verið, jeppinn væri svo til nýr. Við héldum þvi ó- „Það er músik i blessuðum skepnunum, ég finn þaö á hestunum mfnum að þeireru músikalskir." //Söngurinn hefur verið mér jafn nauðsyn- legur og andrúmsloftið/ allt frá því ég var barn. Ég er þakklátur fyrir þá söngrödd sem mérvar gefirv eða öllu heldur lánuð. Ég hef reynt að þroska hana og miðla henni til ann- arra. Mér hefur veriðtekið vel/ ég hef fengið að finna að landar mfnir hafa notið söngsins með mér. Það er mér nóg/ ásamt því að eiga góða konu og gott heimili". Það er Jóhann Konráðsson söngvari á Akureyri/ sem hefur orðið i helgarviðtali. Jóhann Konráðsson er „syngj- andi maöur”, eins og Orðabók Menningarsjóös skilgreinir oröið „söngvari”. Ef við eigum að skil- greina það nánar, þá er Jóhann „alþýðusöngvari”. Hann söng á skemmtunum og hélt konserta vitt og breitt um landið og þvi löngu „heimsfrægur” á fslandi. Hann er hættur að syngja opin- berlega, en ósjaldan heyrist rödd hans hljóma á öldum ljósvakans og þar á hún eftir að heyrast um ókomin ár. Hver kenndi þér að anda? „Já, já, þú ert velkominn, ef þú heldur að ég hafi frá einhverju að segja. En ég ætla ekki að gerast „spámaður” á gamals aldri, hins vegar get ég sagt þér eitt og ann- að af minu söng-stússi ef þú vilt”, sagði Jóhann þegar ég hringdi i hann og falaði viðtal. Daginn eftir vorum viö sestir I stofu hjá Jóhanni. Við komum okkur saman um aö einbeita okk- ur aö söngvaranum „Jóa Konn”. Fyrst spurði ég hvort söngurinn hafi veriö honum eiginlegur, þar sem hann hefur litillar söng- menntunar notiö? „Það er rétt, ég er ekki lang- skólagénginn, en ég hef notið leið- sagnar hjá góðu fólki. Siguröur Birkis var einn af þeim fyrstu, sem sagöi mér til. Ég man eftir fyrsta timanum hjá Sigurði. Þá spurði hann: „Hver hefur kennt þér að anda”. „Kennt mér aö anda”, át ég eftir honum og kom alveg af fjöllum. Hann átti eðli- lega við öndunina með söngnum, en ég sagði honum eins og var, að öndunina heföi ég aldrei lært og aldrei hugsað sérstaklega um hana. „Þaö er einkennilegt”, sagði Siguröur þá, „þú andar nefnilega alveg rétt”. Það má þvi vera, að söngurinn sé mér eiginlegur. Ég hef verið syngjandi frá barnsaldri, en ég söng þá fyrir sjálfan mig, ég var ekki aö gera þaö fyrir aðra. Ég fékk útrás i söngnum. Þegar ég var 8 ára fór ég i sveit að Fagra- nesi i öxnadal. Þar var fært frá og ég fékk það hlutverk að sitja yfir ánum. Ég var sem sé smali. Það var dásamlegur timi. Eggert Þorkelsson var húsbóndi minn. Hann sagði mér siöar, að eitt sinn hafi hann fariö að huga að mér og ánum. Þá hafi ég setiö á þúfukolli og sungið hástöfum, en ærnar leg- ið á jórtrinu umhverfis mig með sælusvip. Eggert sagðist ekki hafa fengið sig til þess að raska ró okkar. Og ærnar voru góðir á- heýrendur: það er músik i skepn- um, ég finn það oft hjá hestunum minum, að þeir eru músikalskir. Þetta atvik er mér ekki minnis- stætt, ég var alltaf syngjandi, þetta var þvi ekki óvenjulegt fyrir mig. Það er frekar aö ég muni eftir atvikum frá barnæsku vegna þess að ég hafi ekki sungið. Ef til vill hefur þetta veriö minn skóli, þar sem ég hef lært „að anda”, eins og Sigurður sagði. Ég var ekki nema fjóra vetur i skóla, en áður en sú skólaganga hófst hafði Elisabet Eiriksdóttir kennt mér til stafs. Ég veit að margir þeir sem uxu úr grasi á fyrstu áratugum aldarinnar geta sagt svipaöa sögu af skólagöngu sinni. En ég reikna með að flest- um þeirra hafi einhvern tima runniö það til rifja á lifsleiðinni, „Hver hefur kennt þér að anda”, spuröi Siguröur Birkis. „Hann hlýtur aö vera bilaöur jeppinn, hann vinnur svo illa”, sagöi Sverrir. Þá vorum við búnir að keyra allt Ljósavatnsskarðið á „punktemiðu” að hafa ekki lært meira. Þannig er þvi alla vega varið með mig. Þessi skamma skólaganga var góð svo langt sem hún náði, en það hefur oft orðið mér fjötur um fót á lifsleiðinni, að hún varð ekki lengri. Þaö var sungiö raddaö viö vinnuna En það var ekki um annað að ræða en vinna fyrir sér. Sextán ára fór ég til sjós, réö mig á bát hjá Oddgeiri Jóhannssyni á Grenivik. Hann var kvæntur Að- alheiði frænku minni Kristjáns- dóttur, en hún var afa-systir min i föðurætt. Þeirra dóttir var Fanney, sem ég fékk aö eiga. Það var stóri happdrættisvinningur- inn minn, ég á það henni að þakka hvað ég gat helgaö mig mikið söngnum. Við erum þvi skyld hjónakornin og það er mikill söngur i okkar ætt, eins og rauður þráður allt i gegn. Faðir minn, Konráö Jóhannsson, gullsmiður, hafði ágæta rödd og sömu sögu er aö segja um móöur mina, Svövu Jósteinsdóttur, en hún er frá Hró- arsdal i Skagafiröi. — Það fer orð af Höföhverfing- um sem söngmönnum. Var mikið sungið á Grenivik á þessum ár- um? „Já, það var mikiðsungið. Þar var starfandi kirkjukór og bland- aður kór, sem Jónas frá Græna- vatni og bræðurnir Áskell og Páll Jónssynir frá Mýri i Bárðardal höföu þjálfaö. Þaö var hvert tæki- færi notað. Það var sungið viö flatninguna og beitninguna,: hvar sem var og hvenær sem var. Og það var sungið raddað drengur minn, þeir voru sko dannaðir i söngnum þar. Ég vildi vera með, en fékk ekki góðar viðtökur. Strákarnir sögðu mig laglausan. Það var nokkuö til i þvi. Ég hafði aldrei tekið þátt i rödduðum söng áöur, hann setti mig svolítið „út af laginu” tilaö byrja með. En ég skólaðist og eftir þaö var ég tak- inn i hópinn. Setti punkt við sjóinn Ég var á sjónum i nokkur ár, tók „pungaprófiö” og var fyrsti vélstjóri á Hjalteyrinni um tima. En söngurinn var farinn að toga I mig og 1941 setti ég punktinn við sjóinn og fór i land. Eftir það fór sönghjólið að snúast og hraðinn jókst ár frá ári: ætli hann hafi ekki verið mestur frá þvi upp úr 1950 og fram undir 1970. Þá fór ég að slaka á og nú er ég löngu hætt- ur aö syngja opinberlega. Ég hef verið að raula ofurlitið fyrir fólkið á sjúkrahúsinu við messur og einnig fyrir gamla fólkið á dval- arheimiiunum. Ég setti mér það mark að hætta nógu snemma, draga I land áður en fólk færi að vorkenna blessaða gamla mann- inum, sem héldi hann gæti sungið. Ég held mér hafi tekist að standa við þetta með nokkrum undan- tekningum þó. Það er nú einu sinni söngur i mér, þannig að ég á erfitt með að segja nei. Þá leist mér ekki á blikuna Ég byrjaði að starfa með Karlakór Akureyrar eftir að ég kom i land. AskellSnorrason, tón- skáld, var söngstjóri fyrsta árið, en hann veiktist og Sveinn Bjarman tók við. A fyrstu æfing- unni undir stjórn Sveins rétti hann mér hefti og sagði: „Gerðu svo vel Jóhann minn, nú syngur þú þetta á konsertinum i vor”. Lögin i heftunum voru „Um sum- ardag” og „Okuljóð — Afram veginn i vagninum ek ég”. Það setti strax að mér kviða, mér leist satt að segja ekkert á blikuna. Sveinn ætlaöi mér óreyndum að syngja „ökuljóðin”, sem Stefán tslandi var búinn að syngja inn i hjörtu allra landsmanna. En þetta hafðist og einn gagnrýnand inn likti mér við fola, sem hefði fundist i stóði, en færi ekki á stökki, heldur hýru spori. Þetta þótti mér bara góð samliking”, sagði Jóhann. — Þetta var vorið 1941, sem Jó- hann söng fyrst einsöng opinber- lega. Áður var hann byrjaður að syngja með Smárakvartettinum og ár frá ári varð söngurinn um- fangsmeiri. Hann hélt sjálfstæða konserta á Húsavik, Reyðarfirði, Eskifiröi, Fáskrúðsfirði, Norð- firði og um Vestfirði fór hann á vegum Tónlistarfélagsins á Isa- firði og hélt konserta á Isafirði, Bolungarvik, Suðureyri og Flat- eyri, en aldrei sá Tónlistarfélagið á Akureyri ástæðu til sliks fram- taks. Jóhann helt sem sé aldrei sjálfstæöa tónleika á Akureyri, sinum heimabæ. Auk þessa fór Jóhann um landið þvert og endi- langt til að syngja á skemmtun- um, ýmist einn, með Smára- kvartettinum, Sverri Pálssyni, Jóseini bróöur sinum, Eiriki Stef- ánssyni, Sigurði Svanbergssyni eða Kristni Þorsteinssyni, svo einhverjir séu nefndir. A.m.k. einu sinni söng Jóhann á þrem stöðum sama daginn, i Vagla- skógi, á Akureyri, og loks á Egils- stöðum. Það var 17. júni 1955. Ég bað Jóhann að segja okkur eitt- hvað af öllu þessu. Söng sam- kvæmt skipun „Ég hef einu sinni sungið sam- kvæmt lögregluskipun. Þá var ég með Karlakór Akureyrar i As- byrgi, sem ég held að sé besta sönghús i heimi, tónninn er svo lifandi þar. Ég söng einsöng I lag- inu „Andvarp” eftir Neithardt og við vorum búnir að endurtaka lagiðtvisvar. Enn var klappað, á- heyrendur vildu heyra það einu trauðir áfram. Þegar við vorum búnir að keyra allt Ljósavatns- skarðið, þá segir Sverrir: að þaö hljóti bara að vera eitthvað að bilnum, hann vinni svo illa. Þá fór Askell að veröa órólegur, hélt að nýi billinn væri að gefa sig. Við á- kváðum þvi að kanna málið. Kom í íjós að jéppinn var „punkterað- ur”! Mér er lika minnisstæð söng- skemmtun sem við félagarnir héldum á Þórshöfn. Þá fór raf- magnið þegar við vorum hálfnað- irmeð söngskrána. En enginn lét það á sig fá. Við fengum kerti, þannig að Askell sá á nóturnar, en siðan var haldið áfram. Stemmn- ingin sem skapaðist var stórkost- leg og litla samkomuhúsið varð að tónleikahöll. Þetta skilaöi sér i söngnum. Sverrir söng m.a. „Söng til kvöldstjörnunnar”, að mig minnir eftir Wagner. Það var stórkostleg túlkun, hvernig drengurinn söng þetta, heimsins besti söngvari gæti ekki þurrkað þann söng úr huga mér. Einn þátturinn i samstarfi okk- ar Sverris var kirkjukonsert i Ak- ureyrarkirkju, þar sem Jakob Tryggvason sá um undirleikinn. Agóðanum var varið til að stofna sjóð til kaupa á pipuorgeli i kirkj- una. Kom þetta af stað mikilli söfnun, sem varð til þess að org- elið var keypt. Spyrekkihvaö þú hefur lært — ÞU ert ekki langskólageng- inn i söngnum, en eitthvað hefur þú lært? „Já, já, ég hef notið tilsagnar hjá góðu fólki og ég er þvi þakk- látur. Ég átti þess kost að starfa með Páli Isólfssyni. Ég var feim- inn við þennan snilling þegar ég kom á fyrstu æfinguna, en hann tók mér opnum örmum sá öðling- ur og sagði: „Ég veit allt um þig Jóhann minn, ég spyr ekki hvað þú hefur lært, heldur hvað þú get- ur”. Þetta þótti mér óskaplega vænt um. Ég naut tilsagnar Primo Mont- anari i nokkrar vikur, en hann var þekktur tenor og dvaldi hér aö mig minnir i tengslum við upp- færsluna á ,,,Lá Boheme” 1955. Hann opnaði óskaplega mikið fyrir mér, allavega fannst mörg- um ég syngja betur, eftir að þeir vissu að ég haföi verið hjá Mont- anari. Hann sagöi við mig: „Þvi eðlilegri og afslappaðri sem þú ert, þvi betri verður röddin: sjáðu bara hvernig ungabarnið grætur, það er þvi eölilegt.” Arið 1962 kom Magnús vinur minn Jónsson þvi til leiðar, að ég fékk aö dvélja um tima við Kon- unglegu óperuna i Kaupmanna- höfn, þar sem ég naut .ma. kunn- áttu Stefáns tslandi. Þaö var mér ógleymanlegt og ómetanlegt, það opnaöi mér nýjan heim. Akureyrarbær og Kaupfélag Eyfirðinga styrktu mig til ferðar- innar og einnig komst ég á svo- nefnd listamannalaun hjá menntamálaráðuneytinu. Þótti mér vænt um þá viðurkenningu, sem i þvi fólst. Þá sagði mætur leikari: „Þetta skal vera i fyrsta og siðasta skiptið, sem „amatör” kemst á listamannalaun.” Syngurnú í svefnsins ró — Hvenær hafðir þú tima til æfinga? „Ég var gæslumaður á geðdeild Sjúkrahússins frá 1946 og þaö var stundum sagt, að ég héldi mér i æfingu með þvi aö syngja fyrir sjUklingana þar, og var það ekki alltaf lagt út á betri veg. Einu sinni var ort i sambandi við árs- 00117!» hjá Karlakór Akureyrar: „Aður Jóhann sótti sjó sagður var hann aflakló alltaf fyrn af ýsum dró og öðrum fiskum talsvert þó. Syngur nú i svefnsins ró sjúklingana á Kleppi, út svo enginn sleppi”. Það var nokkuð til i þessu, ég notaði hvert tækifæri sem gafst til „Ærnar lágu á jórtrinu umhverfis mig með sælusvip.” að syngja fyrir sjúklingana. Mér fannst það veita þeim ró. Eitt sinn fékk ég mann til að leysa mig af. Hann fór að raula viö vinnuna, en einn sjúklingurinn bað hann i öll- um bænum að þegja, þvi „hinn strákurinn” gæti sungið miklu betur.” — Jóhann hefur frá mörgu aö segja, m.a. frá Smárakvartettin- um svo eitthvað sé nefnt, en það verður að biða betri tima. Ég spurði Jóhann að lokum hvort aldrei hafi hvaflað að honum að reyna fyrir sér við nám og starf erlendis? „Nei, enda hefðu það verið draumórar i þá daga. Ég er full- komlega sáttur viö lifiö og tilver- una. Ég naut þess að syngja með fólkinu og fyrir fólkið. Ég er þeim þakklátur, sem gerðu mér það mögulegt. Þetta horfði öðru visi viö ef ég væri ungur i dag. Nú eru söngmenn betur að sér og það er vel. En mér finnst almennt minni söngur i fólki, landinn syngur minna sér til ánægju og yndis- auka en var. Það þykir mér mið- ur. Söngur og tónlist er mannbæt- andi, þaö slær á betri strengi i brjóstum okkar og mýkir skapið. Ég er ánægður með lifiö eins og það hefur verið og eins og það er. Ég á góöa konu og gott heimili og bömin hafa komist af. Slikt verð- ur ekki keypt meö söng.” G.S./Akureyri „Þá sagöi mætur leikari: „Þetta skal vera I fyrsta og siðasta skipt- », sem „amatör” kemst á lista- mannalaun”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.