Vísir - 04.04.1981, Blaðsíða 18

Vísir - 04.04.1981, Blaðsíða 18
18 Ragnar Jónasson, kennari, i hópi nemenda og litilla gesta, sem horfa spenntir á þegar Ragnar gefur fiskunum rækjur. A þessari mvnd sést krabbinn og i litla kassanum til hliðar eru hamirnir hans þrir. er saltur sjór Þaö er gaman aö skoöa hamstrana. Gunnar Már Sverrisson, 6 ára heldur þarna á einum hamstranna. Guömundur Þorri Jóhannesson vinnur þarna aö gerö hlutar f fiska- ker.en krakkarnir i Fagurfiskafélaginu gera sjálfir fiskakerin sln. [ dag segir í myndum og máli frá heimsókn í raungreinakennslustofu La ugalækarskóla í Reykjavík. Þar kennir Ragnar Jónasson, kennari, 13, 14 og 15 ára krökkum. Það er mjög liflegt þarna í stofunni, því að þar eiga heima fiskar af ýmsum tegundum í kerjum, sem nemendur hafa sjálfir smiðað. Einnig ru þarna hamstrar og einn bog- krabbi. Bogkrabbann fundu kennari og nemendur ? ferð út á Laugarnestanga. Þá var krabbinn mun minni en hann er núna. Hann hefur haft þrisvar sinnum hamskipti siðan, og eru hamirnir geymdir í litlum kassa. Þeir eiga að sjást á einni myndinni hér á siðunni ásamt bogkrabbanum eins og hann er núna. n n a K . Brynjólfsdótt- ir Hamstrarnir eru mjög vinsælgæludýr og hafa krakkarnir i Laug - arnesskólanum fengið þá lánaða, en þar eru nemendur á aldrinum 6- 12 ára. í Laugalækjarskólan- um starfar klúbbur, sem kallast Fagurfiskafélag- id og eru í honum krakk- ar úr 7. 8 og 9. bekk, en flestir eru úr 7. bekk. Fagurf iskaf élagið gefur út kver sem kallast Fagurf iskakverið og hafa 2 slik komið út, 1. blað í janúar 1981. Þar segir Ragnar Jónasson, kennari, m.a. „undanfarin ár hef ég haldið nokkra f iska í keri i kennslustof u.minni hér í Laugalækjarskóla. S.l, haust var leitað eftir því, hvort nemendur skólans hefðu áhuga á að stofna e.k. klúbb í eldi og ræktun skrautfiska. Um 30 nemendur Ijáðu málinu lið og því var Skrautf iskaklúbburinn stofnaður. Nafn hans breyttist þá fljótlega í Fagurf iskafélagið. Markmið Fagurf iskafélagsins skyldu vera: Þessir strákar eru allir f Fagurfiskafélaginu. Grétar og Sigurgeir eru aö sllpa gler I fiskaker og félagar þeirra, Björn, Stefán og Sigurjón horfa á. 1. Að annast og rækta fagurfiska í líffræði- stof unni. 2. Að sjá félögum fyrir fróðleik um sjúkdóma, ræktun og eldi fagur- fiska. 3. Að hjálpa félögum við kerasmíðar. 4. Að reyna að útvega félögum gróður og heil- brigða fagurfiska gegn vægu verði. 5. Að koma upp veglegu fagurkeri í bókasafni skólans. [ fiskakerjum Fagur- fiskafélagsins í stofunni í Laugalækjarskólanum eru eftirtaldar fiskateg- undir: Gúbbífiskar, Zebrafiskar, sverðdrag- ar, gullfiskar, Plattí, Gúramíar og Jack Dempseyar. Þeir síðasttöldu eru mjög grimmir fiskar og geta orðið 25 cm að stærð. Þegar við komum að ker- inu þeirra sást enginn þessarra fiska, þeir voru allir í felum. Ragnar náði þá í rækjur og setti ofan í kerið og á augabragði þutu fiskarnir úr felu- stöðum sínum og náðu í rækjurnar, sem þeim þykir lostæti og hurfu með þær strax aftur í fel- ur. Svo fylgdumst við með, þegar Ragnar gaf bogkrabbanum rækjur, Bogkrabbinn hámaði þær i sig, alveg eins og f iskar- nir gerðu. I keri bög- krabbans er saltur sjór. W:, Fagurfiskafélagió i Laugalækjarskóla heimsótt I keri bogkrabbans

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.